Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 14. JÚLl 1990. 9 ÐV Sviðsljós Richard Gere á heimavelli. Richard Gere: Allt er fertugum fært Kvikmyndaleikarinn Richard Gere nýtur nú fádæma vinsælda og um þessar mundir geta bíógeggjarar í Reykjavík valiö á milli þriggja mynda með honum í aðalhlutverki. Þær eru Stórkostleg stúlka, Siða- nefnd lögreglunnar og Föðurarfur. Hlutverk Gere í þessum þremur kvikmyndum eru afar ólík, allt frá gamanhlutverkum yfir í hádramat- ísk. Myndarlegi og kynþokkafulli maðurinn Gere í Stórkostlegri stúlku breytist í andstyggilegt fúlmenni í Siðanefnd lögreglunnar en sú per- sóna kemur aðdáendum kyntáknsins Gere töluvert á óvart. Reyndar var hann lengi í vafa hvort hann ætti að voga frama sínum með þvi að taka að sér hlutverk þvílíkrar andstyggð- arpersónu. En eftir að hafa lesið hlut- verkið var hann friðlaus og kallaði það síðar persónulega uppgötvun að takast á við þennan erfiða karakter. Gengi Richards Gere hefur verið upp og ofan síðustu áratugi. Hann byijaði ungur að leika og nýlega lét hann hafa eftir sér í viðtali við blað- ið US að fyrirmyndirnar hafi verið Marlon Brando (sem ungur maður) og James Dean. Öfugt við jafnaldra sína smitaðist hann ekki af hippa- menningu sjöunda áratugarins held- ur leitaöi tÓ uppreisnargjömu ung- menna sjötta áratugarins, svo sem Brando, Dean og fleiri. Framan af þótti hann bara mynd- arlegur á hvíta tjaldinu en lélegur leikari þótt honum tækist einstaka sinum ágætlega upp. Steininn tók þó úr með kvikmyndinni Davíð kon- ungur (1985) sem þótti afpyrnuléleg og eftir það átti hann sér vart við- reisnar von. En hann var ekki að baki dottinn og nú vegnar honum betur en nokkru sinni fyrr. Richard Tiffany Gere er fæddur 31. ágúst 1949. Faðir hans var trygginga- sali í Philadelphiu en afinn var bóndi. Lengi vel hefur hann þurft að leiðrétta misskilning varðandi at- vinnu fóðurins því flestir hafa talið hann vera bóndason. Sem stendur er hann ógiftur en um tveggja ára skeið hefur hann verið í föstu sam- bandi við 24 ára gamla velþekkta fyr- irsætu, Cindy Crawford. Richard Gere hefur um árahil verið hallur undir austurlenska speki og er búddatrúar. Hann er stuðnings- maður hins útlæga leiðtoga í Tíbet, Dalai Lama, og er varaformaður stuðningssamtaka í New York sem kallast Tibet House sem hafa það að markmiði að vernda og kynna tíb- eskan menningararf. Hann hefur einnig ferðast um Mið-Ameríku til að kynna sér af eigin raun ástandið þar um slóðir. Að hans sögn finnur hann mikinn stuðning í búddatrúnni og kynnin við Dalai Lama hafa gert hann aö betri manni. Með Dalai Lama i París áriö 1988. NORPMENDE SJONVARPSTÆKI I SERFLOKKI... Galaxy 36 14" vandaö sjónvarp, með skörpum, litsterkum skjá, 40 stöðva minni, tenginau fyrir gervihnatta- sjónvarp, þráolausri fjarstýringu, möauleika á NTSC/Secam móttöku, sjáílvirkum stöðvaleitara, Scart-tengi og ýmsu fleira. Verð aðeins: 32.990,- kr. eða 29.800,- Hæat að fá spanspenni, sem breytir 12V í 220V, tilvalið í hjólhýsið, bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn. Verð aðeins 8.500,- Yfir 2 ára reynsla ! * Nýju myndlamparnir frá Nordmende (sá neðri) eru nánast alveg flatir, með beinum hliðum og hornum. Þeir eru líka með möttu gleri, sem gerir það að verkum að Ijós endurspealast ekki eða glampar í sk|ánum, líkt og þeir hefðbundnu (sá efri). Black Matrix er ný tækni, sem gefur meiri skerpu og nákvæmari liti. Nordmende sjónvarpstækin, sem eru Vestur-Þýsk háaæðavara, eru löngu landsþekkt fyrir langa endingu og frábær gæði greiöslukjör til allt aö 12 mán. eöa allt aö 3 ára greiöslukjör Við tökum vel á móti þér !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.