Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Side 4
4
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Drög að nýjum búvörusamningi:
Útf lutningsbætur verða
um 700 milljónir á ári
- ogennmeiriáfyrstuárumsamningsins
Fátt í drögum landbúnaðarráö-
herra að nýjum búvörusamningi er
markaðstengt. Eins og þeim samn-
ingi sem Jón Helgason gerði árið 1987
munu stjómvöld ákvarða hversu
mikið verður framleitt af búvöru,
þau munu einnig ákveða fram-
leiðslumagn hvers bónda og stjóm-
skipuð nefnd mun ákvarða verð til
framleiðenda og neytenda.
Markaðstenging með
innifaldri offramleiðslu
Markaðstengingin sem Steingrím-
ur J. Sigfússon landbúnaðarráð-
herra hefur talað um felst í því að
framleiðsla hvers árs verður ákvörð-
uð á meðaltal af sölu tveggja undan-
genginna ára að viðbættu sérstöku
álagi. Ríkissjóður mun síðan bera
ábyrgð á þessari framleiðslu. í drög-
unum er ekki tilgreint hversu mikið
þetta álag er en í viðræðum við
bændur hefur verið talað um 1.000
til 2.000 tonn af kindakjöti. Ekki er
tekið mið af birgastöðu í upphafi slát-
urtíðar. Steingrímur boðaði til blaða-
mannafundar í gær til að leiðrétta
misskilning sem gætt hefði í al-
mennri umræðu um búvömsamn-
inginn. Hann sagði meðal annars að
ekki væri gert ráð fyrir að þetta álag
yrði „fleiri þúsund tonn“. Hann vildi
ekki segja nánar til um hversu hátt
álagið yröi en sagði að það yrði ekki
2.000 tonn.
Ef ríkissjóður situr uppi með um
1.500 tonn getur það kostað hann allt
að 600 til 700 milljónir í útflutnings-
bætur að losna við það magn.
Þess ber að geta að þetta fyrir-
komulag, það er meðaltal tveggja ára
að viðbættu álagi, mun ekki taka
gildi fyrr en eftir nokkur ár. Eins og
um önnur efnisatriöi samningsins
vildi Steingrímur ekki tilgreina
hversu langur aðlögunartíminn að
þessu kerfi yrði. Hann sagði einungis
að aðlögunin yrði „mjög stutt og
mjög hröð“.
Meiri verðábyrgð
á fyrstu árunum
Á meöan á þessari aðlögun stendur
mun ríkissjóður því bera ábyrgð á
framleiðslu umfram innanlands-
neyslu og einnig umfram það álag
sem gert er ráð fyrir í samningnum.
í dag ber ríkissjóöur ábyrgð á um
4.000 tonnum umfram neyslu svo
ljóst er að hann þarf að standa undir
mikilli offramleiðslu á fyrstu árum
samningsins.
Steingrímur vildi heldur ekki segja
til um hvernig hann hygðist koma
til móts viö kröfur bænda um
óbreyttar niðurgreiðslur og áfram-
haldandi bann og takmarkanir á inn-
flutningi búvöru. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur verið rætt um að
samhliða samningnum gefi Stein-
grímur út yfirlýsingu um að það sé
stefna stjómvalda að halda þessu
óbreyttu. Slík yfirlýsing hefur í sjálfu
sér ekki mikið lagalegt gildi og enn
síður fyrir það að þessi ríkisstjórn á
ekki nema um átta mánuði eftir ólif-
að.
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
Óskrifaðar greinar
og aðrar götóttar
Þau drög sem Steingrímur lagði
fyrir ríkisstjórn í gær eru ekki mjög
ítarleg. Þau samanstanda af 30 grein-
um í 5 köflum. Hins vegar em sumar
þessara greina óskrifaðar og aðrar
era götóttar. Það á fyrst og fremst
um þær greinar sem fjalla um álag
umfram innanlandsneyslu, með
hvaða hætti farið verður frá núver-
andi framleiðslu að settum mark-
miðum samningsins og hvort ýmsar
forsendur samningsins, eins og nið-
urgreiðslur og innflutningur, haldist
óbreyttar.
Samkvæmt drögunum er um
ótímabundinn samning að ræða.
Hann verður með uppsagnarákvæö-
um sem gefa báðum aðilum rétt á að
krefjast endurskoðunar ef forsendur
samningsins breytast. Bændur geta
því sagt honum upp ef niðurgreiðslur
lækka eða ef innflutningur verður
leyfður. Stjórnvöld geta sagt honum
upp ef hann stangast á við alþjóðlega
samninga um landbúnaðarmál sem
nú eru í vinnslu.
Á blaðamannafundinum í gær tók
Steingrímur fram að gert væri ráö
fyrir að í samningnum yrði ákveöið
endurskoðunarákvæði sem myndi
tryggja þingheim eftir komandi
kosningar rétt á að fjalla um samn-
inginn. Það yrði hins vegar með þeim
hætti að þingið yrði að afgreiða hann
á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins
þar sem bændur þyrftu að skipu-
leggja framleiðslu sína haustið 1992
strax næsta sumar.
Samningur fyrir
framleiðendur
Meðal þess sem drög Steingríms
hafa verið gagnrýnd fyrir er að í þeim
sé gengið út frá óbreyttum niður-
greiðslum. í því felst að áfram veröi
reynt að halda innanlandsneyslunni
eins mikilli og nokkur kostur er og
síðan sé bændum tryggt verð fyrir
um 1.000 til 2.000 tonn til viðbótar.
Gagnrýnendur samningsins vilja
ekki telja þá neyslu sem haldið er
uppi með gífurlegum niðurgreiðslum
eðlilegan útgangspunkt og enn síður
kalla það markaðstengingu.
Grundvallaratriði samningsins
verða eftir sem áður verðábyrgð rík-
issjóðs. Þeir sem gagnrýna samning-
inn segja að ef það eigi áfram að vera
homsteinn landbúnaðarstefnunar
tryggi það framleiðendum tekjur en
standi jafnframt í vegi fyrir hag-
kvæmri framleiðslu og hindri að
neytendur fái ódýra vöra.
Fulltrúar fjármálaráðuneytisins í
samninganefndinni hafa haldið
gagnrýni á lofti á fundum nefndar-
innar. Þeir voru því ekki boðaðir á
fundi nefndarinnar frá því snemma
í vor og þar til í síðustu viku. Þá láu
drög að samningnum fyrir. Þessi
drög era því fyrst og fremst samning-
ur landbúnaðarráðuneytisins við
bændur.
Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi frá 15. ágúst til 15. september
Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration)
Kortin sýna líkurnar á úrkomu og hita (rá miöjum ágúst til miðs september. 30 þýðir að jafnar líkur séu á hita
eða úrkomu eins og í meðalári. Tölurnar 35, 40 eða 45 þýða síðan auknar líkur á frávikum frá meðalveðri. Hvort
um líkur á heitara eða kaldara veðri er að ræða, meiri eða minni úrkomu, sést á kortinu þar sem annaðhvort
stendur hiti, kuldi, mikil eða litil.
Veðurhorfur fram í miðjan september:
Mild sumarlok
„Viö voram ekki alveg vissir í okk-
ar sök varðandi svæðið við ísland en
viö nánari skoðun varð niðurstaðan
þessi: Það verður hlýrra en í meðal-
ári og úrkoman verður líklega eins
og í meðalári, ef til vill eilitið minni,“
hafði DV efir veðurfræðingi hjá
bandarísku veðurstofunni, NOAA,
fyrir 10 dögum.
Orð veðurfræðingsins áttu við
tímabilið frá miðjum ágúst til miðs
september. Fyrsti fjórðungur spá-
tímabilsins virðist eiga nokkuð vel
við bandarísku spána að öðra leyti
en þvi að rignt hefur ansi hressilega
undanfama daga. Þegar spáin var
birt hafði DV ekki nema ágústkort
bandarísku veðurstofunnar undir
höndum. Kortið fyrir spátímabilið er
nýkomið í hús og því þótti ekki úr
vegi að birta þaö og endurtaka spána.
Að gefnu tilefni er rétt að skýra lín-
urnar og tölumar á kortinu í stuttu
máh. Línumar afmarka ákveðin lík-
indasvæði þar sem líkurnar á
hita/kulda eða úrkomumagni era
mismiklar. Talan 30 þýðir jafnar Uk-
ur á meðalhita eða meðalúrkomu,
það er að þar sem talan 30 er eru lík-
ur á veðurlagi eins og í meðalári.
Frávik frá tölunni 30 þýöa síðan að
Ukumar á meiri hita/meiri kulda eða
meiri úrkomu/minni úrkomu verða
meiri. Talan 40 þýðir þvi að Ukurnar
séu töluverðar, til dæmis á meiri hita
eða meiri úrkomu en í meðalári.
Eins og ávaUt minnum við á að
áreiðanleiki veðurspáa hraðminnkar
þvi lenga sem spátímabiUö er. Þess-
nm spám er ætlað að sýna megin-
drætti í veðri komandi vikna en ekki
veðrið dag fyrir dag. Ber að taka
langtímaspárnar með fyrirvara.
-hlh
Jólaefni Sjónvarpsins:
Uppfökur hafnar á
þáttaröð fyrir börn
- sem sýnd verður tvisvar á dag
Hja Sjonvarpinu standa nú yfir
upptökur á þáttaröö fyrir börn sem
sýnd verður í desember. Þættimir
verða 24 talsins og er hver þeirra
fimm mínútna langur og verða þeir
á dagskrá frá 1. desember til að-
fangadags. Ekki er komin endanleg
tímasetning á þættina en þeir verða
að öUmn líkindum sýndir kl. 18.00
og svo aftur laust fyrir fyrri fréttir.
Yfirskrift þáttanna er jóladagatal
Sjónvarpsins 1990 en í tengslum við
þá verða seld jóladagatöl þar sem í
hverjum glugga er mynd tengd þeim
þætti sem sýndur er sama dag og
rennur allur ágóði af sölunm til
styrktar íslensku barnaefni Sjón-
varpsins. Þáttaröðin hefur hlotið
nafnið Á baðkari til Betlehem og seg-
ir þar frá tveimur sjö ára krökkum,
Hafliða og Stínu. Eins og við er að
búast lenda krakkarnir í miklum
ævintýrum en efnið gengur út á það
að þau ferðast í baðkari til Betlehem
til að færa Jesúbarninu jólagjafir.
Höfundar handritsins eru Sigurður
Valgeirsson og Sveinbjörn I. Bald-
vinsson. Tónlistina samdi Sigurður
Rúnar Jónsson. Leikarar eru Inga
Hildur Haraldsdóttir, Kjartan Bjarg-
mundsson og Sigrún Waage en leik-
stjóri er Sigmundur Örn Arngríms-
son.
-GRS
Kjartan Bjargmundsson og Sigrún Waage i hlutverkum sínum i Á baðkari
til Betlehem.