Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990.
15
Hin blinda auðhyggja
Nú hillir undir lok lánskjaravísi-
tölunnar illræmdu. Forsætisráö-
herra lýsti yfir nýlega aö hann teldi
nauösynlegt aö fella hana niöur
enda væri óeðlilegt aö verötryggja
fjármagn en ekki laun. En þaö kom
einmitt í hlut Steingríms Her-
mannssonar aö afnema kaup-
gjaldsvísitölu áriö 1983 án þess þó
aö afnema samtímis lánskjaravísi-
töluna og þess vegna reið yfir fyrsta
holskefla verötryggingar og neyö-
arástand blasti við.
Steingrímur Hermannsson hef-
ur, einkum eftir aö ég flutti frum-
varp á Alþingi 1987 um afnám láns-
kjaravísitölunnar, beitt sér fyrir
því aö hún yröi afnumin.
Andæfðu ekki
Verðbólgubraskarar andæföu ekki
þegar kaupgjaldsvísitalan var látin
hverfa. Enginn sagöi þá aö verið
væri „að kasta hitamælinum í staö
þess að lækna hita verðbólgunn-
ar“. Nú bregður svo við að fjár-
magnseigendur og erindrekar
þeirra ókyrrast og hrópa upp aö-
varanir.
Furöuieg viöbrögö þessara
manna viö afnámi lánskjaravísi-
tölu verða ekki skilin öðruvísi en
svo að þeir beinlínis óski eftir verð-
bólgu og verðbólguvöxtum áfram.
Þeim hlýtur að vera ljóst aö laun-
þegar geta ekki til lengdar sætt sig
við það að íbúðarlán þeirra hækki
frá mánuöi til mánaðar samkvæmt
lánskjaravísitölu en kaupgjaldið
standi í staö.
Líklegt má telja, ef ekki fullvíst,
að launþegar muni senn setja fram
þá kröfu að kaupgjaldsvísitalan
verði upp tekin að nýju nema láns-
kjaravísitalan víki hka.
Hagfræðingar villa um
fyrir fólki
í fjölmiðlum
Ég ætla ekki aö elta ólar við verð-
bólgubraskara og okurkarla sem
skýla sér á bak viö „sparifjáreig-
endur“. En mér finnst harla óviö-
eigandi þegar menn, sem státa af
háskólamenntun og kalla sig hag-
fræðinga, reyna aö villa um fyrir
fólki í fjölmiðlum. Svo gerir einn
þeirra í Morgunblaðinu á þjóð-
hátíðardag.
Sá piltur læst ekki vita að vextir,
engu síður en vinnulaun, ganga inn
í verð vöru og þjónustu. Hann
skellir skolleyrum við þeirri stað-
■ ■ : ■
Mesta hagsmunamál sparifjáreigenda er stöðugt verðlag,
segir meðal annars í greininni,
KjáUaiiim
Eggert Haukdal
alþingismaður
ur“ þegar ríkissjóður er rekinn
með halla, erlend lán tekin og
seðlar prentaðir í óhófi.
Það var ekki heldur nein „verð-
trygging fjárskuldbindinga" á
þriðja áratugnum. Samkvæmt
henni greiðast vextir ekki nema að
hluta á gjalddaga láns. Aðalupp-
hæðin, nær allur verðbólguþáttur-
inn, bætist við höfuðstól skuldar til
greiðslu á löngu árabili.
Vaxtahækkun, jafnvel okurvext-
ir, hafa því ekki nein samdráttar-
áhrif enda hefir útlánaþensla
bankakerfisins aldrei verið meiri
en einmitt á hávaxtaskeiðinu. Þetta
hefir leitt fjölda fyrirtækja og ein-
staklinga í gjaldþrot og hörmungar.
Þetta er ef til vill „löglegt en sið-
laust“ svo að ég noti eftirminnileg
„Líklegt má telja, ef ekki fullvíst, aö
launþegar muni senn setja fram þá
kröfu að kaupgjaldsvísitalan verði upp
tekin að nýju nema lánskjaravísitalan
víki líka.“
reynd að vísitölur ala verðbólgu og
gera hana viðvarandi. Þjóðin hefir
sannarlega fengið að finna fyrir því
síðastliðinn áratug vaxta- og verð-
lagsskrúfu.
Þessi maður virðist gera sér svip-
aðar hugmyndir um verðbólguna
og stjórnmálamaður nokkur um
kreppuna á sínum tíma: „Hún er
eins og vindarnir, enginn veit
hvaðan þeir koma eða hvert þeir
fara.“
Vaxta-auki
á bundnar bækur
Það er barnalegt að vitna í banda-
rískan hagfræðing á þriðja ára-
tugnum þegar aðstæður voru ger-
ólíkar.
Hér er enginn „virkur markað-
orð Jónasar Péturssonar, fv. al-
þingismanns, og orð Vilmundar
Gylfasonar, fv. alþingismanns, af
öðru tilefni.
Hagfræðingurinn „fiskar ekki at-
kvæði“ út á þessi skrif sín en ef til
vill sæmilega þóknun fyrir þau.
Skjólstæðingar hans geta borgað.
Sparifjáreigendur eiga enga sam-
leið með bröskurum sem græða á
verðbólgunni. Mesta hagsmuna-
mál sparifjáreigenda er stöðugt
verðlag. í hækkandi verðlagi má
tryggja hag þeirra með vaxta-auka
á bundnar bækur eins og ég hefi
lagt til í frumvarpi á Alþingi þrjú
ár í röð.
Eggert Haukdal
Ríkismat sjávarafurða:
Fyrirbæri án fyrirheita
Forráðamenn Ríkismats sjávar-
afurða hafa undanfarin ár verið í
hinum mestu vandræðum með að
sannfæra sjálfa sig og aðra um til-
verurétt sinn.
Tilvera þess hefst að stofni til
árið 1904 og þá í þeim tilgangi að
hafa yfirumsjón með afurðamati á
saltfiski til útílutnings og síðan, frá
1961, að opinbert eftirht með fersk-
um sjávarafla hefst.
Gengin stofnun
Öll vegferð stofnunarinnar er hin
mesta raunasaga og hefur starf-
semi fyrst og fremst markast af
meðalmennsku. Þegar farið var að
meta sjávarafla, unninn eða óunn-
inn, í nokkra gæðaflokka hurfu úr
umræðunni ytri mörk gæðanna,
þ.e. það besta og það versta meðan
það var talið hæft til manneldis.
í framhaldi af því var þessi flokk-
un notuð til verðákvarðana og þeir
sem voru með afurðir á þessum
ytri mörkum fengu tilbúið meðal-
verð fyrir sína vöru.
Spánverjar og aðrir sem kunnu
góðan saltflsk að meta gátu ekki
lengur valið framleiðanda til að
versla við og gæðafiskurinn frá
Bíldudal hvarf af sjónarsviðinu.
Því það fékkst ekkert lengur fyrir
vöruvöndunina en þá höfðu verið
margir saltfiskframleiðendur sem
voru með mikil gæði á afurðinni
Kjallarinn
Benedikt Gunnarsson
tæknifræðingur og
framkvæmdastjóri
sónulegu samskipti hættu svo, illu
heilli, að mestu upp úr 1930.
Hálfkák og tuð
Hið opinbera eftirlit stofnunar-
innar með ferskum sjávarafla hef-
ur aldrei verið annaö en hálfkák,
enda fyrst og fremst notað til verð-
lagningar og þar með til hráskinna-
leiks milh kaupenda og seljenda.
Brot á reglum um meðferð sjáv-
arafla voru tekin vettlingatökum
og sem sérkennandi dæmi um þessi
vinnubrögð minnist ég togaraskip-
stjóra sem kom með skip sitt að
landi með alla kassa fulla í lest og
síðan með u.þ.b. 15 tonn af fiski
íslausan og óþveginn í kös á dekki.
Ef starfsmenn ríkismatsins hefðu
dæmt þessi 15 tonn í úrgang og þar
með verðlaus, eins og þeim lögum
samkvæmt var heimilt að gera,
„Öll vegferð stofnunarinnar er hin
mesta raunasaga og hefur starfsemin
fyrst og fremst markast af meðal-
mennsku.“
og erlendir kaupendur vildu skipta hefði það verið sú refsing sem
við og greiða vel fyrir. - Þessi per- dugði, ekki aðeins á þessa útgerð
og áhöfn skipsins heldur hefði allur
veiðiflotinn frétt strax af því gegn-
um þráðlausu samskiptin og verið
þörf áminning fyrir hann hka.
Þessi 15 tonn voru aðeins brota-
brot af þeim afla sem komið var
með að landi á þennan hátt og þessi
skipstjóri montaði sig af því að
hafa fengið 12 kærur vegna ólög-
legrar meðferðar á afla. Kærumar
lágu hjá yflrvaldinu og ekkert með
þær gert og sjálfur hló hann þegar
fundið var að við hann og hélt að
sig skipti ekki máli að fá kæru í
viðbót.
Hann hefði ekki hlegið ef þessi
afli hefði verið dæmdur frá og þá
ábyggilega í eitt skipti fyrir öh enda
þá um leið kominn undir opinbert
eftirht áhafnarinnar.
Nú var vonum seinha að opin-
berir aðilar hættu að tuða um þessi
mál og að þeir sem hagsmuna áttu
að gæta gæðamáhn færu að annast
eftirlitið sjálfir.
Verkefnaleysi
Eftir situr nú hjá stofnuninni af-
urðamat á síld og grásleppuhrogn-
um til útflutnings, auk þess eftirht
með hreinlæti og búnaði í fisk-
vinnslufyrirtækjum og um borð í
fiskiskipum og útgáfa á hæfnisvott-
orðum þar að lútandi.
Það er ekki augljós ástæða fyrir
því að þau verkefni, sem eftir sitja
hjá stofnuninni, eigi að vera undir
sérstakri opinberri forsjá.
í hveiju héraði eru .sérhæfðir
opinberir aðilar sem hafa meiri
burði til að meta og samþykkja
hreinlætis- og heilbrigðisþætti hjá
fiskvinnslufyrirtækjum og um
borð í fiskiskipum en afdankaðir
skipstjórar eða nemendur frá fisk-
vinnsluskólum.
Rússar gera að vísu kröfur um
opinberan stimph á saltsíld, sem til
þeirra fer, en ekki er ástæða th að
ætla annað en að ráðuneytið geti
lögght síldarmatsmenn eins og
aðra matsmenn og trúað þeim fyrir
stimpli með innsigh, þess vegna
síldarmatsins, til að ganga frá út-
flutningsskjölum.
Vegna skorts á verkefnum hefur
stofnunin að undanfomu verið að
sinna verkefnum sem ekki heyra
undir hana, svo sem ýmsum þró-
unarmálum og almennum gæða-
kerfum.
Þeir sem þar eiga hagsmuna að
gæta eru þeir sem að framleiðslu
standa og ef, í nútímaþjóðfélagi,
þarf að neyða þá th bættrar afkomu
þá er íslenskur framleiðsluiðnaður
á glapstigum. Þegar á aht er htið
er þörf á að leggja Ríkismat sjávar-
afurða af og fría íslenska skatt-
borgara frá þessum krossi.
Benedikt Gunnarsson