Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. °81 Afmæli Sigurður Ámason Siguröur Arnason, fyrrverandi bóndi á Vestur-Sámsstööum í Fljóts- hlíð, nú til heimilis á Dvalarheimili aldraöra, Kirkjuhvoli, Hvolsvelh, er níræður í dag. Sigurður er fæddur á Vestur-Sámsstöðum og ólst þar upp. Hann var b. á Vestur-Sáms- stöðum 1932-1989 en þau hj ónin fluttu á Kirkjuhvol í september sl. Sigurður kvæntist 1934 Odu Hildi Árnason, f. 25. maí 1913. Foreldrar Hildar voru: Guðmann Vigfús Ein- arsson, f. 1882 í Miðhúsum í Eiða- þinghá, kaupmaður í Maribo í Dan- mörku, og kona hans, Valborg Ein- arsson, f. 1882 í Danmörku, d. 1985. Börn Sigurðar og Hildar eru: Unn- ur, f. 1. apríl 1936, býr í Þýskalandi, gift Alfreð Rohloff og eiga þau fjögur börn: Bjöm Geir, Sigurð Álfreð, Björgu Ástrúnu og Steingrím Art- hur; Valborg, f. 2. júh 1937, býr í Reykjavík, sonur hennar er Sigurð- ur Freyr; Sara Hjördís, f. 16. október 1939, býr í Reykjavík, gift Gunnari Ólafssyni, þau eiga þijú börn: Hildi Jónu, Hjördísi Elísabetu og Gunnar Árna; Árni Þorsteinn, f. 26. júlí 1941, býr á Vestur-Sámsstöðum, á einn son, Grétar Þórarin; Þórunn Björg, f. 1. júh 1943, býr í Garðabæ, gift Árna M. Emilssyni, þau eiga þrjú börn: Orra, Örnu og Ágústu Rós; Hrafnhildur Inga, f. 19. mars 1946, býr í Garðabæ, gift Óskari Magnús- syni, þau eiga einn son, Magnús. Hrafnhildur á auk þess þijú börn af fyrra hjónabandi með Jóni Viðari Magnússyni: Söru, Magnús og Andreu Magðalenu; Þórdís Alda, f. 25. febrúar 1950, býr í Dallandi í Mosfehsbæ, gift Gunnari Dungal. Auk þess eiga Sigurður og Hhdur fimm barnabamabörn. Sýstkini Sigurðar eru: Arnheiður Þóra, f. 4. maí 1895, d. 24. júní 1967, bjó í Rvík; Þorbjörg, f. 16. febrúar 1897, lést sama ár; Sara Þorbjörg, f. 10. apríl 1898, d. 21. september 1987, bjó í Rvík; Jón, f. 6. júní 1899, býr á Sáms- stöðum; Árni, f. 2. mars 1902, býr í Rvík, og Tryggvi, f. 20. ágúst 1907, d. 21. október 1970, bjó í Rvík. Foreldrar Sigurðar voru: Árni Árnason, f. 20. júní 1861, d. 8. apríl 1937, b. á Vestur-Sámsstöðum, og kona hans, Þórunn Jónsdóttir, f. 16. janúar 1870, d. 19. júlí 1927. Árni var sonur Árna, b. á Kirkjulæk í Fljóts- hlíð, Einarssonar, b. á Kirkjulæk, Jónssonar, b. á Lambalæk, Einars- sonar, b. og hreppstjóra á Stóra- Moshvoh, Hallssonar. Móðir Einars á Kirkjulæk var Ingibjörg Arn- bjarnardóttir, b. á Kvoslæk, Eyjólfs- sonar. Móðir Árna Árnasonar var Þórunn Ólafsdóttir, b. í Múlakoti, Árnasonar. Móðir Ólafs var Þor- björg Ólafsdóttir, b. og hréppstjóra á Heylæk, Arngrímssonar, prests á Heylæk, Péturssonar. Móðir Þór- unnar var Þórunn ljósmóðir Þor- steinsdóttir, b. og smiðs á Vatns- skarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar og konu hans, Karítasar ljósmóður Jónsdóttur, klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hól- um, Vigfússonar. Móðir Karítasar var Þórunn Hannesdóttir Schev- ings, sýslumanns á Munkaþverá, Lárussonar Schevings, sýslumanns á Möðruvöllum. Móðir Þórunnar var Jórunn Steinsdóttir, biskups á Hólum, Jónssonar. Þórunn var dóttír Jóns, b. á Vest- ur-Sámsstöðum, Ólafssonar, b. á Gijótá, Ólafssonar, b. í Teigi, Jóns- sonar, b. á Heylæk, Ólafssonar, bróður Þorbjargar. Móðir Ólafs í Teigi var Þorbjörg Þorláksdóttir, systir Jóns, prests og skálds á Bæg- isá. Móðir Ólafs á Gijótá var Ástríð- ur Halldórsdóttir, b. á Grjótá, Odds- sonar, prests í Hlíðarendakoti, Þórð- arsonar. Móðir Halldórs var Helga Bjarnadóttír, sýslumanns í Sól- heimum, Nikulássonar. Móðir Ástríðar var Ingveldur Teitsdóttir, b. á Keldum, Gottskálkssonar, prests á Keldum, Þórðarsonar. Móð- irlngveldarvar Ingibj örg Arn- grímsdóttír, systir Ólafs á Heylæk. Móðir Jóns á Vestur-Sámsstöðum Sigurður Árnason. var Þórunn Jónsdóttir, b. á Kirkju- lækjarkoti, Jónssonar, b. á Barkar- stöðum, Pálssonar. Móðir Jóns Jónssonar var Anna Ögmundsdótt- ir, b. í Stóru-Mörk, Magnússonar. Móðir Þórunnar var Guðbjörg Jóns- dóttir, b. í Háamúla, Eyjólfssonar, bróður Arnbjarnar á Kvoslæk. Sig- urður hyggst verja afmælisdeginum ásamt fjölskyldu sinni á ferðalagi um Suðurland. HafsteinnÁrmann ísaksen Hafsteinn Ármann ísaksen, vélvirki og starfsmaöur við Áhaldahús Njarðvíkur, Hringbraut 79, Kefla- vík, er sextugur í dag. Hafsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og var í iðnnámi í vélsmiðju Hamars hf. þar sem hann starfaði á árunum 1947-58. Þá starfaði hann hjá Birni Magnússyni í Keflavík á árunum 1958-66 en hefur verið starfsmaður hjá Keflavíkurbæ síðan. Hafsteinn kvæntíst 17.5.1953, Hönnu Kristínu Hansdóttur, f. 28.7. 1927, dóttur Guðríðar Jónsdóttur, húsmóður í Reykjavík, og Hans Baacöe Sigurðssonar pípulagning- armeistara. Böm Hafsteins Ármanns og Hönnu Kristínar era Hans Markús, f. 1951, Sigurður Peder, f. 1953, Guð- ríður, f. 1955, Hafsteinn Birgir, f. 1959. Sonur Hafsteins og Guðlaugar Hraunfjörð er Ómar Hafsteinsson, f. 1953. Systkini Hafsteins: Óskar, sem er látinn, Hanna, sem er látín, Mark- ús, sem einnig er látínn, Harald, Kristinn, Ester og Erla. Foreldar Hafsteins Ármanns voru Hagerup Meyer Severin ísaksen, f. 12.8.1887, d. 1971, skífulagningar- maður, og Margret Markúsdóttir, f. 1899, d. 1980. Foreldrar Hafsteins bjuggu lengst af í Tromvik í Noregi og í Reykjavík. Móðurforeldrar Hafsteins voru Markús Magnússon, f. 1868, og Margrét Árnadóttír, f. 1868. Föðurforeldrar Hafsteins voru Peter ísaksen og Hanna Martine. Fósturforeldrar Hafsteins: Sigurð- ur Árnason og Anna Guðjónsdóttir. Hafsteinn Ármann ísaksen. Hafsteinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Haraldur Ólafsson Haraldur Ólafsson, dósent og fyrrv. alþingismaður, Einarsnesi 18, Reykjavík, er sextugur í dag. Haraldur fæddist í Stykkishólmi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1952, var við guðfræðinám í HÍ 1952-55 og lauk þaðan prófi í grísku. Hann var við heimspekinám í Stras- bourg í Frakklandi 1953-54, við nám í þjóðfræði og mannfræði við Há- skólann í París 1956-57, við nám í þjóðfræði og mannfræði við Háskól- ann í Stokkhólmi 1961-66, lauk prófi í líkamlegri mannfræði við Háskól- ann í Uppsölum 1964, lauk fil. cand,- prófi frá Háskólanum í Stokkhólmi 1964, fil. hc. við sama skóla 1966. Auk þess var hann við nám í Kaup- mannahafnarháskóla við rann- sóknir á menningu eskimóa 1964. Haraldur var stundakennari við HÍ1971-72, lektor í mannfræði 1972- 79 og dósent frá 1979. Hann var alþingismaður Reykvíkinga 1984-87. Haraldur var blaðamaður við Alþýðublaðið 1958-60, dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins 1966-71, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Sví- þjóð 1962-66. Haraldur sat í jafnlaunaráöi 1973- 76, var formaður Félags há- skólakennara 1975-76, í nefnd til að undirbúa kennslu í þjóðfélagsfræð- um við HÍ1969-70, í nefnd til að undirbúa kennslu í hjúkrunarfræð- um við sama skóla 1973-74 og í nefnd til að gera tillögur um kennslu í fjöl- miðlun 1974-75. Hann var í stjórn námsbrautar í hjúkrunarfræðum 1974-76, var fuhtrúi íslands í stjórn Samastofnunar Norðurlanda frá 1973, í bankaráði Seðlabankans frá 1985 og í þjóðleikhúsráði frá 1978, þar af formaður frá 1980-83. Eftir Harald liggur íjöldinn allur af bókum, ritum ogritgerðum, auk þýðinga, einkum um mannfræði, stjórnmál og menningarmál. Haraldur kvæntíst 11.7.1964 Hólmfríði Gunnarsdóttur, f. 2.5. 1939, kennara, dóttur Gunnars Árnasonar, prests í Kópavogi, og konu hans, Sigríðar Stefánsdóttur. Haraldur og Hólmfríður eiga sam- antvöbörn. Foreldrar Haraldar: Ólafur Krist- jánsson, f. 25.7.1904, verkamaður í Stykkishólmi og síðar bæjargjald- keri í Hafnarfirði, og kona hans, Sigurborg Oddsdóttír, f. 5.7.1908. Ölafur er sonur Kristjáns Sigurðs- sonar sem flutti tíl Kanada. Sigurborg var dóttír Odds, hafn- • sögumanns í Stykkishólmi, Valent- ínussonar, bróður Jóns, langafa Gísla dósents og Jóhannesar, for- manns Neytendasamtakanna, Gunnarssona. Jón var einnig lang- afi Jóhanns, föður Arnar, skrif- stofustjóra Morgunblaðsins. Móðir Odds var Vilborg Pétursdóttir. Móö- ir Vilborgar var Valgerður, móðir Valgerðar, langömmu Ólafs, fóður Gunnars Ragnars, forseta bæjar- stjómar Akureyrar. Valgerður var dóttir Einars, b. og hreppstjóra í Haraldur Olafsson. Hrísarkoti í Helgafellssveit, Einars- sonar, b. í Fagurey, Pálssonar, stúd- ents í Fagurey, Gunnarssonar. Móð- ir Páls var Guðríður Torfadóttír, sýslumanns í Flatey, Jónssonar og konu hans, Ragnheiðar Jónsdóttur, prófasts og skálds i Vatnsfirði, Ara- sonar, sýslumanns í Ögri, Magnús- sonar prúða, sýslumanns í Ögri, Jónssonar. Móðir Jóns var Kristín Guðbrandsdóttir, biskups á Hólum, Þorlákssonar. Til hamingju með afmælið 14. júlí 85 ára 70 ára Sigríður Jóhannesdóttir, Anna J. Jóhannesdóttir, Grænagarði 1, Keflavík. Grænukinn 12, Hafharfirði. Eyjólfur Stefánsson, Jóna Sigurjónsdóttir, Sunnubraut 2, Dalvík. Keilugranda 8, Reykjavík. Nanna Jónsdóttir, Oft íi-i ou ara , Cfl vw Ol O Kvískerjum, Hofshreppi. Alfreð Konráðsson, Jón Sveinbjörnsson, Brekkugötul.Hrísey. Baughólil.Húsavík. Kristján Vilhjálmsson, Skorrastöðum 3, Norðfjaröar- hreppi. 7r áfa Þverholti 26, Reykjavík, verður CUm sextue á mánudaeinn. Hún tekur á Jóhanna Jóhannesdóttir, mótigestumámorgunfrá^tíleí Hrafnistu, Reykjavík. félagsheimih Sjálfsbjargar, Hátum íZ. Hl hamingju með afmælið 15. júlí Knrl -Tónsson F.irílís, nn óra Rjúpufellil7,Reykjavík. JJU dlCX Ásta Laufey Haraldsdóttir, Dagbjört Sigvaldadóttir, Kleppsvegi 58, Reykjavik. ftp , SverrirTryggvason, OO ara Viðihlíð,Skútustaðahreppi. ÁstaStefánsdóttir, rn » Hávallagötu 38, Reykjavík. Hún er OU 818 nú vistmaður á Skjóli við Klepps- „ Vpo Haraidur Sigfósson, Kelduhvammi 1, Hafiiafirði. 7C » Fanney Dagmar Arthórsdóttir, t í) ara Hörgslundi6,Garðabæ. Jón Guðmundsson, £>" Horður Árnason, Enuiaveei9. Selfossi. Stifluseh ó.Reykjavík. ÓskarÞ. Johnson, áfSk Laugamesvegil06,Reykjavík ala Gissur Gislason, Ruth Guðjónsdóttir, Skolavörðustíg 6B, Reykjavík. Borgartanga 4, MosfeUsbæ. _ _ HelgaHermannsdóttir, 70 ára Nýjabæ, Sandvíkurhreppi. Eiríkur Ámason, ArngrimurStefánsson, Hjallalandi 17, Reykjavík. Karlsbraut9,Dalvík. Úrval - verðíð hefur lækkað Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, sími 670760 Blómaskreytingar við öll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.