Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 9. JTJLÍ 1990.
Fréttir
Langur biðtími 1 húsbréfakerfinu:
Sprenging í umsóknum
aðeins flórðungur umsækjenda kaupir fasteign
Nokknrrar óánægju hefur gætt
með þann seinagang sem verið hef-
ur í húsbréfakerfinu að undan-
fomu. Fólk hefur þurft að bíða
miklu lengur en sagt var í upphafi,
bæði eftir umsögninni og samþykkt
á skuldabréfaskipti.
„Það er ekkert óeðlilegt við
þetta," sagði Sigurður Geirsson,
forstöðumaður húsbréfadeildar
Húsnæðisstofnunar.
„Áður en húsbréfakerfið var opn-
að vora örfáir umsækendur. í apríl
var t.d. 81, sem sótti um, en í maí
voru þeir 1019 og í júní 603. Yfir
áriö er tahð eðlilegt að 4000 fast-
eignasölur fari fram um land allt
eða aö meðaltali 300-400 á mánuði.
Á tveimur fyrstu mánuðum hús-
bréfakerfisins eru hins vegar yfir
1600 umsóknir eða hátt í hálfs árs
sala. Þetta er 40-50% meira en við
reiknuðum með.
Að hluta til er þetta uppsafnaður
vandi, fólk hefur verið að bíða eftir
að komast inn. Ég stórefast um að
þessi aukning skili sér í meiri
íbúðakaupum. í raun er það þannig
að af öllum þessum umsækjendum
eru aðeins 25% sem fara adla leið,
þ.e. kaupa fasteign.
Mér skilst að þetta sé orðin nokk-
urs konar tíska núna aö láta meta
greiðslugetu sína. Umsóknin gildir
aðeins í fjóra mánuði og ef fólk
hefur ekki keypt þá verður að gera
nýtt greiðslumat. Einnig eru marg-
ir sem ekki vilja kaupa fyrr en þeir
hafa selt. Þeir ná síðan ekki að selja
áður en gildistíminn rennur út.“
Þetta gengur þannig fyrir sig að
fyrst koma væntanlegir kaupendur
með umsókn um umsögn á
greiðslumati viðkomandi. Nú tekur
um 5-6 vikur að bíða eftir greiðslu-
matinu en á að verða um 2 vikur
þegar þetta hjaðnar. Þegar kauptil-
boð hefur verið gert er þetta metið
á ný og ef allt er í lagi eru skulda-
bréfaskiptin samþykkt. Þetta tekur
nú um 2-3 vikur en á að taka 1 viku
þegar eðlilegt ástand kemst á.
„Við reiknum ekki með að þetta
hjaðni fyrr en í fyrsta lagi með
haustinu. Núna er sumartími, fólk
í sumarfríum og annað. Einnig er
þetta fyrsta árið ennþá og við
reiknum ekki með að jafnvægi
komist á fyrr en á næsta ári. 15.
nóvember verða nýbyggingamar
einnig teknar inn í kerfið, auk þess
sem bráðabirgðaákvæði falla
smám saman úr gildi.“
-Pj
Þaö hefur verið suörænn stíll á mlöbæ Vestmannaeyja síðustu daga, karniv-
al sem konurnar I kvenfélaginu Líkn hafa slegið upp. Þeim hefur svo sannar-
lega tekist að gleöja bæjarbúa sem slöppuðu af I góöa veðrinu. Trúöar
skemmtu börnum og Ámi Johnsen spilaði og söng. Svæðið var skreytt við
hæfi og konurnar framreiddu veitingar. DV-myndir Ómar Garðarsson
Kosningu f ulltrúa á kirkjuþing lokið
Búið er að kjósa fulltrúa sem sitja
næsta kirkjuþing en þingið verður
haldið í haust. Auk þeirra sem kosn-
ir hafa verið sitja þingiö ráöherra eða
fulltrúi hans,' kirkjuráðsmenn,
vígslubiskupar og biskup íslands,
herra Ólafur Skúlason, en hann er
forseti þingsins.
Efirtaldir prestar og leikmenn hafa
hlotið kjör á kirkjuþing:
Séra Karl Sigurbjömsson, séra
Hreinn Hjartarson, Hólmfríður Pét-
ursdóttir og Jóhann Bjömsson frá
Reykjavik.
Séra Gunnar Kristjánsson og Helgi
Hjálmsson úr Kjalarnesprófasts-
dæmi.
Séra Jón Einarsson og Halldór
Finnsson úr Borgaríjarðar-, Snæ-
fellsnes- og Dalaprófastsdæmi.
Séra Gunnar Hauksson og Gunn-
laugur Jónsson úr Barðastrandar-
og Isafjarðarprófastsdæmi.
Séra Árni Sigurðsson og Margrét
K. Jónsdóttir úr Húnavatns- og
Skagafjarðarprófastsdæmi.
Séra Þórhallur Höskuldsson og
Halldóra Jónsdóttir úr Eyjafjarðar-
og Þingeyjarprófastsdæmi.
Séra Gunnlaugur Kristinsson og
Guðmundur Ágústsson úr Múla- og
Austfjarðaprófastsdæmi.
Séra Siguijón Einarsson og Jón
Guðmundsspn úr Skaftafells-, Rang-
árvalla- og Ámesprófastsdæmi.
Séra Jón Bjarman úr hópi guð-
fræðinga og presta sem hafa önnur
verkefni en vera sóknarprestar.
Björn Björnsson frá guðfræðideild
Háskóla Islands.
-sme
Mikill erill lögreglu á landsmóti hestamanna:
„Betra en
„Þetta er búið að vera mun betra
en við þorðum að vona. Við vissum
aö það yrði erill og í ýmsu að snúast
og vissulega hefur veriö meira en nóg
að gera. Menn era ekki aö koma í
neinn kirkjugarð þegar þeir mæta á
landsmót hestamanna. En mótið hef-
ur sem betur fer gengið stórslysa-
laust fyrir sig. Við emm því ánægð-
ir,“ sagði talsmaður lögreglunnar á
Sauðárkróki í samtah við DV.
við þorðum
Mikið var um ölvun á landsmótinu.
Skarst oft í odda með mönnum en
lögregla gat oftast leyst máhn á
staðnum. Engin stórslys hlutust af
stimpingum manna en einu sinni
slasaðist maöur þó illa þegar hann
fékk flösku í höfuðið og var hann
fluttur th Reykjavíkur. Margar
skýrslur voru teknar vegna þjófn-
aða. Böh vom með rólegasta móti og
munu aöeins um 60 manns hafa
að vona“
mætt í Miögarð þar sem iðulega er
húsfyllir á böhum. Var aðalfjörið á
mótssvæðinu sjálfu.
Um miðjan dag í gær hafði lögregl-
an tekið vel á annan tug ökumanna
fyrir ölvunarakstur. Mikh umferö
hefur verið í tengslum við landsmót-
ið og búast menn viö að hún nái há-
marki í dag.
-hlh
í dag mælir Dagfari ______________
Hafskip í höfn
Þá er Hafskipsmálaferlunum lokið.
Að minnsta kosti í bhi. Niöurstað-
an varð sú að málaferhn vom út í
bláinn. Sakbomingamir vom
sýknaðir af öhum þeim tvö hundr-
uð og fimmtíu ákæram, sem fram
voru bomar, en á móti fundust
þrjú eða fjögur prakkarastrik eða
yfirsjónir sem dómurinn féhst á að
refsa mætti fyrir. FjaUið tók sem
sagt jóðsótt og fæddist Uth mús.
Rannsókn, ákæmr og málflutn-
ingur í þessu umfangsmikla máh,
hefur tekið fimm ár. Sautján ein-
staklingar hafa ýmist setið inni eða
setið á sakabekk og beðið eftir aö
vita hvaö það væri sem réttarkerfið
hefði við það að athuga sem þeir
höfðu gert. Flestir hinna ákærðu
höfðu haft það fyrir atvinnu að
stýra stóra skipafélagi sem átti í
bash með reksturinn. Aðrir höfðu
setið í bankastjóm og bankaráði
gamla Útvegsbankans og haft það
fyrir atvinnu að lána fé til Hafskips
og annarra fyrirtækja í landinu
sem þurftu á lánsfé að halda.
Þeir hjá Hafskip vissu ekki betur
en aö þeir hefðu gert sitt besta th
að halda Hafskip gangandi og vissu
heldur ekki annað en að bankamir
væra th að lána fyrirtækjum og
einstaklingum sem þurfa á lánum
aö halda. Það sama héldu banka-
stjóramir. Th hvers era bankar
nema th að lána? Og svo lánuðu
þeir Hafskipi vegna þess að Hafskip
bað um lán. Þaö biður enginn um
lán sem hefur nóga peninga og þess
vegna verður að lána þeim peninga
sem þurfa á peningum að halda.
Annars gengju ekki fyrirtækin og
annars gengi ekki bankinn. Hann
lifir á að lána.
En svo sögðu rannsóknarlögregl-
an og ríkissaksóknari allt í einu að
þetta hefði veriö ólögleg starfsemi
og bankinn hefði ekki átt að lána
Hafskipi og Hafskip hefði ekki átt
aö fá lánað hjá Útvegsbankanum
og þetta var aht saman orðiö krim-
inelt. Vesalings mennimir vissu
ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda
höfðu þeir ekki hugmynd um að
réttarkerfið og lögin hefðu bannað
mönnum að stunda viðskipti og slá
lán. Það var líka orðiö saknæmt
að veita lán.
Nema hvað, sumum var stungiö
inn, alhr vora þeir settir út af
sakramentinu og nú hafa þeir sem
sagt mátt bíða eftir því í fimm ár
að sakadómur kæmist að þeirri
niðurstöðu aö réttarkerfið og lögin
hafi ekkert við það að athuga að
menn stundi viöskipti og slái lán.
Ekki heldur að veita lán.
Auðvitað eru alhr harla glaðir
með þessa útkomu. Sakboming-
amir eru sýknaðir, lögfræðingam-
ir fá greidd laun úr ríkissjóði og
sakadómarar fá lof fyrir góðan
dóm. Eini maðurinn, sem hefur
móral og samviskubit út af þessu
máh, er sjálfur ríkissaksóknari
sem er svo miður sín að hann hefur
ákveðið að biðja um lausn frá
starfi. Eftir aht írafárið, ásakanim-
ir og ofsóknimar stendur það eitt
eftir að þaö er ekki nema einn
maður sem þarf að skammast sín.
Það er saksóknari ríkisins. En
hann var sem betur fer ekki ákærð-
ur og þótt hann sitji eftir með sárt
ennið þarf hann samt ekki að kvíða
því að sitja inni með samvisku sína
og sekt.
Það eina, sem kvarta má undan
vegna þessara málaloka, er sú stað-
reynd að dómurinn er kveðinn upp
fimm áram of seint. Hafskip er far-
ið á hausinn, Útvegsbankinn hefur
verið lagður niður og hinir meintu
sakbomingar eru flestir hveijir
búnir að missa vinnuna. Aht fyrir
misskhning. Næst er auðvitað eðU-
legast að embætti saksóknara verði
lagt niður í kjölfarið á dómnum,
enda ljóst að embætti, sem leggur
fram tvö hundrað og fimmtíu
ákærar út í bláinn, hefur ekki er-
indi sem erfiði.
Saksóknari hefur gert sitt besta
th að sýna fram á að þaö er refsi-
vert að stunda skipaflutninga og
það er kriminelt að stunda banka-
viðskipti og þegar sakadómur getur
ekki fundið nein lagaákvæði, sem
banna sUka atvinnustarfsemi, er
ekki lengur þörf á saksóknaraemb-
ætti th að kæra menn fyrir að fara
að lögum. Dagfari vorkennir auð-
vitað saksóknara að hafa yfirsést
þannig, er hann las lögin, að sjá
ekki að það er ekkert í lögunum
sem bannar mönnum að fara að
lögum en þá er Uka á það að líta
að enginn getur ætlast til að menn,
sem hafa það aö atvinnu að kenna
lögfræöi, geti áttað sig á því hvem-
ig lögin líta út þegar menn þurfa
að fara eftir þeim.
Dagfari