Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. . 39 LífsstíU itnt Þmgéyjarsýsíu Ferðamenn í Flórída: Kvikmyndaverið Universal Studios Það er ekki bara sól, sjór og sandur með Disneyívafi á Flórída. Nýjastj feröamannastaðurinn, kvikmynda- verið Universal Studios, verður opn- að í byrjun júnímánaðar. Þetta er fullbúið kvikmyndaver þar sem hægt er að verða vitni að hinum furðu- legustu ævintýrum og kynnast leyndardómum kvikmyndagerðar- listarinnar. Eðlilegt, bara gaman Alsaklausir gestir lenda í „klón- um“ á risanum King Kong, þeir kom- ast í kast við hákarlinn ógurlega úr kvikmyndinni Jaws, þeir hitta draugana úr draugamyndunum Draugabanar. Ekki er ótrúlegt að Jessica úr Morðgátu verði á vegi þeirra og svo mætti lengi telja. Gest- irnir lenda í hinum hræðilegustu ,jaröskjálftum“ og sjá ýmis undur sem engan óraöi fyrir að hægt væri að bjóða upp á. Og allt þett er svo eðlilegt að ótrú- legt er að „það sé bara allt í garnni". Kvikmyndaleikstjórinn David Spiel- ber er tæknilegur ráðunautur kvik- myndaversins, en hann er þekktur fyrir stórkostlegar hugmyndir sínar og kvikmyndir. Nægir þar að nefna kvikmyndina um geimveruna E.T. sem nærri hvert mannsbam í hinum vestræna heimi hefur séð. Geim- veran E.T. verður einmitt á vegi gesta kvikmyndaversins og það á ótrúlegan hátt. Kvikmyndaverið í Hollywood opnað almenningi Fyrir um það bil 75 árum hóf félag- ið Universal framleiðslu kvikmynda. Einn af frumkvöðlum þeirra, Carl Laemmle, gerbreytti HoÚywood þeg- ar hann opnaði þar kvikmyndaver 15. mars 1915. Hann keypti gamlan hæsnabúgarö og breytti honum í kvikmyndaver. Laemmle byijaði fljótlega að gefa gestum og gangandi kost á að koma innfyrir og fylgjast með kvikmyndagerðinni. Aðgangs- eyririnn var 25 sent en auk þess að fylgjast með kvikmyndatökunni fengu menn lítinn kassa með hádeg- isverði. Þetta var á dögum þöglu myndanna og gátu gestir því óspart látið í ljós hrifningu sína með frammistöðu eft- irlætisleikara sinna með því að hrópa og klappa. Þetta gerbreyttist þegar hljóðið kom til sögunnar. Þá var gert hlé á gestakomu í kvik- myndaverið í þijátíu ár. Árið 1964 ákáðu forráöamenn Uni- versal kvikmyndaversins að hressa Ljósin, myndataka, byrjið! Þarna er verið að taka alvörukvikmynd á sviði númer 23 í Universal kvikmyndaverinu. Starfsemi hófst þar af fullum krafti í október 1988 og er þetta stærsta kvikmyndaver í Bandaríkjunum utan Hollywood í Kaliforníu sem er mekka kvikmyndagerðar í Bandarikjunum. Nú gefst almenningi kostur á að heimsækja sviðið og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Universal á miðju ferðamannasvæðinu Margir áhugamenn um golf leggja fand undir fót á sumrin eins og annað fólk. Auðvítað er spennandi að reyna sig á öörum völlum við aðrar aðstæöur en eru á íslandi. i Frankfurt eru ýmsir möguleikar til þess að stunda golfíþróttina hluta úr degi eða lengur. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi félagsskrírteinið úr klubbnum heima í fórum sínum til þess að komast inn á vell- ina. Helstu golfvellir og klúbbar Universal í Flórída er staðsett ná- lægt Intemational Drive, sem margir ferðamenn er komið hafa til Orlando kannast viö. Það er í um það bil 15 km fjarlægð frá miðborg Orlando. Opið verður í Universal alla daga og er aðgangseyrir 30,74 dollarar fyr- ir fullorðna og 24,38 dollarar fyrir 3-11 ára, böm innan þriggja ára fá frítt inn. Á bílastæðinu er rúm fyrir sex þúsund bíla og á mestu annatímum er gert ráð fyrir að tvö þúsund manns vinni hjá fyrirtækinu. í kvikmyndaverinu eru yfir fjöru- tíu veitingastaðir og verslanir sem kvikmyndahúsagestir kannast við, eða eiga eftir að gera það úr kvik- myndum. Veitingastaðir þessir eru notaðir fyrir kvikmyndatökur jöfn- um höndum og hver veit nema ein- hver gesturinn verði „uppgvötv- aður“ og eigi eftir að verða frægur kvikmyndaleikari. Nýr Hard Rock Café staöur er á svæðinu en þangað er hægt að kom- ast án þess að fara inn í sjálft kvik- myndaverið. Staðurinn er í laginu eins og gítar og þykir skara fram úr öðrum stöðum. -A.Bj. Hollywood Boulevard er þekkt gata frá kvikmyndaborginni í Kaliforníu. Hún hefur nú verið endurbyggð í Flórída i kvikmyndaverinu Universal. Þessi götumynd er aðeins ein af fimmtiu og einni sviðsmynd sem gestir geta skoðað. svolítið upp á aðsóknina hjá sér meö því að leyfa ferðamönnum aðgang að kvikmyndaverinu á ný. í fyrstu var aðeins boðið upp á rútuferðir um svæðið. Gestir gátu einnig fylgst með því er verið var að farða leikarana fyrir kvikmyndatök- una og uröu svo vitni að því er vél- menni léku kúnstir sínar. Fyrsta árið urðu gestirnir 39 þús- und. Aðsóknin jókst svo ár frá ári þar til aö í fyrra voru slegin öll að- sóknarmet er gestir Universal í Hollywood urðu hvorki meira en minna en 5,1 milljón talsins. í árslok 1989 höfðu alls 60 milljónir manna komið í kvikmyndaverið á þeim 26 árum sem það hafði verið opið al- menningi. Það var alveg sérstakt ævintýri að heimsækja svona kvikmyndaver. Gestir verða vitni að svo ótrúlegum tæknibrellum að þeir standa alger- lega orðlausir. Skiptir aldur þar ekki miklu máli, fullorðnir jafnt sem böm trúa varla sínum eigin augum. Ný ferðabók: Þingeyj- arsýsla vestan Jökulsár Nýlega kom út ferðabók um Þingeyjarsýslu vestan Jökulsár. Bókin er gefin út á þremur tungu- málum: íslensku, ensku og þýsku. Hveiju sveitarfélagi á svæðinu em gerð skil með korti og texta þar sem sagt er frá því mark- verðasta sem þar er að finna fyr- ir feröamenn og þeirri þjónustu sem þar er boðiö upp á. Markmið- ið er aö bækumar komi aö gagni þeim sem ferðast um héraðið á eigin vegum eða í hópi, Bókin kostar 300 krónur og er til sölu á ferðaþjónustustöðum í Þingeyjarsýslu, á Eyjafjaröar- svæöinu, Austíjöröum og víð- ar. -J.Mar Ferðir eru: Frankfúter Golf-Club; Golfstr. 41, simi 069-6662318 Golf- und Landclub Taunus; Mánrzhauser Landstr. /6395 WeUrod/Altveilnau, sími 06083-1883 Ljósmyndasamkeppni: Myndir um ferðalög og útivist Hamburger Golfclub; Saalburg- haussee 2a/6380 Bad Homburg; sími 06172-39919. I' Frankfurt er merkilegur dýra- garður og er hann einn mest sótti dýragarður í gjörvallri Bvrópu. Er hann viö Alfred Brehm-Platz 16. Á tímabilinu 16. mars til 30. september er garðurinn opinn almenningi daglega frá kl. 8 til 18. Nú hefur verið hleypt af stokkun- um ijósmyndasamkeppni á vegum DV og Ferðamálaárs Evrópu 1990. Þessi keppni er haldin í tilefni af því að árið 1990 hefur verið nefnt ferða- málaár. Þau lönd sem eru aðilar að EB og Efta vinna í sameiningu að þessu verkefni og ýmsum öðrum í tilefni ársins. Ljósmyndasamkeppni verður haldin í öllum aðildarlöndunum og sigur- myndir hvers lands keppa svo að lokum innbyrðis um bestu mynd- ina. Allar gerðir mynda Yfirskrift ljósmyndasamkeppninn- ar er feröalög og útivist og verður myndefnið aö tengjast þvi viðfangs- efni. Þátttakendur geta sent inn myndir í öllum stærðum og jafnt lit- skyggnur sem pappírsmyndir, svart-hvítar eða í Ut. Eina skilyrðið er aö myndefnið tengist á einhvem hátt ferðalögum og útivist. Myndimar skal senda til DV fyrir 1. september og merkja þær: Ljós- myndasamkeppni, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Með myndunum skal fylgja lokaö umslag með nafni, heim- ilisfangi og símanúmeri þátttakanda. Góðverðlaun Verðlaunin em ekki af verri end- anum: 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flug- leiðum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þijár nætur. 2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo til áætlunarstaða Flugleiða innanlands. 3. Dvöl á Edduhóteli Feröaskrifstofu íslands að eigin vali fyrir tvo. Gisting og morgunmatur í fimm nætur. 4. Hringmiði fyrir tvo hringveginn um ísland með sérleyfisbílum BSÍ. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk. 6-10. Bókaverðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.