Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. JULl 1990. Umsjón: Baldur Hjaltason Óbeinar auglýsingar Það er að verða æ algengara nú til dags að fyrirtæki auglýsi vörur sínar í kvikmyndum. Leikararnir nota ákveðna gerð af bílum, borða ákveðna tegund af mat og auðvitað drekka þeir ákveðna tegund af gosi. Þegar auglýsingar kvikmynda- húsanna eru skoðaðar í dagblöðun- um sést að þar er ávallt auglýstur sýningartími þeirra mynda sem eru á boðstólum. En sá sem mætir á þessum auglýsta sýningartíma verður óft að bíða í nokkurn tíma áður en sýning sjálfrar myndarinn- ar hefst, vegna auglýsinga og sýnis- homa úr næstu mynd. Magn aug- lýsinga virðist fara eftir því um hvað myndin íjallar og hve vinsæl hún er. Yfirleitt er um að ræða auglýsingar sem höfða til yngri ' kynslóðarinnar, enda sækir hún langmest kvikmyndahúsin. Raunar hafa myndbandanotend- ur ekki heldur sloppið undan áhrifamætti auglýsinganna því ekki er óalgengt að auglýsingar séu hengdar framan við viðkomandi mynd. Þetta gildir jafnt um myndir sem keyptar em til eigin nota og þær sem leigðar eru á myndbanda- leigum. í Bandaríkjunum tóku stóru kvikmyndaverin Wamer Brothers og Disney nýlega upp á því að banna auglýsingar á undan mynd- um sínum þegar þær era sýndar í kvikmyndahúsum. Þetta hefur gert það að verkum að farið er að aug- lýsa vörur og þjónustu óbeint í kvikmyndunum í æ ríkara mæli. Ef til vill var það ætlun þessara kvikmyndavera að ýta undir þess konar auglýsingar því þau fá tekj- urnar af þeim beint í sinn eigin vasa í stað þess að láta kvikmynda- húsaeigendur njóta þess. Bílar Þegar Paramount kvikmynda- verið frumsýnir í sumar Days of Thunder, sem er framhaldið af Top Gun með Tom Cruise í aðalhlut- verki, er búist við miklum fjölda óbeinna auglýsinga. Myndin fjallar um kappakstur sem er gífurlega vinsæl íþróttagrein í Bandaríkjun- um og veltir milljörðum dollara á ári. Þegar er vitað að Hardee, Coca Cola, Exxon og Chevrolet hafa greitt töluvert fé til að fá að kynna vörur sínar í myndinni og sem dæmi má nefna að Cruise keyrir bíl af Lumina-gerð. Þar að auki er bíUinn allur þakinn auglýsingum eins og tíðkast með kappaksturs- bíla. Einnig er farið að tíðkast að fyrirtækin borgi ekki í beinhörðum peningum fyrir auglýsinguna held- ur taki að sér að kynna viðkom- andi mynd í sínum auglýsingum í öðram fjölmiðlum. Hinn gullni meðalvegur Kvikmyndaframleiðendur verða að vera gætnir til að ekki beri of mikið á þessum auglýsingum, ásamt því að halda fjölda þeirra í lágmarki. Þetta er þeim einnig í hag því þá geta þeir krafist hærri greiðsíu fyrir auglýsinguna. En ekkert er hvimleiðara fyrir kvik- myndahúsagest, sem hefur borgað fyrir að sjá kvikmynd er hann hef- ur áhuga á, en að vera neyddur til aö horfa á illa duldar auglýsingar. Mynd eins og Mac and Me, sem var efdrherma E.T. og gerð með það í huga að höföa til bama, fór illilega yfir strikið. McDonalds-hamborg- efa eftir því að þau skötuhjúin voru í sífellu að fá sér sígarettu. Þau púuðu og púuðu þarna heilu tímana og er mjög líklegt að tóbaks- framleiðendur hafi styrkt framleið- endur myndarinnar. Einnig er ekki óalgengt að áfengisframleiðendur reyni að láta mikið bera á sinni vöru. Hér er meira um að ræða lífsstíl heldur en ákveðin vöru- merki. Það á að líta ut fyrir að það sé fint að reykja og drekka. Það var sérstaklega athyglisvert að sjá His Girl Friday varðandi tóbaks- reykingar. Myndin var gerð 1940 og síðan þá hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Tóbaksreykingar eru nú í andstöðu við þann lífsstíl, sem ungt fólk hefur tamið sér, og því myndi kvikmyndaframleiðandi núna aldrei setja svona mörg lítt dulin tóbaksatriði inn í myndir sín- ar því það yrði of áberandi og gæti dregið úr vinsældum myndarinn- ar. Kvikmyndaframleiðendur verða að gæta sín að ganga ekki of langt. Þegar áhorfendur fara að taka of mikið eftir þessum auglýsingum er hætta á að þær geti fariö að hafa neikvæð áhrif á vinsældir mynd- anna. Enn er engin verðskrá um hvernig kvikmyndaframleiðendur verðleggja þessar auglýsingar og raunar viðurkenna sumir ekki að þeir selji svona auglýsingar. Eitt þeirra fyrirtækj er Disney. Hins vegar lentu fulltrúar þess í mestu vandræðum þegar þeim var sýnt bréf, sem þeir sendu til valinna fyrirtækja, þar sem þeir buðu svona auglýsingar í myndina Mr. Destiny á „aðeins" 1-5 milljónir króna. Það getur verið gaman fyrir þá sem ætla á bíó á næstunni að hafa í huga þessar óbeinu auglýsingar og horfa með öðru auganu á mynd- ina frá þessum sjónarhóh. Ætli það sé tilviljun hvaða bjórtegund er drukkin í þessari mynd? þeirra kom fram á ólíklegustu stöð- um eins og utan á kafíibolla. arakeðjan og Coca Cola höfðu sam- þykkt að auglýsa óbeint í mynd- inni. Framleiöandinn gekk svo langt að láta danskeppni í mynd- inni fara fram á McDonalds-ham- borgarastað ásamt því að láta kepp- andann heita Ronald McDonald. Ekki var þaö betra með kókið. Það kom í ljós í myndinni að eina nær- ingin sem geimverumar gátu nýtt sér og höfðu lyst á var Coca Cola. Pitsur En í sumum tilvikum geta svona auglýsingar hfgað upp á myndir, eins og sjást mun þegar Teenage Mutant Ninja Turtle verður fram- sýnd hérlendis. Hetjumar í mynd- inni gæða sér á pitsu frá Dominos og fá einnig afslátt eftir að pitsa kemur of seint, sem raunar er slag- orð Dominos í raunveruleikanum. Samkvæmt erlendum blööum var handritinu sérstaklega breytt til að koma þessu atriði að og varð Dom- inos að greiða um 30 milljónir ís- lenskra króna fyrir vikið. Þessar auglýsingatekjur geta skipt framleiðendur miklu máli, eins og A1 Ruddy komst að en hann framleiddi á sínum tíma The God- father og svo Cannonball Run. Sú síðarnefnda gaf af sér aukalega um 120 milljónir íslenskra króna vegna óbeinna auglýsinga. Ástæðan var sú að myndin var tekin að hluta til í 7-Eleven-verslunum og merki Vinsæl vörumerki Yfirleitt borgar sig ekki að aug- lýsa svona óbeint í kvikmyndum nema vinsæl vöramerki og ekki síst ef þau era tengd ákveðnum lífsstíl. Bleiuframleiðandinn Huggies borgaði vel fyrir að í myndinni The Baby Boom voru einungis notaðar bleiur frá honum. Hann auglýsti þessa staðreynd og í þessu tilviki hjálpaði þetta mynd- inni sem átti frekar erfitt uppdrátt- ar. En svona auglýsingar eru enginn nýr sannleikur. Þeir sem sáu ný- lega í ríkissjónvarpinu myndina His Girl Friday með þeim Cary Grant og Rosalind Russell tóku án Dæmigert atriöi með óbeinum auglýsingum. Skipulegvinna En þeir sem standa að þessum auglýsingum verða einnig að gæta sín. Eða eins og A1 Ruddy sagði í viðtali við Variety: „Þetta verður að líta raunveralega út. Þaö er ekki hægt að láta Mel Gibson taka upp pakka af Ajax-sígarettum eða drekka Aqua-bjór. Enginn myndi trúa því að hann gerði þetta.“ Framleiðendur verða einnig að benda fólki oft á að ákveðnar per- sónur í ákveðinni mynd noti afurð- ir þeirra. Subaru-bílaframleiðend- urnir urðu að auglýsa að í nýlegri mynd æki Tom Hank Subaru-bif- reið. Ef vel tekst th er líka til mik- ils að vinna. Bandarískur framleið- andi, sem keypti auglýsingu í E.T. þar sem E.T. er látinn borða ákveðna tegund af sælgæti, aug- lýsti þetta grimmt í öðrum fjölmiðl- um. Myndin varð einnig geysivin- sæl og framleiðandinn jók söluna hjá sér um heil 65% á einu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.