Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 4
* MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990; Fréttir__________________________________________________________________________pv TiIIögur formanns landbúnaðamefndar GATT: Nidurgreiðslur bannaðar og útflutningsbætur afnumdar þurfum að endurskoða íslenska landbúnaðarstefnu, segir Kjartan Jóhannsson Allt bendir til þess aö íslendingar verði neyddir til að endurskoða land- búnaðarstefnu sína á næstu mánuð- um. Við slíka endurskoðun þyrfti að stefna að afnámi útflutningsbóta, niðurgreiðslna og innflutningstak- markana sem rökstuddar eru með heilbrigðiskröfum. B.E. Zeeuw, formaður landbúnað- amefndar GATT (samkomulag um tolla og viðskipti), hefur sett fram samkomulagsgrundvöll varðandi umræður aðildarríkja GATT um aukin viðskipti með landbúnaðar- vörur. Stefnt er að því að samkomu- lag náist í desember næstkomandi. í tillögum Zeeuw er gert ráð fyrir að stórlega verði dregið úr útflutnings- bótum. Að vissar tegundir styrkja til landbúnaðar verði dæmdar óhæfar og er þar fyrst og fremst átt við fram- leiðsluhvetjandi styrki, til dæmis niðurgreiðslur eins og íslendingar hafa notast við. Zeeuw leggur auk þess til að dregið verði stórlega úr innflutningstakmörkunum af hefl- brigðisástæðum og spomað verði þannig við tæknflegum viðskipta- hindmnum. í íjórða lagi leggur Zee- uw til að innflutningskvótar verði aflagðir en innflutningi þess í stað stýrt með tollum. Þetta era meginatriöin í tillögum Zeeuw. Hann byggir þær á sjónar- miðum aðfldarríkja GATT og er þvi almennt áiitið að það samkomulag sem gengið verður frá í desember verði á svipuðum nótum. Það er einkum þrennt í tillögum Zeeuw sem varðar íslenska land- búnaðarstefnu. í fyrsta lagi gerir hann ráð fyrir að stórlega verði dreg- ið úr útflutningsbótum en þær hafa verið helsta tæki íslendinga til að losna við offramleiðslu. í öðru lagi leggur hann til að niðurgreiðslur verði dæmdar óhæfar en niður- greiðslukerfið er homsteinnin í ís- lensku landbúnaðarstefnunni. í stað niðurgreiðsla leggur Zeeuw til að leyfðir verði byggöastyrkir án tengsla viö framleiðslu. í þriðja lagi verða íslendingar að endurskoða bann við innflutningi á niðursoðnu kjöti og öðrum vörutegundum sem vafasamt er að standist bann af heil- brigðisástæðum. í tillögum Zeeuw er gert ráð fyrir aðlögunartíma í allt að tíu ár. Eins og fram hefur komið í DV hefur land- búnaðarráðuneytið nú unnið að framlengingu búvörusamnings við bændur allt til ársins 1998. í viðræð- um ráðuneytisins við bændur hefur ekki verið gengið út frá miklum breytingum frá núverandi stefnu. Sú stefna yrði dæmd óhæf af GATT ef tfllögur formanns landbúnaðar- nefndar samtakanna næðu fram að ganga. „Menn munu taka grundvallar- ákvörðun um hvernig þessum mál- um verður háttað í desember en síð- an verður einhver aðlögunartími tfl að hrinda þeim í framkvæmd," sagði Kjartan Jóhannsson, sendiherra og fulltrúi íslendinga í landbúnaðar- nefndinni. „Ég tel að við þurfum að taka alia okkar stefnu í þessum málum strax til endurskoðunar þannig að hún sé í samræmi við það sem er líkleg nið- urstaða - ég spyr nú ekki að þegar niðurstaðan liggur fyrir í desember. Svíar og Finnar em komnir nokkuð langt í þeim málum,“ sagði Kjartan. -gse Óveðrið á laugardag: Bryggjur skemmdust í smábátahöfninni d - þakplata losnaði á Langholtskirkju í ofviðrinu, sem gekk yfir höfuð- borgina á laugardag, skemmdust bryggjur í Snarfarahöfninni í Reykjavík. Eigendur báta bmgðu skjótt við og mættu á staðinn tfl að festa báta og vera tilbúnir til aðgerða ef þörf krefði. Enginn bátur losnaði upp né skemmdist en skemmdir urðu á bryggjunum. Bryggjumar em svo- kallaðar flotbryggjur og fóm þær í sundur á nokkrum stöðum án þess þó að slitna frá. Smábátahöfnin er vel varin en í þessari vindátt stóð beint á höfnina og auk þess var lág- sjávað sem gerði það að verkum að bryggjufestingar losnuðu. Ibúar nálægt Langholtskirkju hringdu í lögreglu vegna þakplötu sem óttast vaí að myndi losna. Að undanförnu hefur verið unnið að því að skipta um þakplötur á safnaðar- heimilinu og kanturinn því ófrágeng- ixm. Platan var laus efst á þaki safn- aðarheimilisins rétt við skorsteininn og olli hún töluverðum hávaða þegar hún nuddaðist við. Vegna veðursins þótti ekki óhætt að senda menn upp á bratt þakiö til viðgeröa en smiðir biðu átekta. Ekkert var þó að óttast því platan reyndist vel negld niður á ööram stöðum. Mikið af lausu drash fauk mn götur borgarinnar og garðar urðu víða illa úti. í Kópavogi losnuðu túnþökur sem settar höfðu verið niður nýlega við veginn á mótum Reykjavíkur og Kópavogs. -JJ í rúmar tvær klukkustundir voru eigendur báta í Snarfarahöfninni að binda bátana betur og forða þeim frá skemmdum í óveðrinu. Bryggjur skemmd- ust aðeins en allir bátar sluppu. DV myndir S. í dag mælir Dagfari Skrattanum skemmt Núverandi forráðamenn Stöðvar tvö hafa veriö að bisa við aö rétta fjárhag Stöðvarinnar við. Þeir lögðu sjálfir fram hundmð millj- óna til að bæta eiginfjárstöðuna og hafa svo verið að halda blaða- mannafundi til að kynna ástandið! Upplýst er að skuldir Stöðvar tvö nema fjórtán hundmð níutíu og sex milljónum króna. Skuldir umfram eignir era 670 milljónir króna og tap á rekstri síðasta árs nam krón- um eitt hundrað og fimmtíu millj- ónum. Nú síðast uppgötvuðu eig- endumir að fyrri eigendur höfðu lánaö sér einar tuttugu og fimm milljónir króna og höfðu greitt þá skuld aftur með skuldabréfi til fimmtán ára, án veða eða verð- tryggingar. Allt lítur þetta heldur illa út og þar að auki er bankinn hálfpartinn búinn að loka á Stöðina og heimtar tryggingar fyrir áfram- haldandi lánveitingum. Yfir þessu hafa núverandi eig- endur Stöðvarinnar verið að kvarta og það er einmitt í kjölfarið á þessum opinbem klögumálum , sem fyrrverandi stjómarformaður Stöðvar tvö, Hans Kristján Áma- son, getur ekki lengur orða bund- ist. Hann skrifar langa grein í Moggann í síðustu viku og er ákaf- lega hneykslaður. Hann er hneykslaður á nýju eigendunum fyrir að vera kvarta undan slæm- um fjárhag sem þeir máttu vita um og hann kvartar undan ósann- gjömum árásum á sjálfan sig og aðra frumherja. Hans líður eins og „hálfgerðum blóraböggli í hugum ýmissa gráðugra huldumanna". Hefur hanh þó ekki annað sér tfl saka unnið en stofna og sjósetja sjónvarpsstöð (sem er reyndar ekki allskostar rétt því Hans segist bera ábyrgð á fjölmörgum mistökum og vera í ofanálag bersyndugur. Það veit sá sem allt veit og nokkrir þar að auki). En að þessum syndum slepptum og mistökum er hér um blásak- lausan mann að ræða sem hefur ekki gerst sekur um annað en að standa að sjónvarpsstöð og stofna til skulda sem nú era tæpar sjö hundmð milljónir umfram eignir. Em þó meðtalin í eignunum skuldabréf Hans Kr. og annarra þeirra sem eiga svo mikið inni hjá Stöðinni að þeir samþykkja að borga inneignir sínar með verð- lausum skuldabréfum. Hans Kristján er hissa á núver- andi eigendum að kvarta undan þessu fjárhagsástandi. Hans er hissa á því að nýju eigendumir séu ekki fegnir því að gömlu eigend- umir leggi fram skuldabréf tfl lúkningar skuldum sínum sem em í rauninni inneign þeirra. Hans segist hafa lengi beðið efitir leyni- vopni nýju valdhafanna og enda þótt hann fái ekki lengur aö sitja blaöamannafundi er ekki annað aö heyra en fyrrverandi stjómarform- aður hafi skrifstofu til sinna um- ráða þar sem hann getur mætt í einfeldni sinni og sakleysi á morgn- ana og fylgst með því hvað hinir eru að gera. Hans vill ekki að núverandi ráða- menn skemmti skrattanum og leggur til að innanfélagsdeilum linni. Það gerir hann með langri og ítarlegri grein í Morgunblaðinu þar sem hann lýsir rógburðinum frá nýju eigendunum og vankunn- áttu þeirra sem tekið hafa við fyrir- tækinu. Þegar ljóst liggur fyrir að skuldir Stöðvarinnar eru hálfur annar milljarður og skuldir um- fram eignir hátt í milljarð og tap- reksturinn eitt hundrað fimmtíu og fimm milljónir vill Hans gefa nýju eigendunum góð ráð. Hann er jú maðurinn tfl þess. Ráðin era einfóld. Þaö þarf að bæta reksturinn og snúa tapinu upp í hagnað. Nýju eigendumir þurfa að afsala völdum sínum til annarra og þá sérstaklega tfl þeirra sem stofnuðu til skuldanna. Síðast en ekki síst þarf að endurheimta markaðshlutdeild stöðvarinnar. Þetta eru einfold ráð og hagnýt frá manni sem veit hvað hann syngur. Hans Kristján var með í því að stofna Stöðina og stofna tfl skuld- anna og hann veit ekki betur en að það hugsjónastarf hafi gengið vel og hann skflur ekki fjárhags- vandræði nýju eigendanna þegar það eitt þarf að gera að snúa tapinu í gróða. Hvers vegna er þessi maður ekki hafður með í ráðiun? Með ráð á hverjum fingri og bersyndugur í þokkabót. Þaö veit sá sem allt veit og nokkrir þar að auki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.