Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990.
43
Lffsstíll
Leikjanámskeið og sumarstarf:
Úrval mikið en
kostar sitt
Sumarstarf með yngri kynslóðinni
er nú í fullum gangi og er úrvai þess
sem í boði er með ólíkindum. Þátt-
tökugjald er mjög mismunandi og fer
eftir hvers eðlis námskeiðið er.
Ævintýra- og leikjanámskeið
í höfuðborginni er starfsemi á veg-
um íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur á 7 stöðum víðs vegar
um borgina. Einnig standa íþróttafé-
lögin fyrir margvíslegu námskeiða-
haldi auk þess sem starfsvellir og
skólagarðar eru starfræktir.
Leikjanámskeið eru mjög vinsæl.
Er krökkunum boðið upp á leiki
ýmiss konar, útivist, íþróttir, skoð-
unarferðir og margt fleira. Verð fyrir
námskeið sem þetta er 3.500 krónur
fyrir 10 daga og er það haldið fyrir
6-12 ára börn.
Ævintýranámskeið eru ætluð að-
eins eldri börnum. Þar er lært á kort
og áttavita og jafnvel farið í stuttar
útilegur þar sem gist er í tjaldi eða
skála. Einnig er farið í ýmsar dags-
ferðir. Kostnaður er 4.600 krónur og
stendur námskeiðið yfir í 11 daga.
Reiðskóli er starfræktur í sam-
vinnu við Hestamannafélag Fáks. Er
: ■ ::7
Að komast í snertingu við náttúruna er ómetanlegt og að kynnast hestinum
af eigin raun er eitthvað sem gleymist seint.
Siglinganámskeið er eitt af því sem í boði er i sumar en ótal margt annað er hægt að gera líka og eru leikjanám-
skeið einna vinsælust.
gjaldið 6.000 krónur og stendur nám-
skeiðið yfir í tvær vikur. Reiðkennsl-
an fer fram í Víöidalnum og stendur
hún yfir í 1 'A klukkustund dag
hvern.
2.000 krónur kostar fyrir sama tíma
á siglinganámskeiöi og er börnunum
þar kennt að róa og sigla, meðferð
búnaðar og fleira.
íþróttafélögin hafa flautað til leiks
að venju og standa fyrir íþróttanám-
skeiðum þar sem leitast er við að
kynna börnunum sem flestar af þeim
greinum sem iðkaðar eru. Má þar
nefna badminton, fijálsar íþróttir,
fimleika, knattspymu, borðtennis,
handbolta og fleira. Er verð á því
2.100 krónur í hálfan mánuð í 4
klukkustundir á dag.
Sundnámskeið eru á dagskrá eins
og ávallt áður. Tímarnir eru 40 mín-
útur hver og standa yfir í rúmar
þijár vikur. Sundið léttir pynjuna
um 1.700 krónur.
Eitt verð gengur yfir öll námskeið-
in sem bjóða upp á sambærilega hluti
og er það samþykkt af íþrótta- og
tómstundaráði.
Hagstætt að búa í Hafnarfirði
Nærliggjandi bæjarfélög eru einnig
mjög virk í námskeiðahaldi. í Hafn-
arfirði er fþrótta- og leikjanámskeiö
í boði á fjórum stöðum í bænum.
Athygli vekur að kostnaður við 2
mánaða námskeið er aðeins 1.200
krónur auk lítilsháttar viðbótar í
rútukostnaði. Er það ætlað fyrir börn
á aldrinum 5-12 ára og koma yngri
börnin á morgnana.
Gera krakkarnir allt milh himins
og jarðar. Meðal annars er farið í
flestar greinar íþrótta og leikja og
Neytendur
koma þekktir íþróttamenn í heim-
sókri til þeirra. Fyrirtækjaheimsókn-
ir eru á dagskrá og einnig eru skoðuð
söfn. Námskeiðinu lýkur með spenn-
andi kassabílaralli.
Hafnfirðingar hafa tekið upp þá
skemmtilegu nýbreytni að sleppa sil-
ungi og laxi í Hvaleyrarvatn sem er
fyrir austan bæinn. Þar liggja 8 bátar
við bryggju og krakkarnir geta feng-
ið að veiða.
Auk þessa alls eru íþróttafélögin í
bænum með ýmis skemmtileg nám-
skeið. Er áætlað að um 1000 börn á
dag virki krafta sína í leik og alvöru,
undir leiösögn 20-25 kennara.
Seltjarnarnesbær hefur boðið upp
á námskeið í júní og júlí. Ágúst er
hins vegar frímánuður því það hefur
sýnt sig að eftirspurn er ekki nægjan^
leg á þeim tíma. 14 daga námskeio
kosta 4.800 krónur og er gefinn sér
stakur systkinaafsláttur á því verði.
Þátttakendur í útilífsnámskeiðunm
fara víða og er kennt allt um útilíf
og annað sem nauðsynlegt er aö vita
í ferðalaginu. íþróttafélögin eru
einnig með mýmörg námskeið og að
sjálfsögðu er synt af fullum krafti í
lauginni.
Sumarstarf fyrir fatlaða
í Kópavogi er líka gert margt og
mikið fyrir börnin. Leikja- og ævin-
týranámskeið kosta 2.600-2900 krón-
ur í 10 daga. Einnig má nefna reið-
námskeið hjá Gusti á 6.000 krónur
en 3.000 krónur eru greiddar fyrir
yngri krakkana, 6-8 ára. Siglinga'*-
námskeið eru í boði og er kostnaður
4.000 krónur fyrir hvert barn í 8 daga.
Öll námskeið í Kópavogi eru opin
fötluðum börnum og eru sérstakir
leiðbeinendur frá Félagsmálastofn-
un þeim til leiðbeiningar. Einnig
verður starfrækt sumarstarf fyrir
fatlaða unglinga.
-tlt
Stöðumælasektir:
Geymið allar
kvittanir
Oft kemur fyrir að rétt þarf að
skjótast inn í næstu verslun og er
þá stoppað stutt. Vilja menn þá
trassa að borga í stöðumæla og
treysta því að ekki verði gefin út
sekt. Þessi leikur tekst ekki alltaf
og er stundum miði á bílnum þegar
að honum er komið. Þá er ekki
annað en að ganga yfir í næsta
banka eða pósthús og greiða sekt-
ina.
Er þá málið úr sögunni. Eða
hvað? Ekki er það nú alltaf svo og
er betra að geyma kvittunina held-
ur en að fleygja henni í næsta
rusladali. Eitt mál af þessu tagi
segir sína sögu.
Auður Hrólfsdóttir fékk stöðu-
mælasekt í vor og greiddi sektina
eins og lög gera ráð fyrir, nánar
tiltekið 2. apríi. Rúmum tveim vik-
um seinna fær hún innheimtuseðil
frá Bílastæðasjóði Reykjavíkur þar
sem henni er boðið aö ljúka málinu
með hærri greiðslu, 750 krónum.
Hún hringir og lætur vita að
greiðslan hafi verið innt af hendi
en þá er henni tjáð að tölvan segi
annað og því beri að greiða reikn-
ingin. Að síðustu sendir Lög-
mannastofan greiðsluseðil með
viðeigandi athugasemdum um
uppboðsaðgerðir.
Hjá Bílastæðasjóði fengust þær
upplýsingar að slík mistök ættu að
sjálfsögðu ekki að eiga sér stað.
Væri sennileg skýring á málinu sú
að rangt hefði verið fært inn á
reikning þeirra hjá bankanum.
Hefur þá viðkomandi kvittun farið
á flakk í bankakerfinu.
í tilviki sem þessu er ekkert ann-
Það sýnir sig að það getur margborgað sig að geyma stöðumælasektar-
miða þó pappirsdraslið geti verið þreytandi á stundum.
að að gera en að borga aftur ef
kvittun er ekki fyrir hendi til sönn-
unar því að greiðsla hafi farið fram.
Hins vegar ef sýnt er fram á að allt
hafi farið fram eftir settum reglum
er krafan felld niður hjá Bílastæða-
sjóði.
-tlt