Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990.
15
Hvað geta margir
búið á íslandi?
Lesandi góður. Fyrir nokkrum
árum hitti ég á förnum vegi erlend-
an mann sem þekkti vel til efna-
hagsmála í Færeyjum. Hann sagöi
að allan efnahagsvanda þeirra
Færeyinga mætti rekja til þess að
fólksfjöldinn þar væri einfaldlega
of mikill!? „Færeyjar geta ekki
framfleytt nema tæplega 40.000
manns miðað við þær kröfur sem
nútímafólk gerir til lífskjara! Þetta
efnahagsdæmi þeirra Færeyinga
gengur einfaldiega aldrei upp nema
fólksfjöldinn í Færeyjum sé innan
við 40.000 manns!“ sagði þessi
ágæti maöur.
Ekki ætla ég að leggja mat á það
hversu raunhæfar þessar fullyrð-
ingar viðmælanda míns voru. En
þær voru afar sláandi og komu mér
í opna skjöldu. En svo komu óþægi-
legar spumingar í kjölfarið: Hvem-
ig er þessu varið á íslandi? Hvað
eru íbúar þar margir? Hvað getur
þessi eyja brauðfætt marga miðað
við þær kröfur sem nútímafólk ger-
ir til lífskjara? Eða eru hagkerfi
íslands og Færeyja ekki hliðstæð í
öllum aðalatriðum?
Fólksfjöldinn og lífskjörin
Við íslendingar eigum því ekki
að venjast að efnahagsmál þjóðar-
innar séu skoðuð út frá þessum
sjónarhóli. Samt hggur það fyrir
að verðmætasköpun þessa þjóð-
félags takmarkast verulega við út-
flutning sjávarafurða, áls og járn-
KjaHarinn
Brynjólfur Jónsson
hagfræðingur
blendis. Það segir sig sjálft að þess-
ar takmarkanir, sem tengjast verð-
mætasköpun í landinu, hljóta aö
leiða til þess að einhvers staðar
myndast takmörk fyrir þvi hversu
marga íslendinga þetta þjóðfélag
getur brauðfætt miðað við einhver
ákveðin lífskjör. Aukning á fólks-
fjölda í landinu leiðir nefnilega
ekki til aukinna útflutningsverð-
mæta að sama skapi, því miður,
eins og ástandið er í dag.
Aukinn fólksfjöldi í landinu við
núverandi aöstæður leiöir til lakari
lífskjara að jafnaði fyrir hvem og
einn íslending - og fækkun fólks í
landinu til bættra lífskjara að jafn-
aði. Þetta era hrikalegar stað-
reyndir og þessu verður að breyta.
Við þessar kringumstæður er
ósköp „eðlilegt" að umsvif ríkisins
fari vaxandi ár frá ári, eins og gerst
hefur hér hin síðustu ár. Æ erf-
iðara veröur líka að halda viðskipt-
um við útlönd í jafnvægi. Þessar
staðreyndir eru líka martröð fyrir
alla hugsun sem tengist hjöðnun
verðbólgu til lengri tíma litið. Það
er í raun sama hvernig á þetta
vandamál er litið, það er bæði stórt
og vont. En hvað er til ráða?
Mikilvægi
samkeppnisiðnaðar
Svarið er einfalt. Það verður að
fjölga hlutfallslega því fólki sem
vinnur við gjaldeyrisskapandi störf
og þau störf sem leiða af sér minnk-
un á innflutningi í þessu þjóðfé-
lagi. Viö þaö fækkar hlutfallslega
þeim sem vinna þjónustustörf,
bæði hjá hinu opinbera og annars
staðar. - En hvernig má það ger-
ast? Jú, meðal annars með eflingu
íslensks iðnaðar og með eflingu ís-
lenskra útflutningsatvinnuvega al-
mennt.
En íslenskir útflutningsatvinnu-
vegir og íslenskur iðnaður eflast
ekki nema stjórnvöld sjái til þess
að þessar atvinnugreinar séu sam-
keppnisfærar við hhðstæðar at-
vinnugreinar erlendis til lengri
tíma séð. Að búa íslenskum út-
flutningsatvinnuvegum „stund-
um“ samkeppnishæfan gmndvöll
og „stundum" ekki er nánast verra
en að gera það aldrei.
En þannig hefur því miður verið
staðið að málum á undanfömum
árum og áratugum. Stjórnvöld
verða einfaldlega að tryggja viðun-
andi samkeppnisgmndvöll fyrir
iðnað og útflutningsatvinnuvegi tíl
lengri tíma séð í þessu landi ef ekki
á að veröa hér áframhaldandi sam-
dráttur í lífskjörum og landflótti.
í dag er mest áríðandi að fljótt
og vel takist til með samninga um
nýtt álver á íslandi. Ekkert einstakt
„Aukinn fólksfjöldi 1 landinu við nú-
verandi aðstæður leiðir til lakari lífs-
kjara að jafnaði fyrir hvern og einn
íslending.“
Eins og ástandið er i dag er fólks-
fjöldi hér meiri en þetta land ber,
miðað við kröfur um lífskjör, segir
greinarhöfundur m.a.
mál myndi hafa jafnskjót qg góð
áhrif á efnahagslíf okkar íslend-
inga og skjót og góð lausn á þeim
álviðræöum sem nú standa yfir.
Lesandi góður. Á íslandi búa um
250.000 manns. Eins og ástandið er
í dag er sá fólksfjöldi meiri en þetta
land ber miðað við þær kröfur sem
nútímafólk gerir til lífskjara. En
hversu margir gætu búið hér á
landi og látið sér hða vel fer alfarið
eftir því hvemig stjómmálamenn
þessa lands búa að iðnaði og út-
flutningsatvinnuvegum í nútíð og
framtíö.
Brynjólfur Jónsson
Deila háskólamanna og rikisins:
Heimskuleg
hagfræði
Vart er hægt að hafa önnur orð
um upphlaup háskólamanna vegna
meintra svika ríkisins á samning-
um við þá. Á það hefur verið bent
að umrædd hækkun launa þeirra
myndi valda sprengingu á um-
sömdu rauðu striki í margrómaðri
þjóðarsátt um kjaramál launafólks
í landinu.
Ekki hef ég séð nein skrif eða
andsvör háskólamanna gegn áður-
nefndi fullyrðingu. Þögn þeirra
hlýtur því að skoðast sem sam-
þykki þeirra á tilgreindum afleið-
ingum hækkana sem til þeirra
væra samþykktar. Hvað segir þetta
okkur í raun? Jú, þetta segir okkur
að þessir menn eru tilbúnir aö
fóma afkomugrundvelh allra ann-
arra launamanna í landinu til þess
að geta fengið lítils háttar fleiri
krónur útborgaðar um mánaða-
mót.
Afleiðing heimskunnar
Það er nokkuð aumt þegar mað-
ur, sem aldrei hefur í háskóla sefið,
verður að rassskeha þá stétt
manna opinberlega - en hjá því
verður vart komist ef afkomu
heimhanna í landinu á ekki að
fóma á altari fégrægði.
Ágætu háskólamenn. Mikill fjöldi
ykkar er skuldum vafmn, í formi
námslána og annarra lána er tengj-
ast aðstöðu ykkar í þjóðfélaginu.
Þið hafið menntað ykkur á niður-
greiddum lánum sem fjármögnuð
hafa verið að hluta með skattfé al-
mennings í landinu. Hluti þessara
KjaUaiirin
Guðbjörn Jónsson
framkvæmdastjóri
G-samtakanna
lána er verðtryggður en þið hafið
alveg verið stikkfrí í deilum undan-
farinna ára, milh atvinnulífs og
heimila annars vegar og stjóm-
valda og bankakerfis hins vegar,
um vaxtamál.
Ástæðan er einföld. Ykkar aðal-
skuldasöfnun (námslánin) hefur
verið vaxtafrí fram að þessu. Þið
hafið hins vegar þurft að horfast í
augu við hækkandi skuldastöðu
vegna verðtryggingar (lánskjara-
vísitölu). Vegna þessara stað-
reynda furðar mig á dómgreindar-
bresti ykkar á stöðunni í umræddri
deilu ykkar við ríkið. Er ykkur
virkilega ekki ljóst að ef ykkur
tekst að knýja fram þessa hækkun
emð þið að kalla yfir ykkur og alla
aöra skuldara hér á landi mun
meiri greiöslur í formi verðbóta en
nemur þeim kauphækkunum sem
þið sækið svo fast?
Ég neita alfarið að trúa því að
skattfé launafólks í landinu hafi
verið variö í skólasetu fólks sem
ekki hefur hærri greind en fram
kemur í þessum vinnubrögðum
ykkar.
Markmið og leiðir
Ekki dreg ég í efa að markmið
okkar ahra er betri afkoma til
handa komandi kynslóðum þessa
lands. Hitt er orðið ljóst að leiðir
okkar að þessu marki eru mjög
ólíkar. Mér finnst miklu vænlegra
til árangurs að leggja rækt við
grundvölhnn, sem við lifum á, en
afla mér sjálfum fáeinna króna
meira í veltu sem skila engu í
bættri afkomu.
Kannski er þama kominn í hnot-
skurn vandi sá er þjóðfélagið hefur
verið að safna upp undanfarin upp-
gangsár í tekjum þjóðfélagsins én
þrátt fyrir það vaxandi skuldasöfn-
un. Þvi verður ekki neitað að for-
sendur fyrir bættri afkomu þjóð-
félagsins hafa í auknum mæh verið
sóttar til manna með „menntun“
sem tryggja áttu ráðvanda stjórnun
þessa þjóðfélags.
Árangurinn hefur verið mjög nei-
kvæður miðað við það fjármagn
sem þjóðfélagið hefur verið í
„menntun“ þessara manna. Mér
heföi þótt eðlilegra af hálfu þetta
„menntaðra" manna að sjá ábend-
ingar um leiðir til allsheijarlaun-
hækkunar í landinu, sem ekki hef-
ur í fór með sér hækkun verðlags
eöa lánskjara, en þau heimskulegu
kröfuspjöld sem auðkennt hafa
þessa baráttu.
Ábyrgð á vinnugæðum
Sífellt fara vaxandi í þjóðfélagi
okkar ummæli „menntaðra"
manna um ástand og horfur í þjóð-
arbúskap okkar. Ekki em sparaðir
í þessum ummælum titlar og
menntagráður. Ég ætla ekki heldur
að draga í efa að einhveijar formúl-
ur kunni þeir flestir er tryggi þeim
tilgreinda menntatitla. Hitt heföi
verið þjóðfélagslega hagstæðara að
þeir öfluðu sér meiri þekkingar á
samfélagi okkar til þess að fylla í
þessar formúlur sínar svo að þær
yrðu ekki þjóðfélaginu til skaða.
Nú er vert að geta þess að hér er
fyrst og fremst verið að fjalla um
þá „menntamenn" sem mest em í
sviösljósi aðstæðna.
Eins og allar stéttir eiga
„menntamenn“ sína sönnu og óve-
fengjanlegu fræðimenn. Þar eru i
ferðinni menn sem leggja ekki nafn
sitt við hvað sem er. Þeim fmnst
vænlegra að nafn þeirra tengist
raunverulegri framþróun til bættr-
ar framtíðar en augnabliks auglýs-
ingu sem verður smán að fáum
árum hðnum. Þar á ég fyrst og
fremst við aðför ákveðinnar stéttar
menntamanna að undirstöðugrein-
um sjálfstæðs þjóðfélags hér á
landi. Fjalla nánar um það síðar.
Guðbjörn Jónsson
„Mér hefði þótt eðlilegra af hálfu þetta
„menntaðra“ manna að sjá ábendingar
um leiðir til allsherjarlaunahækkunar
í landinu...“