Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Síða 11
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. 11 Gorbatsjov Sovétforseti veröur líklega einn í kjöri til leiðtogaembættis flokksins i næstu viku. Sfmamynd Reuter Fyrirhuguð kosning um leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins: Gorbatsjov líklega sjálfkjörinn Gorbatsjov Sovétforseti hefur hvatt hópa inna sovéska kommún- istaflokksins til aö vinna saman til að bjarga umbótastefnu sinni, per- estrojku, á þingi flokksins sem nú fer fram í Moskvu. Umbótastefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á þessu þingi, sérstaklega af harðhnumönn- um sem eru þar í miklum meiri- hluta. En forsetinn er sem milli steins og sleggju á þessu þingi, rót- tækir umbótasinnar gagnrýna hann fyrir seinagang í umbótum en harð- línumenn segja hann ganga of langt. Áform sovésku stjómarinnar á þann veg að innleiða markaðshag- kerfi er afar óvinsæl meðal sovéskra borgara sem óttast að þau muni hafa í fór með sér verðhækkanir og at- vinnuleysi. En hvaö sem líður gagnrýni á stefnu forsetans í efnahagsmálum er tahð líklegt að Gorbatsjov, sem er einnig leiðtogi flokksins, verði end- urkosinn í leiðtogaembættið þegar kosning fer fram í næstu viku. Líkur benda til að Gorbatsjov fái ekki mót- framboö. „Við höfum aðeins verið að ræða um einn frambjóðanda, þ.e. Mikhail Gorbatsjov,“ sagði Alfreds Rubiks, leiðtogi kommúnistaflokks Lettlands. Stuðningur við leiðtogann er bæði meðal haröhnumanna sem greini- lega óttast að áhrif kommúnista- flokksins kunni að dvína enn frekar hverfl Gorbatsjov af sjónarsviðinu. Reuter Olíuborpallamir á Norðursjó: Verkföllum að Ijúka Verkfohum á norsku olíubor- pöllunum á Norðursjó er að nokkru leyti lokið en hluti verka- manna á pöllunum hóf aftur störf í gær. Verkamenn á þremur olíubor- pöhum ákváðu að taka tillit til beiðnar ríkisstjórnar Noregs og verkalýðsfélga um að hefja aftur störf. 011 ohu- og gasframleiðsla í Noregi hefur legið niðri þá daga sem verkfahið hefur staðiö yfir. En enn eru nokkur hundruð verkamenn á öðrum borpöhum í verkfahi. Það að endi sé bundinn á verkfah á þremur borpöllum þýðir að ohuframleiðsla Noregs tekur aftur mikinn kipp. Noregur er ann- að mesta ohuframleiðsluríki í Vest- ur-Evrópu. Reuter Tékkóslóvakía: Vaclav Havel kjörinn forseti Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvak- íu, náöi í gær kosningu til áfram- haldandi setu í embætti eftir fyrstu frjálsu forsetakosningarnar þar í landi í 55 ár. Kosningarnar eru eitt af fyrstu raunverulegu táknum um lýðræöislegar umbætur í landinu. Havel sagði eftir úrshtin í gær að hann myndi gera aht hvað hann gæti til að leiða land sitt og þjóð í átt til betri vegar í framtíðinni. Það voru 300 þingmenn tékkneska þingsins sem höfðu atkvæðisrétt í kosningimum. Havel hlaut 234 at- kvæði þeirra 284 þingmanna sem við- staddir voru kosninguna. Þing Tékkóslóvakíu var kjörið í síðasta mánuði í fyrstu lýðræðislegu kosn- ingum í landinu í 46 ár. Leikritaskáldið Vaclav Havel var í desember kjörinn forseti landsins til bráðabirgða eða þar til nýtt þing kæmi saman og kysi nýjan forseta. Havel, sem var einn í framboði, var nú kosinn til næstu tveggja ára. Hinn nýkjörni forseti sagðist ánægður með að kosningamar hefðu verið leynilegar og að hann hefði ekki hlotið öh greidd atkvæði. Taldi hann þá staöreynd merki þess að kosningin hefði verið lýðræðisleg. Reuter Hinn nýkjörni forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, sést hér fagna kosning- unnl ásamt forsætisráðherra landsins, Marian Calfa. Símamynd Reuter Útlönd Breytinga að vænta í Nígeríu? Kosningar til forystu tveggja stjórmnálaflokka sem herstjóm Nígeríu hefur komið á laggirnar fara fram á laugardag. Þá munu líklega koma fram í sviösljósið hugsanlegir framtíðarleiðtogar þessa fjölmennasta ríkis Afríku sem leiða munu þaö til lýðræðis. Það verður á þingum flókkanna tveggja, Jafhaðarmannaflokksins og Rebúbhkanallokksins. í öllum fylkjum landsins þar sem forysta flokkanna verður kosin. Þá mun hggja fyrir hverjir bjóða sig fram í kosningum um fylkisstjóra allra 21 fylkja landsins á næsta ári. í des- ember er fyrirhugað aö halda sveit- arstjórnarkosmngar og kosningar til fyUtisþinga á næsta ári. Árið 1992 verða svo haldnar kosningar tfl löggjafarþings landsins og á þá að Ijúka hersijóminni sem verið hefur við völd siðustu tuttugu og eitt ár af þrjátiu. Ekki em þó ahir vissir um að ró haldist í Nígeríu þar iil árið 1992. Margir óttast valdaránstilraun en misheppnaðar valdaránstU- raunir og aðrar skærur hafa ýtt undir ótta manna um að óánægðir her- menn muni enn á ný reyna að hrifsa völdin áður en borgaraleg stjórn á að taka við. Besti vinur mannsins Sænskur dómstóU hefúr komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld skuli borga vistunarkostnað fyrir hunda ef eigendur þeirra þurfi aö afplána dóm í fangelsi. Tryggingastofnun í bænum Alvsborg í Vestur-Svíþjóð hafði samþykkt að borga það hugsanlega tjón sem tveir hundar fánga þar í bæ gætu valdið á vistunarstofnuninni sem þeim var komiö fyrir á, en annað yrði eigandinn að borga. En nú hefur dómstóllinn dæmt tryggingastofhunina tfl að borga vistun- argjald fyrir hundana tvo og aUt uppihald í þá þrjá mánuði sem eigandi þeirra situr í fangelsi. Enn þrengir að Barry Marion Barry, borgarstjóri Washington, ásamt eiginkonu sinni, Efti. Simamynd Reuter Fyrrym sýningarstúlka skýröi frá því í gær að hún hefði neytt fikni- efna með Marion Barry, borgarstjóra Washington, höfuðborgar Banda- ríHjanna. Þetta kom fram í réttarhöldunum yfir borgarstjóranum en þau standa nú yfir. Barry er sakaður um brot á fíkniefnalöggjöfinni sem og meinsæri. Stúlkan, Carol Jackson, sagði einnig aö borgarstjórinn hefði sýnt henni ástleitní en að hún heföi varist honum. Jackson sagði aö hún hefði neytt kókaíns með Barry og fyrrum ástkonu hans, Rasheedu Moore, sumarið 1986. Þegar hún var spurð hvort hún væri fuUviss um aö borgarstjórinn heföi sjálfur neytt Ðkniefna svaraöi hún því játandi. Carol Jackson er önnur konan sem skýrir frá því við þessi réttarhöld aö hún hafi neytt fíkniefna með Barry, einum litríkasta og umdeildasta stjórnmálamanni Bandaríkjanna. Árás á búðir Palestínumanna ísraelskar orrustuþotur gerðu í morgun árás á búöir Palestínumanna í austurhluta Líbanons, að því er heimUdarmenn skýrðu frá. Snemma i morgun var ekki vitað um að neinn hefði sakað. Sjónarvottar segja að þoturnar hafi skotið mörgum flugskeytum að búöunum. „Það var reykur yfir öUu,“ sagði einn þeirra. Þetta var þrett- ánda árás ísraelsmanna á búðir Palestínumanna þaö sem af er ári en í þeim hafa alls eUefu manns látist og rúmlega sextíu slasast. Alberti Fujimori, nýkjörinn forseti Perú, hélt heim á leið í gær eftir vel heppnaða heimsókn til Japans. Fujimori, sem er japanskrar ættar, fór fram á viö japönsk yfirvöld að þau veiti Perú efnahagslega aðstoð upp á 1,8 mUljón bandarískra doUara svo landið getí farið að endurgreiða erlend- ar lántökur sínar. Japanskir embættismenn hafa ekki látið uppi hvort japanska stjómin hyggist verða viö þeirri bón en honum var að þessu sinni veittur rúmlega fjögurra mUIjón doUara styrkur. Fújimori ræddi meðal annars við forsætisráðherra Japans, ToshUti Kaifu, og aöra embættisraenn sem og kaupsýslumenn. Japanska rfltis- stjómin skýrði frá því að fUndi leiðtoganna loknum að ráðgjafenefndir yrðu sendar tU Perú til að kanna ástand efnahagsins og þarfir þjóðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.