Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 23
LAUGAítÐAGUR 14. JÚLÍ 1990. 35 ÞátturValdimars Guðnasonar alvarlegur Valdimar Guðnason var ráðinn af skiptaréttinum til að sinna þessu máli. Það sem hann lét frá sér fara í skýrslu er með ólíkindum. Hann virðist hafa orðið ofurseldur því að Hafskip væri tómt svindl og svínarí. Ofan á þetta sýnist hann hafa orðið persónulega mjög áhugasamur um máhð. Hann tók einnig að sér að verða ráðgjafi RLR og var því kom- inn báðum megin við borðið. Með því aö taka það að sér sýndi hann dóm- greindarleysi. Valdimar var einnig viðstaddur yfirheyrslur. Hann var orðinn svo forhertur og flæktur í atburðarásina að þegar hann bar vitni fyrir Saka- dómi var honum alveg fyrirmunað að láta út úr sér hlutlaust orð. Mér er það óskiljanlegt hvernig menn, sem ætla mátti að væru hlutlausir, gátu týnt áttum með þessum hætti. Ég ht á verk Valdimars sem einhver alvarlegustu og mestu mistökin í Hafskipsmáhnu. Það sem varð svo til að bæta gráu ofan á svart var að þegar Jónatan Þórmundsson, þá nýsettur ríkissak- sóknari, fól Stefáni Svavarssyni og Atla Haukssyni að skrifa skýrslu, hlutlausa, um reikningsskil Haf- skips. Þeir fóru þá alls ekki að þeim fyrirmælum. Þeir skrifuðu þess í stað skýrslu um skýrslu Valdimars. Enda taldi dómurinn athugavert að rann- sókn Stefáns og Atla hefði ekki farið á þann veg sem þeim var falið. Ég held að Atla og Stefáni hafi ekki gengið neitt illt til og held að þeir hafi séð eftir því að hafa tekið þetta að sér. En ábyrgðin á ákærunni var Jónatans. Hann átti auðvitað að senda skýrslu þeirra til baka og láta vinna hana sjálfstætt eins og ætlast var til. Ég er harðorður í garö þessara manna. En það er ekki skrýtið. Þegar maöur lítur th baka, horíir á stað- reyndir síöustu fjögurra ára, og ber þær saman við dómsniðurstöðuna, þarf enginn að ætla að ekki sé þungt í þeim sem hafa þurft að rogast með þennan draug í öll þessi ár. Ekki síst okkur sex sem lentum í gæsluvarð- haldi og vorum stimplaðir stór- glæpamenn." Verða mistakamenn- irnir lögsóttir? - Þú telur skýrslu Valdimars Guðnasonar th skiptaréttarins í Haf- skipsmáhnu og skýrslu skiptaráð- endanna Ragnars Hall og Markúsar Sigurbjörnssonar til saksóknara vera „reyfara" og alvarlegasta þátt- inn í málinu. Hefurðu hugleitt að lögsækja þá ásamt Jónatani og Hah- varði - þesa fimm sem þú nefnir helstu mistakamenn málsins? „Störf þessara fimm manna voru embættisafglöp sem orsökuðu ógæfu fjölda manna. Auðvitað hafa menn velt því fyrir sér í stööunni að lög- sækja þessa menn og gera þá ábyrga. En ég ætla ekki að taka mér fyrir hendur að hundelta þessa menn. Þetta mál er búiö að taka alveg nógu langan tíma. Ég hef ekki áhuga á að framlengja tímabihð og teygja máhð í nokkur ár í viðbót. En aðrir svara fyrir sig. Hins vegar hlýtur sú spurn- f.v: , „Það er mikill ábyrgðarhluti af hálfu dómsyfirvalda að svipta menn frelsi og setja þá í fangelsi að ósekju. Slíkt getur verið erfiðara fyrir fjölskyldur en mann sjáfan,“ segir Helgi Magnússon. Á myndinni er hann i garðinum við Vesturströnd 23 á Seltjarnarnesi ásamt konu sinni, örnu Einarsdóttur, og eins og hálfs árs gömlum syni þeirra, Magnúsi Erni. Fyrir fjórum árum var bankað upp á klukkan sjö að morgni í sama húsi, Helga var sýndur lögregluskjöldur af frakkaklæddum mönnum - hann var handtekinn. í viðtali við helgarblað DV í dag segist Helgi hafa haldið sér í formi i fangelsinu og trimmað í úti- ing að vakna hvort þjóðfélagið geti látið mistök af þessu tæi fram hjá sér fara eins og ekkert hafi í skorist. Embættismenn brugðust og féhu hver um annan þveran frá upphafi. Það er ekki bara hægt að segja: „Sannleikurinn er kominn, það er fínt, málið búið og það gengur bara betur næst.“ Maður spyr sig því hvort það sé ekki skylda dómsyfir- valda, Alþingis og fjölmiðla að krefj- ast þess að menn dragi þann lærdóm af þessu Hafskipsmáli að það sé tryggt að svona mistök endurtaki sig ekki. Þáttur fjölmiðla var býsna stór á sínum tíma. Það væri þeim til sóma ef þeir myndu nú sinna sínu eftirhts- hlutverki meö því að leggja stað- reyndirnar á borðið. Helgi hefur ekkert starfað sem end- urskoöandi eftir að Hafskipsmáhð kom upp í í maí 1986. „Eg gerði mér það ljóst að þó ég hefði lent í gæsluvarðhaldi að ósekju, væri búið að skaða feril minn mikið - ég gæti ekki ætlast th að viöskipta- vinir gætu treyst endurskoðanda fyrr en hann væri búinn að hreinsa mannorð sitt. Mér var ijóst að mér myndi takast það en vissi þó að það tæki langan tíma. Ég ákvað því að snúa mér að öðru, seldi endurskoð- unarskrifstofu mína í september og tók til við að skrifa bók um Hafskips- máhð sem kom út fyrir jólin 1986. Eftir að hafa skrifað bókina fór ég til annarra starfa og varð forstjóri hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn í tæp tvö ár. Síðla árs 1988 tók ég svo við ritstjórastarfi hjá Frjálsri verslun og hef gegnt því síðan. Ég hef haft mikla ánægju af því enda hefur blaðið gengið vel.“ - Þar sem mannorð þitt hefur verið hreinsað, ætlar þú að snúa þér aftur að enduskoðunarstörfum? „Ég er mjög ánægður í núverandi starfl. Ég hef því engin önnur áform að svo stöddu.“ Helgi lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1970 og útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla íslands vorið 1974. Hann lærði endurskoðun á Endurskoöun- arskrifstofu Sigurðar Stefánssonar og fékk löggildingu sem endurskoð- andi vorið 1975. Árið 1976 stofnaði hann eigin skrifstofu og rak hana þar til hann seldi hana haustið 1986. Helgi er kvæntur Örnu Einars- dóttur og eiga þau tæplega eins og hálfs árs gamlan dreng, Magnús Örn. Á þessari stundu veit enginn hvort Hafskipsmálinu er lokið. Ég hef eng- ar áhyggjur af því að því verði vísað til Hæstaréttar því ég tel að dómur- inn muni standast hvert sem hann fer. Eini ókosturinn er að þar með væri verið að lengja þetta tímabh sem er orðið brýnt að ljúki. Að margra dómi er nóg að gert, búið að eyða allt of miklum tíma og fjármun- um frá skattborgurum og einstakl- ingum. Hafskipsmáhð var aldrei sakamál, þjóðfélagið fór einfaldlega á taugum, en það væri óskandi að fólk sameinaðist um að draga af •þessu lærdóm. Það sem tekur von- andi við hjá mér núna er að ég geti nú lifað lífinu í friði án þess að hafa Hafskipsmálið með í för sem óboðinn og óskemmthegan farþega. Ég er bjartsýnn á að það geti orðið enda er umsátrinu nú lokið,“ sagði Helgi Magnússon. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.