Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 44
Breiðafjörður: Trilla nær sokkinn Skjöldur DA 4, sem er um fimm tonna plastbátur, var nær sokkinn á Breiöahrði á fimmtudag. Einn maöur var um borö. Mikill leki kom aö bátn- um þar sem verið var aö veiðum noröur af Höskuldseyj Pegron SH 140 kom til aðstoðar. Skjöldur var dreginn til hafnar í Stykkishólmi þar sem tókst að dæla úr bátnum og forða þvi að hann sykki. -sme ijsabriel HÖGG- ^ DEYFAR Verslió hjá fagmönnum Kgntuchy Fried Ghicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfirði Kjúklingar sem bragð er að Opið alla daga frá 11-22 varahlutir Hamarshöfóa 1 - s. 67-67-44 Veðrið á sunnudag og mánudag: Rigning um sunnanvert landið Fremur hæg suðaustanátt með rigningu verður um allt sunnanvert landið en þurrt norðantil. Á mánudag verður hæg sunnanátt og skúrir sunnantil á landinu en víða léttskýjað nyrðra. Hiti verður 10-15 stig sunnanlands báða dagana en víða um eða yfir 20 stig á landinu noröanverðu. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsirigar - Ás >krift - Dreifing: Simi 27022 -AAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. is- og hafbeitarstöðva „Það er ekkert launungarmál að það er stundaður umfangsmikill veiðiþjófnaður hér á landi og þjófn- aður á laxi í sjó er stórt vandamál hér á landi og veldur hafbeitar- stöðvunum miklu tjóni. Það er umtalsvert magn aflaxi sem tapast með þessu móti auk þess sem menn fa fisk upp í hafbeitarstöðvarnar þakinn í netaförum og það er illselj- anleg vara til útflutnings. Hins vegar er veiðiþjófnaður ekki einungis vandamál þeirra sem reka hafbeítarstöðvar heldur einnig veiöiréttareigenda í ám og vötnum svo og stangveiðimanna. Eg hef þaö fyrir satt að það sé stundaður tölu- verður veiðiþjófnaður i ám í Húna- vatnssýslum. Það eru alltaf til ein- hverjir sem vilja eyðileggja það uppbyggingarstarf sem aðrir viima að hörðum höndum í fiskeldi hér á landi,“ segir Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri fiskeldis- og hafbeitarstöðva. „Það gengur á hverju ári talsvert mikið magn af fiski upp i stöðina sem greinilega hefui' lent í netum. Það er fiskur sem annaðhvort hef- ur sloppið úr netum þeirra sem eru að veiða lax í sjó eða flækst í net hjá grásleppukörlunum. Þaö er erf- itt fyrir okkur að segja í livorum netunumfiskurinn hefurlent. Hins vegar getum við ekki litiö fram hjá þeirri staðreynd að til okkar berast oft fréttir um aö menn séu að leggja net fyrir hafbeitarlax við norðan- vert Snæfellsnes. Okkur gengur aftur á móti illa að koma höndum yfir þá menn,“ segir Höröur Harð- arson, stöðvarstjóri hjá Silfurlaxi og veiðieftirlitsmaður á Snæfells- nesi. „Það verður að herða eftirlitið með því hvað menn eru að veiða hér við ströndina. Ein tillaga sem hefur komið upp er að veiðieftir- litsmenn sjávarátvegsráðuneytis- ins taki að sér að fara um borð í smábáta við ströndina og kanni afla og veíðarfæri þeirra sem þar eru að veiða. Það er spurning hvort sjávarútvegsráðuneytið eigi ekki í stað landbúnarðráöuneytisins að taka ýfir eftirlit meö veiðum á laxi og silungi hér á landi,“ segir Frið- rik. „Það vita allir að laxveíðar í sjó eru bannaðar samkvæmt lögum frá 1970. Það þarf að þyngja sektir og beita strangari viðurlögum en nú er gert. Þetta er hagsmunamál þeirra sem starfa í fiskeldi en ekki bara þeirra heldur og veiöiréttar- hafa í ám og vötnum svo og stanga- veiðimanna. Þessir liópar þurfa því að taka höndum saman í barátt- unni við veiðiþjófa.“ -J.Mar Þorsteinn Pálsson er búinn að raka sig. Eins og kunnugt er gaf hann eiginkonu sinni, Ingibjörgu Rafnar, skeggið í afmælisgjöf. Þrátt fyrir að Þorsteinn hafi skorið skegg sitt og þar með fjarlægt afmælisgjöfina af andliti sinu er ekki að sjá að hans heittelskaða sé óánægð. DV-mynd GVA Vigdís til Lúxemborgar Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefur þegið boð stórhertoga- hjónanna af Lúxemborg um opin- bera heimsókn til Lxixemborgar dag- ana 10.-12. september 1990. -pj Seyðisfiörður: Færeyskur skátaforingi með þýfi Lögreglan á Seyðisfirði tók fær- eyskan skátaforingja vegna þess að hann var með þýfi í farangrinum. Skátinn var að fara til síns heima með Norrænu. Hann var tekinn vegna þess að bróðir hans hafði stol- ið Visakorti af Bandaríkjamanni og keypt út á kortið þrjú hálsmen að verðmæti um 13 þúsund krónur. Áður hafði bróðirinn verið hand- tekinn og kortið tekið af honum. Hann sagðist hafa beðið bróöur sinn, skátann; að koma hálsmenunum heim til Færeyja. Þegar skátaforinginn var stöðvað- ur á Seyðisfirði sagðist hann ekki vita að hálsmenin hefðu verið illa fengin. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.