Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. Fréttir Hvassviðri á landsmóti UMFÍ: Þúsuna manns flúðu tjöld sín „Frómt frá sagt hafði þetta hvass- viðri, sem gekk yfir á laugardaginn, óvenjulítil áhrif á dagskrána. Hins vegar urðu áhrifin meiri á hinn al- menna mótsanda," sagði Ómar Harðarson, annar tveggja fram- kvæmdastjóra landsmóts Ung- mennafélags íslands, sem lauk í gær í Mosfellsbæ. Allir sem vettlingi gátu valdið í Mosfellsbæ hjálpuðust að við að binda niður tjöld og bjarga persónu- legum eigum mótsgesta. Allt tiltækt lið lögreglu svo og björgunarsveitar- menn í Kyndli í Mosfellsbæ og bæjar- starfsmenn komu til aðstoðar við gæslumenn mótsins. Að sögn Ómars urðu nokkur félög fyrir tjóni í sambandi við tjöld sín. Stangir bognuðu undan hvassviðr- inu og sum tjöldin hreinlega rifnuðu í hamaganginum og lögðust niður. Unnt var aö leysa úr húsnæðis- vanda allra mótsgestanna og var um það bil þúsund manns komið fyrir í svefnpokaplássi. Skólar Mosfells- bæjar voru alveg fullir og að sögn Ómars svaf fólk alls staðar sem því var komið við, í skólastofum, á göngum og jafnvel á skrifstofu móts- stjómar. Á veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að í verstu hrinunum í Reykjavík hefði vindi slegið upp í 11 vindstig sem er ofsaveður. Ekki er vindmælir í Mosfellsbæ en hugsan- legt er að vindhraðinn hafi verið álíka þar. Hvassviðrið stóð yfir í um það bil þrjá klukkustundir og að sögn lög- reglu var dimmt yfir Mosfellsbæ á meðan sokum sandfoks og moldviör- is. Ómar Harðarson sagði að veður væri búið að setja mikið strik í reikn- inginn á þessu móti. „Við höfðum gert okkur vonir um venjulegt júlí- veður, súld og einhver leiðindi en enginn átti von á svona veðri.“ Omar sagði þó að þrátt fyrir veður hefðu fjölmörg landsmótsmet verið sett í Mosfellsbænum á þessu tuttug- asta landsmóti ungmennafélaganna. -BÓl Allir sem vettlingi gátu valdið hjálpuðust að við að binda niður tjöld og bjarga persónulegum eigum mótsgesta. DV-myndir JAK Margir brugðu á það ráð að fella tjöld sín til að koma í veg fyrir að þau fykju. Stangir bognuðu undan hvassviðrinu og sum tjöldin rifnuðu og lögðust niður. Eldur logaði í rafmagnstöflunni. íkveikja þykir líkleg. DV-mynd Jón Stefánsson. Eldur í rafmagnstöflu: Grunur leikur á íkveikju Slökkvilið í Reykjavík var kallað út rúmlega hálffimm á sunnudags- morgun vegna elds í Hraunbæ 74. Þegar komið var á vettvang var eldur laus í aðaltöflu í kjallara. Greiðlega gekk að slökkva eldinn með kolsýru- tæki en taflan er gjörónýt og húsið rafmagnslaust. Engar aðrar skemmdir urðu af eldinum en tölu- verður reykur og sót barst upp stiga- ganginn. Reykurinn var hreinsaður burt með þar til gerðum reykhreinsi- búnaði Slökkviliðsins. Einnig var eldur í gluggatjöldum í stigagangi sem búið var að slökkva þegar Slökkviliðið kom á vettvang. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík leikur grunur á að kveikt hafi verið í og er málið í höndum Rannsóknar- lögreglu ríkisins. -JJ Hart deilt um leyfisveitingu bandarísks fomleifafræðings: Óska eftir úrskurði menntamálaráðuneytis - segir Þór Magnússon þjóðminjavörður „Ég mun skrifa í nafni míns emb- ættis til menntamálaráðuneytisins og fara fram á að þaö taki við málinu og úrskurði um það,“ sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður í viö- tali við DV. „Þetta mál er búiö að þvælast um í margar vikur og það er óþarfi að fresta þessu lengur þar sem skýlaus afstaða Fornleifanefnd- arinnar er fyrir hendi." Harðar deÖur hafa sprottið upp um hvort veita eigi bandarískum forn- leifafræðingi, Thomas McGovern, leyfi til að stunda beinarannsóknir hér á landi. Fornleifanefnd, sem samkvæmt lögum er sá aðili sem fjallar um og veitir slík leyfi, sam- þykkti fyrir nokkru aö veita leyfið með þremur atkvæðum á móti tveimur. Þór Magnússon kaus með leyfis- veitingunni en annar þeirra sem kaus á móti er formaður nefndarinn- ar, Sveinbjöm Rafnsson. Sveinbjörn sem formaður nefndarinnar á sam- kvæmt starfsreglum hennar að skrifa undir endanlega leyflsveit- ingu. Það gerði hann þó ekki heldur ákvað að vísa máhnu til Þjóðminja- ráös. Úrskurður Þjóðminjaráðs var á þá leið að McGovern skyldi ekki hljóta leyfið þar sem hann uppfyllti ekki það skilyrði nefndarinnar að kunna góð skil á íslensku og ís- lenskri menningarsögu. Fomleifanefndin fundaði aftur um máhð síðasta fóstudag og áréttaði fyrri úrskurð sinn um að leyfið skyldi veitt. Sveinbjörn Rafnsson lýsti því yfir að hann myndi ekki gefa leyfið út svo að samþykkt var að vísa máhnu til úrskurðar mennta- málaráðuneytisins. Hvorki náðist í menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, né formann Fomleifanefndarinnar, Sveinbjörn Rafnsson, vegna þessa máls. -BÓl Sandkom SagaStíiðvar 2hefurverið hin ótrúlegasta alltfráupphafi ogekkertbend- irtilaðviðsem íýlgjumst með þurfumaðiáta okkui leiöast a næstunni. Ilún hefurbirstokk- ursemævin- týri, ástarróman, kraftaverkasaga, harmleikurogalltþarámiUi. Sögu- efni vírðist óþrjótandi; valdabarátta, ást, hefndirogbankarán. Nýjasti kaflinn er í anda þess sem kallað hefur verið sálfiæði-þriher. Þannig er að Stöðvarmenn segja að bankaráð Verslunarbankans og stjórn eignar- haldsfyrirtækís hans hafi gabbað sig til að kaupa Stöðina á sínum tima. Þetta síöasta tromp lætur Dallas líta út eins og hvert annað prump. Hver erhvað? Þegarsvik- ráðinogbelli- brögðin í kring- um Stöðina eru komináþctta stigferhroilur niðurbakiðá áhorfendúmog spumingar vakna. Voru stjórnarmenn- irnirkannski bara að gabba sj áifa sig þegar þeir héldu blaðamannafundinn? Hver fékk Þorvarð til að hætta sem skóla- stjóri Verslunarbankans? Er Orri hann sj álfur núna eöa er hann kannski Jón Óttar? Og hvaðum Har- ald í Andra? Er það hann sjálfur eða sá sem þykist vera Haraldur sem er í stjórn Stöövarhmar? Eða er Harald- ur kannski bara aö þykjast vera sá sem þykist vera Haraldur til að gabba sjálfan sig? Og hver í andskotanum gabbaði Harald út í íslenska úthafs- veiðifélagið? Er von að maður spyiji? Stórhýsi fyrir Þaðcrutil margarsögur afþvi hvernig börnlærafyrst hljómorðaáð- uronþauná t'unum tökumá þeim.Fyrir skömmuvar þaimiggr,mt írástráknum ____semsagðiað Jesú og lærissneiðarnar tólf heíðu borðaö hina heilogu kvöldmáltið. Mörgum fullorðnum hefur tekist að halda í þetta langt fram eftir aldri samferðamönnum sínum tii yndis- auka. Þannig var það til dæmís með húsbyggjandann sem var alveg strand þar til hann fékk húsmæðra- lán. Þegar húsið var loks komið upp og búið að gletja fór hann að kaupa stórhýsi fyrir gluggana. Kannski var þetta líka húsbyggjandinn sem dæsti yfirkostnaðinum ogsagði: „Það vex ekkiátrjánum, timbrið.“ Enhús- byggjandinn slær ekki út konuna sem ætlaði sko aldeilis að sletta úr skaufunum um helgina. Guðsgaffíamir hans Steingríms Þólangtsé umliðiðermi. lokskomin skýringáþví ? hvers vegna Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herrafékkgaff- al.einngesta, í kvðldverðar- boðiArafatsí Túnis tyrir nokkru. Ástæðan mun ekki vera sú að arabarnir hafi ekki viljað að háttvirtur forsætisráöherra Islands yrði kámugur á fingrunum heldur sú að þeir sáu hversu illa guðsgafflamir hans vom leiknir eftir trésagirnar í kjaUaranum i Máva- nesi. Það sera Steingrímur fékk er ekki kallað gaffall í arabalöndum heldurgervihönd. Umsjón: Gunnar Smári Egílsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.