Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990.
7
DV
Lífsnauðsynlegt fyrir SS - en hvað um ríkið?
Viðskipti
Þingmenn Suðurlands þrýsta
á að ríkið kaupi SS-húsið
Rikisstjórnin ákvaö á fundi sínum
3. júlí aö láta kanna notagildi og
kostnað við kaup og endurbætur á
nýbyggingu Sláturfélags Suöurlands
í Laugamesinu í Reykjavík. Fyrir
Uggur að þingmenn Suðurlands hafa,
allir sem einn og hvar í flokki sem
þeir eru, þrýst á ríkisstjórnina að
kaupa þessa byggingu sem Sláturfé-
lagsmenn segja sjálfir að hafi verið
mistök að byggja. Stjórnarformaður
Sláturfélagsins segir að það sé lífs-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) ' hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3jamán.uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5,5 Ib
18mán. uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb
Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 Ib
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupqengi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlán til framleíðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandarikjadalir 10.10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýsk mörk 9.9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4.0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. júni 90 14,0
Verðtr. júní 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júli 2905 stig
Lánskjaravísitalajúnl 2887 stig
Byggingavísitala júli 549 stig
Byggingavisitala júlí 171,8 stig
Framfærsluvisitala júlí 146,4 stig
Húsaleiguvisitala hækkar 1,5% l.júlí.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,976
Einingabréf 2 2,714
Einingabréf 3 3.275
Skammtímabréf 1.684 j
Lifeyrisbréf
Gengisbréf 2,161
Kjarabréf 4.930
Markbréf 2,621
Tekjubréf 1,979
Skyndibréf 1.473
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,394
Sjóðsbréf 2 1,763
Sjóðsbréf 3 1,674
Sjóðsbróf 4 1.421
Vaxtarbréf 1.6900
Valbréf 1,5885
Islandsbréf 1,031
Fjórðungsbréf 1,031
Þingbréf 1,031
öndvegisbréf 1,030
Sýslubréf 1,032
Reiðubréf 1,020
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 462 kr.
Flugleiöir 180 kr.
Hampiðjan 162 kr.
Hlutabréfasjóður 154 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr.
Eignfél. Alþýðub. 115 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 157 kr.
Eignfél. Verslunarb. 135 kr.
Oliufélagiö bf. 467 kr.
Grandi hf. 172 kr.
Tollvörugeymslan hf. 107 kr.
Skeljungur hf. 500 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóöirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
ekkert hefur gengið að selja bygginguna á almennum markaði
nauðsynlegt fyrir félagið að selja
þetta hús, svo þungur baggi sé það á
félaginu. Sláturfélagið var búið að
auglýsa húsið til sölu á almennum
markaði en það seldist ekki. Þá kom
upp sú hugmynd að ríkið keypti
bygginguna undir Listaháskóla, þar
sem kennd yrði myndlist, tónlist og
arkitektúr. Nýjasta hugmyndin og sú
sem líklegast verður farin er sú að
ríkið kaupi húsið undir Þjóðminja-
safn og að Háskólinn kaupi húseign
safnsins við Suðurgötuna.
„Ríkið ekki að bjarga okkur“
„Það er engan veginn vist að ríkið
kaupi húsið. En fari svo tel ég að rík-
ið sé ekki að bjarga okkur heldur að
styrkja þá stefnu að það sé meira af
hráefnaiðnaðinum úti á landsbyggð-
inni,“ segir Páll Lýösson, stjórnar-
formaður Sláturfélags Suðurlands.
Páll segir að ljóst sé að Sláturfélag-
ið þurfi ekki og ætli sér ekki að nýta
húsið í Laugarnesi og sé ætlunin að
vera með þungan í starfseminni í
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
húsakynnum félagsins á Suðurlandi,
sérstaklega á Hvolsvelli.
Sláturfélagið hætti að leggja meira
í nýbygginguna í Laugarnesi fyrir
um tveimur árum, að sögn Páls. „Það
var of stór biti fyrir félagið að ráðast
í byggingu þessa húss, ásamt því að
byggja stórt og fullkomið sláturhús
á Hvolsvelli og kaupa verslunar-
húsiö á Eiðistorgi. Þetta gat ekki
gengið upp. Við lifum á öðrum tímum
en fyrir tíu árum þegar lánsfé var
ekki verðtryggt."
SS hefur selt Lýsingu hf.
stórhýsið að Eiðistorgi
Sláturfélagið hefur selt verslunar-
hús sitt á Eiðistorgi. Það var fjár-
mögnunarfyrirtækið Lýsing hf„ sem
er meðal annars í eigu ríkisban-
kanna Landsbankans og Búnaðar-
bankans sem keypti þetta stórhýsi
og þar með losnaði Sláturfélagið út
úr erfiðu dæmi vestur í bæ. „Það var
mjög nauðsynlegt að selja Eiðistorg-
ið,“ segir Páll Lýðsson.
Þingmenn Suðurlandskjördæmis
hafa alhr sem einn þrýst á að ríkið
kaupi húseign Sláturfélagsins í
Laugarnesi. „Við þingmenn Suður-
lands höfum rætt við ráðherra hvort
grundvöllur sé fyrir því að ríkið yfir-
taki húsiö og finni því hlutverk. Þetta
er eitt glæsilegasta húsið í Reykjavík,
á góðum stað og með gott landrými.
Það er kjörið fyrir Listaháskóla eöa
Þjóðminjasafn," segir Guðni Ágústs-
son, þingmaður Framsóknarflokks-
ins á Suðurlandi. Ákvörðun ríkis-
stjómarinnar hinn 3. júlí síðastlið-
inn, um að láta kanna kaup á ný-
byggingu Sláturfélagsins í Laugar-
nesi, hefur enn á ný varpað ljósi á
kaup ríkisins og Reykjavíkurborgar
á stórhýsum sem seljast illa eða alls
ekki á almennum fasteignamarkaði.
Umdeild kaup ríkisins
Þekktasta dæmið frá fyrri árum er
án efa kaup ríkisins á gamla Víðis-
húsinu við Laugaveginn. Þá urðu
kaup fyrrverandi menntamálaráð-
herra, Sverris Hermannssonar, á
stórhýsi Mjólkursamsölunnar við
Laugaveginn fyrir nokkmm ámm
ekki síður umdeild.
Reykjavíkurborg hefur einnig
komist verulega inn í umræðuna um
kaup fasteigna af fyrirtækjum sem
nauðsynlega þurfa að losna við eign-
ir. Reykjavíkurborg keypti hús Al-
mennra trygginga hf. við Síðumúl-
Þorsteinn Pálsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti andstæðinga
rikisstjórnarinnar. Guðni Ágústsson er þingmaður Framsóknarflokksins og
styður rikisstjórnina. Báðir eru þingmenn Suðurlands og eiga það sameigin-
legt að þrýsta á rikisstjórnina að kaupa hús Sláturfélags Suðurlands í Laug-
arnesi.
ann eftir að Sjóvá og Almennar sam-
einuðust og illa hafði gengið að selja
húsið. Reykjavíkurborg keypti veit-
ingahúsið Broadway í fyrrasumar og
kom það sér einkar vel fyrir Ólaf
Laufdal veitingamann sem þurfti
nauðsynlega að losa um eignir vegna
byggingar Hótel íslands. Þá vakti það
nokkra athygli á dögunum þegar
Reykjavíkurborg keypti húsnæöi Al-
þýðubandalagsins við Hverfisgötu.
Spurningarmerkið hefur fyrst og
fremst verið sett viö það hvort það
sé siðferðislega rétt að stjórnmála-
menn kaupi eign af stjórnmálaflokki
og noti til þess fé skattborgara.
Rjkið vill aukinn hlut
í íslenskum aðalverktökum
Víkjum þá aftur að ríkinu. Það
íhugar þessa dagana kaup á fleiri
stóreignum en stórhýsi Sláturfélags-
ins í Laugarnesi. Ríkið vill eignast
meirihlutann í einokunarfyrirtæk-
inu íslenskum aðalverktökum sem á
milljarðasjóði eftir að hafa eitt setið
að framkvæmdum fyrir herinn á
Keflavíkurflugvelli. Ríkið á íjórðung
í Aðalverktökum, Sambandið fjórð-
ung og Sameinaðir verktakar helm-
ing. Gagnrýnisraddir á kaupin hafa
einfaldlega sagt að ríkið eigi ekki að
auka hlut sinn í fyrirtækinu heldur
fremur að losa sig út úr því og af-
nema einokun Aðalverktaka á Kefla-
víkurflugvelh.
Því má svo bæta hér við að kaupi
ríkið 27 prósent til viðbótar í Aðal-
verktökum kemur það sér ekki síst
vel fyrir Samband íslenskra sam-
vinnufélaga sem rær geysierfiðan líf-
róður.
Þess má geta að þegar Sambandið
þurfti að selja stórhýsi sitt við Sölv-
hólsgötu fyrir þremur árum vegna
nýbyggingarinnar á Kirkjusandi var
það ríkið sem kom til sögunnar og
keypti.
Hin gömlu sannindi koma því stöö-
ugt í ljós að það þarf stóra og ríka
kaupendur til að kaupa stór hús fyr-
irtækja. Ríkið með alla skattpening-
ana er ríkast allra.
-JGH
SUMARSALA
nú rýmum við til fyrir haustvörum
AFSLÁTTUR
a f ö 1 1 u m
V Ö R U M
Q
i
!»
S á m e ð a n
3
j
B I R G O ■ R
h
K
O
*>
*■ e n d a s t
k-
K
o
*> ________________________________________________________________________
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
u HnUHSÍksmÍS
HERRflFflTflVER/LUn
BIRGI/
Fákafeni 11 ~ Sími 91-31170
9