Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. Utlönd Bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók í gær fyrrum embættismaim í bandaríska hemura fyrir raeintar njósnir. Grunur leikur á aö raaöurmn hafi stundað njósnir fyrir Varsjárbandalagsríkin á meðan hann var við störf í Vestur-Þýskalandi. Alríkislögreglan segir aö maöurinn hafi verið í njósnahring sem stundaði það aö smygla varnaráætlmium Vesturlanda tál Varsjárbandalagsins í rúma tvo áratugi. James Ramsey, 28 ára gamall, var handtekinn í Flórída í Bandaríkjun- um og gefið að sök sérstaklega að hafa gefið leyniþjónstunni í Ungverja- landi og Tékkóslóvakíu upplýsingar um varnarkerfi Atlantshafsbanda- lagsins. Ramsey hafði yfimmsjón með leynilegum skjölum í herstöö banóaríska hersíns í Brad Kreuznach í Vestm-Þýskalandi en þar var hann frá árinu 1983 til ársins 1985. Bandaríska dómsmálaráðuneytið seg- ir að meintur ieiðtogi njósnahringsins, Clyde Lee Comad, hafi greitt Raras- ey tuttugu þúsund dollara fyrir leynileg skjöl, þar á meðal skjöl sem inni- héldu upplýsingar um vamir á landi í Mið-Evrópu ef sovéski herinn gerði innrás. Comad, sem er fyrrum liðþjálfi, var fundinn sekur um landráð í vestur-þýskum réttarsal i gær og dærndur til ævilangrar fangavistunar fyrir að selja hemaðaríeyndarmál til Tékkóslóvakíu og Ungverjariands. Talið er að hann hafi alls fengið tvær milljónir dollara<fyrir að selja hern- aðarieyndarmál. Innflutningsbanni verður aflétt Landbúnaðarráðherra Frakka, Henri Naliet, raeðir við blaðamenn að loknum fundi landbúnaðarráðherra aöildarríkja Evrópubandalagsins þar sem Frakkar, ítatir og Vestur-Þjóðverjar samþykktu að falla frá innflutn- ingsbanni á breskt nautakjöt. Simamynd Reuter Landbúnaðaráðherrar aðildarrikja Evrópubandalagsins náðu í gær samkomulagi um harðar aðgerðir til að hefta útbreiðslu veiki sem fund- ist hefur i breskum nautgrípum og svipar til riðuveiki í sauðfé. Samkomu- lag ráðherranna gerir ráð fýrir að Bretar tryggi að útfiutt, úrbeinað nauta- kjöt innihaldi ekki þá hluta skepnunnar sem em hvað viðkvæmastir fyr- ir smiti. Vestur-Þjóðverjar, ítalir og Frakkar, sem settu innfiutningsbann á breskt nautakjöt, hafa fáliist á aö afnema það bann tafariaust. Alvariegar deilur upphófust milli Breta og fyrrnefndra þjóða vegna faannsins en að sögn sfjórnarerindreka þýðir samkomulagið að allir geti hrósað sigri. Nasser sakaður um morð Khaleb Abdel Nasser, elsti sonur fyrrum forseta Egyptalands, kvaðst í gær saklaus af ákæmm um aðild að morðum á ísraelskum stjórnarerindrekum. Nasser gaf sig fram við lögreglu í gær en var lát- inn laus eför að hafa greitt trygg- ingu. Nasser, sem verið hefur í sjálf- skipaðri útlegð í Júgóslaviu, er einn tuttugu sakbominga í máli sem varðar memtar morðtilraunir og morð á bandarískum og ísra- elskum stjórnarerindrekum á ár- unum 1984 til 1987. Ellefu af þessum tuttugu, þar á meðal Nasser, geta átt yfir sér dauöadóm veröi þeir fundnir sekír. Mennimir voru ákærðir og leiddir fyrir rétt í nóv- ember áríð 1988. Réttaö hefur verið ytlr N'asserað honum tjarvnrandj. Khaleb Abdel Nasser, elsti sonur Gamal Abdel Nasser heitins, hefur verið sakaður um aðild að morði á ísraelskum stjórnarerindreka. Simamynd Reuter Kosið í Búlgaríu á sunnudag Um hálf milljón manna kom saman í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, í gær til að setjaendapunktinn á kosningabaráttu fyrir komandi þingkosningar á sunnudag. Mannfjöldinn sem kom þama saman lýsti yfir stuöningi við stjómarandstöðuna sem berst fyrir því aö koma stjóm kommúnista frá. Kommúnistar, sem taldir em sigurstranglegir í kosningunum, héldu eig- in kosningafund en hann sóttu mun færrl Talið er að fimm hundmö til sjö hundrað þúsund manns hafi komið saman á fundi sfiómarandstæðinga í gær. Fundurinn var haldinn að til- stuðlan Bandalags lýðræðlsafla en það var sett á laggirnar fyrir aðeins sjö mánuðum. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur bandalagiö mests stuðnings í stærri borgum og bæjum en kommúnistar njóta enn mikils stuðnings meðal íbúa dreifbýlisins. Kosningamar í Búlgaríu á sunnudag verða þ£er fyrstu ftjálsu í landinu í áratugi. mr .... m imtmnwmn* r ' *« • 1*1 S •••*>* 8 í Námsmenn safnast saman á torginu í Frunze í Kirgísíu þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Símamynd Reuter Varar við stríði Sovéski innanríkisráðherrann, Vadim Bakatin, varaði við því í þing- ræðu í gær að óeirðimar í Mið- Asíulýðveldum Sovétríkjanna gætu þróast í bein átök milli Kirgísíu og Úzbekistan. Nær áttatíu manns hafa látið lífið í átökunum undanfarna daga umhverfis borgina Osh. Hvatti innanríkisráðherrann til að yfirvöld og fulltrúar borgara kæmu þegar í staö saman til ráðstefnu. Ba- katin sagði að gefa þyrfti út sameig- inlega yfirlýsingu þar sem hvert lýð- veldi tryggði öllum þegnum sínum borgaraleg réttindi og sérstaklega þeim sem tilheyrðu minnihlutahópi. í ræðunni, sem þótti nánast vera neyðaróp, sagði Bakatin að sjötíu og átta hefðu látið lífið og yfir þrjú hundruð særst frá því á mánudag- inn. Um fjörutíu hermenn og lög- reglumenn em meöal þeirra særðu. Lögreglan getur ekki ráðiö við þjóðernisróstur, að sögn innanríkis- ráðherrans, og sagði að um þrjú þús- und lögreglumenn, hermenn lýö- veldisins og innanríkisráöuneytisins • hefðu tekiö sér stöðu milh Kirgísa og Úzbeka á svæðinu kringum borg- ina Osh. Þar hafa mörg þúsund vopn- aöir Úzbekar safnast saman. Frá höfuðborg Úzbekistan berast þær fregnir að allar leiðir til Kirgísíu hafi verið lokaðar til að koma í veg fyrir að Úzbekar flykkist þangað til að berjast. Reuter Kosið 1 Tékkóslóvakíu: Umbótasinnum spáð stórsigri Fastlega er búlst við að Vettvangur borgaranna, umbótafylkingin sem átti stóran þátt í að velta kommúnist- um af vaddastóh í byltingunni í Tékkóslóvakíu á síðasta ári, fái umb- un erfiðis síns þegar Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun. Fréttaskýrendur spá hreyfingunni, sem er undir forystu Vaclavs Havel forseta, yfirburðasigri. Samkvæmt skoðanakönnunum er hreyfingunni, ásamt systurflokki sínum, samtök- unum Almenningur gegn ofbeldi, spáð allt að fjörutíu prósentum at- kvæöa í þessum fyrstu frjálsu þing- kosningum í landinu í fiörutíu og fiögur ár. Samkvæmt sömu skoðana- könnunum fær Bandalag kristilegra demókrata fimmtán prósent at- kvæöa en kommúnistaflokkurinn einungis tíu prósent. Forystumenn Vettvangsins segja að gangi þessar spár eftir muni þeir reyna að mynda samsteypustjórn með aðild kristilegra demókrata. Fari svo yrði í raun um sömu stjórn að ræða og nú er við völd að því undanskildu að kommúnistar fá án efa reisupassann. Kommúnistar halda um þriðjungi ráöherraemb- ætta í bráðbirgðastjórninni sem nú situr. Alls keppa rúmlega tuttugu stjórn- málaflokkar og hópar um völdin í Tékkóslóvakíu. Af þeim em aöeins fimm sem taldir eru sigurstranglegir en einn þeirra, Vettvangur borgar- anna er langstærstur og vinsælastur. Flokkurinn var settur á laggirnar sem hreyfing lýöræðisafla í fyrra og var í fararbroddi byltingarinnar í nóvember síðastliðnum þegar Ungur Tékki skoðar í búðarglugga í Prag og tekur lítt eftir kosning- aspjöldunum sem hanga í gluggan- um. Kosið verður í Tékkóslóvakiu í dag og á morgun. Simamynd Reuter kommúnistum var steypt af stóli. Helstu forystumenn Vettvangsins, þar á meðal tékkneski forsetinn, Vaclav Havel, vom allir andófsmenn á tímum alræðisstjórnar kommún- ista. Systurflokkur Vettvangs borg- aranna í Slóvakíu er Almenningur gegn ofbeldi. Auk Vettvangsins em fiórir aðrir flokkar hklegir til að fá stóran hluta atkvæða. Þessir flokkar era banda- lag kristilegra demókrata, kommún- istaflokkurinn, flokkur jafnaðar- manna og.flokkur græningja. Þeim síðastnefnda, sem byggður er á vest- rænum . umhverfisverndarflokkum, var spáð tíu prósentum atkvæða fyr- ir tveimur mánuðum en síðustu kannanir sýna að stuðningur við hann hefur farið minnkandi. Ef marka má þær kannanir fá græn- ingjar ekki nema fiögur prósent at- kvæða en það nægir ekki til að fá mann kjörinn á þing. Tékkóslóvakía er fimmta af sex þjóöum Austur-Evrópu sem heldur fijálsar og lýðræðislegar eða að minnsta kosti að mestu lýðræðisleg- ar kosningar á síðustu tólf mánuð- um. Allar fyrri kosningar hafa leitt til sömu niöurstöðu, þ.e. að fyrrum valdhöfum hefur verið steypt. I Búlg- aríu, þar sem kosiö verður á sirnnu- dag, er þó líklegt að úrslitin verði kommúnistum í hag, að því er frétta- skýrendur telja. í Tékkóslóvakíu em ellefu milljón manns á kjörskrá. Kosning er frjáls en fréttaskýrendur búast við allt að áttatíu prósent þátttöku. Kosið er um þijú hundmö þingmenn á sam- bandsþingiö en alls eru 3.600 fram- bjóðendur sem bjóða sig fram. Hvor deild um sig á sambandsþinginu, fulltrúadeildin og þjóðardeildin, hef- ur 150 fulltrúa. Að auki er kosið um tvö hundruð fulltrúa á tékkneska þjóðarþingiö, þing tékkneska lýð- veldisins, og 150 á slóvakíska þjóðar- þingið eða þing slóvakíska lýðveldis- ins. Til að fá mann kjörinn á þing þarf fimm prósent atkvæða. Fyrstu tölur munu liggja fyrir á sunnudag en lokaúrslit verða Mklega ekki kunn fyrr en á fimmtudag í næstu viku. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.