Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91J27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Rauð strik í sandkassa Kaupmáttur landverkafólks hefur minnkað á tveimur árum um 16% eftir að hafa verið á undanhaldi um nokk- urra ára skeið. Á sama tíma er forseti Alþýðusambands- ins að ræða um, hvort aukinn flýtir 1 afnmámi virðis- aukaskatts af bókum geti bjargað rauðum strikum. Virðisaukaskattur af bókum verður vafalaust felldur niður fyrr en ákveðið var á öndverðum síðasta vetri. Það stafar af, að dagsetning brottfallsins var heimskuleg og að mistökin hafa verið kunn öllum hlutaðeigandi frá upphafi. Þau yrðu leiðrétt, þótt engin væru rauð strik. Lífskjör íslendinga hafa farið ört versnandi að undan- förnu. Fyrir nokkrum árum vorum við í hópi fremstu þjóða heims í lífsgæðum, en höfum ört verið að falla niður stigann. Enn verra er, að stéttaskipting hefur aukizt, því að hálaunafólk hefur betur haldið á sínu. Stéttarfélög almennings í landinu eru meira eða minna undirlögð af póhtískum framagosum, sem hafa meiri áhyggjur af stöðu sinni í flokknum og stjórn- málunum en af lífskjörum í landinu. Þess vegna felast kjarasamningar í ýmsu rugli á borð við rauð strik. Samtök neytenda eru líka að töluverðu leyti undir- lögð af póhtískum gosum, sem hafa svipuð áhugamál og verkalýðsrekendur. Þess vegna felast baráttumál neytenda í minni háttar uppákomum út af einokun á takmörkuðum sviðum á borð við kartöflur og grænmeti. Lífskjör láglaunafólks og almennra neytenda á ís- landi fara lítið sem ekkert eftir rauðum strikum og vond- um kartöflum. Lífskjörum þjóðarinnar hrakar vegna mjög mikilla millifærslna í hagkerfmu og brennslu efn- islegra verðmæta hjá gæludýrum kerfisins. Á sama tíma og ótal hagfræðingar hafa sýnt fram á, að árlegur herkostnaður þjóðarinnar af hefðbundnum landbúnaði er á bihnu frá 15 til 20 mihjarðar, sennilega rúmlega 17 mihjarðar, er formaður Neytendasam- takanna að verja innflutningsbann á búvöru. Af 17 mihjarða herkostnaði stafa rúmlega 10 mihjarð- ar eingöngu af innflutningsbanninu, sem formaður Neytendasamtakanna er að verja. Það er-því ekki von á góðum lífskjörum neytenda, þegar oddamenn þeirra styðja meginrughð og puðast síðan í smáatriðum. Engin þjóð getur haldið við góðum lífskjörum með því að brenna á hverju ári upphæð sem svarar 275 þús- und krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þetta er mál, sem formenn og forsetar samtaka launþega og neytenda mættu gjarna snúa sér að. Stjórnmálaflokkarnir brenna meiri verðmætum en í heföbundnum landbúnaði einum. Þeir hafa byggt upp sjóðakerfi, sem mijlifærir milljarða á hverju ári til sér- stakra gæludýra á borð við minka og lax. í flestum thvik- um brennur þetta aflafé þjóðarinnar upp th agna. Stjórnmálaflokkarnir brenna hka verðmætum í öðr- um afskiptum ríkisins af atvinnulífinu. Þeir hafa reyrt það í kvóta, búmark, fuhvirðisrétt og aflamark. Þeir hafa meira að segja stofnað aflamiðlun th að draga úr möguleikum á að selja dýran ferskfisk í útlöndum. ísland er óðum að verða sér á báti með hagkerfi, sem einkennist af mikihi ofanstýringu af hálfu stjórnmála- manna í ráðherrastóh. Ofanstýringin felst að verulegu leyti í að færa fé frá starfsemi, sem getur gefið af sér, th gagnshtihar iðju eða beinlínis skaðlegrar. Forseti Alþýðusambandsins segir ekki orð gegn neinu af þessu. Hann er enn að leika sér að rauðum strikum í sandkassa, sem er fjarri íslenzkum raunvenheika. Jónas Kristjánsson Gorbatsjov fór léttilega með flokksíhaldið Snemma á 28. þingi Kommúni- staflokks Sovétríkjanna kom á dag- inn aö þar haföi við fulltrúaval fylkt liði flokksræðishópurinn sem enn skipar valdastöður víðast á landsbyggðinni og er fjölmennur meðal roskinna herforingja. Þegar þeir leiddu saman hesta sína í þing- byrjun, Égor Ligatsjov, foringi íhaldsmanna, og Eduard She- vardnadse utanríkisráöherra þar sem sá fyrmefndi hélt fram útslita- þýðingu stéttabaráttunar en sá síð- amefndi skírskotaði til yfirvættis- forgangs sammannlegra gilda á kjamorkuöld, töldu erlendir frétta- menn að tveir þriðju 4.600 manna þingheims hefðu klappað Ligatsjov lof í lófa en þriöjungur tekið undir mál ráðherrans. Um áratugi hafa flokksritaramir úti um dreifðar byggðir Sovétríkj- anna verið næstum óskoraðir valdsmenn hver á sínum stað. Þeir hafa frá upphafi endurreisnar- stefnu Mikhails Gorbatsjovs og samstarfsmanna hans brugðið fæti fyrir framkvæmdina eftir bestu getu, til að mynda víða kyrkt frjáls- ræðisnýjungar eins og samvinnu- rekstur og fjölskyldubúskap í fæð- ingunni með óbærilegum skilmál- um og kvöðum. Fijáls skoðanaskipti undir merki glasnost, sem þessum hópi er í sjálfu sér meinilla við, gáfu honum svo tækifæri til að gera 28. þingið að því fyrsta í nær sjö áratugi, þar sem raunverulega skarst í odda milh mismunandi skoðanahópa í flokknum. Reyndu íhaldsmenn að skírskota til almennings, en flokks- þinginu var að miklum hluta sjón- varpað, með því að kenna umbóta- brölti núverandi forustu og frá- hvarfi hennar frá marx-lenínskum rétttrúnaði um allt sem miður fer í Sovétríkjunum, jafnt þjóðerna- róstur og vöruskort. Ljóst er nú að úrslitastundin á þinginu rann upp þegar íhalds- meirihlutinn hafði samþykkt að greidd skyldu atkvseði um áht þingheims á frammistöðu núver- andi stjómmálanefndarmanna hvers um sig. Tilgangurinn var bersýnilega að ná sér niðri á nán- ustu samstarfsmönnum Gor- batsjovs, eins og Shevardnadse og Alexander Jakovlef, sem hörð- ustum árásum sættu á þinginu, sér í lagi fyrir að hafa „tapað Austur- Evrópu.“ Þá greip Gorbatsjov th sinna ráða. „Ef þið vhjið jarða flokkinn, þá haldið áfram á þessari braut,“ sagði hann í hvassyrtri ræðu, sem nægði th að þingið tók aftur fyrri samþykkt um að raga Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson forustumenn hvem og einn en íjall- aði í þess stað um traust eða van- traust á fomstunni í hehd. Síðan fékk Gorbatsjov sam- þykkta gerbreytingu á fastastofn- uninni sem fer með æðsta flokks- vald mihi miðstjómarfunda, sljórnmálanefndinni. I stað rúmrar tylftar manna úr miðstjóminni, setjast þar nú flokksforingjar lýð- veldanna 15 ásamt á að giska hálf- um tug miðstjórnarkjörinna manna. Sjálfur fær svo aðalritar- inn staðgengh sem léttir af honum daglegum flokksstörfum. Rækheg- ar verður ekki undirstrikað að Gorbatsjov setur forsetaembætti ríkisins langtum ofar aðalritara- embætti í flokknum. Á snihdarlegan hátt notfærði Gorbatsjov sér veikleika íhalds- manna. Þeir hata stefnu hans og em honum sjálfum andvígir, en hafa ekkert að bjóða i staöinn, nema útþvæld vígorð sem enginn tekur lengur mark á. Hundraðs- hluti Sovétmanna sem væntir úr- ræða frá flokknum er kominn nið- ur í eins stafs tölu. Allra síst ræður íhaldsfylkingin yfir manni sem þýðir að tefla fram gegn Gor- batsjov. Megináherslu lagði því fylking sú á kjör staðgenghs aðalritara. Þar gaf kost á sér Égor Ligatsjov, stjómmálanefndarmaöur og tákn andspymunnar gegn nýjungum umbótastefnunnar frá upphafi. Gorbatsjov stakk á móti upp á ný- lega kjömum forseta og áður um skamma stund flokksforingja í Úkraínu, Vladimir ívashko, „manni sem ég get unnið með“. Þetta nægði. ívashko náði kosn- ingu með ferfóldum atkvæðastyrk á við Ligatsjov. Þar með er herhlaup íhalds- manna að engu orðið. Þeir hafa fengið tækifæri th að kynna lands- lýð málstð sinn, og hann fær engan hljómgrunn. Leiðin er opin fyrir Gorbatsjov og hans menn að færa völdin skref fyrir skref frá flokkn- um og riturum flokksdehdanna th þjóðkjörinna stofnana, ráðanna í borgum og héraðum, þinga lýð- veldanna og sambandsþingsins. Þar era kommúnistar í miklum meirihluta, en skiptast aht öðmvísi í skoðanahópa en á flokksþinginu. Reynslan sýnir, að þar sem um raunverulegt val er að ræða í al- mennum kosningum, eiga frjáls- lyndir umbótasinnar mestar sigur- líkur í Rússneska lýðveldinu og Úkraínu þar sem örlög Sovétríkj- anna ráðast. Forréttindastétt gamla flokks- ræðisins getur enn spymt á móti og flækst fyrir á ýmsum stöðum og sviðum, en 28. flokksþingið hef- ur sýnt að henni er um megn að snúa þróuninni við. Á flokksþing- inu komu fram kröfur um að breyttar aðstæöur væru viður- kenndar með því að leysa upp flokksdehdimar sem mynda valda- kerfi innan hers, leynilögreglu, rík- isstofnana og fyrirtækja. Þær náðu ekki fram að ganga að þessu sinni, en einn þingdaginn efndu kola- námumenn víða um land th verk- faha, afneituðu forræði flokksins og fylgdu því eftir með því að bera ritara flokksdehdanna út úr skrif- stpfum sínum í fyrirtækjunum. í aðdragandanum að flokksþing- inu hefur borið verulega á úrsögn- um úr flokknum. Eitt af því sem hélt aftur af fylgismönnum Li- gatsjovs að greiða honum atkvæði í staðgenghskjörinu, var vissan um að ynni hann kæmi th fjöldaút- streymis úr flokknum og jafnvel formlegs klofnings í þinglokin. Mikhah Gorbatsjov er greinhega ekki sárt um að flokksvélin visni með tímanum. Hann htur á það sem hlutverk sitt að færa valdið th ríkisstofnana, ábyrgra fyrir alþjóð, frá sjálfskipaðri forustu- og forrétt- indasveit alræöisflokks. Þetta segja nánustu samstarfs- menn Sovétforsetans bemm orð- um. Á flokksþinginu létu bæði She- vardnadse og Jakovlef í ljós áform um að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjómmálanefnd flokksins. Kváð- ust báðir telja mikhvægara að ein- beita sér að starfi í nýlega skipuðu forsetaráði, sem er Gorbatsjov th ráðuneytis og undirbýr ákvarðanir hans. Magnús T. Ólafsson Egor Ligatsjov kynnir flokksþinginu framboð sitt til staðgengils aðalritara, þar sem hann tapaði með 776 atkvæðum gegn 3.119 fyrir frambjóöanda Gorbatsjovs. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.