Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. 3 Fréttir Emangrunarstöð fyrir gæludýr í Hrísey: íslenski fjárhundurinn að hverfa - svimandi upphæðir fyrir hreinræktaða hunda íslenski fjárhundurinn er fallegur en svo virðist sem ísiendingar hafi litinn áhuga á honum. Endar stofninn upp- stoppaður sem nýr geirfugl? Á sama tíma ganga hvolpar af erlendum stofnum á allt að 150.000 krónur. DV-mynd RaSi Samkvæmt lögum er bannað að flytja tfl landsins hvers konar dýr, tamin og villt. Undanþágur getur landbúnaðarráðherra veitt ef yfir- dýralæknir samþykkir innflutning og ef dýnmum er haldið í einangrun eins lengi og nauðsyn er talin á. í þessum undanþágutilfellum hafa hundarnir verið hafðir í einangrun í heimahúsvun undir eftirliti yflr- dýralæknis. Ákveðið hefur verið að reisa ein- angrunarstöð fyrir gæludýr í Hrísey við Eyjafjörð. Þessi stöð er ekki hugs- uð eingöngu fyrir hunda heldur verða öll gæludýr tekin þar inn. Nú þegar er rekin bráðabirgðastöð sem tekur við einum hundi í einu en þeg- ar hún verður fullgerð getur hún haft sex hunda hverju sinni. Enn vantar um 5 milljónir til þess að stöð- in verði fullkláruð. Vonir standa til að það fjármagn fáist á næsta ári. Einangrunarstöðin verður rekin í tengslum við sóttkví fyrir nautgripi sem þar er fyrir. Með því að hafa stöðina í Hrísey sparast eftirUts- kostnaður. Sömu menn geta vaktað báðar stöðvarnar en nauðsynlegt er að vakta þær allan sólarhringinn. Þeir sem hugsa sér að nýta sér stöð- ina þurfa að leigja búr undir dýrið, senda það flugleiðis norður og síðan eru greidd daggjöld. Daggjöldin eiga að nægja fyrir rekstrarkostnaði. Mjög mismunandi er hvað hver hundur þarf að vera lengi í sóttkví en reiknað er með að það taki um þrjá mánuði. Á hundahótelinu á Arnarstöðum fengust þær upplýsingar að verð fyr- ir einn hund í sólarhring væri 550 krónur. Ef miðað er við þrjá mánuði kostar það því 50.000 krónur. Það gæti því verið nærri þeirri upphæð sem það kemur til með að kosta að hafa hund í sóttkví í þrjá mánuði. Með tilkomu einangrunarstöðvar- innar verður í engu breytt þeim kröf- um sem gerðar hafa verjð þegar inn- flutningur gæludýra hefur verið heimilaður. Innflutningur og verð á hreinræktuðum hundum Mikið hefur verið rætt um hverjir hafi fengið þessar umræddu undan- þágur. Talað hefur verið um að þar séu séra Jónar á öðrum bekk en óbreyttir Jónar. í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Inga Björns Albertssonar um innflutning á hundum kom fram að á árunum 1978-1987 bárust 192 skriflegar umsóknir um innflutning á hundum auk fjölmargra fyrir- spuma um möguleika á innflutningi. Á þessu tímabili vora veittar 64 undanþágur. Fimm vegna lögreglu og hjálparsveita, 27 vegna sendi- manna erlendra ríkja, fjórar vegna heimflutnings íslenskra sendiherra og 28 undanþágur voru flokkaðar sem „annað“. Flestir hundarnir komu frá Bandaríkjunum, Dan- mörku og Bretlandi. Fólk, sem DV ræddi við, virtist á einu máli um að mikið væri um að hundum væri smyglað inn til lands- ins vegna þess hve erfitt væri að fá innflutningsleyfi. Einnig getur það verið gróðavænlegt því verð á hrein- ræktuðum hundum getur verið svimandi hátt. Gefið er út viðmiðunarverð á hreinræktuðum, ættbókarfærðum hundum. Uppgefið verð á poddle og scháfer er 25.000 krónur. Á islenska •fjárhundinum er það um 35.000. Hversu undarlega sem það kann að hljóma miðast það verð við uppgefið verð frá Danmörku sem síðan fer eftir skráðu gengi hverju sinni. Á golden retriever, labrador retri- ever, írskum shetter og enskum cocker spaniel er það 45.000 krónur. Þetta er þó aðeins viðmiðunarverð og en verðið getur verið talsvert hærra vegna þess hve framboðið er lítið én eftirspurnin mikil. Fyrir tæpum tveimur árum voru 10 hvolpar af St. Bernharðskyni seld- ir á 150.000 krónur hver. Þetta munu vera einu hreinræktuðu St. Bern- harðshundarnir á landinu. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir það mikið áhyggjuefni aö svo virðist sem íslenski fjárhundurinn sé að hverfa. Fólk virðist mun áhugasam- ara um erlenda hunda en innlenda. Nú teljast aðeins um 150 hundar vera af hinu íslenska fjárhundakyni. Svo miklar eru áhyggjurnar að þings- ályktunartillaga var samþykkt 1 vor um að forða stofninum frá útrým- ingu. Vonandi verður hann þó ekki nýr geirfugl. -pj Nýr glæsilegur Volvo Volvo 460 er glæsileg viðbót við framhjóladrifnu 400 línuna sem markaði tfmamót hjá Volvo. Volvo 460 er bíll sem sameinar öryggi, frábæra aksturseiginleika og fágað útlit. Volvo 460 er ríkulega búinn: Öflug 106 hestafla vél með beinni innspýtingu, 5 gíra beinskipting eða 4 gíra sjálfskipting, framhjóladrif, álfelgur, vökvastýri/veltistýri, lúxusinnrétting, upphituð framsæti, rafstýrðar rúður og speglar, samlæsing á hurðum/skottloki, litað gler o.fl. Volvo á einstöku verði Verðið á Volvo 460 er einstaklega gott, eða frá 1.344.000 kr. stgr. kominn á götuna. Brimborg hf. FAXAFENI 8 • S. 68 58 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.