Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 30
.42 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. Afmæli Svanhvít Baldvinsdóttir Svanhvít Baldvinsdóttir, verslunar- maöur og húsmóöir, Orrahólum 7, Reykjavík, er fimmtug í dag. Svanhvít fæddist á Sævarenda í Loðmundarfirði og ólst þar upp sem og í Stakkahlíð. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Alþýðuskólanum á Laugum í Reykjadal 1958 og var síð- ar einn vetur í Námsflokkum Reykjavíkur, auk þess sem hún stundaði nám við Sjókokkaskóla Hótel-og veitingaskólans. Svanhvít starfaði í frystihúsi ís- bjarnarins á árunum 1958-59. Jafn- framt heimilisstörfunum vann hún á Kópavogshæhnu í eitt sumar, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, hjá Útgerðarfélaginu Barðanum í tvö ár, hjá Nesti hf. í eitt ár og í Verslun- inni Ásgeir í Seljahverfi frá 1986-89. Svanhvít giftist 5.7.1960 Sigurði Steindórssyni, f. 10.1.1939, skip- stjóra en þau shtu samvistum 1980. Foreldrar Sigurðar voru Jóhann Ásmundsson, útgerðarmaður í Hrísey, og Anna Björg Sigurðardótt- ir frá Miðhúsum í Eghsstaðahreppi. Böm Svanhvítar og Sigurðar eru GrétaLind Sigurðardóttir, f. 15.2. 1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Emi Sigurhanssyni bátsmanni og eiga þau einn son, Örn ívar, f. 26.1.1989; Sigurður Steindór Sigurðsson, f. 21.4.1961, sjómaður og nemi við Stýrimannaskólann í Vestmanna- eyjum; Vilhjálmur Sigurðsson, f. 21.10.1962, húsasmiður í Reykjavík, í sambúð með Nínu Maríu Reynis- dóttur, f. 17.2.1963 og eiga þau tvö böm, Birgittu Lind, f. 6.9.1985, og Þórólf Hersi, f. 6.10.1988; Anna Björg Sigurðardóttir, f. 22.4.1969, starfs- maður á Hótel Islandi, en hún var í sambúð með Ingólfi Guðmunds- syni, filmuskeytingarmanni hjá Morgunblaðinu og eiga þau einn son, Betúel, f. 12.10.1988; Baldvin Jón Sigurðsson, f. 28.7.1972, nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og Daníel Már Sigurðsson, f. 29.5. 1975, nemi í Hólabrekkuskóla. Á áranum 1982-89 var Svanhvít í sambúð með Sölva Kjerúlf, f. 18.10. 1941, starfsmanni í Álverinu í Straumsvík, syni Önnu og Eiríks Kjerúlf. Bróðir Svanhvítar er Stefán Ingv- ar Baldvinsson, f. 9.9.1943, stýri- maður í Reykjavík, kvæntur Hólm- fríði Jónsdóttur Buck, starfsmanni í Seljahlíð og eiga þau þrjú börn, Guðjón Örn, f. 15.7.1969, nema í bif- reiðasmíði, BaldvinTrausta, f. 25.12. 1972, nema við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og Hrafnhildi Guð- björgu, f. 17.7.1974, nema í Öldusels- skóla. Hálfbróðir Svanhvítar sammæðra er Vilhjálmur Örn, f. 26.4.1930. Fyrri kona Vilhjálms var Bergný Jó- hannsdóttir frá Skriðufelh í Þjórs- árdal en þau slitu samvistum. Böm Vilhjálms og Bergnýjar eru Berg- þóra fóstra, Grétar Örn sjómaður og Guðrún tækniteiknari. Seinni kona Vhhjálms er Amalía Jóns- dóttir fangavörður og em dætur þeirra Ósk og Perla. Þá á Amalía eina dóttur af fyrra hjónabandi, Ingibjörgu Viggósdóttur. Foreldrar Svanhvítar: Baldvin Trausti Stefánsson frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, f. 7.2.1911, d. 6.10. 1983, bóndi á Sævarenda í Loð- mundarfirði og síðar starfsmaður hjá Essó á Seyðisfirði, og Margrét ívarsdóttir frá Hafnarfirði, f. 4.3. 1900, kennari og húsmóðir, en hún dvelur nú á Elhheimihnu Grund í Reykjavík. Baldvin var sonur Stefáns, hrepp- stjóra í Stakkahlíð, Baldvinssonar og konu hans, Ólafíu Ólafsdóttur, hreppstjóra á Patreksfirði, Ólafs- sonar. Móðir Ólafíu var Guðbjörg Torfadóttir. Móðir Stefáns var Ingi- björg Stefánsdóttir, Gunnarssonar af Skíða-Gunnarsætt. Móðir Ingi- bjargar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar, ættfóður Kjarnaættarinnar. Margrét var dóttir ívars Jónsson- ar, sjómanns í Hafnarfirði, og konu hans, Ingveldar Jónsdóttur. Móðir Svanhvít Baldvinsdóttir. Ingveldar var Valgerður Árnadótt- ir, b. í Nýjabæ, Eyjólfssonar, b. í Björnskoti á Skeiðum, Árnasonar, b. í Bjömskoti, Sigvaldasonar. Móð- ir Árna var Margrét Bergsdóttir, hreppstjóra í Brattsholti, ættfóður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Svanhvít verður að heiman á af- mæhsdaginn. Sigurður Þ. Tómasson Sigurður Þ. Tómasson, Bólstaðar- hhð 45, Reykjavík, er níræður í dag. Sigurður er fæddur á Miðhóh í Fehshreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Hann var afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Fellshrepps og reri til Drangeyjar th fuglaveiða á flekum þrjár vorvertíðir 15-17 ára. Sigurður lauk Samvinnuskólaprófi 1930 og var í bóklegu og verklegu námi á vegum Kooperativa Förbundet í Stokkhólmi 1931-1932. Hann var for- stjóri Kjörbúðar Siglufjarðar 1932- 1936 og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Siglfirðinga 1937-1945. Sigurður vann í aðalbókhaldi SÍS í Rvík 1945-1948 og var skrifstofumaður hjá Shell hf. í Rvík 1949-1951. Hann stofnaði síðan Efnagerö Laugarness en seldi hana eftir rúmlega 20 ára rekstur. Sigurður stofnaöi á sama tíma S.Þ. Tómasson hf. sem hann seldi einnig fyrir nokkrum árum. Sigurður kvæntist 2. júní 1935 Maggý Flóventsdóttur. Foreldrar hennar: Flóvent Jóhannsson og kona hans, Margrét Jósepsdóttir. Börn Sigurðar og Maggýjar: Ebba Guðrún Brynhildur, gift Ölafi Skúlasyni biskupi, og Tómas, d. 17. janúar 1975, verkfræðingur. Systk- ini Sigurðar: Guðrún, f. 1909, látin; Jónasína, f. Í913, móðir Tómasar, prests í Háteigskirkju, og Hreins, skattstjóra á Hellu, Sveinssona; Anton, f. 1915, látinn; Björg, f. 12. desember 1917, látin, móðir Tómas- ar Gunnarssonar hrl., Hallfríður, f. 1919; Ólöf, f. 1922; Þórný, f. 1922, ekkja Jóns Kjartanssonar forstjóra; Eggert, f. 1924, látinn, ogMargrét, f. 1926. Foreldrar Sigurðar: Tómas Jónas- son, f. 5. ágúst 1887, d. 7. febrúar 1939, kaupfélagstjóri Kaupfélags Fellshrepps, ogkonahans, ÓlöfÞor- kelsdóttir, f. 30. júh 1885, d. 26. nóv- ember 1963. Tómas var sonur Jónas- ar, b. í Beingarði, Árnasonar, b. í Þverá í Blönduhlíð, Ámasonar. Móðir Árna var Sigríður Magnús- dóttir, b. í Lýtingsstaðakoti, Eiríks- sonar, hreppstjóra á Lýtingsstöðum, Jónssonar, b. á Syðri-Mælifelh, Stef- ánssonar, b. á Lýtingsstöðum, Sig- urðssonar, lögréttumanns á Þor- leifsstöðum, Eiríkssonar, lögréttu- manns í Djúpadal, Magnússonar, lögréttumanns á Ljósavatni, Bjöms- sonar, officialis á Mel, Jónssonar, biskups Arasonar. Móðir Jónasar var Sigríður Jónasdóttir, b. á Þverá, Jónssonar, b. á Þverá, Illugasonar. Móðir Jóns var Guðrún Steingríms- dóttir, systir Jóns eldprests. Móðir Tómasar var Guðrún Tómasdóttir, b. á Ystahóh, Jónssonar. Móðir Guð- rúnar var Guðrún Tómasdóttir, b. í Hvanneyrarkoti, Andréssonar, og konu hans, Hólmfríðar Guðbrands- dóttur. Móðir Guðrúnar frá Ysta- hóh var Anna Bjarnadóttir, b. á Mannskaðahóli, Jónssonar, og konu hans, Guðnýjar Guðmundsdóttur. Ólöf var dóttir Þorkels, b. í Lón- koti, Dagssonar, b. á Karlsstöðum í Ólafsfirði, Bjarnasonar, b. á Karls- stöðum, Sigfússonar. Móðir Bjarna var Guðný Jónsdóttir, b. í Brim- nesi, Arnórssonar, Þorsteinssonar, Sigurður Þ. Tómasson. b. í Stórubrekku, Eiríkssonar, ætt- fóður Stórubrekkuættarinnar. Móð- ir Guðnýjar var Þóra Jónsdóttir, b. á Auðunnarstöðum, og Ingibjargar Jónsdóttur, b. á Melum, Jónssonar, b. á Melum, Oddssonar, ættfóður Melaættarinnar, Þau hjónin verða á Löngumýri á afmælisdaginn. Magnús Elís Halldórsson Magnús Ehs Halldórsson, fyrrv. bóndi, Barónsstíg 24, Reykjavík, er áttræðurídag. Magnús fæddist á Brekku í Norð- urárdal og ólst upp í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu. Hann var í barnaskólanámi hjá Jóhannesi í Kötlum og einn vetur hjá séra Sig- uröi Z. Gíslasyni. Þá var hann einn vetur í orgelnámi hjá Markúsi Torfasyni í Ólafsdal. Hann tók virk- an þátt í leikstarfi og sönglífi í Saur- bæjarhreppi. Magnús flutti í Búðardal 1934, þar sem hann stundaði búskap og húsa- smíðar í fiörutíu og sjö ár. Hann söng í kirkjukór Skarðskirkju og annaðist þar organleik um áratuga skeið. Magnús kvæntist 1934 Guöbjörgu Jónínu Karlsdóttur, f. 5.10.1911, en foreldrar hennar vom Karl Þórðar- son, bóndi í Búðardal, og kona hans, Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Böm Magnúar og Guðbjargar eru Herbjörn Svavar, f. 23.3.1936, bóndi í Búðardal, kvæntur Sigríði Þórðar- dóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú bamabörn; Anna Margrét, f. 27.12. 1940, húsmóðir á Siglufirði, gift Jóni Kristni Þorgeirssyni og eiga þau tvö böm; Jón Þráinn, f. 2.6.1950, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Eddu Helgu Agnarsdóttur og eiga þau tvö böm. Systkini Magnúsar eru Halla Rannveig, f. 22.8.1913, d. 15.1.1989; Ellert Kristinn, f. 1.5.1924, var giftur Benediktu Breiðfiörð en hún lést 1971 en seinni kona Kristins er Sig- þrúður Guðmundsdóttir; Ólafur Herbergur, f. 5.11.1930, kvæntur Jakobínu Magnúsdóttur. Foreldrar Magnúsar: Halldór Ágúst Ólafsson, f. 25.8.1885, bóndi á Tjaldanesi í Saurbæjarhreppi, og kona hans, Margrét Magnúsdóttir, f. 12.4.1889, húsfreyja. Magnús Elis Halldórsson. Til hamingju afmælid 16. • r 90 ára Sigurli na Valgeirsdóttir, Hraíhistu við Kleppsveg, Reykjavík. 70 ára 60 ára Guðrún Lárusdóttir, Norðurbyggö 14, Akureyri. Sigurbjörg Oddsdóttir, Heiðarbrún 5, Hveragerði. Guðmundur H. Gíslason, Meistaravöllum31, Reykjavík. Kristín Haraldsdóttir, Haga, Skeggjastaðahreppi. -------------------------------- SigurðurSvanbergsson, 50 BfQ Eyrarlandsvegi33,Akureyri. -------------------------------- Áata S. Hannesdóttir, GuðmundurMarinósson, Skálagerðil3,Reylgavik. Hiahavegi 4, ísafirði. RagnarS. Guömundsson, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Spftalastíg2,Reykjavík. Sunnuflötl7,Garðabæ. Þuríður Jónsdóttir Þuríður Jónsdóttir, lengst af hús- móðir að Suðurgötu 10 í Sandgerði, en sem dveíur nú að Hrafnistu í Hafnarfirði, er níræð í dag. Þuríður fæddist að Holti í Ölfusi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Maður hennar var Ólafur Vil- hjálmsson, f. 20.2.1897, d. 14.7.1966, oddviti í Sandgerði og eignuðust þau fiögur börn sem öll eru á lífi. Foreldrar Þuríðar vora Guðrún Gottskálksdóttir húsfreyja og Jón Bjömsson, bóndi að Hvoh. Þuríður tekur á móti gestum í Slysavarnahúsinu í Sandgeröi eftir klukkan 16. Þuriður Jónsdóttir. Bili bíllinn getur rétt staðsettur VIÐVÚRUNAR ÞRÍHYRNINGUR skipt öllu máli mÉUMFERÐAR IIráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.