Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Side 17
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990.
17
Lesendur
Nelson Mandela og Baldur Kristjánsson:
Málstaður og misrétti
Þórarinn J. Jónsson skrifar:
Ég var að ljúka vð lestur kjallara-
greinar í DV eftir séra Baldur
Kristjánsson, þar sem hann fjallar
um Nelson Mandela. Þessi grein er
stanslaus lofgjörð um þennan
„leiðtoga", sem Baldur likir við
Jesú Krist, og lætur að því liggja
að varla hefði sonur Guðs fengið
betri móttökur hjá mannanna
börnum en maður sem hefur, oftar
en einu sinni og oftar en tvisvar,
hvatt til ofbeldis og drápa í nafni
málstaðar sem er hvarvetna á und-
anhaldi í Austur-Evrópu en á sér
ennþá formælendur í einræðis-
herrum sumra Afríkuríkja.
Nú nýlega var birt mynd í einu
dagblaðanna, þar sem Mandela sést
taka brosandi í hönd Mengistu, for-
seta Eþíópíu, en forseti þessi er
frægur að endemum fyrir meðferð
sína á þegnum landsins.
Mandela hefur predikað að
kommúnismi sé leiðin til bjargar
fyrir Suður-Afríku og lítur væntan-
lega til félaga sinna í Afríku sem
treysta engum nema sjálfum sér til
að stjórna og nota hermenn til að
misþyrma og drepa fólk sem dirfist
að mótmæla sfjómarfarinu.
Nú má vera að séra Baldur geti
litið upp til manns sem á sér sem
samheija menn eins og Gaddaíi,
Castro og Arafat, sem allir hafa
stutt við bakið á hryðjuverka-
mönnum ýmsum, sem ekki hafa
vílað fyrir sér að myrða fólk með
köldu blóði fyrir „málstaðinn",
hver sem hann kann að vera í það
ög það skiptið.
Þaö hlýtur flestum að þykja und-
arlegt að prestur, sem er vígður til
að boða orð Drottins, skuli opin-
berlega leggja nafn sitt við svona
boðskap. Meðal annarra orða; gerir
klerkur sér grein fyrir að með því
að taka undir ósk Mandela um við-
skiptaþvinganir gegn Suður-Afríku
er hann að kippa grundvellinum
undan lífsafkomu þeirra verst
settu, ófaglærðra verkamanna og
annarra þeirra sem ekki eiga þess
kost að leita á náðir varasjóða þeg-
ar í harðbakka slær eins og hinir
efnameiri eiga fremur kost á?
Þegar minnst er á kynþáttamis-
munun og vísað til Nelsons Mand-
ela sem eins af þolendum kynþátta-
misréttis þá langar mig rétt til að
benda á að títtnefndur Mandéla er
lögfræðingur að mennt. - Ég held
að „kynþáttamisrétti" sem lýsir sér
í þvi að svartir geti útskrifast sem
lögfræðingar, ef þeir kjósa svo,
hljóti að vera nokkuð undarlegt
ihisrétti!
Nú ætla ég að slá botninn í þetta
bréf en vona í einlægni að séra
Baldur og aðrir ágætis menn láti
ekki henda sig að leyfa lýðskrum-
urum og einræðissinnum eins og
Nelson Mandela að blinda sig svo
gjörsamlega að þeir láti allt sem
gerist af þeirra völdum verða að
hinni einu sönnu trú.
Jón Sigurösson iðnaðarráðherra. - Stóriðja í Eyjafirði, Reyðarfirði eða á Keilisnesi - ráðherra fylgir staðsetn-
ingu, segir m.a. í bréfinu.
Framboðsraunlr og staðsetning stóriðju:
Ráðherra fylgir stóriðju
Sandgerðingur skrifar:
Núna, þegar nokkurn veginn hefur
verið ákveðið að stóriðja verður ekki
að sinni staðsett í Eyjafirði heldur
hér á Suðumesjum eina ferðina enn,
aukast framboðsraunir ráðherra
kratanna. Þeir vom nokkuð vissir
um að iönaðarráöherra, Jón Sigurðs-
son, fengi ömggt þingsæti á Norður-
landi eystra samhliða staðsetningu
stóriðju í Eyjafirði og þar myndi
verða liðkað til með því að biðja nú-
verandi þingmann þeirra krata,
Árna Gunnarsson, að færa sig um
set og víkja fyrir Jóni.
En nú hefur staöan breyst og staö-
setning stóriðju á Keilisnesi opnar
augun fyrir þeirri staðreynd að ráð-
herra veröur að fylgja stóriðju, hvar
svo sem hún annars hefði orðiö. -
En hvernig á að koma þessu heim
og saman? Það verður þrautin þyngri
fyrir kratana, því hver vill víkja sæti
þegar ekki er um auðugan garð að
gresja fyrir frambjóðendur þessa
fyrrum öfluga launþegaflokks sem
Álþýðuflokkurinn var með réttu?
Ef til vill verður hægt að versla
eitthvaö frekar við Atlantalmenn
varðandi staðsetningu stóriöju, svo
að enn megi draga á langinn óvissu-
þætti sem leggja verður til gmndvall-
ar endanlegu staðarvali.
Það er t.d. enn möguleiki á að biðja
um að Reyðarfjörður og umhverfi
verði skoðað enn betur og þar með
væri hægt að hugsa sér að Austfirð-
ingar væm tilbúnir að taka við ráð-
herra á framboðslista. - En vel að
merkja; það verður þá að fara að
drífa í því og það allra besta í stöð-
unni að fá kosningar í haust áður en
loka-loka-ákvörðun er tekin um stað-
arval. - En það getur verið erfitt að
eiga við þessa útlendinga sem vilja
bara hlusta á hagkvæmasta kostinn
- fyrir sig - og skilja ekki að staðsetn-
ingin getur verið undir ýmsu komin,
t.d. pólitískum hrossakaupum „inn-
fæddra“.
Ábending til orðunefndar
Ó.L. skrifar:
Hinn 17. júní sl. voru 20 manns
sæmdir fálkaorðunni íslensku. Flest-
ir fyrir skrifstofustörf en fáir fyrir
raunverulega þjónustu við land og
þjóð. - Einn er sá maður sem hefur
staðið alit sitt líf í þjónustustörfum
við mjög góðan orðstír og liðsinnt
mönnum svo þúsundum skiptir.
Þetta er Jóhann Þórólfsson frá Reyð-
arfirði.
Jóhann hefði átt að vera búið að
sæma fálkaorðunni fyrir mörgum
árum. Nú er hann að verða áttræður
eftir nokkra mánuði. Kannski verður
hann sæmdur eftir andlát sitt. Ég
held að nú sé að verða síðasta tæki-
færi til að gera alvöru úr því að
heiðra hann næsta gamlársdag.
Það var fjöldinn allur af fólki sem
átti von á því að hann yrði í 17. júní
hópnum síðasta, sem ekki varö, og
bað mig því að senda þessar línur svo
að orðunefnd gæti kannað beiönina.
NÝTTNAFN • NÝTTÚTLIT • NÝTTNAFN •
r
- í sumarhúsið, sæluhúsið, fjallakofann
og alla kofa úr alfaraleið. G-rjómi gerir
aðkomuna ánægjulega jiegar áfangastað
er náð. Geymslujiolið utan kælis er
margir mánuðir. Mundu það
þegar þú birgir þig upp.
nmr
Kodak
^^!!''3r^TFM^C^I^3I!!3CM3E!!!!II!!!!IC!!!jr!C3r!!!lM^r^T!~JB^TrMrw^y-'"^r^ri,*W!!m^C!!BC^C3C3C!!!l[!3[!!3r3t!!!!3t!!!3!!!!!B!!»3Cl!!!M!
GÆÐAFRAMKOLLUN
Þú færð myndirnar á 60 mínútum
Opnum
kl. 8.30
□ 1X3
11 ■ 111 iii 11 iii f 1111111111»i tn
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið)
ÍimiiiiiiMiiiiimmnmMi