Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990.
Fréttir
Heimkoma flölskyldu eftir ættarmót:
Brennd guðsorð
í hjónarúminu
- brotnir speglar, tóm skartgripaskrín og rifnar fj ölskyldumyndir
Brotnir speglar, brunnin guösorð
í miðju hjónarúminu, tóm skart-
gripaskrín, veggir útkrotaðir með
„Fuck God“ og öðru ámóta, matar-
leifar og sundurrifnar fjölskyldu-
myndir. Þannig var aðkoman í íbúö
fjölskyldu einnar í Seljahverfi þegar
hún kom heim frá ættarmóti í Borg-
arfirði um miðjan dag í gær.
„Faðir vinkonu dóttur okkar hafði
varaö okkur við þessu,“ sagði hús-
móðirin. „Við skiptum því um allar
skrár og báðum lögregluna að vakta
húsið. Það viröist hins vegar ekki
hafa dugað.“
Fimmtán ára dóttir hjónanna er
nú á meðferðarheimili ríkisins. Hún
var handtekin klukkan eitt aðfara-
nótt sunnudagsins. Eftir ábendingu
hafði lögreglan komið að manniausri
íbúðinni í rúst. Meðan lögreglan var
aö htast um kom dóttirin ásamt fleiri
unglingum að húsinu og var hand-
tekin.
Þegar fjölskyldan kom eftir tvo
daga á ættarmóti var aðkoman ljót.
Allir speglar í íbúðinni höfðu verið
brotnir. Kveikt hafði verið í bænum
og guðsorði á miðju hjónarúminu. í
vaskinum á klósettinu hafði verið
kveikt í mannakornum og kristilegri
bók. Krotað hafði verið á gólf og veggi
ýmis ókvæðisorð um guð á ensku:
„Fuck God“, „God will die“ og annað
ámóta. Fjölskyldumyndir voru rifn-
ar og skartgripum hafði verið stohð.
Auk þess lágu matarleifar út um aha
íbúð og klósettveggimir vom út-
bíaðir í sjampói.
Á eina af fjölskyldumyndunum
hafði hringur verið dreginn um þrjá
menn sem allir hafa fallið fyrir eigin
hendi frá áramótum. Aftan á mynd-
ina var skrifað að dóttir hjónanna
yrði næst.
Ein stúlkan sem var í íbúðinni
hafði skhið eftir nafnspjald. Þar sem
vanalega greinir frá starfstith á
venjulegum nafnspjöldum stóð:
„professional beuty queen“ eða at-
vinnu-fegurðardrottning.
Fjölskyldan bjó á Keflavíkurflug-
velli þar til fyrir þremur mánuöum.
Heimihsfaðirinn gegndi þar her-
þjónustu en er nú kominn á eftirla-
un.
„Fyrir um tveimur mánuðum
kynntist dóttir okkar krökkum sem
hanga niðri á Hlemmi. Síðan hefur
hún verið eins og annaö bam,“ sagði
móöirin.
Fyrir rúmum tveimur vikum var
dóttirin handtekin á Blönduósi eftir
aö hafa þvælst um landið ásamt vin-
konu sinni sem móðirin segir að hafi
mikið vald yfir henni. Þær voru
færðar á Unghngaheimih ríkisins við
Efstasund. Á fimmtudag fyrir viku
var dótturinni síðan sleppt en hún
hvarf að heiman daginn eftir.
„Við lýstum eftir henni og létum
lögregluna fá mynd af henni. Það bar
hins vegar engan árangur," sagði
móðirin.
Hjónin leituðu sjálf að stúlkunni
og spurðust fyrir hjá foreldrum
barna á unglingaheimihnu og böm-
um sem hafa leitað til Rauða kross
hússins. Einn faðirinn sagöi þeim að
hópur krakka hefði haldið til á heim-
ili hans á meðan hann brá sér út úr
bænum um síðustu helgi. Hann var-
aði hjónin því við og hvatti þau til
aö ganga vel frá ef þau ætluðu í ferða-
lag. Hjónin skiptu því um skrár á
íbúðinni og báðu lögregluna um að
hafa auga með húsinu þegar þau fóm
á ættarmót síðasthðinn fóstudag.
Dóttirin og félagar hennar virðast
hins vegar hafa brotist inn um kjah-
aradyr og komist þannig inn í íbúð-
ina.
„Eftir því sem við höfum heyrt
hafa þessir krakkar rústað fleiri
íbúðir en okkar. Foreldrar þeirra
verða því að gæta vel að sér. Það
virðist ekki nægja að biðja lögregl-
una að hta eftir húsunum," sagði
móðirin. -gse
Allir speglar í íbúðinni voru brotnir í mask; meðal annars heill speglaveggur
í forstofunni. DV-mynd JAK
Skartgripum var stolið úr hjónaherberginu, fjölskyldumyndir rifnar og kveikt í bænum og guðs-
orði á hjónarúminu miðju. DV-mynd JAK
í vaskinum á klósettinu hafði verið kveikt í mannakornum, litlum miðum með tilvísunum í
biblíuna og kristilegri bók. DV-mynd JAK
Jarðskjálfti
á Filippseyjum
Öflugur jarðskjálfti reið yfir
Fiiippseyjar klukkan hálfátta í
morgun aö íslenskum tíma. Þegar
DV fór í prentun var ekki vitaö
hvort manntjón hefði oröið.
Stórar sprungur mynduðust í
háhýsum í höfuöborginni Manila
og hlupu menn skeffingu lostnir
út á götur. Að sögn sjónarvotta
skókust byggingar í skjálftanum.
Stmasamband rofnaöi og útsend-
ingar jjósvakamiöla stöðvuðust.
Reuter
Mallorca:
Hótelbruni
Eldur kora upp í hótehnu Vista
Sol í Palma Nova á Mallorca á
sunnudagsmorgun. Hótejgestina
fimm hundruð, sem sagöir eru
hafa veriö fráSvíþjóö og Noregi,
sakaði ekki. í morgun var ekki
vitað um eldsupptök.
TT
Virðisauki
Aðgerðir ríkisstjómarinnar til að
halda verðbólgunni innan við rauðu
strikin í samningunum eru nú að
skýrast. Virðisaukaskattur mun
verða afnuminn af húsaviðgerðum
og bókum, jöfnunargjald lækkað og
hækkun bensíngjalds verður frestað.
Afnám virðisaukaskatts á viöhaldi
húsa mun lækka framfærsluvísi-
töluna um 0,4 prósent. Afnám virðis-
auka af bókum mun síðan lækka
vísitöluna um 0,18 prósent til við-
Svo gæti farið að lausn fengist fljót-
lega í þeirri dehu sem er innan bæj-
arstjómarflokks sjálfstæðismanna á
ísafirði. Hans Georg Bæringsson,
einn fuhtrúi D-lista, hefur lýst því
yfir að hann taki ekki þátt í meiri-
hlutastarfinu meðan Sigrún Hah-
dórsdóttir af Í-Usta sé formaður
skólanefndar. Sigrún var kjörin for-
Rauðu strikin:
af viðhaldi
bótar. Samanlögð lækkun vegna af-
náms virðisaukaskatts verður þvi
um 0,58 prósent. Það er sú lækkun
sem ríkisstjómin hefur boðaö í við-
ræðum sínum við aðila vinnumark-
aðarins.
Lækkun jöfnunargjalds á innflutn-
ing mun ekki virka jafnbeint á vísi-
töluna. Hugsanlegt er að það leiði
ekki til beinnar lækkunar heldur
komi í veg fyrir að hækkanir á er-
lendu vöraverði komi fram í verðlagi
sjónmáli á
maður til fjögurra ára.
„Ef meirihluti bæjarstjómar-
flokksins skorar á Sigrúnu að segja
af sér formennsku gerir hún það
eflaust. Með því væri lausn fundin á
þessu deilumáli," sagöi sjálfstæðis-
maður á ísafirði.
„Hitt er annað að Sigrún gat orðiö
formaður með öðram hætti. Það var
og bókum
hér. Frestun á hækkun bensíngjalds
mun að sjálfsögðu ekki leiða til lækk-
unar heldur er einfaldlega hætt við
boðaða vöruverðshækkun.
Fulltrúar Alþýöusambandsins og
vinnuveitenda munu hitti ráðherra
seinni partinn í dag. Búist er við aö
ríkisstjórnin gangi síðan frá bráða-
birgðalögum um aðgerðir tU lækkun-
ar verðbólgu á ríkisstjórnarfundi á
morgun.
Isafirði
aldrei rætt fyrir fyrsta fund skóla-
nefndar hver ætti að verða formað-
ur. Heföi þetta veriö rætt áður hefðu
mál eflaust skipast með öðram hætti
og Sigrún orðið formaöur með at-
kvæðum meirihlutans. Hún er eini
fulltrúinn í nefndinni sem verið hef-
ur þar áður,“ sagði sami sjálfstæðis-
maður. -sme
Sjávarútvegsráð-
herra Norðmanna
í heimsókn
Svein Munkejord, sjávarút-
vegsráðherra Norðmanna, kom í
opinbera heimsókn til landsins i
gær. f för með honum era eigin-
kona og þrír embættismenn.
Munkejord mun eiga fundi með
HaUdóri Ásgrímssyni sjávarút-
vegsráöherra þar sem sameigin-
leg hagsmunamál á sviði sjávar-
útvegs verða meðal annars rædd.
Þá mun viðhorf þjóöanna til Al-
þjóðahvalveíöiráðsins vera á dag-
skrá. Heimsókninni lýkur á
morgun. _hih
Dyremose rædir
vid Ólaf Ragnar
Danski fiármálaráðherrann
Henning Dyremose er hér í opin-
berri heimsókn. Hann mun eiga
fimdi með Ólafi Ragnari Gríms-
syni og Jóni Baldvin Hannibals-
syni. Meðal umræðuefna verða
samskipti EB og EFTA. -hlh
-gse
Lausn í