Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 27
39 MÁNUDAGUR 16. JÚLI 1990. Ford F 250 XL pickup ’87, 6,9 dísil, 4x4, splittaður aftan, keyrður 60 þús. km, beinskiptur, tvílitur. Nýtt hús, ný plastskúffa. Bíll í sérflokki. Uppl. í síma 46599 og bílas. 985-28380. Scania Ajokki ’74, 53ja farþega, til sölu, innfl. ’86, mikið yfirfarin, gott gang- verk, verð 1500 þús., skipti á ódýrari, skuldabréf. Uppl. á Bílakjöri, s. 91- 686611. Chevrolet Astro, árg. ’89, til sölu, 6 cyl., 4,3 1, með beinni innspýtingu, sjálfskiptur, toppeintak. Skipti mögu- leg. Vsk. fæst endurgreiddur. Uppl. í sfma 624945 og 24995. Honda CRX ’87, svartur, ekinn 50 þús. km, sóllúga, low profile dekk, góðar græjur, skipti möguleg. Uppl. í síma 91-46599, Nissan pallbíll ’80, nýinnfluttur. Bíllinn er ryðlaus og í mjög góðu ástandi, lít- ið ekinn. Burðargeta tæp 2 tonn, verð kr. 400.000 án vsk. Uppl. í síma 91-17678. Toyota Celica '88 til sölu, ekinn 26 þús., rauður, útv./segulb., skipti á ódýrari koma til greina, góð kjör eða staðgreiðsluafsláttur. Uppl. í síma 91-26807 eftir kl. 18. Smáauglýsingar ■ Liíkamsrækt Ódýrir tímar i allt sumar, squash-rac- ketball. Opið í sumar: mánudaga 12-21, þrið/mið/fim. 16-21, fös. 12-21 og laugar/sunnud. 10-14. Prófaðu bestu aðstöðuna í bænum. Squash- klúbburinn, Stórhöfða 17, sími 674333. Squash - Racquetball. Opið í sumar mánudaga 16-21.30, þri/mið/fim 11.30-13 og 16-21.30. Fös. 16-20. Munið sumarafsl.kortin. Veggsport, Seljavegi 2, s. 19011 og 619011. ■ Ferðalög Sumarferð Félags húsbílaeigenda verður farin laugardaginn 21.07. til 29.07. ’90. Farið verður frá Skíðaskál- anum í Hveradölum 21. júlí kl. 14. Ekið verður austur Fjallabaksleið nyrðri. Meiningin er að skoða Suður- landið að Skaftafelli. Nýir félagar vel- komnir. Upplýsingar veittar hjá Gunna, s. 92-37613, Björgvin, s. 91-50991, Kristjáni, s. 9146437, Haf- steini, s. 91-667537. Stjórnin. BR0SUM/ í umferðinni - og allt gengur betur! yUMFERÐAR RÁÐ _______________________Meiming Þorlákstíðir í Skálholti Nú um helgina var haldið upp á það í Skálholti að fimmtán ár eru síðan sumartónleikar upphófust þar á staðnum. í tilefni af þessu var ílutt dagskrá þar sem prestar og félagar úr ísleifsreglu sungu tíöagjörð úr Þorlákstíðum. Þá voru fluttar síðari tíma tónsmíðar þar sem efniviður úr Þorlákstíðum er notaður. í upphafi dagskrárinnar flutti Helga Ingólfsdóttir ávarp en hún hefur verið stjómandi Sumartónleik- anna frá upphafi. Sveinbjörn Rafnsson prófessor flutti erindi um Þorlák helga og samtíð hans. Var það hið fróðlegasta. Hins vegar er erfltt að skilja þörflna fyrir hátalarakerfi í kirkju þar sem hljómburður er venju- lega mikill fyrir. Það er alltaf jafnankannalegt að horfa á mann tala en heyra hljóðið úr honum koma úr kassa á vegg í allt annarri átt, vélrænt eins og úr útvarpi. Þegar hljóðið úr hinum dreifðu hátölurum endurkast- ast víðs vegar um kirkjuna verður úr grautur sem gerir orðaskil illgreinanleg. Því miður fylgdu ekki neinar útskýringar á tónhst- inni í Þorlákstíðum utan þess að getið var í efnisskrá að hún kæmi úr handriti dr. Róberts A. Ottóssonar. Sakar því ekki að geta þess hér að tónlist þessarar tegundar er nefnd Gregorssöngur og kennd við Gregor I. sem var páfi 590-604. Var Gregorssöngur grundvöll- ur tónlistar í kaþólsku kirkjunni í þúsund ár eða þang- að til hann var aflagður á hippatímabilinu mörgum til mikillar eftirsjár. Handrit dr. Róberts er ekki að- gengilegt almenningi en gagnrýnandi DV hefur spurt að í því séu færð fyrir því rök að stefin í Þorlákstiðum séu að uppruna erlend en fyrir langvarandi þróun og notkun orðin íslensk. Þetta er því elsta tónhst íslensk sem ritaðar heimildir eru um, auk þess að vera vitnis- burður þess að íslendingar stunduðu tónlistarlíf á Tónlist Finnur Torfi Stefánsson miðöldum sem fylhlega var sambærilegt við það sem best gerðist annars staðar. í ofanálag eru stef þessi því fegurri sem þau eru annarri tónlist einfaldari og látlausari. Hljómuðu þau mjög vel í hljómburði Skál- holtskirkju enda þótt flutningurinn hafi því miður ekki verið snurðulaus. Shka helgi höfðu menn á Gregorssöng fyrr á öldum að engin alvarleg tónsmíð þótti á traustum grunni byggð nema efniviður væri að einhverjum hluta þaðan fenginn. Það var því einkar vel til fundið að flytja ásamt tíðagjörðinni úr Þorlákstíðum verk íslenskra tónskálda sem nota stefjaefni úr þeim. Voru flutt þarna verk eftir Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Mist Þorkelsdóttur. Því miður var flutningur sumra ver- kanna ekki nógu góður þótt frá því væru undantekn- ingar eins og t.d. söngur Hrafnhildar Guðmundsdótt- ur. Þá var frammistaða hins frábæra Hamrahlíðar- kórs undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur meö miklum ágætum en kórinn flutti þarna Recessional eftir Þor- kel Sigurbjömsson og Magnificat eftir Mist Þorkels- dóttur og var það frumflutningur á síðara verkinu. Þessi tvö verk tóku öðrum fram um ágæti á þessum tónleikum. Aösókn var ágæt á þessa fimmtán ára afmælishátíð Sumartónleika í Skálholtskirkju og er afmæhsbarninu hér með óskaö hamingju og langra lífdaga. 8.-11. ágúst í Kaupmannahöfn. Verð 49.900.- Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í tvíbýli og miði á tónleikana. Pantið strax RATVIS Travel Hamraborg 1-3, sími 641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.