Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1990, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990. Fréttir Hver gefur út heilbrigðis- vottorð á Gunnarsholti? Eg, undirritaöur, leyfi mér hér með að gera stutta athugasemd við ummæli forstöðumanns Gæslu- vistarhælisins að Gunnarsholti, Þorsteins Sigfússonar, í DV hinn 4. júlí sl. Máhð er mér m.a. skylt af þeirri ástæðu að snemma í vor komu nokkrir fyrrverandi vistmenn hæl- isins að máli við mig og fóru fram á aðstoð við samningu greinargerð- ar með beiðni um rannsókn á rekstri og starfsemi gæsluvistar- hæhsins. Ég varð við þessari beiðni og tek því að minu leyti á mig aha höfund- arábyrgð á þeirri skýrslu er hratt af stað þeirri rannsókn er nú stend- ur yfir og greint var frá í ríkissjón- varpinu hinn 3. júlí sl. og í DV dag- inn eftir. Hvað svo sem verða kann, úr því sem nú er komið, þá var það ekki, og er ekki enn, hugmynd mín aö ræða umrædda skýrslu opinber- lega í smáatriðum. Ég get þó ekki látið því ómótmælt þegar forstöðu- maöur hæhsins lætur hafa eftir sér órökstuddar dylgjur um skjólstæð- inga mína. Orðrétt segir í DV og er haft eftir forstöðumanninum innan tilvísun- armerkja: „Ég tel að þetta sé komið frá fólki sem hefur verið vísað héðan vegna síendurtekinna brota á heimilis- reglum. Þetta er mjög veikt fólk.“ Ég er að vísu ekki læknisfróður maður frekar en Þorsteinn Sigfús- son en ég leyfi mér þó að fullyrða að þrátt fyrir langvarandi vímu- efnavandamál eru þessir menn í dag jafn andlega hehbrigðir og al- mennt gerist um fólk, hvort heldur er í Reykjavík eða austur á Rangár- völlum. Ég ætlast ekki til þess að Þor- steinn fari sjálfur að rökstyöja of- angreint læknisfræðilegt áht sitt en óneitanlega væri fróðlegt að fá mat þeirra lækna, sem meö vist- menn hafa að gera, á áhtsgerð Þor- steins. Hins ætlast ég til að forstöðumað- urinn skýri nánar hvenær um- ræddum mönnum var vísað af Gunnarsholti og í hverju hin síend- urteknu brot þeirra á heimhisregl- um lágu. Eins og áður sagði ætla ég ekki, að svo komnu máli, aö ræða skýrslu skjólstæðinga minna í smáatriðum. Þó mega Þorsteinn Sigfússon, og fleiri er máhð varðar, vita að þeir höfðu margt að segja er ég lét ekki koma fram í skýrsl- unni. Bæði af þeirri ástæðu aö mér fannst nóg að gert í bih og eins af hinu að oft er erfitt að henda reiður á orðum manna í einkasamtölum, persónulegu viðhorfi þeirra og mati, og þá betra að van sé sagt en of. Þessa viðhorfs míns nutu Þor- steinn og fleiri í umræddri greinar- gerð. Þegar menn hins vegar rjúka upp með dylgjur og óþverraskap í opinberum fjölmiðli njóta þeir að sjálfsögðu ekki þeirra fríðinda lengur að erfitt sé að herma upp á þá. Það er skýlaus og óafturkahanleg krafa min og skjólstæðinga minna aö forstöðumaður Gæsluvistar- hæhsins að Gunnarsholti rökstyðji á hreinskhinn og heiðarlegan hátt ofanritaða umsögn sína um þá eða éti hana ofan í sig, skítuga eins og hún er, og verði af ennþá minni en hann áður var. Ég vh að lokum geta þess að ég hef í dag skrifað Skrifstofu Ríkissp- ítalanna og beðið um upplýsingar um hvort og þá hvenær einhver skjólstæðinga minna hefur verið rekinn af Gæsluvistarhæhnu að Gunnarsholti og sé svo þá fyrir hvaða brot. Að fengnu því svari mun ég sjálfur, með samþykki skjólstæöinga minna, upplýsa mál- ið, verði Þorsteinn Sigfússon ekki maður th þess. Reykjavík 5. júlí 1990 Hafsteinn Einarsson lögfræðingur Andlát Haraldur Þorsteinsson, Kleppsvegi 76, andaðist að kvöldi 3. júh í Borgar- spítalanum. Vilhjálmur Hans Alfreð Schröder framreiðslumaður, Hringbraut 92c, Keflavík, andaðist í Landakotsspítala þann 4. júh. Margrét Jónsdóttir hattari, Löngu- hhð 13, lést á Elliheimilinu Grund 4. júh. Unnur Jónsdóttir andaöist í sjúkra- húsi Seyöisfjarðar 4. júh. Jardarfarir ýmis trúnaðarstörf allt til æviloka, auk þess sem hann átti sæti í fjöl- mörgum nefndum og ráðum á vegum landssambandins. Hann var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra á ísafirði og fyrsti formaður þess, og 1983-1989 gegndi hann for- mennsku í Sjálfsbjörgu, félagi fatl- aðra í Reykjavík og nágrenni. Trausti var giftur Helgu Hermanns- dóttur og áttu þau eina dóttur. Útfór Trausta verður gerð frá Hallgríms- kirkju í dag kl. 13.30. Benedikt G. Óskarsson, , Hraunbæ 110, Reykjavík, lést 29. júní. Benedikt fæddist í Reykjavík þann 7. nóv. 1930, sonur hjónanna Bentinu Benedikts- dóttur og Óskars Guðbrandssonar. Benedikt var bílamálarameistari og starfaði lengst af við bílamálun. A seinni árum starfaði hann hjá Pósti og síma á Jörva sem birgðavörður. Benedikt giftist Sigríði Hauksdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Útfór Benedikts verður gerð frá Árbæjar- kirkju í dag kl. 15. Útför Karls Jóhanns Ólafssonar framkvæmdastjóra, Brúnalandi 19, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 10. júlí kl. 15. Bergur Atlason er látinn. Útför hans verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 7. júh kl. 14. Minning- arathöfn fer fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 10. júlí. Bjarnheiður S. Daníelsdóttir frá Auðunsholti, Grindavík, Hamrahlíð 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 7. júlí kl. 14. Kristín Ögmundsdóttir frá Syðri- Reykjum, th heimihs á sambýlinu Sjólbraut la, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum sunnudaginn 24. júní, verður jarðsett frá Langholts- kirkju mánudaginn 9. júh kl. 15. Tilkynningar Frá Félagi eldri borgara Farið verður í haustferðir sem hér segir: Mallorca, 6 vikur, 19. sept. Mallorca, 4 vikur, 5. okt. Portúgal, 3 vikur, 5. sept. Benidorm, 3 vikur, 11. okt. Flórída, 3 vik- ur, 11. okt., 20. nóv. og 11. des. Allar nán- ari upplýsingar á skrifstofunni, sími 28812. Leiðrétting vegna hjálparstarfs Ananda Marga Miðvikudaginn 4. júlí misritaðist númer á tékkareikningi hjálparstarfs Ananda Marga þar sem tekið er á móti fjárfram- lögum. Rétt númer á tékkareikningnum í miðbæjarútibúi Búnaðarbankans, Laugavegj 3, er 180 en ekki 189 eins og sagt var. Nýtt rit um upplýsingamál Nýlega kom út ritið Upplýsingar eru auð- lind. Að útgáfunni stendur samstarfs- nefnd um upplýsingamál sem skipuð er af menntamálaráðherra og hefur starfað síðan 1979. í bókinni, sem er 300 blaðsíð- ur, eru 24 greinar eftir 17 höfunda: há- skólakennara, bókaverði og sérfræðinga á ýmsum sviðum upplýsingatækni og upplýsingamiðlunar. Meðal efnis má nefna eftirfarandi: Löggjöf og skipulags- mál á sviði upplýsingamála hérlendis; Skipulagsmál annars staðar á Norður- löndum og atbeini Evrópubandalagsins á upplýsingasviðinu; Upplýsingatækni og nýting hennar. Staðlar: Fjarskipta- og upplýsinganet; Gagnaflutningar; Mennt- un og rannsóknir á sviði upplýsinga- mála; Bókasöfn, skjalasöfn og aðrar stofnanir sem geyma gögn; Vamarað- gerðir gegn hrömun og eyðileggingu pappírs; Uppbygging íslenskra bókfræði- gagnasafna; Hlutur einkaaðila í upplýs- ingastarfsemi; Nýting erlendra gagna- banka; Fjarvinnustofur og fjarkennsla. Heiti ritsins, Upplýsingar em auðlind, á að undirstrika það gildi sem upplýsinga- iðjan hefur fyrir þjóðfélagiö, ekki einung- is menningarlega heldur einnig efna- hagslega. Aðaldreifmgaraðili er Þjón- ustumiöstöð bókasafna, Austurströnd 12, . 170 Seltjamamesi, sími 612130. Safnaðarferð Laugarnessóknar Sunnudaginn 8. júlí verður farið í safnað- arferð á vegum Laugamessóknar í Reykjavík. Lagt verður af stað frá Laug- ameskirkju kl. 10 f.h. Ekiö verður í Þjórs- árdal og komið við m.a. í Sögualdarbæn- um og í Búrfelli. Á heimleið verður stutt helgistund í Mosfellskirkju í Grímsnesi. Þá verða Sólheimar í Grímsnesi sóttir heim en það er heimili fyrir þroskahefta og á það 60 ára afmæli um þessar mund- ir. Þátttakendur hafi með sér nesti fyrir hádegismat en í Sólheimum verður boðið upp á kaffl. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram, aöeins mæta stundvíslega kl. 10 f.h. Verði ferðarinnar er stillt í hóf og kostar kr. 1000. Reiknað er með heim- komu um kl. 18. Nýr Teningur kominn út Út er komið 9. tölublað lista- og bók- menntatímaritsins Tenings, sem AI- menna bókafélagið gefur út. Að venju kennir ýmissa grasa í umfjöll- un blaðsins sem spannar frásagnar- list, ljóðlist, myndlist og kvikmyndir. Af efni 9. tölublaðs má nefna áfram- haldandi umfjöllun og kynningu á ungum breskum rithöfundum og dönskum ljóðskáldum. íslenskt efni er þó mjög áberandi, sérstaklega koma ljóðskáld mikið við sögu. Má þar nefna ljóð eftir Megas, Jón Hall Stefánsson og Magnús Gezzon. í myndlistarumfjöllun koma við sögu Kees Visser, Franz Graf og Marcel Ducamp. Áskriftarverð að Teningi er 690 kr. en verð í lausasölu 890 kr. Tónleikar Ásthildur Haraldsdóttir flautuleikari og Love Derwinger munu halda tónleika í sal tónlistarskólans á Akureyri, Hafnar- stræti, mánudaginn 9. júli kl. 20.30. Ást- hildur og Love munu meðal annars leika tónlist eftir Fauré, Gaubert, Dutilleux og Poulenc en auk þess munu þau flytja verk fyrir tvær flautur og píanó effir Doppler sem Kristín Guðmundsdóttir flautuleikari, gestur tónleikanna, leikur með í. Meginuppistaða tónleikanna verð- ur frönsk tónlist fyrir flautu og píanó sem Ásthildur og Love munu leika inn á geisladisk í Svíþjóð að tónleikaferðinni lokinni. Sýningar Sumarsýning í Reykholti Samsýning borgfirskra myndlistar- manna, á vegum menntamálaráðuneytis- ins og M-hátíðarnefndar í Borgarfirði, var opnuð í Reykholti hinn 1. júli. Sýn- ingin stendur tÚ 6. ágúst og verður opin daglega frá kl. 13-18. í Borgarfirði búa og starfa margir myndhstarmenn sem oftast leita til höfuðstaðarins til að halda sýningar á afrakstri vinnu sinnar. M- hátíðamefnd í Borgarfirði ákvað að snúa dæminu við og standa fyrir samsýningu í Reykholti. Ákveðið var að bjóða þeim myndlistarmönnum, sem starfa í hérað- inu, að taka þátt í sýningunni en einnig að kalla til leiks myndlistarmenn sem tengjast Borgarfirði á ýmsan annan hátt. Þátttakendur eru alls 19 myndlistannenn en þeir eru: Ásgerður Búadóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bjami Þór Bjarnason, Elín Magnúsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Guttormur Jónsson, Helena Guttorms- dóttir, Helga Magnúsdóttir, Hreinn Elías- son, Hrönn Eggertsdóttir, Jónina Guðna- dóttir, Kristin María Ingimarsdóttir, Magnús Tómasson, Marlies Wechner, Ólöf Erla Bjamadóttir, Páll Guðmunds- son, Sigríður Ásgeirsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Vignir Jóhannesson. I Reykholti er ágæt aðstaða til sýningar- halds og á staðnum er einnig rekið Eddu- hótel og veitingasala. Umsjónarmaður sýningarinnar er Pétur Önundur Andr- ésson, kennari í Reykholti. Fjölmiðlar Trausti Sigurlaugsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra í Reykjavík, lést þann 30. júní sl. Trausti fæddist 19. júlí 1934 á ísafirði, sonur hjónanna Sigurlaugs Þorleifs Sigurlaugssonar og Karítas- ar Ingibjargar Rósinkarsdóttur. Hann hóf störf þjá Landssambandi fatlaöra árið 1969 þar vann hann Jens Hansson skipstjóri lést þann 26. júní sl. Jens fæddist á Rifi á Snæfells- nesi þann 20 okt. 1910 og voru for- eldrar hans Hans Jensson og Þóra Sigurbjörnsdóttir. Jens lauk námi í Stýrimannaskólanum og var skip- stjóri á bátum víða um land. Einnig stundaði hann vinnu í Landssmiöj- unni og Vélsmiðjunni Sindra. Jens giftist Jónínu Maríu Þorbergsdóttur og eignuðust þau íjögur börn. Útför Jens verður gerö frá Bústaðakirkju í dag kl. 14. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA Á\ VALDA ÞÉR SKAÐA! Umkvörtun og afskiptasemi í beinni útsendingu Ein er sú dagskrárgerðin sem heldur betur hefur dafnaö eftir að útvarpsrekstur var gefinn f'rjáls hér á landi. Það eru umkvartanir og af- skiptasemi hins almennaborgara af öllum sköpuðum hlutum í beinni útsendingu. „Þjóðfundur“ er settur og „þjóðarsálin" sest á rökstóla við sjálfa síg með hiálp rauðglóandi símtóla útvarpsstöðvanna. Sá sem einu sinni hefur hlustað á þessar hamfarir hlýtur að sannfærast um það aö hér sé fundin hin eina og sanna þjóðaríþrótt íslendinga - sá Mímisbrunnur sem seint verður þurrausinn. Að vísu skilst raér að s vona þras- þættir hafi lengi verið við lýði vest- an hafs og jafnvel víðar í veröldinni en ég eta samt að nokkur þjóð kvarti og kveini og relli og rifist í útvarp tiljafnsviðokkur. Sennilega er skýringin á þessari taumlausu málgleði fólgin i þeirri kenningu að islendingar hafi aldrei haft vit né áhuga á almennum grundvaUarreglum um mannlifið. Siðfræði hefur aldrei veriö okkar sterkasta hlið og mannréttindi eru hér að meira eða minna leyti orðin tóm sem við þáöum frá dönskum kóngi án þess að hafa nokkurn tíma kunnað að meta þá gjöf. Afþessu leiðir að skoðanir íslend- inga á einstökum afmörkuðum álitamálum mannlífsins eru ein- faldlega einkatilfinningar hvers og eins án tillits til heildarinnar og án nokkurrar viðleitni til að smætta vandann til almennrar grundvallar- reglu. Þegar íslendingar þrátta um þaö hvort leyfa skuli hundahald í þétt- býli eru þeir einíaldlega að greina frá því hvort þeir vilji sjólfir eiga hund. Annað kemur þeim ekki við. Það hvarflar td. ekki að þeim að bann viö hundahaldi kunni að vera brot á mannréttindum. Þjóð sem svona hugsar um mann- líf sitt á eftir aö þrátta um alla skap- aöa hluti til eilífðar nóns án þess aö nokkur verði nokkru nær um eðli vandans. Kjartan Gunnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.