Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. 13 Fréttir Sveinn Kristinsson frá Akureyri, fyrrverandi stórtemplar og Kristinn Vil- hjálmsson fyrrverandi stórgæslumaöur unglingareglunnar. auiiy nciyu uuiiamiauuiiui, acm iuk viu viuuiivuiiiiuiyu uiyiiiiiiaiiua aiua Ómars Ragnarssonar og Páll Danielsson. Auk þess var Pétur Pétursson heiðraður. Að loknu Stórstúkuþingi: Veltubær í Tónabíó Á þingi Stórstúku íslands, IOGT, sem fór fram í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5 í Reykjavík, var skýrt frá nýafstöðnum kaupum Stórstú- kunnar á Tónabíói Þar er nú verið að innrétta aðstöðu til ráðstefnu-, funda- og skemmtanahalds hér- lendis. Húsið hefur fengið nafnið Veltubær og þegar hefur verið ákveðið að halda þar bingó þrisvar í viku í framtíðinni. Á þinginu kom fram að viðræður standa yfir við fræðsluyfirvöld um aö Unghngaregla Stórstúkunnar taki að sér félagsmálafræðslu í skólum landsins. Þá var þingheimi kynnt útgáfa Stórstúkunnar á hta- bókinni „Fávís og Fjölvís". Bókin er þýdd úr ensku af Ehsabetu Jens- dóttur. í bókinni er mælt með bind- indi á nýstárlegan máta. Henni verður dreift af skólayfirvöldum í grunnskólana. Þinginu barst ósk frá BFÖ um stuðning við að ná mörkum um ölvunarakstur, sem nú er 0,5 pro- mill, neðar. Á þinginu voru nokkrir innan- og utanregluaðilar heiðraðir við hátíðlega athöfn fyrir stuðning við starf bindindishreyfingarinnar. Þetta voru þeir Ingimar Eydal tón- listarmaður, Ómar Ragnarsson, fréttamaður og skemmtikraftur, Páh Daníelsson, fyrrverandi deild- arstjóri Pósts og síma, Styrmir Gunnarsson ritstjóri og Pétur Pét- ursson þulur. Þetta 76. Stórstúkuþing er sögu- legt af þeirri ástæðu að þeir sem gengt hafa æöstu embættum Stór- stúkunnar allan síðasta áratug gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, hvorki Hilmar Jónsson stórtempl- ar né Kristinn VUhjálmsson, stór- gæslumaður Unglingareglunnar. í þeirra embætti voru kosin sr. Bjöm Jónsson, prestur á Akranesi, í embætti stórtemplars, og Mjöh Matthíasdóttir, frá Akureyri, í embætti stórgæslumanns Ungl- ingareglunnar. -SÞ Gjögur: Fjölmenni og ættarmót Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Hér hefur verið góð veðrátta, fiskirí sæmilegt, hehsufar ágætt, mildð um ferðafólk og ættarmót, vegir sæmi- legir - heimamenn segja með besta móti. Þeir þekkja ekki malbikaða vegi nema þegar þeir fara til Reykja- víkur á bílum sínum. Gjögurviti málaður Regína Thorarensen, DV, Gjögii: Guðjón Frímannsson, verkstjóri hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni, hefur dvahð hér á Gjögii í 26 daga ásamt aðstoðarmönnum sínum við að rústbeija og mála Gjögurvita. Vit- inn er 24 metrar á hæð, svo þetta er mikið verk. Guðjón rómar alla fyrirgreiðslu og fæði hér í hreppi og þeir fimmmenn- ingarnir hafa nýtt sér vel heita pott- inn á Gjögurströnd, - fara alltaf í hann eftir aö vinnutíma er lokið. Nú er genginn í garð sá tími að fólk tíni blóm i görðum sinum til ánægju og yndisauka. Sólborg Gunnarsdóttir sótti þessi fallegu blóm, silfurhnapp, túlípana og páskalilju, i garð sinn i Skerjafirðinum nú fyrr í vikunni. DV-mynd GVA NÁMSMENN ATHUGIÐ • Frestur til að skila umsókn um námslán fyrír næsta skólaár er að renna út. Síðasti skiladagur er 1. ágúst n.k. Lánasjóður íslenskra námsmanna TOPPMYNDIR Qrafarvogi Sporhömrum, sími 676740 * aðeins 100 kr. sími 28277 Videotæ 102B, sími 671707 Videotæki aðeins á 100 kr. Oreifing AQ Arnarborg, fyuI sími 652710

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.