Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. Merming Andlát -J-K > Verk eftir Toshikatsu Endo i Hafnarborg. DV-mynd JAK Innan hringsins Af skiljanlegum ástæðum eru sýningar á japanskri myndlist fátíðar hér á landi, að frátöldum grafíkverk- um sem stöku sinnum berast hingað á vængjum pósts- ins. Margir minnast eflaust sýningar á verkum grafík- snillingsins Kunito Nagaoka að Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Aö undirlagi Japana sjálfra, nánar tiltekið svokallað- ar Sasagawa stofnunar hér á landi, hefur nú verið komið á fót sjóði sem ætlað er að efla menningarlega samvinnu Japans og Norðurlanda. Endo er þekktur listamaður í heimalandi sínu, er meðal annars fulltrúi Japans á yfirstandandi tvíæringi í Feneyjum. Umfangsmikil verk Viðkomustaður hans hér á landi er Hafnarborg í Hafnarfirði sem nú er óðum að vinna sér nafn sem marktæk sýningarstofnun. Ein og sér hefði stofnun eins og Hafnarborg sjálfsagt ekki efni á að flytja svo umfangsmikla listsýningu til landsins. Því þótt verk Endos séu ekki mörg eru þau þung og mikil um sig. Er þó hugmyndalegt umfang þeirra enn meira. Viö fyrstu yfirsýn virðast hringform Endos úr tré, jámi og bronsi eins og endurómur vestrænnar naum- hyggju, hringlaga verka þeirra Richards Long, Ro- berts Smithson, og Carls André, að viðbættu marg- rómuða japönsku handverki. Nánara samneyti við verk Endos og hugmyndaheim leiðir þó í ljós aðrar áherslur og markmið. Endo lítur ekki á hringinn sem hreint og líflaust form sem aðeins skírskotar til sjálfs sín, eins og áhangendur naumhyggjunnar gera. Né heldur notar hann hringformið sem „tákn“ fyrir eitt- hvað annað, óendanleikann, fullkomnunina, æðri máttarvöld eða annað í þá veru. Til skilnings á sköpunar- verkinu Hringurinn er honum sem hlutgervingur arftekinn- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson ar og sammannlegrar viðleitni til skilnings á sköpun- arverkinu. Sérhver einstakhngur gengur „í hring/í kringum allt sem er“, segir í kvæði Steins Steinarrs (og raunar einnig búddískum fræðum), og fýsir að verða eitt með því sem er innan hringsins. Eldur og vatn eru undirstaða lífsins, og þessa frumkrafta virkj- ar Endo í verkum sínum, beint sem óbeint. Málm- hringir hans eru til orðnir fyrir hita eldsins, tré- drumbar hans eru vígðir eldi og/eða bornir tjöru, sem ítrekar í senn eyðingar- og sköpunarmátt eldsins. Vatnið heldur eldinum í skefjun, það temprar, líknar og gefur líf. Ofan á trédrumbunum eru grópir barma- fullar af vatni og „þrýstingurinn á yfirborði (vatnsins) lyft því yfir brún ílátsins án þess þó að.fljóti yfir“, eins og segir í sýningarskrá. Fyrir utan allt annað er vatnið því eins konar mælikvarði á innbyrðis jafn- vægi í sköpunarverkinu. Eitt með alheiminum Með þessum hætti leitast Endo við að færa lífssýn mannsins í fast form, og um leið að gefa okkur áhorf- endum tækifæri til að komast í tengsl við uppruna okkar, verða eitt með alheiminum. En til þess verðum við að leggja á okkur ferðalag inn á við, inn að þunga- miðju þess hrings sem sérhvert okkar markar sér. Ekki er víst að við séum öll undir slíkt ferðalag búin. Alltént er vel þess virði aö leggja leið sína í Hafnar- borg til að njóta kyrrðarinnar með þessum verkum. Sýningu á verkum Toshikatsu Endo í Hafnarborg lýkur þann 22. júlí næstkomandi. AI Hella Nettke Jónsson lést í Borgar- spítalanum að morgni hins 13. júlí. Guðný Sigríður Sigurðardóttir frá Neskaupstað, Suðurgötu 15, Kefla- vík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 12. júlí. Grétar Ingimarsson frá Bíldudal, Grenigrund 5, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum þann 12. júlí. Skúli Sveinsson, fyrrverandi aðal- varðstjóri og þingvörður, Flókagötu 67, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 13. júlí sl. Málfreð Friðrik Friðriksson, skó- smíöameistari, Ægisstíg 2, Sauðár- króki, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga að morgni 13. júlí. Þóra Stefánsdóttir, Hvassaleiti 16, andaðist í Vífilsstaðaspítala 12. júlí. Jarðarfarir Agnar Sigurðsson lést 6. júlí sl. Hann var fæddur 17. júní 1923, sonur Ragn- hildar Guðmundsdóttur og Sigurðar Ásgrímssonar. Hann lauk sveins- prófi í járnsmíði í Stálsmiðjunni í Reykjavík 1946 og prófi úr Iðnskólan- um sama ár, eftir það vann hann um tíma sem vélviríu í vélsmiðjunni Jötni. Hann lauk prófi úr Vélskólan- um árið 1952 og starfaði eftir það hjá Eimskipafélagi íslands. Eftirlifandi eiginkona hans er Unnur Sigurðar- dóttir. Þau eignuðust þrjú börn sam- an. Einnig gekk' Agnar syni Unnar í föður stað. Útför Agnars verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag kl. 13.30. k DV óskar eftir að ráð Upplýsingar hjá i afgreiðslunni í Ri Kópasker a umboðsmann fr< jmboðsmanni í sín ^ykjavík í síma 91 - á 1. ágúst. na 96-52170 og 27022. HOTEL I REKSTRI TIL SÖLU NL-VESTRA Hótel Vertshúsið, Hvammstanga, sem er í fullum rekstri, er til sölu. Núverandi leigusamningur rennur út 1. sept. 1990. Upplýsingar veittar í síma 95-24157, Sýsluskrifstofan, Blönduósi. Tilboðum ber að skila fyrir 31. júlí 1990 til embættisins. Blönduósi, 13. júlí 1990. Skiptaráðandinn í Húnavatnssýslu Gunnar Hafsteinn Þórðarson, Blika- lóni, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfj arðarkirkj u miðvikudag- inn 18. júlí kl. 15. Hörður Baldursson, Heiðarholti 24, Keflavík, andaðist í Landspítalanum þann 8. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingunn Guðvarðardóttir, Vaflar- braut 11, Akranesi, verður jarðsung- in frá Akraneskirkju þriðjudaginn 17. júlí kl. 14. Útför Páls H. Jónssonar frá Laugum verður gerð frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 20. júlí kl. 14. TiJkyimingar Námskeið í skyndihjálp Reykjavikurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp fyrir almenning. Það hefst miðvikudaginn 18. júli kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Kvöldin sem kennt verður eru: 18., 24., 25. og 30. júlí og 1. ágúst. Nám- skeiðið verður haldið að Fákafeni 11, annarri hæð. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda er á skrifstofutíma í síma 688188. Nú þegar tími sumarleyfa fer í hönd fara margir að hugsa sér til hreyfmgs, ætla að ferðast innanlands eða til útlanda. Reynt verður að heimfæra námskeiðið upp á aðstæður í byggð og óbyggð. Það hefur oft sannast að hjálp nærstaddra getur skipt sköpum á slys- stað. Það er oft auðlærð hjálp sem getur gert mikið gagn. Kosning til kirkjuþings Nýlega er lokið kosningu til kirkjuþings, skv. lögum um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar. Eftirtaldh hafa verið kjömir til setu á kirkjuþingi sem aðalmenn næstu 4 árin: Úr Reykjavíkur- prófastsdæmi: sr. Karl Sigurbjömsson, sr. Hreinn Hjartarson, Hólmfríður Pét- ursdóttir og Jóhann Björnsson. Úr Kjalamessprófastsdæmi: dr. Gunnar Kristjánsson og Helgi Hjálmsson. Úr Borgarfjarðar-, Snæfells og Dalapróf- astsdæmum: sr. Jón Einarsson prófastur og Halldór Finnsson. Úr Barðastrandar- og ísafjarðarprófasts- dæmum: sr. Gunnar Hauksson og Gunn- laugur Jónasson. Úr Húnavatns- og Skagaíjarðarprófasts- dæmum: sr. Ámi Sigurðsson og Margrét K. Jónsdóttir. Úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófasts- dæmum: sr. Þórhallur Höskuldsson og Halldóra Jónsdóttir. Úr Múla- og Austfjaröarprófastsdæmum: sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson og Guðmundur Magnússon. Úr Skaftafells-, Rangárvalla- og Ámes- prófastsdæmum: sr. Sigurjón Einarsson og Jón Guðmundsson. Úr hópi kennara guðfræðideildar Há- skóla Islands: dr. Bjöm Bjömsson. Úr hópi guðfræðinga og presta sem fast- ráðnir em til sérstakra verka innan þjóð- kirkjunnar: sr. Jón Bjarman. Landsbankinn á landsmóti skáta Landsbankinn starfrækti bankaaf- greiðslu á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni og gaf út svokallaðar Undrabækur sem vom sérprentaðar bækur eingöngu ætl- aðar til notkunar þar. Bömin gátu því geymt allt þaö fé sem þau höfðu með- ferðis inni á bók og tekið út vasapeninga til daglegra nota. Einnig gátu þeir fjöl- mörgu erlendu gestir sem sóttu lands- mótið geymt þar gjaldeyri og skipt eftir þörfum. Jóhann Sveinbjömsson stýrir afgreiðslu Landsbankans í Reykholíi. Honum til aðstoðar á landsmótinu vom þær Eygló Gráns, Esther Halldórsdóttir og íris Eiríksdóttir sem vom lánaðar frá Landsbankaútibúinu á Selfossi. Skátarn- ir lögðu stóran skerf af mörkum til skóg- ræktar á landsmótinu þvi um 50.000 trjá- plöntur vom settar niöur þá daga sem mótið stóð yflr. Landsbanki íslands, við- skiptabanki skátanna, veitti fé til styrkt- ar gróðursetningunni. Fjölnnidlar ER VATNSKASSINN BILAÐUR? Gerum við-seljum nýja ameríska - evrópska Ármúla 19,128 Reykjavík Simar: 681877, blikksmíðaverkstæðið 681949, vatnskassaverkstæðið 681996, skrifstofan Spurning um réttlæti Asamt heföbundnum liðum í sjón- varpinu var sýnt finnskt leikrit byggt á sögu eftir Albert Camus. Það íjallaöi um þann terror að vera terroristi. Spumingar um réttlæti leituðu á hugann svo og spumingar um kjark. „Við erum öll hugleys- ingjar, það tekur bara enginn eftir því,“ var sagt. Mannlegar tilfinning- ar virðast viðs Qarri í þessum kalda heimihryðjuverka. Napurlegtflf skyldimaöurætla. Þessi dapri heimur er þó víðs fjarri í huga manns þegar sumarið er ann- ars vegar og maður er staddur uppi á íslandi. Þetta vekur mann þó til umhugsunar um tilveruna annars staðar. Albert Camus var frá Alsír og starfaði sjálfur í ffönsku and- spymuhreyfingunni í seinni heims- styrjöldinni. Hann þekkti því vel hugsanagang þeirra sem ætluðu að ráðast til atlögu. Hann stundaði blaðamennsku í heimaborg sinni, Oran, og skrifaði leikrit og skáldsög- ur. Hlaut hann nóbelsverðlaunin 1957. Efvið vendum okkar kvæði i kross og höfum samviskusamlega borgað áskriftargjöldin okkar getum við lit- ið á dagskrá Stöðvar tvö þetta sama kvöld. Þar kveður við nokkuð ann- an tón, í það minnsta til að byrja með. Ómar Ragnarsson með sína léttu lund hreif áhorfendur með sér í stutta stund en eftir það tók spenn- an við. Þaö má ekkert kvöld vera án spennu. Hitchcock og Boston morðinginn tóku höndum saman og létutilskararskríða. Menn lögðust eftir allt þetta til hvílu og dreymdi sjálfsagt góða drauma. Telma L. Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.