Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. Vidtalið Betra skipu- lag tímans v Nafti: Hallgrimur Guðmundsson Staða: Bæjarstjóri í Hveragerði Aldur: 42 ár „Mér Jlst vel á þetta hérna í Hveragerði. Ég hef verið að kanna stöðu mala og sé að mikið verk er framundan,“ segir Ilall- grímur Guðmundsson sem tók viö starfi bæjarstjóra í Hvera- gerði um síðustu mánaðamót. Hallgrímur er fæddur á Akur- eyri og sleit þar barnsskónum. „Stórum hluta ævinnar hef ég samt eytt í Reykjavík. Engu að síður tel ég mig Norðlending.1' Stúdentsprófi lauk Hallgrimur úr Menntaskólanum við Hamra- hlið. Eftir það lá leiðin í Háskól- ann þar sem hann lagði stund á stjórnmálafræði og lauk því námi 1975. Hann lét ekki staðar numið og hélt til framhaldsnáms í Bret- landi. „Ég lærði opinbera stjóm- sýslu í Manchester. Ég var í Bret- landi 1976-1979 en var ekki við nám allan tímann. Eftir aö ég kom heim fór ég að kenna, meðal annars í Pjöl- brautaskólanum í Breiðholti og lítillega í Háskóla íslands. Ég kenndi stjómmálafræði og fé- lagslræði. Mér líkar kennslan nokkuö vel. I okkar þjóðfélagi þarf að kenna meira um íslenskt þjóöfélag. Afþeim sökum er opin- ber umræða slök. Ungt fólk í dag hefúr fengið slaka kennslu. Þetta unga fólk er nú margt orðið full- orðið fólk. Aðhald almennings á opinberum rekstri er því litið. Marga vantar betri þekkingu á stjómkerfinu. Þetta er eins og umferðin. Ef einhver stansar þá myndast umferðarhnútur og allir sem á eftir koma stoppa líka.“ Hallgrímur hóf starf hjá Nesja- hreppi 1985 en tók við starfi bæj- arstjóra á Höfh í Homafirði 1986. Því starfi gegndi hann til 30. júni sl. Mikil vinna Hallgrímur á sér mörg áhuga- mál. „Ég starfaði nokkuð með Torfusamtökunum. Svo hef ég gaman af að vera úti í guðs grænni náttúrunni þó lítill tími hafi gefist til þess undanfarin ár. Síðustu fjögur árin hef ég veriö í annasömu starfi og hef haft lítinn tima fyrir áhugamálin. Eitt af því sem ég stefni að í nýju starfi er að skipuleggja timann betur og eiga meiri tima fyrir sjálfan mig. Eg hef töluvert verið í félags- málum en hef reynt að losa mig út úr þeim sem rnest.1' Hallgrímur ætlar í sumarfrí með fjölskylduna seinna í sumar. „Þaö verður þrískipt: hluti tekinn á Akureyri, hluti í Austur-Skafta- fellssýslu og svo verður farið til útíanda og þá liklega vestur ura haf. Víð erum ekki alveg Qutt svo fríið fer að einhveiju leyti í þaö að flytja.“ Helga Pálsdóttir er eiginkona Hallgríms. Þau eiga tvo syni, Hallgrím Óskar, sem er fimm ára og Pál Óskar en hann er eins og hálfs árs. Hallgrímur á einn eldri son, Jón Óskar, sem er tvítugur. -hmó ÞRÆLPOKKUÐ OG SKEMMTILEG laugardag og sunnudag kl. 14-17 Sýnum Nissan- línuna í sínu besta skarti NISSAN Patrol GR turbo á verði sem fær keppinautana til að... NISSAN 200 SX, alvörusportbíll með 170 alvöruhestöfl. IMIS5AN Sunny fjölskyldubíll með sál og sportlegar hlið- ar. Sýnum allar gerðir af þessum skemmti- lega bíl. NISSAN Micra, lítill og sætur með 4ra strokka vél og mjúk- ur í akstri. NI5SAN Maxima, flaggskip sem gagnrýnendur segja að gerist ekki betra. NISSAN Pathfinder/ Terrano, V.6, 3ja og 4ra dyra lúxusjeppar. NISSAN Prairie 4WD, útlit og tækni framtíðarinnar. NiSSAN Sunny van, 1,3, sem færir þér virðisaukann beint í vasann. NISSAN Patrol GR NISSAN Sunny Sýnum margt, margt fleira enda í sumarskapi. Verið velkomin Ingvar Helgason hff. Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.