Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. Fréttir Svifdrekakappinn Eppo á eskimóaslóðum í Kanada: „Verð kominn til New York eftir viku“ „Ég þurfti aö snúa við eftir sjö og hálfrar klukkustundar langt flug frá Frobisher bay í Kanada. Það var mikil ókyrrð í loftinu. Ég lenti þá í litlum og vinalegum eskimóabæ sem heitir Kuujjuag. Á sunnudaginn lagði ég svo aftur af stað og hélt til Fort Chimo sem er skammt frá - þar er ég núna. Ég vona að ég komist bráðlega af stað til bæjarins Sheffer- ville sem er næsti viðkomustaður minn í Kanada. Þaö er þó ekki beint gott flugveður fyrir mig sem stendur. Ætlunin hjá mér er að verða kominn til New York eftir eina viku,“ sagði Hollendingurin Eppo Numan er DV ræddi við hann í gær. Hann á nú aðeins þijá áfangastaði eftir áöur en hann kemur til New York á vélknúna svifdrekanum sín- um. Hann verður þá sá flugmaður sem flogið hefur minnsta og léttasta flugfarinu frá Evrópu til Bandaríkj- anna. Eppo hóf ferð sína á svifdrekanum í Rotterdam í fyrra og flaug hann um Bretlandseyjar, Færeyjar, Egilsstaði og loks Reykjavík. Hann lagði síðan af stað í seinni hluta Atlantshafsflugs síns frá Reykjavík þann 15. júní síð- astliðinn eftir aö hafa dvalist í heima í den Haag í Hollandi í vetur. „Ég er mjög hamingjusamur yfir því að vera kominn til Kanada - Atl- antshafið er að baki. Mesta upplifun- in var þó að fljúga yfir Grænlands- jökul - frá Kulusuk til Syðri-Straum- íjarðar. Það var stórkostlegasti dag- ur sem hægt er aö hugsa sér. Þetta er mikiifengleg háslétta, þama er allt hvítt og slétt, himinninn var heiðblár og það var algjört logn,“ sagði Eppo. Svifdreki hans er opinn, ekki með lokuðum flugstjórnarklefa, og má hann helst ekki fljúga í meira en þremur vindstigum. Eins og fram kom í DV í vikunni bjargaði íslenskt miðunartæki honum þegar hann villtist á leiöinni frá Grænlandi til vesturstrandar Kanada. Undirbúningur fyrir ferðina tók rúm fjögur ár áður en hann lagði af Seinni hluti Atlantshaísflugs Eppo frá Reykjavík til New York Alaska Grœnland ísland Frobisher Baq ÍKuujjuaq / Fort Cimo Montreal Sheffervílle Syðri - Straumfjörður • Flugleið sem Eppo hefur lagt að baki frá 15. júní sl O Flugleiðin sem Eppo á eftir. stað frá Rotterdam í fyrra. Eppo seg- hjá Hobi-indíánununum í Arizona- ina en henni lýkur formlega í New ist ætla að slappa af í góðu yfirlæti eyðimörkinni eftir Atlantshafsferð- York. -ÓTT ísland í 8. sæti eftir 13 umferðir íslenska sveitin á Evrópumóti yngri spilara, 25 ára eða yngri, sigr- aði Tékkóslóvakíu 16-13,5 (68-61) í 13. umferðinni og var eftir hana í 8. sæti 22ja þátttökuþjóða. Noregur vann Breta, 17-14, í umferðinni, Sví- þjóð Belgíu, 24-6, Austurríki Dan- mörku, 17-13, en stærsta sigurinn unnu Sovétríkin, 25-4, gegn Ung- verjalandi. í ll. umferð spilaði ísland við Sovétríkin og Þýskaland í þeirri 12. Hlaut 28 stig samtals í leikjunum. Eftir 13 umferðir var staða efstu þjóða þannig. Noregur 254,5 stig, Israel 248,5, Danmörk 224,5, Þýska- land 224, Svíþjóð 212,5, Finnland 211, Holland 207, ísland 206,5, Bretland 201 og Ungveijaland í 10. sæti með 200 stig. ísafjörður: Fundað vegna bæjarstjórnar Eftir að Hans Georg Bæringsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, til- kynnti aö hann væri hættur að mæta á meirihlutafundi hafa talsverð fundahöld veriö á ísafirði. DV hefur heimildir fyrir því að vinstri flokk- amir hafi áhuga á að ræða við sjálf- „Fylla!“ heyrðist í þessum bátseiganda f Snartarahöfninni. Það dugir víst stæðismenn um myndun nýs meiri- heldur ekki að fara í siglingu um sundln fagurblá með hálftóman tank. hluta. -sme DV-mynd J AK Páli skákað upp á við - verður aftur fréttastjóri á næsta ári Páll Magnússon, fréttastjóri til 1. febrúar á næsta ári en þá mun - Ertu ekki að móta starf þess sem Stöðvar 2, hefur tekið við starfi hann aftur hverfa til fyrri starfa. mun verða yfirmaður þinn í fram- framkvæmdastjóra framleiðslu- Sigurveig Jónsdóttir varafrétta- - tíöinni í þessu nýja starfi? sviðs Stöðvarinnar. Undir fram- stjóri verður fréttasljóri Stöövar- „Ég er í sjálfu sér að gera það. leiðslusviö heyrir fréttadeildin, innar þessa sex mánuöi í fjarveru Ég verð því aö hegöa mér í sam- innlend dagskrárgerö, innkaup á Páls. ræmi við það,“ sagði Páli. erlendu efni og öll þjónusta gagn- Eftlr sem áöur mun Páll lesa - Er ekki hætt viö aö þetta nýja vart áskrifendum. Páll verður því fréttir Stöðvarinnar tvisvar til starfverðlsvohuggulegtaðþú vilj- i raun yfirmaöur alls þess sem er þrisvar í viku og stjórna umræðu- ir ekki aftur snúa? sjónvarp gagnvart almennum not- þáttum í sama mæli og veriö hefur. „Það finnst mér mjög vafasamt. endum. Önnur svið fyrirtækisins Aö hans sögn verða afskápti hans Fæst við þetta er huggulegra en heyra hins vegar beint undir Þor- af fréttadeild ekki önnur en rekstr- fréttimar." varð Elíasson sjónvarpssjóra. arleg að öðru leyti. Sigurveig mun -gse Páll mun gegna þessu starfi fram hafa fullt ritstjómarlegt frelsi. Útflutningur á Hekluvikri: Ekki búið að staðsetja þilplötuverksmiðjuna - reiknaö meö 70 manns í vinnu Breska fyrirtækið Mellville hefur verið með tilraunaverksmiðju við framleiðslu á eldvamarplötum. Þetta hefur lofað góðu og nú hyggjast þeir reisa verksmiðju sem getur fullunniö þessar plötur. Búist hefur verið við að ákvörðun um staðsetningu yrði tekin í ágúst. Því kom frétt útvarpsins um að búið væri að staðsetja verksmiðjuna í Sundahöfn eins og skrattinn úr sauð- arleggnum. Það hafa einkum verið Reykjavík og Þorlákshöfn sem hafa bitist um verksmiðjuna. „Við Sunnlendingar erum mjög heitir yfir þessum fréttum," sagði Guðni Ágústsson alþingismaður. „Þorlákshöfn hefur alla þá kosti sem þarf að bera. Við höfum stórt at- vinnusvæði en 10.000 manns búa á Árborgarsvæðinu. Það er helmingi styttra að flytja vikurinn hingað en til Reykjavíkur. Sigling með hráefni tekur sólarhring styttri tíma en til og frá Reykjavík og hér er mjög góð höfn. Ef þessi frétt reynist á rökum reist verða viðbrögð okkar Sunnlendinga harkaieg. Við munum ekki sætta okkur við að tapa sunnlensku hug- viti úr héraöinu. Við erum minnugir þess að við fengum ekki steinullar- verksmiðjuna og okkur var skákað út úr álversviðræðunum meö furðu- legum hætti. Við munum spyrna fast við fótunum til þess að halda verk- smiðjunni austan Hellisheiðar." Hjá Jarðefnaiðnaði í Þorlákshöfn, sem starfað hefur í undirbúningi þessa máls, fengust þær upplýsingar að þessi frétt útvarpsins væri úr lausu lofti gripin. Haft var samband við umboðsmann Mellville strax eftir fréttina. Hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna og yrði hún ekki tekin í bráð. Þeir sögöu Reykjavíkur- borg bjóða hafnaraðstöðu og land- svæði sem reyndar væri enn úti í sjó en til stæði að fylla þar upp í. Einnig væri boðið upp á aðstöðu í Þorláks- höfn. Til verksmiðjunar þarf aö flytja 100.000 tonn af hrávikri á ári svo vegalengdin getur skipt nokkru. Reiknað er með að um 70 manns vinni við verksmiðjuna í allt við að framleiða 7.500.000 fermetra af plöt- umáári. _Di Kindakjöt: Neysla dregst mikið saman AUt stefnir í umtalsverðan sam- drátt í lambakjötssölu á yfirstand- andi framleiösluári. Samkvæmt spám landbúnaðarráðuneytins er gert ráð fyrir um 560 tonna sam- drætti. Það jafngildir um 6,5 prósent minni lambakjötsneyslu en í fyrra. Miöað við þetta yrði neyslan rétt rúmlega átta þúsund tonn eða minni en marga undanfama áratugi. í febrúar síðastliönum hafði selst um 600 tonnum minna en fyrstu sex mánuði framleiðsluársins áriö á undan. Salan jókst síöan lítillega og í júní var samdrátturinn kominn nið- ur í um 360 tonn. Sérfræðingar ráðu- neytisins búast hins vegar við að salan í júlí og ágúst verði minni en í fyrra en þá var metsala. Samkvæmt spám verða seld um 1800 tonn í stað 2000 tonna í þessum tveimur mánuð- um. Heildarsamdráttur framleiðslu- ársins verður því nálægt 560 tonnum efspárgangaeftir. _gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.