Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. Fréttir Sakadómur Hafnarflarðar: Sakamál hafa áður frestast árum saman Eins og kom fram í DV í gær liggur nánast óhreyft í sakadómi Hafnar- tjarðar mál sem ákæruvaldið höfðaði vegna meintra svika við gerð erfða- skrár. Það er alis ekki svo að þessi dráttur á málsmeðferð sé einsdæmi viö sakadóm Hafnarfjarðar. Ákæra í erföaskrármálinu var gefin út í apríl 1986. DV hefur áður skrifað um seina- gang við dómstóhnn og þá sérstak- lega mál sem Guðmundur L. Jóhann- esson héraðsdómari hefur haft á sínu borði. Þegar DV gerði úttekt á seina- ganginum voru nefnd til nokkur mál. 28. ágúst 1972 var gefin út ákæra í máli þar sem tveir fullorðnir menn voru sakaðir um kynferðisbrot gagn- vart stúlkubarni. Guðmundur L. Jó- hannesson héraðsdómari felldi dóm yfir mönnunum 3. mars 1976, tæpum 4 árum seinna. Mennirnir voru dæmdir sekir. Hæstiréttur sýknaði þá aftur á móti 11. maí 1978. í sýknu var talað um sönnunarskort en kunnugir telja að þar sem þolandi hafði þá náð fermingaraldri hafi önn- ur sjónarmið ráöið einhveríu um af- stöðu Hæstaréttar. í Svefneyjamálinu, þar sem par var dæmt fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum, liðu um 18 mánuðir frá því ákæran var gefin út og þar til dæmt var í málinu. Svefneyjamálið vakti mikla athygli á sínum tíma og það voru margir sem biðu dóms í málinu. Þrýstingur þess vegna var talsverður. Þegar dómur- inn loks kom virtust allir una hon- um, bæði ákærðu og saksóknari. Dóminum var því ekki áfrýjað til Hæstaréttar. 30. janúar 1987 var mál flutt í saka- dómi Hafnarfjarðar. Þar var maður ákærður fyrir kynferðisbrot gagn- vart stúlkum undir lögaldri. Þegar DV gerði úttekt á seinaganginum var ekki búið að dæma í málinu þrátt fyrir að átta mánuðir væru liðnir frá flutningi þess. Venjan er að láta helst ekki líða meira en mánuð frá því málflutningi lýkur og þar til dómur feliur í opin- benun málum. í lögum. um meðferð opinberra mála er vísað í lög um meðferð einka- mála. Þar segir orðrétt: „í munnlega fluttum málum skal venjulega kveða upp dóm áður en annað mál er tekiö til flutnings, og jafnan svo fljótt sem við verður komið." í annarri máls- grein segir: „í skriflega fluttum mál- um skal kveða upp dóm svo fljótt sem kostur er á, og ekki síðar en 3 vikum eftir dómtöku." í fyrri málsgreininni er átt við að hver dómari sé aðeins með eitt mál í gangi í senn. Þannig hefur þetta ekki gengið heldur er stuðst við þann tíma sem getið er um í annarri málsgrein, sama hvort málin eru flutt munnlega eða skrif- lega, það er miðað við að kveða upp dóma innan þriggja vikna. Guðmundur L. Jóhannesson er Vitlausasti popp- arinn 1990 Á sunnudagskvöld verður rótara- dagurinn haldinn hátíðlegur í Súlna- sal. Þar verður keppt í nokkrum rót- þrautum svo sem botnaboðhlaupi, súluburði, hlöndun drykkja á 70 km hraða og því að leggja til og veita nábjargir lífvana poppurum. Þá er Táðgert að velja „vitlausasta poppar- ann 1990“. Stuðmenn munu skemmta á þessu 30 ára starfsafmæli rótara en talið er að fyrsti rótarinn hafi hafið störf um 1960 þegar rafmögnunar tók að gæta. -pj - erfðaskrármálið er ekki undantekning ekki eini dómarinn við sakadóm son er dómari við embættið og dóm- Þar voru tveir menn ákærðir fyrir var dómtekið og síöan hefur ekkert Hafnarfjarðar. P’4nnbogi Alexanders- tók mál snemma á þessum áratug. riúpnaveiðiáHoltavörðuheiði.Málið gerst. -sme SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína . Þú getur stólað á sparisjóðina Frelsi og sjálfstæði - lipurð og sveigjanleiki eru fjögur lýsandi orð yfir starfsemi og þjónustu sparisjóðanna í landinu. Hver og einn þeirra starfar sem frjáls og óháð eining í þágu ein- staklingsins og byggðarlagsins, trúr þeirri stefnu að stuðla að eflingu mannlífs og at- vinnuvega á sínu starfssvæði. Sparisjóðirnir, allir sem eirin, leggja áherslu á persónulega þjónustu þar sem lipurð og sveigj- anleiki ráða ferðinni enda eru hagsmunir byggðarlagsins hagsmunir sparisjóðsins. Þann- ig kemur hver króna geymd í sparisjóðnum við- komandi byggðarlagi til góða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.