Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Page 7
LAUGARDAGUR 25. ÁGUST 1990. 7 Bækur án virðisaukaskatts frá 1. september * Frá og með 1. september 1990 verða bækur á íslensku undanþegnar virðisaukaskatti. Við íslendingar köllum okkur „bókaþjóð" vegna þess að bóklestur og bókmenntir eru frá fornu fari einn helsti þáttur íslensks menningarlífs. Þessi skattbreyting eflir bókagerð og bóksölu í landinu, jafnar aðstöðu við útgáfu prentaðs máls og léttir framfærslubyrði heimilanna, einkum þar sem skólanemar eru margir. Afnám virðisaukaskatts af bókum hefur í för með sér verulega verðlækkun. Verð allra íslenskra ritverka á að verða tæplega tuttugu prósentum (19,68%) lægra eftir breytinguna. Bókaútgefendur og bóksalar hafa tekið höndum saman um að láta skattbreytinguna takast sem best. Nú er mikilvægt að bókaunnendur veiti aðhald og tryggi að afnám skattsins skili sér alstaðar í fimmtungs verðlækkun á íslenskum bókum. FJARMALARAÐUNHYTIÐ HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.