Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. Helgi Magnússon, fyrrverandi endurskoðandi Hafskips: Embættismennimir fóru á taugum - menn sem nú eru ráðherrar höguðu sér eins og sturlaðir „Sýknudómarnir komu í veg fyrir að ísland yrði bananalýðveldi í dómsmálum. Ég get ekki neitað því að dómarnir eru mikill léttir. Þetta er afdráttarlaus sigur þeirra sem hafa verið bomir sökum árum sam- an. Hafskip varð því miður gjald- þrota eins og þúsundir annarra fyrir- tækja. Gjaldþrot er auðvitað ógæfa. En í öðmm tilvikum hef ég aldrei orðið var við Qfsóknir ef slíkt hefur gerst. Það sem meira er er að nú eru uppi efasemdir um að Hafskip hafi í raun orðið gjaldþrota. Menn telja að fyrirtækiö hafi hreinlega verið knúið í gjaldþrot. Vonandi verður sú saga sögð sem fyrst, öðmm til viðvörunar - hvað raunverulega gerðist að tjaldabaki. Þama vora ákveðin öfl að verki sem vildu koma fyrirtækinu fram af brúninni. Þeim tókst ætlunarverk- ið,“ segir Helgi Magnússon, fyrrver- andi endurskoöandi Hafskips, einn „sexmenninganna" sem voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna Haf- skipsmálsins vorið 1986. Fyrir rúmri viku voru kveðnir upp sýknudómar yfir 14 mönnum í Saka- dómi Reykjavíkur vegna Hafskips- málsins. Af 255 ákæruatriðum var aðeins sakfellt í 5 þeirra. Helga var gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir að gæta ekki ýtrustu var- færni viö áritun á reikningsskil Haf- skips. Upphæðin telst greidd þar sem hann sat í þrjár vikur í gæsluvarð- haldi. Helgi telur að nú sé sigri náö. „Umsátrinu er lokið," segir hann. Jón Óttarbaðst einn afsökunar - Finnstþérþúveramaðurmeðdjúp sár eftir þessi flögur ár? „Ég sé alveg til sólar. Ég hef ekkert verið ofurseldur Hafskipsmálinu. En ég er fyrst og fremst mjög ósáttur við að hafa lent í þessu vegna þess að manni finnst það mjög ósanngjarnt. Ákveðnir utanaðkomandi aðiiar hafa rænt mann miklum tíma af líf- inu. En þegar mannorðið hefur verið hreinsað stendur maður auðvitað sterkari eftir - maður lærir af allri lífsreynslu. Ég vil þó ekki óska nein- um svo ills aö honum verði úthlutað upplifun af þessu tæi. En ég fékk þetta viðfangsefni og þurfti að ghma við það.“ - Hvernig hefur samskiptum ykkar „Hafskipsmanna" verið háttað á undanfomum árum? „Við höfum fyrst og fremst setið sameiginlega uppi með þetta vanda- mál. Viðhorf fólks gagnvart okkur hafa breyst hægt og bítandi. Við vor- um dæmdir hart í byijun. Síðan hóf- um við vamarbaráttu, með bókinni minni og síðan skýrslum Ragnars Kjartanssonar. Smám saman fóru okkar sjónarmið að komast á fram- færi og fólk fór að átta sig á að ekki var allt sem sýndist í þessu máh. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hvemig almenningsáhtið hefur verið að snúast á síðustu tveimur misserum. Samt er það svo að mjög margir hafa haft uppi stór orð um okkur opinberlega. En það er aðeins einn maður sem hefur haft þann kjark og sýnt þá karlmennsku að biðja Haf- skipsmenn afsökunar. Það er Jón Óttar Ragnarsson, sem skrifaði fræga grein í DV á sínum tíma, sem hann kahaði „bankarán aldarinnar". í viðtali við DV nýlega sagði hann hins vegar að hann hefði á þeim tíma verið háskólakennari og einfaldlega ekki haft skilning á gangverki við- skiptalífsins og leyft sér þar af leið- andi að dæma út í loftið. Þar sýndi hann þann drengskap að biðjast af- sökunar." Jónatan skilur ekki viðskiptalífið „Miöað við orð Jóns Óttars hefur manni komiö til hugar að Jónatan Þórmundsson, settur ríkissaksókn- ari í malinu, hafi allan sinn starfs- feril verið háskólakennari eða fræði- maður og greinfiega ekki skihð við- skiptalífið. Hann hefur ekki haft jarðsamband við hið daglega líf. Það er mjög alvarlegt ef of einangraðir menn hafa mikU áhrif á gang mála sem fjalla um viðskipti og atvinnu- rekstur sem þeir bera ekki skyn- bragð á. Ferill rannsóknarlögreglustjóra í Hafskipsmáhnu, Hallvarðs Ein- varðssonar, sem síðan átti eftir að verða ríkissaksóknari, er einnig þyrnum stráður. Hann ákærði í mál- inu en var dæmdur vanhæfur, ákær- an var ónýt og Jónatan Þórmunds- son var þá skipaður. Þáttur þessara tveggja manna er mjög alvarlegur. Jónatan hefur þó viðurkennt mistök sín og ósigur með því að segja af sér. Það er manneskjulegt. Þegar Jónatan tók við á sínum tíma var andrúmsloftið orðið rólegra. Ég trúði því að hann myndi vera í að- stöðu til aö horfa á þetta afslappað. Ef hann kæmi með ákærur yrðu þær í hóflegri kantinum og að hann myndi henda bróðurpartinum út af borðinu. Með því móti hefði máliö ekki tekið eins langan tíma. Það voru afglöp að ákæra með þeim hætti sem hann gerði. Jónatan reiddi of hátt til höggs. Hann geldur nú fyrir það sjálf- ur og ríkissaksóknaraembættið líka,“ segir Helgi. Einn ágætur íþróttamaður sagði við mig: „Hvað myndi þjálfari liðs gera sem hefur tapað leik meö 98 mörkum gegn 2. Jónatan ákærði í 250 liðum en fékk máU sínu aðeins fram- gengt í 5 þeirra, sem nemur tveimur prósentum.“ í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur Helgi segir það hafa verið „óskap- lega lífsreynslu" að hafa verið hnepptur í gæsluvarðhald: „Þó svo aö reynsla sé skóU, sem gerir manni gagn, vildi ég þó hafa verið laus við aö ganga í gegnum hann. Það sem kom mér mest á óvart við að dvelja í Síöumúlafangelsinu var hvaö starfsfólkið kom vel fram. Ég held að það hafi skynjað að við vorum af öðru sauðahúsi en þeir sem em fastagestir þarna. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég var virkilega kominn í fangelsi varð ég að gera upp hug minn. Hvernig átti ég að bregðast við þessu óvænta ástandi - alUr vondir við mann og við vomm ofsóttir? Ég á- kvað að beijast fyrir rétti mínum. Strax í gæsluvarðhaldinu tók ég þá ákvörðun að skrifa bók um Hafskips- máUð. Þama inni skrifaði ég drög að henni. Ég gætti þess að halda mér í formi, gerði æfingar, trimmaði á Utla úti- vistarreitnum, og svaf aUtaf vel enda var samviskan ekkert að naga mig. Eitt af því sem kom mér mjög til hjálpar var aö réttargæslumaður minn, Ólafur Gústafsson, stóð sig mjög vel. Hann var reiðubúinn aö heimsækja mig og veita mér alla að- stoð. Ég hef stundum velt því fyrir mér að það eru ekki allir svo heppn- ir aö hafa svo góða lögfræðinga. Rétt- argæslumaðurinn er sá eini sem hægt er að treysta á við slíkar að- stæður. Ef réttargæslumenn leggja sig ekki fram held ég að staöa þeirra sem lenda inni verði mjög slæm.“ Tekur á einkalífið - Hvernighefureinkalífiðgengiðhjá þér á þessum fiórum árum? „Þegar maður lendir í svona lög- uðu skiptir miklu máli hvemig vinir og ættingjar bregðast viö. Mínir nán- ustu stóðu mjög vel með mér. Það trúöi því enginn að ég væri sá mis- indismaður sem gefið var í skyn. Síð- ustu ár hef ég þurft að veija miklum „Jónatan Þórmundsson hefur sýnt af sér þann manndóm að segja af sér. Hann reiddi of hátt til höggs og nú gjalda hann og ríkissaksóknara- embættið þess,“ segir Helgi Magn- ússon. Hann vandar Vaidimar Guðnasyni heldur ekki kveðjurnar: „Valdimar var orðinn svo flæktur í atburðarásina að þegar hann bar vitni fyrir Sakadómi var honum al- veg fyrirmunað að láta út úr sér hlut- laust orð.“ tíma í að ræða við fólk og útskýra þessi mál. Fólk varð mjög hissa eh það stóð með mér. Þegar svona lagað gerist sér maöur fljótiega hveijir em vinir og hveijir ekki. Mál af þessu tæi eru mikið álag á fiölskyldur þeirra manna sem fyrir þeim verða. Það er hrikalegt ábyrgð- arleysi af hálfu opinberra embætt- ismanna að misnota vald sitt með þeim hætti að svipta heiðvirða borg- ara frelsi sínu að ósekju. Þeir sem kalla ógæfu af þessu tæi yfir aðra ættu að prófa að setja sig í spor þeirra." „Slagsíða" þar til í Sakadómi „Okkur, hinum svokölluðu Haf- skipsmönnum, hefur tekist að ná fram rétti okkar. En við höfum þurft að berjast fyrir því og það þarf þrek til þess. Ragnar Kjartansson hefur lagt sig mest fram um að upplýsa málið. Hans framlag er mjög merki- legt. Ragnar hefur afar sterka rétt- lætiskennd. Hann hefur í meira en fiögur ár verið í fullu starfi við að halda uppi vörnum og koma sann- leikanum á framfæri. Ég veit ekki hvernig þetta hefði þróast ef við hefð- um ekki haft svona mikið þrek og metnað til að hreinsa mannorð okk- ar. Auk þess hafa lögmenn okkar lagt fram aðdáunarvert starf - þeir hafa náð að skilja kjarna þessa máls. Veijandi minn, Jón Steinar Gunn- laugsson, hefur lagt mikið á sig í þessu flókna máli. Það er ekki auðvelt verk að setja sig inn mál sem snúast um sérhæfð vinnubrögð eins og reikningsskil. Lögmenn eru ekki sérhæfðir í slíku. ’Sama verð ég að segja um dómarana. Mér finnst til fyrirmyndar hvernig þeir hafa náð að skilja kjamann í málinu. Málsmeðferð Hafskipsmáls- ins var þannig að fyrst þegar málið fór inn í Sakadóm Reykjavíkur fékk það faglega og málefnalega meðferö. Fram að þeim tíma var slagsíða á því og alltaf hægt að brjóta á okkur. Við og lögmenn okkar fundum strax að dómararnir voru ekkert til- búnir að láta saksóknara vaða yfir okkur - eða að láta okkur vaða yfir saksóknara. Dómararnir gættu þess aö báðum aðilum yrði gert jafnhátt undir höfði við að koma sínum sjón- armiöum á framfæri. Þetta var í fyrsta skipti sem við nutum jafnræð- is. Eftir þetta fór ég að verða bjart- sýnn.“ Hafskip var skiptimynt - Hvaða öfl stóðu að baki því að koma Hafskipi fram „af brúninni"? „Það vora meðal annars pólitísk öfl sem sáu sér hag í því að koma höggi á Albert Guðmundsson sem bæði tengdist Hafskipi og Útvegs- bankanum. Við, sem lentum í þessu, höfum stundum rætt um að Haf- skipsmálið hefði aldrei orðið það sem þáð varð ef nafn Alberts heföi ekki komið við sögu. Ég hef ákveðnar grunsemdir - en hef ekkert sannað. Hins vegar er ég fullviss um að þegar þessi saga verður sögð í fyllingu tímans muni margir verða hissa. Hafskip var notað sem skiptimynt í endurskipulagningu bankakerfisins. Það þótti henta að knýja endurskipu- lagninguna fram með því að koma Útvegsbankanum endanlega á hnén og nota Hafskip sem barefli á bank- ann. Á þessum tíma var uppsöfnuð firr- ing í þjóðfélaginu út í atvinnurek- endur. Þaö er ekki einleikið hvernig andrúmsloftið var. Þjóðin fór hrein- lega á taugum. Menn horfðu upp á póhtískt ofstæki og mikiö fiölmiðla- fár. Þetta minnti á ofsóknir og galdrabrennur. Alhr öryggisventlar brustu. Máhö varð því að þessari ófreskju. Það er merkileg lífsreynsla að lesa þingtiðindi frá haustinu 1985. Það sem ráðamenn létu út úr sér á Al- þingi, og er til á prenti, segir mikla sögu um þingið sjálft. Það væri lexía fyrir þjóðina að lesa kafla úr Al- þingistíðindum þar sem fiallaö var um málefni Hafskips. Þarna fóru hamforum menn sem nú eru í ríkis- stjórn íslands. Sumir þeirra höguðu sér eins og þeir væru sturlaðir. En það þótti eiga við á þeim tima. Það eina sem er jákvætt við þetta mál er að menn geta lært af reynslunni - svona á ekki að geta endurtekið sig þó svo að fyrirtæki komist í hann krappan." - Hve langt telur þú að eigi að hleypa mönnum með skuldir og veð upp á hundruð milljóna króna, takandi áhættu á kostnað annarra? „Ég er ekki að réttiæta gjaldþrot. Það em lög sem segja til um þessi mál. Lendi menn í gjaldþrotum er skaði þeirra sjálfra yfirleitt mestur. Á síð- ustu misserum hafa gjaldþrot verið mjög algeng. Það hefur verið viss til- hneiging til að gefa fyrirtækjum mikla möguleika á að halda út. Ála- foss, Arnarflug og Stöð 2, sem er með neikvæða eiginfiárstöðu upp á 700 milljónir, eru nýjustu dæmin. Ég held að meiri varfærni eigi rætur sínar að rekja til Hafskipsmálsins. Menn eru ennþá svo skelfdir yfir þvi sem þá gerðist. Það er gott ef einhver hefur lært af því,“ segir Helgi. Embættismennirnir fóru á taugum „Þegar þessi afdráttarlausa dóms- niðurstaða liggur fyrir er ekki hægt annað en að velta fyrir sér vinnu- brögðum hjá þeim embættismönnum ríkisins er að þessu stóðu. Umræða almennings og fiölmiðla var mikii á sínum tíma en maður hélt þó að embættismennirnir myndu taka fag- lega og hlutlausa afstöðu. En það varð nú aldeihs ekki. Það tel ég vera það alvarlegasta í þessu máh. Embættismennirnir brugðust og fóru gjörsamlega á taugum. Þeir höfðu ekki burði til að vinna sjálf- stætt. Þeir létu stjórnast af ósköpun- um sem gengu á úti í þjóðfélaginu. Málið kom til kasta skiptaráðend- anna Ragnars Hall og Markúsar Sig- urbjörnssonar - þeir þoldu ekki álag- ið og brugðust algjörlega. Skýrsla þeirra var reyfari með dylgjum og lygum. Miklu af sannleikanum var sleppt. Þegar maður les þessa furðu- legu skýrslu er ekki annað hægt en að draga þá ályktun að hún hafi fiall- að um stórglæpamál. Þess vegna vom viðbrögð saksóknara á sínum tíma í rauninni fullkomlega eðlileg - að skipa fyrir um rannsókn og aö senda málið til rannsóknarlögreglu. Skýrsla skiptaráðendanna var fyr- ir neðan allar hellur. Því miður. En RLR var ekkert að tvínóna og hand- tók sex friðsama menn sem höfðu ekki komist áður í kast við lögin. Þeir áttu að rannsaka málið betur áður en þeir hnepptu menn í gæslu- varðhald svo vikum skipti. Við vor- um yfirheyrðir á sama tima en hver í sínu iagi - en varðhaldið og hand- tökuúrskurðinn var þegar búið að ákveða. Við yfirheyrslurnar í fang- elsinu kom síðan ekkert saknæmt fram og það voru afglöp að menn skyldu ekki sjá að sér og sleppa okk- ur strax.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.