Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Qupperneq 6
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. Utlönd Saddam Hussein býr sig undir stríö viö Persaflóa: Læknar látnir vinna - þeir veröa skotnir sem þráast við að mæta á sjúkrahúsin Saddam Hussein hefur fyrirskipað öllum læknum í Kúvæt að halda þar kyrru fyrir og gefa sig fram til vinnu. Að öðrum kosti verði þeir skotnir. Þetta er haft eftir egypskum lækni sem komst undan til Amman í Jórd- aníu í gær. írakar hafa einnig, að sögn egypska læknisins, látið rýma sjúkrahús í Kúvæt og búa það undir að taka við mönnum sem orðið hefðu fyrir eit- urgasi. Þetta þykir benda til að Sadd- am eigi von á að átök bijótist út þá og þegar. Læknirinn sagði að hann heíði ekki farið að tilmælum íraka og eyðilagt skilríki sem bentu til að hann væri læknir, rifið merkingar af bíl sínum, og lagt á flótta. Hann sagði að fleiri læknar hefðu gert slíkt hið sama. Gísli Sigurðsson læknir var enn með konu sinni í Kúvætborg í gær en ekki er vitað hvemig hann hefur brugðist við kröfu Saddams. Að sögn utanríkisráðuneytisins hér á landi áttu þau þess þó kost að yfirgefa landið með Norðurlandabúum í fyrradag. Saddam Hussein lét í gær hermenn sína umkringja sendiráð vestrænna ríkja í Kúvætborg og gaf sendiráðs- mönnum frest til morguns að loka sendiráöunum. Sendiherramir hafa sent flesta af starfsmönnum sendiráðanna ásamt skylduliði til Bagdad og í gær komu Bretar sem fóru frá Kúvæt til Amm- an í Jórdaníu. Fólkið sagði að sendi- ráðsmenn vonuðust til að hersveitir Badaríkjamman kæmu til að frelsa þá enda matur á þrotum sem og þol- inmæði manna. Sprennan eykst stöðugt í Presaflóa- deilunni. Bandaríkjamenn hafa kall- að út meira af varaliði hersins en þeir hafa gert í 30 ár. Þeir bættu enn við flotastyrk sinn á svæðinu í gær. Búist er við að Kurt Waldheim, for- seti Austurríkis, haldi til Bagdad í dag til að semja um frelsun gísla í landinu. Waldheim var í Amman í gær og ræddi við Hassan Jórdaníu- konung. Hann ætlaði að fá fararleyfi til íraks. Vígstaöan við Persaflóa er nú þannig að í hersveitum vestrænna þjóða og araba í Saudi-Arabíu eru 130 þúsund menn. Andspænis þeim við landamæri Kúvæts eru 170 þúsund írakar undir vopnum og auk þess nokkur hundruð þúsund hermenn í írak. Andstæðingar íraka hafa nú 650 orrustuþotur, sprengjuflugvélar og þyrlur á svæðinu en í flugflota íraka eru 500 vélar. Þá er ótölulegur fjöldi Bandarikjamenn bæta enn viö herstyrk sinn við Persaflóa. Hér er verið að koma öflugri herþyrlu úr flutningavél. Símamynd Reuter herskipa, þar á meðal flugmóður- með 35 þúsund mönnum innanborðs. skipa á Persaflóa og Rauðahafi. í Við flotanum hefur Saddam ekkert flota Bandaríkjanna eru 45 herskip svar. Reuter Bardagar blossa upp í stríðshrjáðri Líberíu: Friðarsveitunum mætt með vopnum sérstaka fyrirskipum um að fimmtán ára gömlum skoskum dreng yrði leyft að fara frá Bagdad til Amman í Jórdaniu. Þar komst hann undir vernd- arhendi starfsmanna British Air- ways. Drengurinn heitir Alex Camer- on Bamett. Hann var einn á ferðalagi frá Lundúnum til Kú- væt þegar herir Saddams réðust þar inn þann 2. ágúst. Fyrstu dag- ana eftir innrásina var Alex í Kúvætborg en sxðar var hann fluttur tii Bagdad. Saddam gerir sér nú far um aö sýna aö hann sé besti vinur barn- anna. Hann kom fram í sjónvarpi með breskum börnum, kiappaði fóðurlega á koll þeirra og lýsti því hversu gott þau hefðu það í írak. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, lýsti. því yfir að tvö- feldni leiðtogans væri viðbjóðs- leg. Reuter Charles Taylor, uppreisnarforingi í Líberíu, hóf stórsókn um leið og herskip, sem flytja friðarsveitir til landsins, léttu ákkerum úti fyrir höfninni í Monróvíu. Sókrnn hófst með árás á flugvöllinn í Monróvíu. Hersveitir Samuels Doe forseta ráða fiugvellinum og hrundu þær fyrstu árásinni. Sjónarvottar sögðu að árásarmennimir hefðu fremur minnt á skríl en skipulagða hersveit. Þegar síðast frétist var enn aðeins beitt léttum vopum og sprengjuvörp- um. Friöarsveitrinar hikuðu við að stíga á land enda tókst þeim ekki að ná sambandi við stjórnendur hafnar- innar sem sagðir eru vera úr hði Prince Johnson. Áður en sveitimar lögðu upp í gær var búið að heimila þeim flutninga um höfnina enda Prins Johnson hlynntur komu þeirra til landins. Charles Taylor hefur heitið því að berjast við friðarsveitirnar ef þær stíga á land en samt var að heyra á uppreisnarmönnum sem fréttamað- ur Reuters ræddi við að þeir vissu ekkert hvað þeir ættu að gera ef þeir hittu friðarsveitarmenn fyrir. Nýjustu fréttir herma að sundrang ríki í liði Taylors og einhveijir undir- foringja hans hafi boöist til að leggja niður vopn. Taylor hefur sjálfur látið þau boð út ganga að hann líti á friðar- sveitimar sem viðbót við her forset- ans. Því verði sveitunum mætt af hörku ef þær ganga á land. Taylor er með meginhluta Uðs síns við og í úthverfum Monróvíu. Alls er tahð að um tíu þúsund menn berj- ist undir stjón hans. Ástandið í borg- inni fer dagversnandi. í gær sást til fólks í leit að mat á götum úti og tal- ið er að hungursneyð vofi yfir ef bar- dögum linnir ekki í bráð. Heimildir í gær hermdu að Taylor hefði tekið í gíslingu nokkra tugi Nígeríumanna sem era innlyksa í landinu og nokkra frá öðrum ríkjum í Bandalagi Vestur-Afríkuríkja. Frið- arsveitirnar era á vegum Bandalags- ins. Óljóst er hvað Taylor hyggst fyr- ir með töku gíslanna en taíið var að hann ætlaði sér að beita þeim fyrir sig til að halda aftur af friðarsveitun- um. Reuter Penmgamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sp 6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 5-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 lb Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir Sértékkareikningar 3,0 nema Ib Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir Innlán meðsérkjörum 3-3,25 nema Ib lb,Bb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6.6-6,75 Allir Sterlingspund 13-13,6 nema Sp Sp Vestur-þýsk mörk 6,75-6,8 Sp Danskarkrónur 8,5-8,75 Lb.Bb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sb lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,25-13 Lb.Sb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgenpi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf 6,5-6,75 Lb.lb.S- Útlántilframleiðslu Isl. krónur 14-14,25 Sp SDR 10,75-11 Allir Bandaríkjadalir 9,75-9,8 nema Sb Sp Sterlingspund 16,25-16,7 Sp Vestur-þýsk mörk 10 Allir Húsnæðislán 4,0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. ágúst 90 14,2 Verðtr. ágúst 90 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala sept- 2932 stig ember Lánskjaravisitala ágúst 2925 stig Byggingavísitala sept- 551 stig ember Byggingavísitala sept- 172,2 stig ember Framfærsluvísitala júlí 146,8 stig Húsaleiguvísitala hækkaði 1,5% 1-júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,056 Einingabréf 2 2,751 Einingabréf 3 3,331 Skammtimabréf 1,706 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,007 Markbréf 2,663 Tekjubréf 2,012 Skyndibréf 1,493 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,430 Sjóðsbréf 2 1,791 Sjóðsbréf 3 1,696 Sjóðsbréf 4 1,446 Sjóðsbréf 5 1,021 Vaxtarbréf 1,7165 Valbréf 1,6135 Islandsbréf 1,049 ' Fjórðungsbréf 1,049 Þingbréf 1,048 Öndvegisbréf 1,046 Sýslubréf 1,051 Reiðubréf 1,036 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 525 kr. Flugleiðir 205 kr. Hampiðjan 171 kr. . Hlutabréfasjóður 167 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Oliufélagið hf. 536 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, ib = íslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Hvíldar-, hressingar- og heilsubótarferð á lúxushótelið Sandansky í september og október 2ja til 4ra vikna hressingardvöl á lúxus heilsubótarhóteli. íslensk hjúkrunarkona með I ferðinni. Boðið er upp á nudd, heita bakstra, vatnsnudd og meðferð við öndunarfæra- og húðsjúkdómum, td. asma, psoriasis og exemi, ásamtýmsu öðru til heilsubótar. Nálarstungur við ýmsum kvillum o.fl. - að ógleymdum tannviðgerðum. Famar verða sérferðir til Grikklands og ýmissa staða í Búigariu. Farið verður um Kaupmannahöfn og er hægt að dvelja þar nokkra dagá í annarri hvoni ferðinni. 5000 kr. afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. FERDA&WAL hf LINDARGÖTU 14 —105 REYKJAVÍK SÍMAR: 14480 — 12535

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.