Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990.
11
Birgitte
á lausu
Hin danska Birgitte Nielsen hefur
nú sagt skiliö við karlþjóöina um
tíma. Er sambandi hennar og síöasta
elskhugans, Mark Gastineau, nú
endanlega lokið. „Við reyndum allt
en samt fór sem fór,“ sagöi Birgitte
nýlega í sjónvarpsviðtali. Þau eru þó
áfram góðir vinir enda eiga þau sam-
an lítið kríli.
Hin Ijóshærða kynbomba hyggst
nú byrja nýtt líf án karlmanna, sem
hún segir hindra sig í að slá í gegn.
„Ég þarf ekki lengur elskhuga, þeir
duga sem vinir,“ sagði hún ennfrem-
ur. Birgitte kvíðir því ekki að vera
einstæð móðir og segir að sonur
hennar komi á undan öllu öðru. Hún
ætlar að veita honum alla þá ást sem
eldri sonur hennar fékk ekki. Hann
skildi hún eftir í Danmörku þegar
hún fór í leit að frægð og frama vest-
anhafs.
í hvert sinn sem minnst var á sam-
band hennar og kvikmyndaleikarans
fræga, Sylvester Stallone, roðnaði
stúlkan og varð svarafátt. Það eina
sem hún sagði var að lífsstíll þeirra
heföi verið helst til villtur og engin
leið að halda slíku sambandi gang-
andi til lengdar.
-tlt
Ástfangin
tennis-
stjama
Hin argentínska Gabriela Sabatini,
sem er ein af fremstu tennisstjörn-
um í heiminum i dag og mjög vin-
sæl, hefur ekki náð að sýna sitt
besta á undanförnum mótum.
Kannski er ástæðan sú að hún er
búin að finna sér kærasta sem hún
sést með öllum stundum. Kærastinn
hennar sem er með henni á þessari
mynd er þýskur kaupsýslumaður,
Frank Unkelbach. Þau hittust fyrst
fyrir tveimur árum, þá skeði ekkert
á milli þeirra, en þegar þau hittust
síðar í Stuttgart, þar sem Frank býr,
blossaði ástin og flaug Frank með
Gabriellu sinni til Flórída þar sem
hún býr ásamt foreldrum sinum.
Óeðlilegur
grátur
í Englandi hafa verið stofnuð sam-
tök mæðra sem eiga óvenjulega há-
vær ungbörn. Michelle er móðir
Emmu en fram til eins árs aldurs
grét Emma meira en eðilegt var.
Þegar Emma var tveggja vikna grét
hún í heila sex tíma, þrútnaði og
varð blá í framan. Loksins datt hún
út af en grét svo í fjóra tíma þegar
hún vaknaði. Læknar kváðu Emmu
vera með mjög sterk lungu en það
var foreldrunum lítil hjálp að vita
það. Þetta var fyrsta barn þeirra og
þau ráð sem þau fengu komu að litl-
um notum.
Fljótlega koma í ljós niðurstöður
könnunar sem gerð var á börnum
sem gráta mjög mikið en þangað til
verða foreldrar að bíða þolinmóðir.
Vitað er að um tíunda hvert barn
grætur meira en eðlilegt er og hjá
flestum hættir þessi mikli grátur um
eins árs aldur en dæmi eru um að
stúlka hafi grátið svona ofsalega til
næstum fimm ára aldurs.
-HMÓ
Sviðsljós
Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir
Vagnhöföa 23 - 112 Reykjavik - Simi 91-685825
ADGANGSEVRIR RENNUR TIL FLUG8JÖRGUNARSVEITARINNAR.
Flugbjörgunarsveitin
Hellu
STI/RKJUM GOTTMALEFNI.
FRlTT Fl/m 12 ÁRA
OG l/NGRI
A&GANGSEI/RIR
KR. 700
FRÁBÆR
SKEMMTUN
Á GÓBUM
STAÖ
RÆSTIRKL U.00.