Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. Útlönd Afsagnar ráð- herra krafist Flest bresku dagblaöanna tóku í gær undir hvatningu flölda stjórnmálaraanna þar í landi til Nicholas Ridley, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, um hann segi af sér embætti í kjölfar umraæla hans um Þýskaland og Evrópu- bandalagiö sem höfð voru eftir honum í tímaritinu Spectator fyrr í vikunni. í timaritinu sakar ráðherrami Þjóðverja um að sæl- ast eftir yfirráöum í Evrópu og líkir embættismönnum Evrópu- bandalagsins við Adolf Hitler. Ridley dró ummæh sín forra- lega til baka samdægurs en ekki er ljóst hvort hann hyggist verða viö kröf'um um afsögn. Ummælí hans komu sem þruma ur heið- skiru lofti beggja vegna.Ermar- sunds og hefur Thatcher, breski forsætisráöherrann, lýst því yfir að þau endurspegli hvorki henn- ar afstööu né ríkisstjómarinnar. Flest vestur-þýsk dagblöö héldu sig að mestu við staðreyndir raálsins í gær, skýrðu frá um- mælum Ridley án umsagnar. Beuter Nicholas Ridley, iðnaðar- og við- skiptaráðherra Bretlands. Sfmamynd Reuter Þúsundir flóttamanna fluttar frá Albaníu Þúsundir albanskra flótta- manna komu til ítah'u í gærdag eför næturlanga sjóferð frá Al- baníu, síðasta vígi harðlínu- kommúnista í Austur-Evrópu. Flóttamennirnir fögnuðu ákaft er skip þeirra, sem sigldu undir fána Sameinuöu þjóðanna, lögðu að í Brindisi. Nýfætt barn, sem kom í heiminn í sendiráði Vestur- Þýskalands í höfuðborg Albaníu, var fyrsti Albaninn til að fara frá borði og var þaö flutt á sjúkra- hús. Flóttamennimir höfðu dval- ist í sendiráðum erlendra ríkja í Tirana, höfuðborg Albaniu. Aö sögn embættismanna var ákveðið aö flytja fólkið úr landi að nóttu til. Með því fyrirkomu- lagi reyndu ráðamenn í Albaníu að forðast að fleiri vongóðir ílóttamenn flykktust að skipun- um. En að sögn eins ítalsks emb- ættismanns kom tíl ryskinga þeg- ar nokkrir Albanir reyndu að komast um borð í skipin þar sem þau lágu við höfn í hafharborg- inni Durazzo. Albanska stjóroin ákvað fyrr í vikunni að veita þeim flótta- mönnum, sem dvalist hafa í er- lendu sendiráðunum, fararleyfi. Þannig voru rúmlega tvö þúsund manns flutt úr vestur-þýska sendiráðinu til Ítalíu auk fleiri úr öðmm sendiráðum. Nokkrir, voru fluttir belnt á sjúkrahús viö korauna til Brindisi. Einhverjir flóttamannanna verða eftir á ítal- íu en aðrir munu sækja um hæli annars staðar í Evrópu. Reuter Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins (til hægri), ásamt forsætisráðherra Sovétrikjanna, Nik- olai Ryzhkov. Rúmlega vikulöngu þingi flokksins lauk i gær. Símamynd Reuter Þingi sovéskra kommúnista lokið: Fleiri segja sig úr flokknum Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna og leiðtogi sovéska komm- únistaflokksins, kvaðst í gær fyrir- lita þá félaga flokksins sem sagt hafa sig úr honum í þessari viku. Um- mæli forsetans komu sólarhring eftir að Boris Jeltsin, forseti rússneska lýðveldisins og einn vinsælasti stjómmálamaöur landsins, tilkynnti úrsögn sína og hópur róttækra um- bótasinna sagði skilið við flokkinn til að stofna eigin stjórnmálaflokk. í gær tilkynntu tveir aðrir þekktir kommúnistar að þeir hygðust feta í fótspor Jeltsins, þeir Gavriil Popov, borgarstjóri Moskvu, og Anatoly Sobchak, borgarstjóri Leningrad. Mennirnir kváðust segja sig úr flokknum til að taka þátt í stofnun fjölflokkakerfis í Sovétríkjunum. Úrsagnir mannanna era skýrt merki þess að flokkurinn er í upp- lausn. En það er ekki bara sovéski kommúnistaflokkurinn sem á við sundmngu að stríða. Bandalag lýð- ræðisafla, en forystumenn þess sögð- ust í gær vilja segja skilið viö komm- únistaflokkinn, horfist einnig í augu við ósætti innan sinna raöa. Nokkrir félagar i Bandalaginu, sem verið hef- ur flokksbrot innan kommúnista- flokksins, neituðu að taka þátt í klofningi forystunnar. Þeir sátu sem fastast á þingi kommúnista, sem lauk í Moskvu í gær, og kváðust hafa safn- að undirskriftum eitt hundrað um- bótasinna undir yfirlýsingu þeirra. í þeirri yfirlýsingu segir að ákvarðan- ir á þinginu sýni að hægt sé að vinna að umbótum á stefnu og markmiðum kommúnistaílokksins innan frá. Sögulegu þingi flokksins, því lengsta í sögu hans, lauk í gær og var Gorbatsjov klappað lof í lófa þegar hann flutti lokaræöuna. „Þeir sem telja að þetta hafi verið síðasta þing flokksins hafa rangt fyrir sér,“ sagöi leiðtoginn. Gorbatsjov hefur sætt mikilli gagnrýni á þessu þingi en fréttaskýrendur telja þó að þegar upp sé staðið hafi hann styrkt stöðu sína. Áður en þinginu var slitið í gær var kosið til miðstjórnar kommún- istaflokksins. Talið er að umbóta- sinnar og stuðningsmenn pere- strojku forsetans, eða umbótastefn- unnar, séu í meirihluta í þessari valdamiklu stofnun flokksins, þó ekki liggi fyrir hveijir skipa hana. Það vakti athygli að ncifn Jegors Líg- atsjov, eins helsta harðlínumanns Sovétríkjanna, var ekki að fmna á tveimur framboðslistum til mið- stjórnar sem þingfulltrúar kusu af. Á þessum listum var hins vegar aö finria nöfn margra miðjumanna. „Líkur benda til þess að... Gor- batsjov muni fá þá miðstjórn sem hann vill svo hann geti þrýst á að fá umbætur sínar í gegn,“ sagði einn erlendur stjómarerindreki í gær. Gorbatsjóv kvaðst í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær telja að flokkurinn kæmi endurnærður út úr þessu þingi. Þingið reyndist ekki „útför“ flokksins eins og margir spáðu, sagði forsetinn. Reuter Vaxandi spenna í Kenýa - Norðurlönd gagnrýna forsetann Forseti Kenýa, Daniel Arap Moi, sætir nú vaxandi þrýstingi til að inn- leiða umbætur í landinu og hafa Norðurlönd varað forsetann við að áttatíu milljón dollara aðstoð kunni að vera í hættu hlíti hann ekki hvatn- ingum um lýðræöi og fjölflokkakerfi 1 landinu. Andstæðingar Moi heima fyrir hafa einnig hert baráttu sína fyrir umbótum og endalokum eins flokks stjómkerfls í landinu. Sendiherrar Norðurlandanna - Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Noregs og íslands - hafa afhent utan- ríkisráöuneyti Kenýa bréf þar sem ráðamenn em varaöir við því að halda áfram að hunsa kröfur um aukið lýðræði. Fari svo kunni þjóöin að verða af hátt í áttatíu milljón doll- ara aðstoð. Þetta kom fram í dag- blöðum í gær. „Norðurlönd telja það áhyggjuefni að stjórnvöld í Kenýa hafi talið nauðsyn á að svara kröfum um fjölflokkakerfi með ofbeldi,“ seg- ir í yfirlýsingu sendiherranna sem birt var í gær. Vesturlönd hafa jafnan litið svo á að stöðugleiki ríki á stjóm- ^vEÞÍÓPÍA SCDAN il u ÚGANDA|£-rpT^P * Nairóbí ¥ TANSANÍA J Ind- / LANDS- (0 HAF Vaxandi spennu gætir nú í Kenýa i austanverðri Afriku. málasviðinu í Kenýa sem var ein- stakt í heimsálfu sem betur er þekkt fyrir hatrömm átök í pólitíkinni. En nú er svo komið að þar er einnig far- ið að gæta vaxandi andófs gegn al- ræðistilhneigingum stjórnvalda. Synir fimm fyrmrn forystumanna sjálfstæðisbaráttu Kenýa frá Bretum hvöttu einnig stjórnina til að veitá þegnum sínum aukið frelsi í gær. „Ekki er lengur hægt að hunsa frelsi einstaklingsins til að láta í ljósi skoð- anir sínar. Sjálfsákvörðunarréttur er ekki forréttindi heldur réttur hvers manns,“ sagði í yfirlýsingu þeirra. Gibson Kamau Kuria, þekkt- ur andófsmaður sem fór úr landi í gær eftir að hafa dvalist í sendiráði Bandaríkjanna í Nairobi, kvaðst ótt- ast frekara ofbeldi í landinu gangi stjórnin ekki að kröfum andófs- manna. í dagblöðum í gær var einnig skýrt frá því að aukinnar hörku gætti í herferð stjórnarinnar gegn andstæð- ingum sínum. Á miðvikudag voru fleiri stjómarandstæðingar teknir í vörslu yfirvalda, þar á meðal þing- maöur. Alls hafa sextán andófsmenn verið handteknir frá þvi í síðustu viku og að minnsta kosti tuttugu lát- ið lífið í blóðugum átökum milli stjórnarandófsmanna og óeirðalög- reglu í þessari viku. Reuter Rúmenía: Rúmlega tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu um götur Búkarest, höfuðfaorgar Rúmeniu, í gær. Þetta var fjöl- mennasta kröfuganga í landínu síðan í desemherbyltingunni í fyrra þegar harðstjóranum Ceau- sescu var steypt af stóli og hann síðan tekinnaf lífi. Fólkið hrópaði „Frelsi, frelsi" í göngunni i gær og ýmis slagorö gegn stjóminni. Rúmenar á öll- um aldri tóku þátt í mótmælum með námsmönnum kröföust þess að einn þekktasti forystumaður námsmanna, Marian Munteanu, yrði látinn laus úr haldi. Munte- anu var tekinn í vörslu yfirvalda í kjölfar mikiila rósta í höfuð- borginni í siðasta mánuði. Forseti Rúmeníu, Ion Uiescu, áformaöi að flytja sjónvarpsávarp í gær- kvöldi. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb.. Sp 6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3.0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3j\mán. uppsögn 1.6 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7.25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14.25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16.5-17,5 Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bh Utlán til framleiðslu Isl. krónur 13.75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandarikjadalir 10.10-10.25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýskmörk 9,9-10.5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverötr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúlí 2905 stig Lánskjaravísitalajúní 2887 stig Byggingavisitala júlí 549 stig Byggingavisitala júli 171.8 stig Framfærsluvisitala júlí 146,4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% 1 .júlf. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,976 Einingabréf 2 2,714 Einingabréf 3 3,275 Skammtímabréf 1,684 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2,161 Kjarabréf 4,930 Markbréf 2,621 Tekjubréf 1,979 Skyndibréf 1.473 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,394 Sjóðsbréf 2 1,763 Sjóðsbréf 3 1,674 Sjóðsbréf 4 1,421 Vaxtarbréf 1,6900 Valbréf 1,5885 Islandsbréf 1,031 Fjórðungsbréf 1,031 Þingbréf 1,031 öndvegisbréf 1,030 Sýslubréf 1,032 Reiðubréf 1,020 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 462 kr. Flugleiöir 180 kr. Hampiöjan 162 kr. Hlutabréfasjóður 154 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr. Eignfél. Alþýðub. 115 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 157 kr. Eignfél. Verslunarb. 135 kr. Olíufélagið hf. 467 kr. Grandi hf. 172 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 500 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.