Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. Skák í dag verður tefld þrettánda og síðasta umferð á millisvæðainótinu í Manila á Filippseyjum og verður spennandi aö sjá hverjir hreppa efstu sætin ellefu sem gefa sæti í áskorendakeppninni. Jóhann Hjartarson er í 13.-18. sæti og takist honum að vinna loka- skák sína gæti hann komist áfram, svo fremi úrsht á efstu borðum verði honum hagstæð. Það yrði frá- bær frammistaða af Jóhanns hálfu en úr fjórum fyrstu skákunum fékk hann aðeins einn vinning og virtist úr leik. Sovéski stórmeistarinn Vassily Ivantsjúk er einn efstur fyrir loka- umferðina með 8,5 v. en hann lagði landa sinn Alexander Khalifman í 12. umferð á fimmtudag. Jafnir í 2. sæti með 8 v. eru Boris Gelfand, einnig frá Sovétríkjunum, og Ind- verjinn Viswanathan Anand, sem hefur komiö mjög á óvart. Anand gerði sér Utið fyrir og vann Mikjál Gurevits á fimmtudag í 38 leikjum. Anand hefur hvassan sóknarstíl en er einkum þekktur fyrir að tefla ótrúlega hratt. Mótherjar hans eiga á stundum erfitt með að átta sig á honum en sparsemi Anands á um- hugsunartíma sinn getur ekki síð- ur komið honum sjálfum í koU. í hittiðfyrra tapaöi hann skák eftir aðeins sex leiki, eftir að hafa falUð í gUdru í byrjuninni! Jafnir í fjórða sæti eru níu stór- meistarar, alUr með 7,5 v. Þetta eru Kortsnoj (Sviss), Short (Englandi), Sax (Ungverjalandi), Húbner (Þýskalandi), Ehlvest (Eistlandi), Dreev, Dolmatov, Judasin og Gure- vits (alUr frá Sovétríkjunum). í 13. -18. sæti koma síðan Jóhann Hjart- arson, Damljanovic og NikoUc (Júgóslavíu), Adams (Englandi), Tekst Jóhanni að endurtaka leikinn frá Szirak fyrir þremur árum og komast í áskorendakeppnina? Millisvæðamótið 1 Manila: Jóhann á veika von um að komast áfram - Ivantsjúk er einn efstur fyrir síðustu umferð Shirov (Lettlandi) og Khalifman (Sovétríkjunum), aUir með 7 v. Þeir félagar, Jóhann og Margeir, lentu í hrakningum á leið sinni til Maniia, urðu að dúsa í Lundúnum þar sem flugi áfram var aflýst og komu ekki til FiUppseyja fyrr en rétt áður en mófið skyldi hefjast, eftir fimmtíu klukkustunda feröa- lag. Þeim gafst því ekki mikfll tími tíl að vinna upp níu stunda tíma- mun. Þar við bættist að Jóhann fékk flensu og háan hita og aðstoð- armaður hans, Elvar Guðmunds- son, heiftarlega matareitrun, eftir að hafa gætt sér á vafasömum rækjurétti á veitingastað. Það þarf því ekki að koma á óvart að Jóhann skyldi aðeins fá einn vinning úr fjórum fyrstu skákun- um en síðan hefur hann heldur betur sótt í sig veðrið. Sex vinning- ar úr átta skákum og hann heldur í vonina um að endurtaka leikinn frá Szirak fyrir þremur árum og komast áfram í áskorendakeppn- ina. Margeir var einnig kominn á fuUa ferð en undir lokin tapaði hann þremur skákum í röð og þar með urðu draumar hans að engu. Þrír efstu menn mega heita ör- uggir áfram. Það er nokkur upp- reisn æru fyrir Ivantsjúk og Gelf- and, tvo stigahæstu menn mótsins, en þeir urðu að bíta í það súra epU í Moskvu í maflok að komast ekki í heimsbikarkeppnina. Ivantsjúk tapaði fyrstu skák sinni á mótinu, gegn Chandler, og þótti það tíðindum sæta. Hann bætti það hins vegar upp með því að vinna fimm næstu skákir sínar! Við sáum brot úr skák hans við Chandler í DV í vikunni en hér kemur hún í heild. Hvítt: Murray Chandler Svart: Vassily Ivantsjúk Frönsk vöm 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 Skákin fylgir sínum tískusveifl- um. Þetta er upphafsleikur Winaw- er-afbrigöisins en sígfida svarið, 3. - Rf6, er nú aftur að ná vinsældum. 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. Rf3 Bd7 8. a4 Da5 9. Bd2 Rbc6 10. Bb5!? 0-0-0 11. 0-0 c4 12. Bcl! Flytur biskupinn á vænlega skál- ínu. Svartur gín auðvitað ekki við agninu, því aö eftir 12. - Dxc3? 13. Bd2 Db2 13. Hbl Da3 14. Del hefur drottningin ratað í ógöngur. 12. - f6 13. Del Hhe814. Ba3 Kb8 15. Bxc6 Rxc6 16. De3 Ka8 17. Hfbl Bc8 18. Bd6 Hd7 19. Hb5 Dd8 20. a5 g5?! Svartur er lentur í þröngri stöðu og hyggur nú að landvinningum á kóngsvæng. En Chandler hrekur þessa áætlun skemmtilega. 21. Bc5 g4 Ef nú 22. Rel er 22. - fxe5 23. dxe5 d4, eða jafnvel 22. - f5 mögiúegt. En hér á hvítur mun sterkari leik. 22. Bb6!! Biskupinn er friðhlegur: 22. - axb6 23. axb6+ Kb8 24. Dcl De7 25. Db2 og drottningin kemst á a-lín- una með mátsókn. Og svarið við 22. - De7 yrði 23. exíB (hótar drottn- ingunni) DxfB 24. Re5 með yfir- burðatafli á hvítt. Ivantsjúk grípur því til þess ráös að fórna skipta- mun. 22. - Hc7 23. Rel! fxe5 24. dxe5 Bd7 25. Dc5! Ekkert liggur á að drepa á c7, því að biskupinn má svartur enn ekki snerta. 25. - He7 8 # w 7 Ék 6 5 f'i 4 3 IXiX A* A IfiS 1 1 A 1 2 A A A / / 1 u ABCDEFGH 26. a6! Þannig nær Chandler að opna stöðuna og þvinga fram drottninga- kaup í kjölfarið. Svartur tapar Skák Jón L. Árnason strax eftir 26. - axb6? 27. axb7+ Kb8 28. Dxb6 og á a8 er óviðráðan- leg máthótun. 26. - bxa6 27. Hxa6 Be8 28. Bxc7 Dxc7 29. Dd6! Dxd6 30. exd6 Hb7 31. Hxb7 Kxb7 32. Hal Kc8 33. Hbl a5 34. f3! Tafliö væri hreint ekki ljóst ef hvítur lumaði ekki á þessu trompi: Hann nær að mynda frelsingja á kóngsvængnum. 34. - h5 35. Kf2 Kd7 36. h3 gxf3 37. g4! Kxd6 38. Rxf3 a4 39. Rd4 e5 40. Rxc6 Kxc6 41. Ke3 Kc5 42. Kd2 Kd6 43. Hb6+ Kc5 44. Hf6 Kb5 45. He6 Og Ivantsjúk gafst upp. Norðurlönd eiga aðeins þrjá full- trúa á mótinu. íslendingana Jó- hann og Margeir og Norðmanninn Simen Agdestein, sem stundum hefur verið nefndur „sterkasti áhugaskákmaður heirns." Hann hefur enn ekki getað valið á miili háskólanáms, skáklistarinnar og frama á knattspyrnuvellinum. Stundum er þó eins og hann sé aö spila fótbolta þegar hann teflir skák. Einhvern veginn þjösnast hann áfram og oft er eins og hann vinni á betra líkamlegu úthaldi. Jóhann Hjartarson nefnir hann „kraftaskákmann" í nýjasta hefti tímaritsins Skákar. Jóhann hefur ætíð átt í hinu mesta bash með hann en í Belgrad í fyrra braut hann ísinn og mátaði hann í fyrsta sinn. Og í næstsíðustu umferð í Manila tókst Jóhanni aftur að koma Agdestein á kné, effir 62 leiki. Lítum á dæmigeröa skák fyrir Norðmanninn. Hér á hann í höggi við Júgóslavann Popovic og er skákin tefld í elleftu umferð. Agde- stein er hætt kominn um tíma en tekst að snúa taflinu við í' lok se- tunnar. Hvítt: Simen Agdestein Svart: Petar Popovic Kóngsindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. Be2 c5 7. d5 e6 8. 0-0 He8 9. Rd2 Ra6 10. Khl Rc7 11. a4 b6 12. f3 Hb8 13. dxe6 Hxe6 14. Rb3 Bb7 15. Bd2 Rh5 16. g4 Bxc3 17. bxc3 Rg7 18. Ha2 a5 19. Rcl g5 20. Bel De7 21. Bg3 Ba8 22. Hd2 Rce8 23. Bd3 h5 24. h3 Rf6 25. Bc2 Rge8 26. Rd3?? 26. - h4? Síðasti leikur Agdesteins var slæmur því að nú hefði svartur getað náð hættulegri sókn með 26. - hxg4 27. hxg4 Hxe4! sem rífur upp hvítu kóngsstöðuna. Hann kemur auga á hugmyndina en í lakari búningi. 27. Bh2 Hxe4! 28. Rxc5 Hxc4? Eftir 28. - bxc5 29. fxe4 Rxe4 ætti hvítur úr vöndu að ráða. 29. Rb3 Hxc3 30. Rd4 Hbc8 31. Bf5 Hd8 32. He2 Db7 33. Kgl Hc4 34. Dd2 Rh7 35. Bxh7+ Kxh7 36. RÍ5 Hxa4 37. He7 Dd5 38. Dxg5 Dc5+ 39. He3 Bd5 Afleikur í tapaðri stöðu. 40. Dxh4+ Kg8 41. Dxd8 Og svartur gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.