Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. Utlönd Gorbatsjov og Kohl funda um sameinað Þýskaland: Samkomulag í sjónmáli Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, funduðu I gær, m.a. um hernaðarlega stöðu sameinaðs Þýskalands. Leiðtogar Sovétríkjanna og Vest- ur-Þýskalands, þeir Mikhail S. Gor- batsjov og Helmut Kohl, gáfu í skyn að samkomulag um hemaðarstöðu sameinaðs Þýskalands í framtíð- inni væri innan seihngar. Gor- batsjov og Kohl voní léttir á brún þegar þeir ræddu við blaðamenn í gær að loknum fyrsta fundi þeirra en Kohl er nú í Sovétríkjunum. Þeir létu að því liggja að samkomu- lag þeirra í milli um svo viðkvæm og umdeild málefni eins og hugsan- lega aðild sameinaðs Þýskalands að NATO, Atlantshafsbandalaginu, sem og þak á her Þjóðverja í fram- tíðinni væri í sjónmáli. Leiðtogarnir vildu ekki tjá sig nánar en ráðgjafar þeirra voru málglaðari. Þegar Gennadí Gera- simov, talsmaður sovéska utanrík- isráðuneytisins, var spurður aö því hvort hann byggist við samkomu- lagi um aðild sameinaðs Þýska- lands að NATO svaraði hann því játandi. Sovétmenn hafa hingað til ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við slíkar hugmyndir og m.a. lagt til að þjóðin eigi aðild að báðum hern- aðarbandalögum. Vesturlönd vilja aftur á móti þýsku þjóðina í hið vestræna hemaðarbandalag. Kohl og Gorbatsjov ræddu ekki um hugsanlegan íjölda í herliði hins sameinaða Þýskalands fram- tíðárinnar en Gerasimov sagðist búast við samkomulagi varðandi það málefni. Hann vildi ekki nefna Simamynd Reuter hvert þakið yrði en í fjölmiðlum hefur veriö skýrt frá 350 þúsund hermönnum beggja ríkja. Alls em sjö hundruð þúsund hermenn í báðum þýsku herjunum nú. Moskvustjórnin hefur lagt til 250 þúsund manna hámark hers sam- einaðs Þýskalands. Stjórnarerindrekar í Moskvu segjast ekki búast við að Gor- batsjov muni leggja afdráttarlausa og skilyrðislausa blessun sína yfir aðild sameinaðs Þýskalands að NATO á fyrirhuguðum fundi beggja með blaðamönnum síðar í dag. Þeir telja líklegra að sovéski leiðtoginn skýri frá breyttri afstöðu Sovétríkjanna í sex-þjóða viðræð- unum - þ.e. þýsku þjóðanna auk Bandaríkjanna, Bretlands, Sovét- ríkjanna og Frakklands - um landamæri sameinaðs Þýskalands og hernaðarlega stöðu þjóðarinnar. Leiðtogunum tveimur var vel fagnað í Stavrapol, heimabæ Gor- batsjovs, í gær en þangað héldu þeir eftir viðræður í Moskvu. Þús- undir manna, með þýska og sov- éska fána, tóku á móti þeim. Þar munu þeir dvelja í dag og ræða saman. Áætlað er að Kohl haldi heim á leið síðdegis í dag. Reuter ANITECHóöoo HQ myndbandstæki 14daga, óstöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna ,,Euro Scart'' samtengi „Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilboð 29.950 stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. Afborgunarskilmálar [||] FÁKAFEN 11 — SIMI 688005 TOPP GÆÐIA 0TRULE6U VERÐI jNÝSENDIN^M^t&^L ^ «ST>CRÐIR - 20" - 26". 6 - VISA // Samkort Raðgreiðslur G.Á. Pétursson hf Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Lögreglumaður kveikir I kókaini skammt frá heimili Escobars, leiðtoga Medellinhringsins. Leitinni að Escobar er haldið áfram og segjast lögreglu- menn ekki hætta fyrr en hann hafi verið handtekinn. Símamynd Reuter Blóðug helgi í Medellin Helgin í Medellin, höfuðvígi eitur: lyfjasala í Kólumbíu, var blóðug. Á fimmta tug manna voru myrtir á ein- um sólarhring. Meðal hinna myrtu voru sjö ungir menn á aldrinum 14 til 25 ára sem stillt var upp viö vegg og þeir síðan skotnir til bana af öðru gengi ungra manna. Fjórir lögreglumenn voru myrtir víðs vegar um borgina og ungur maður lét lífið er sprengja sprakk nálægt aöaistöðvum lögreglunnar. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir í hefndarskyni fyrir herta sókn lögreglunnar sem leitar nú dyrum og dyngjum að Pablo Es- cobar, leiðtoga Medellinhringsins, samtaka eiturlyfiasala. Lögreglan í Kólumbíu tilkynnti á fóstudaginn að fimm menn heföu verið handteknir og að lagt hefði verið hald á hundrað kíló af dynam- íti sem falið var í vöruflutningabíl í Medelhn. Yfir tuttugu aðstoðarmenn Escobars hafa verið handteknir síð- ustu tvær vikurnar og nær fimm þúsund kíló af dynamíti hafa fundist. Escobar tókst að komast undan nokkrum mínútum áður en lögregl- an gerði atlögu að felustað hans fyrir viku í skógunum fyrir austan Me- dellin. Um þrjú þúsund lögreglu- menn taka þátt í leitinni að honum og segjast þeir ekki hætta fyrr en hann hafi verið handsamaður. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.