Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Side 9
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
9
OimlMaS.juUWW
Ánægjulegt ættarmót í Noregi:
Islenski frændinn fannst með
Allsérstætt ættarmót var haldið í
bænum Sauda í Noregi í lok júlí. Þar
hittust ættingjar af íslensku og
norsku bergi brotnir en ekki eru
nema fimm ár frá því fólkið vissi
hvað af öðru. Eiginlega hófst sagan
um aldamótin.
Anna Einarsdóttir og Jakob Ingi-
mundarsson bjuggu á Hombrekku í
Ólafsfirði. Þau eignuðust þrjá syni;
Guðmund, Ólaf og Anton. Jakob var
með útgerð á Hornbrekku og tveir
sonanna, Guðmundur og Anton,
hjálpuðu við fiskiríið. Ólafur þoldi
sjóinn illa og dvaldi því frekar heima
á bæ og hjálpaði móður sinni og þjón-
ustufólkinu.
Árið 1904 lést Jakob og elsti sonur-
inn, Guðmundur, tók við búinu. An-
ton fór til sjós og stýrði eigin bát en
Ólafur varð húsgagnasmiður. Tíðin
versnaði og Anna Einarsdóttir flutti
með synina til Akureyrar.
Árið 1909 flutti Ólafur til Stavanger
ásamt félögum á Akureyri og settist
þar að. Vegna sjóveiki fór hann ekki
aftur til íslands.
urnar heimsóttu þó marga fjarskylda
ættingja.
Blaðið með ferðasögunni sendu
þær til vinanna á íslandi. Löngu
seinna las íslensk kona, Lára Guð-
mundsdóttir, um ferð þeirra til ís-
lands í Norsk Ukeblad. Árið 1985
sendi hún Önnu Margaretha mynd
af ömmu hennar, Önnu Einarsdótt-
ur, en heimilisfangið haíði hún feng-
ið á ritstjóm Norsk Ukeblad. Amma
Láru og Jakob Ingimundarson voru
systkini. Lára var beðin að hafa upp
á syni Antons og það gekk. Hins veg-
ar haföi drengurinn sem barn skipt
um fóðurnafn þegar móðir hans gift-
ist aftur, úr Jakobsson (Anton hét
Jakob að fornafni en það hafði bróð-
ir hans ekki athugað) í Tryggvason.
Það var síðan í janúar árið 1986 sem
Jakob, hinn týndi frændi, hringdi til
ættingja sinna í Sauda. Frænkur
hans komu aftur til íslands í heim-
sókn ári síðar og tveimur árum
seinna heimsótti Jakob frændsystk-
ini sín í Noregi ásamt syni sínum,
Birgi, sem er læknir í Svíþjóð. Jakob
stakk upp á að haldið yrði ættarmót
sumárið 1990 í Sauda og úr því varð
14. júlí sl. Þar hittust 45 ættmenni
en þau komu frá íslandi, Svíþjóð,
Noregi og Bandaríkjunum. Ættar-
mótið fór fram á Sauda Fjörd Hotel
og var ógleymanlegt fyrir frænd-
systkinin - loks var. leitin á enda.
ELA
Hitti eiginkonuna
Ólafur flutti til Sauda árið 1913 þar
sem hann ætlaði að vinna við inn-
réttingar í nýtt hótel bæjarins. Ætlun
hans var að fara aftur til Stavanger
þegar verkinu yrði lokið. Ólafur átti
ekki von á að hitta tilvonandi eigin-
konu sína á þessum stað en svo varð
og brúðkaupið fór fram 31. júlí 1915,
fyrir sjötíu og fimm árum.
Hjónin eignuðust þrjá syni og tvær
dætur. Þau byggðu sér hús sem kall-
að var Hlíðarendi (Liderende). ís-
lenskir vinir voru alltaf velkomnir í
því húsi. Árið 1924 voru allir bræð-
umir samankomnir á Hlíðarenda og
Anton var með eiginkonu sína, Val-
gerði, með sér. Þau fóru frá Sauda
til Kaupmannahafnar og á jóladag
Þessi mynd var tekin af Olafi Jakobssyni, eiginkonu hans, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum árið 1965. Þá hafði fjölskyldan ekki hugmynd um
hvar frændi þeirra á íslandi væri niðurkominn.
þetta ár lést Anton þar. Þetta var
mikið áfall fyrir bræðurna sem höfðu
ekki hugmynd um þá að Valgerður
væri barnshafandi. Annað áfall átti
sér stað í ma&s 1925 er Guðmundur
lést, einnig snögglega. Ólafur var
lengi að jafna sig á þessum iveimur
dauðsfóllum og það leið langur tími
þar til hann frétti að Valgerður hefði
eignast son.
Týndi frændinn
Ólafur vissi ekki hvar drengurinn
væri niðurkominn og margra ára
leit bar engan árangur. Börn Ólafs
fóru til íslands og leituðu að týnda
frændanum en enginn vissi hvar
hann væri að firyia.
Mette Fjellstad (dótturdóttir Ólafs)
vann ferð fyrir tvo til íslands í get-
raun hjá Norsk Ukeblad. Hún bauð
móður sinni, Anna Margaretha Fjell-
stad, með sér. Þær komu til íslands
árið 1982 og leituðu þá að týnda
frændanum en ekkert gekk. Mæðg-
Frendar móttest 1 Sauda
Slektsstemne et.« Anm. Bn.tnd.t* og J*-> Ingemnndersen
----------—
■ Víjkfidrsf: beft-.uftS® Uar c-,u-
tiss»»ait!enJ.iSI«»S*)«:;'r- .
^cuoltainMktanittrdw#-114
i dctinc fusi
m, istaslmí dl 5=“*- ”
MnieíUntwla umím «
otúst, vxtt dai ínic n!n -4 S-'1*
SCÆ Og -fÁt P'r' s‘-w' W®*'
takan tncú sicltsfc pá •smnð t&a
Saad* Wei ftmitíM
jBkðhrtSte cuer kvart yaíiá.c
fta£V.fc» ‘Hsi P* 1^1
ðy* ssc i tówi 4 to* ciser
sIíJ,imn»«'. Haa vi«t*
f,v (aítí ‘l&i 'nw íel íutfca''1
fti.tc 1 ft kooUkL
Arai 19M hacWe cu **
: í Níircí '
’ m&ié wá jttbfte* «ct ^ __________________________
tvti tít ti scvlinit, Ofi ‘ F*1'
sU) Vötucinuií til LlUsið ÍOf » ' " . kvarwwU* 14
pttMM .lltnokttMlf***®- „ -„„lesSd«»•»»»■
Urklippa úr norska staðarblaðinu i Sauda en blaðið sagði frá sérstæðu
ættarmóti sem átti sér stað i sumar. Þar hittust afkomendur íslenskra bænda-
hjóna sem bjuggu í Ólafsfirði stuttu eftir aldamót og eignuðust þrjá syni.
Einn sonurinn fluttist til Noregs en hinir tveir létust ungir en annar þeirra
skildi eftir sig son sem ættingjarnir í Noregi leituðu lengi að.
hjálp norska vikublaðsins
Vísnaþáttur
Gott er að hitta gamlan vin
„Allir eiga sér tvenns konar vini:
þá sem eru við höndina þegar þú
þarft á þeim að halda og þá sem
eru við höndina þegar þeir þurfa á
þér að halda.“ Þeir eru trúlega
býsna margir sem hafa sömu sögu
að segja af vinum sínum og sá sem
þessi orö eru höfð eftir. Vinátta
verður oft endaslepp sökum þess
að hvor aðili um sig ætlar hinum
frumkvæðið. Það fer fyrir þeim
eins og manninum sem vildi ekki
vaða yfir ána heldur hugðist bíða
þess að hún rynni framhjá. Hann
hefur áreiðanlega ekki verið í þeim
fiokki Vestur-íslendingurinn sem
kveðið var um:
Hann skeytti lítt um laun og eigin
hróður.
Hann lifði til að vera öðrum góður.
En það er allt önnur manngerð
sem Trausti Reykdal kvað um á
eftirfarandi hátt:
Bæði annars heims og hér
hafa nóg af vinum
þeir sem eru sjálfum sér
sama og guð er hinum.
Þorsteinn Erlingsson skrifaði í
vísnabókina í Hlíðarendakoti þegar
hann kom þangað eftir langar fjar-
vistir:
Vinina fomu hef ég hitt
og hjörtun sem ég þekki.
Þverá tekur túnið mitt,
tryggðinni nær hún ekki.
Og ekki er það amalegur vitnis-
burður sem Páll Guðmundsson á
Hjálmsstöðum í Laugardal gefur í
eftirfarandi stöku en því miður
veit ég ekki hveijum hlotnaðist
hann.
Aldrei fyrir hag né hól
haltrar á stefnu sinni.
Vinum öllum vörn og skjól,
virtur af samtíðinni.
Gunnar Eggertsson frá Leirár-
görðum gerir sér ljósa grein fyrir
gildi vináttunnar:
Þegar vilji, von og þrá,
verjast krepptum hnefa,
vinarhönd og heillaspá
hálfan sigur gefa.
Það hefur verið góður vinur sem
fékk svofelldan vitnisburð hjá
Þorskabít (Þorbirni Bjömssyni):
Ætíð léztu beinann bezta
boðinn gesti úr vinar mund,
þegar flesta fékkstu hressta
fannst þér mesta gleðistund.
Margir brátt þér veittust vinir.
Vinsemd þrátt í kærleik snýst.
Þeir sem máttu minna en hinir
meðtak hjá þér áttu víst.
Og Hallgrímur Jónasson, kennari
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
og ferðagarpur, lýsir kynnum af
ferðafélögum sínum þannig:
Hlógum, sungum, lékum listir,
ljóð af tungu flugu snör.
Hugir ungir, örir, þyrstir,
öllum drunga viku úr for.
Létum harma flesta flýja,
fyllti barma gleðin heið.
Ykkar varma vinarhlýja
varpar bjarma á mína leið.
Notaleg hefur kveðja Úlfs Ragn-
arssonar verið en mér er ekki
kunnugt um hver hlaut hana:
Þú, sem ortir eilif jól
inn í sálir vina,
hjartans þökk fyrir húsaskjól,
hest og samfylgdina.
Steinbjöm Jónsson frá Háafelli í
Hvítársíðu minnist endurfunda:
Gott er að hitta gamlan vin,
góðra minnast funda.
Það er eins og endurskin
ánægjulegra stunda.
Hér áður fyrr á árunum urðu
ýmsar væringai með mönnum á
Seyðisfirði og kom Páll Ólafsson
skáld þar við sögu. Taíið er að Gísli
Wíum, ágætur hagyrðingur, hafi
ort af því tilefni:
Vináttan í vorum firði
væri, áð ég held,
ekki meira en álnar virði
ef hún væri seld.
Reynsla Sigurðar Ingimundar-
sonar hefur verið á þeim nótum
þegar hann kvað:
Vinirnir mér vísa á bug,
ég verð að láta nægja
að dragast burt með döprum
hug
og drepast milli bæja.
En þess meir og betur ber að
virða þá sem vel reynast og getum
viö því tekið heils hugar undir orð
Magnúsar Jóhannssonar:
Vini geymi gæfan snjöll,
gleðin sveimi í hjarta,
svo að dreymi ykkur öll
unaðsheima bjarta.
Og skáldið frá Fagraskógi, Davíð
. Stefánsson, hefur ekki velkst í vafa
um hvað máli skiptir þegar hann
kvað:
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini
sem aldrei svíkja.
Því fer vel að ljúka þessum þætti
með ávarpi Jónatans Jakobssonar
skólastjóra:
Þó að brimi vík og vog,
vaxi hrönn á sundum,
gæfan við þig glingri og
gleðji þig öllum stundum.
Torfi Jónsson