Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. dv___________________Útlönd ísrael: Shamir styrkir stöðu sína Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, séður með augum teiknarans Lurie. Teikning Lurie Nú þykir sem hin nýja ríkisstjórn ísraels undir forystu Yitzhaks Sham- ir hafi styrkt stööu sína verulega þær fyrstu vikur sem hún hefur veriö við völd. Búist hafði verið viö að stjóm Likud-flokksins og nokkurra lítilla öfgasinnaöra hægriflokka myndi ekki reynast traust og spáöu ýmsir stjómmálamenn henni ekki langra lífdaga. En frá því aö hin nýja stjóm Sham- irs tók við, fyrir fimm vikum, hafa mótbárur almennings veriö litlar og Shamir forsætisráöherra er ánægð- ur. í síðustu viku var horin fram vantrauststillaga á stjómina í þing- inu en tillagan var ekki samþykkt. Viö þær kosningar hefur stjórnin enn styrkt stöðu sína en valdabarátta innan Verkamannaflokksins þykir ekki spilla fyrir forsætisráöherran- um. Mjög góður málamiðlari Shamir hefur þótt sérstaklega góö- ur málamiðlari. Góðan árangur sinn má hann einmitt þakka getu sinni til að sveigja í réttar áttir á hverjum tíma. Að þessu sinni hefur hann tek- iö tíllit til krafna samstarfsflokkanna sem og annarra, eins og Bandaríkj- anna, án þess þó aö hafa þurft aö gefa verulega eftir. Hann hefur getaö komiö í veg fyrir að beiðni Bandaríkjanna, um aö fyrstu friðarviðræður ísraela og Pal- estínumanna eigi sér stað fljótlega, verði að veruleika. En síðasta stjórn hans með Verkamannaflokknum féll á því máh. Forsætisráðherrann hefur gert hvað hann hefur getað til að styrkja stöðu stjórnarinnar. Til að reyna aö bæla niður erlenda gagnrýni bauð Shamir sendifuhtrúa Sameinuðu þjóðanna í ferð um herteknu svæðin þar sem stríðsástand hefur ríkt í á þriðja ár. Þá lýsti hann því yfir að sovéskir gyðingar yrðu ekki sendir á herteknu svæðin th að tryggja áfram straum þeirra til ísraels. Heima fyrir hefur Shamir tekist að friða sam- starfsflokka sína með því aö veita þeim eftirsótt ráðuneyti. Þetta eru örfá dæmi þess hvernig Shamir hefur náð þetta góðum ár- angri með stjórn sína; stjórn sem þótti fyrirfram dauðadæmd. For- ystumenn Likud-flokksins vænta þess að styrkja stöðu sína enn frekar en þeir eru bjartsýnir á að einn smá- flokkurinn til viðbótar muni ganga til Uðs við stjórnina. Með þvi myndi stjórn Shamirs fjölga þingsætum sín- um um fjögur, úr 62, af 120 möguleg- um, í 66. Reuter \andann við frárennsli og þrif gólfa ogstœrriflatajafnt innanhússsem utan. MEARIN frárennslisrennur eru fram- leiddar úr níðsterku frost- og hitaþolnu plasti í 50 og 100 sentímetra löngum ein- ingum sem sérlega auðvelt og fljótlegt er að leggja. MEARIN rennurnar þola m.a. sýrur, salt, olíur, bensín o.fl. Þœr henta því mjög vel til notkunar á eftirtalda staði: HEIMKE YRSLUR GÖNGUGÖTUR GÁNGSTÍGA BÍLASTÆÐI BÍLSKÚRA SVALIR VERKSMIÐJUR verkprýði hf Faxafeni 9, sími 688460, fax 37574 Gróöurhúsaáhriíin: Ágreiningur iðnríkja Verði ekkert gert til aö draga úr loftmengun af völdum koltvísýr- ings og annarra gastegunda í and- rúmsloftinu, sem taldar eru valda gróðurhúsaáhrifum, verður lofthiti á jörðinni þremur gráðum hærri í lok næstu aldar en hann er nú. TU að stöðugleiki í hitastigi jarðar ná- ist þurfa iðnríki að minnka notkun koltvísýrings um sextíu prósent. Þetta er niðurstaða nefndar á veg- um Sameinuðu þjóðanna sem kannaö hefur breytingar á loftslagi í heiminum. Koltvísýringur er það hættuleg- asta loftslaginu sem mannkynið hefur komið fram með. Hann myndar hálfgert teppi umhverfis jörðina og einangrar hana með þeim afleiðingum að hitastigið hækkar. Vísindamenn hefur lengi grunað að koltvísýringur sé valdur að breytingum á loftslagi en ákaft er deilt um hve mikil áhrif hans eru. Eins og fram kom hér aö fram- an telja sumir að hitinn muni hækka um þrjár gráður á næstu eitt hundrað árum. Aðrir telja eina gráðu nærri lagi. En ljóst er að með hækkandi hitastigi koma mörg vandamál, svo sem aukin hætta á flóðum. Ágreiningur Umhverfismál eru á allra vörum þessa dagana, ekki síst stjórn- málamanna. Á nýafstöðnum fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims var þetta mál mjög til umræðu. Margaret Thatcher, breski forsæt- isráðherrann, sagði að ekki lægju fyrir fullnægjandi vísindalegar upplýsingar um gróðurhúsaáhrifin en þrátt fyrir það réttlættu þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru, að gripið verði til aðgerða nú. Bandaríska stjómin er á annarri skoðun. Aö sögn starfsmannastjóra Hvíta hússins, Johns Sununu, telja bandarísk yfirvöld að fyrirliggj- andi upplýsingar nægi ekki. Eins og gefur að skilja voru skoð- anir skiptar á þessum fundi. En aðildarríkin samykktu að beita sér fyrir því að innan landamæra þeirra verði dregið úr loftmengun. Aftur á móti náðist ekki milliríkja- samkomulag um þetta viðkvæma mál. Bush Bandaríkjaforseti vísaöi á bug gagnrýni um að leiðtogarnir hefðu „klúðrað" umhverfismálum, sem fyrir fundinum lágu, með ýms- um málamiðlunum sem í raun segðu næsta lítið. Vestur-þýski kanslarinn, Helmut Kohl, hafði hvatt til þess að leiðtogamir sam- þykktu hámark á notkun koltví- sýrings og annars þess sem hefur í fór með sér shkar loftslagsbreyt- ingar eða gróðurhúsaáhrif. En hvatning hans féll 1 grýttan jarðveg og málinu var vísað til komandi umhverfisvemdarráðstefnu í Bandaríkjunum á næsta ári. Reuter Útsölustaðir: Lyfjaberg, Hraunbergi 4. Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68. Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76. Snyrtivöruverslunin Thorella, Laugavegsapóteki, Laugavegi 16. Snyrtivöruverslunin Stella, Bankastræti 3. Vesturbæjarapótek, Melhaga 20-22. Garðsapótek, Sogavegi 108. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b. Apótek Garðabæjar, Hrismóum 4, Garðabæ. Apótek Mosfells, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Akureyrarapótek, Hafnarstr. 104, Akureyri. Apótekið Siglufirði, Norðurgötu 4, Sigluf. Dalvikurapótek, Goðabraut 4, Dalvik. Essoskálinn (snyrtivörudeild), Flateyri. Nesapótek, Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi. Snyrtivöruversl. Sandra, Reykjavíkurvegi 50. HEILDIN sf. sími 656050 Fcest aöeins í apótekum og snyrtivöruverslunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.