Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. SKÓBÚÐIN ER HÆTT á Snorrabraut 38 Við höldum stórútsölu ( í Borgartúni 23, gegnt Nóatúni, 16. júlí-3. ágúst. Öll góðu merkin. Fréttir Höfn í Homafirði: Ærin verkefni bíða nýja bæjarstjórans KJTRÍN D I.OI.ITA KRI (qiM valdadige Gerið góð skókaup á alla fjölskylduna. Póstsendum. Skóbúðin Lipurtá Borgartúni 23 — s. 622960 L LANDSVIRKJUN Útboð Vegslóðar vegna 132 kV Blöndulínu Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í vegslóða- gerð vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL-10. Helstu magntölur: Um 27.000 m3 aðflutt malarfylling 5.000 m síudúkur Um 40 ræsi Verklok eru 8. október 1990. Utboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 16. júlí 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- ieitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudag- inn 7. ágúst 1990 fyrir kl. 14.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 12. júlí 1990 Landsvirkjun JúJia Imsland, DV, Höfn: Sturlaugur Þorsteinsson, forseti fráfarandi bæjarstjómar, hefur veriö ráðinn bæjarstjóri á Höfn í staö Hall- gríms Guðmundssonar sem ekki gaf kost á sér áfram í starfið. Alls voru 11 umsækjendur um stöðu bæjar- stjóra. Sturlaugur Þorsteinsson er bygg- ingaverkfræðingur og útvegstæknir aö mennt. Eiginkona hans er Helga Lilja Pálsdóttir, deildarstjóri í tölvu- deild Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga, og eiga þau þrjú böm. Þaö bíða ærin verkefni nýja bæjar- stjórans og sagði Sturlaugur að þar væru framkvæmdir viö innsigling- una til Hafnar forgangsverkefni. Ýmsar kannanir og mælingar eru þegar hafnar og á næstu dögum koma menn frá Hafrannsóknastofn- un og funda með heimamönnum, það er hafnarnefnd, skipstjórum og öðr- um sjófarendum, svo og þeim sem að þessum málum standa og áhuga Sturlaugur Þorsteinsson sestur í sæti bæjarstjóra á Höfn. DV-mynd Ragnar Imsland hafa. ana er verið að athuga um leigu á Opnuð verða útboð i nýjan, kraftm- lóðsbáti þar til nýr bátur kemur á ikinn lóðs- og dráttarbát. Þessa dag- staðinn. Guðjón er stoltur á svip og engu líkara en honum hafi tekist að temja hin villtustu óargadýr. Liklegt er þó að hundarnir hafi reynst hinir gæfustu og að drengnum sé óhætt í návist þeirra. DV-mynd RS Fjörugur fundur í Ámeshreppi: Það ferðast fleiri en ráðherrar Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra hélt fund í Tré- kyllisvík 9. júlí. Fundurinn var óvenju vel sóttur og líflegur, mikiö um fyrirspurnir sem ráðherrann svaraði greiðlega. Ég heyrði að Guðmundur í Bæ Valgeirsson vildi fá ráðherrann í Vestfjarðakjördæmið - svo hrifinn var hann og fundarmenn af ráð- herranum. Fundurinn var mjög líf- legur en venja er í Árneshreppi þegar framsóknarráðherrar koma hér á fundi að enginn þorir að spyrja flokksbræður sína - menn sitja, hlusta og góna á þá eins og skurðgoð sem þeir tilbiðja. Fundarstjóri var Björn Torfason, bóndi á Melum, og er þetta fyrsti fundur sem hann stýrir. Hann er nýkosinn í hreppsnefnd og var sá eini hinna nýkjörnu hreppsnefnd- armanna sem var heima. Hinir voru allir í ferðalögum, svo þaö ferðast fleiri en ráðherrarnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.