Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Page 10
10
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
Sælkerinn
Af þýskum eðalvínum
í Þýskalandi má fá mörg öndvegisvín en skortur er á þýskum eðalvínum
í verslunum ÁTVR.
Fyrir um þaö bil 10 árum voru þýsk
vín í miklum metum hjá íslending-
um. Mest voru þetta sæt og léleg
Liebfraumilch vín. Smekkur
flestra íslendinga á þýskum vínum
var þvi afleitur enda fór það svo
aö stöðugt hefur dregið úr neyslu
þýskra vína. Drykkjusiðir íslend-
inga hafa löngum þótt slæmir.
Helst drukku menn brennivín eða
vodka í sætum gosdrykkjum eða
þá hin sætu þýsku vín.
Með auknum ferðalögum íslend-
inga til annarra landa, aukinni
umfjöllun um vín í fjölmiölum,
meira frjálsræði í sölu vína og tii-
komu bjórsins hefur ástandið batn-
að til muna. íslendingar drekka nú
meira þurr vin og drykki og æ fleiri
vita muninn á lélegum vínum og
góðum.
Eins og áður sagði hefur dregiö
úr neyslu þýskra vína og er það
miður því að Þjóðveijar framleiða
mörg ljómandi vín enda þótt ekki
séu nema mjög fá á boðstólum í
verslunum ÁTVR. Talið er að Þjóð-
verjar hafi framleitt vín í um það
bil 2000 ár.
Þýsku vínin hafa aigjöra sérstöðu
í vínheiminum þar sem vínekrurn-
ar eru svo norðarlega á hnettinum.
85% allra þýskra vína eru gerð úr
aðeins einni þrúgutegund og eru
vínin oft nefnd eftir henni. Þýsku
vínekrurnar eru um það bil 100.000
hektarar. Af um 87% vínekranna
koma hvítvín en rauðvínin af að-
eins um 13%. Flestar vínekrurnar
eru við ár og fljót, fléstar á Rín- og
Mosel-svæðinu.
Algengustu þrúgutegundirnar
eru Muller-Thurgau sem eru af-
brigði af þrúgunum Riesling og Sil-
vaner-Risling en úr þeim koma
bestu þýsku vínin. Þá koma Silvan-
er, Kerner, Scheurebe og Rulander
sem Frakkar kalla Pinot gris. Einn-
ig framleiða Þjóðverjar mjög góð
Elbling vín.
Þýsku vínunum er skipt í nokkra
flokka; Tafelwein, sem eru ódýr
borðvín en þurfa þó alls ekki aö
Umsjón:
Sigmar B. Hauksson
vera slæm; Qualitatswein eöa
gæðavín sem fylla ákveðin skilyrði
sem sett eru á þvi svæði sem þau
koma frá; Kabinett, en þau eru
pressuð úr vel þroskuðum þrúgum;
Spatlese, en þrúgurnar eru tíndar
7 dögum eftir að uppskeru lýkur.
Þetta eru bragð- og ilmmikil vín;
Auslese eru vín sem pressuð eru
úr sérvöldum úrvalsþrúgum; Eis-
wein en þau eru pressuð úr frosn-
um vínum. Þetta eru sæt en sýru-
mikil úrvalsvín með frábærum
bragðeinkennum.
Fyrir nokkrum dögum var Sæl-
kerasíðan stödd í Þýskalandi. Þar
gafst tækifæri á að bragða á nokkr-
um úrvalsvínum og skulu þrjú
þeirra nefnd hér. Fyrst skal nefna
Elbling, framieitt af Frieden-Berg
og sonum í Nittel, sem er skammt
frá landamærum Lúxemborgar og
Þýskalands. Þetta var mjög frísk-
andi vín með góðu eftirbragði og
fyllingu. Þetta vín er mjög þurrt. í
hverjum lítra eru aðeins 2 g af
sykri. Annað minnistætt þurrt vín
var verðlauna-Risling-vinið Weing-
ut Freiherr von Solemacher frá
Saarburg. í þessu víni eru aðeins
1,8 g af sykri í hverjum lítra. Þetta
vín var í einu orði sagt frábært,
létt, frískandi með góðum ylmi og
eftirbragði.
Minnisstæðasta vínið sem bragð-
að var á var Mertesdorfer Lorens-
höfer Felslay, úrvals-Risling vín
sem framleitt er af Weingut
Karlsmuhle í Mertesdorf. Þetta vín
fékk gullverðlaun 1988. Þetta er
fallega ljósgult vín, af því er veik
blómaangan, það hefur góða bygg-
ingu, er bragð- og matarmikið og
eftirbragðið frískandi þrúgubragð.
Já, það má svo sannarlega finna
úrvalsvín í Þýskalandi.
íslendingar leggja gjarnan leið
sína til hinnar fögru borgar Trier,
enda er skammt þangað frá Lúxem-
borg. Þar er sérstök vínstofnun
sem opin er almenningi. Þar er
hægt að fá að bragða á hinum ýmsu
vínum, fá upplýsingar um þau og
kaupa á hagstæðu verði. Unnendur
góðra vína, sem eiga leið um Trier,
ættu ekki að láta hjá líða að heim-
sækja þessa stofnun.
Heimilisfangið er Konstantin-
platz 11, An der Basilika, sími 0651-
73690.
Kaupum í matinn
- erlendis
Erlendir ferðamenn kvarta mjög
yfir verðlagi á matvælum hér á landi
og skyldi engan undra. Margir hinna
erlendu ferðamanna hafa vit á að
taka með sér mat að heiman og íslen-
skar ferðaskrifstofur hafa hug á að
fara að flytja inn matvæli fyrir hina
erlendu ferðamenn. Þeir íslendingar
sem hafa orðið aö lifa á sama fæði
og erlendu ferðamennirnir, bílstjór-
ar og aðrir, kvarta þó sáran yfir fæö-
inu sem þykir naumt skammtað.
Verðlag á veitingum á veitingahús-
um er skattlagt hærra hér en annars
staðar. Yfirvöld benda stundum á að
verðlag sé ekkert hærra hér en í
nágrannalöndunum og er þá átt við
Norðurlöndin. Þetta er ekki rétt. Má
Eiga íslendingar eftir að þyrpast til Glasgow á næstunni til að kaupa í
matinn?
vera að verð á mat sé svipað á fínni
veitingastöðum en verð á flestöllum
matvælum er lægra í verslunum er-
lendis og einnig er matur á ódýrari
veitingahúsum ódýrari í nágranna-
löndum okkar. Hér á landi er hæsta
bjórverð í heiminum. Fyrir verð á
einum bjór hér á íslandi getur t.d.
Breti keypt sér fjóra bjóra á bjórkrá
í sínu heimalandi. Nú er það svo að
vitaskuld koma erlendir feröamenn
ekki hingað til lands til að drekka
bjór. í flestum löndum Mið-Evrópu
og reyndar víðar er ekki litið' á bjór
sem áfengi heldur matvæli. Bjór er
því oft einn ódýrasti drykkur sem á
boðstólum er. Hið háa verðlag á
matvælum hér á landi mun örugg-
lega fæla fjölmarga erlenda ferða-
menn frá því að heimsækja ísland á
næstu árum. En hvað um „þá sem
heima sitja", íslensku þjóöina? ís-
lendingar hafa lægri laun en tíðkast
í nágrannalöndum okkar og verða
að greiða mun hærra verð fyrir flest-
öll matvæli. Eitt af því sem við getum
gert er að kaupa matvæli erlendis
þegar við förum í frí til útlanda og
taka þau með okkur heim. Margar
tegundir matvæla eru mun ódýrari
erlendis og er íslendingum heimilt
að taka með sér flestar tegundir
matvæla nema kjötvörur. Niður-
soðnar kjötvörur eða kjöt matreitt á
annan hátt má þó taka með sér inn
í landið.
Óvenjuleg berjasulta
Nú er berjatíminn að hefjast.
Kónguló, kónguló, vísaðu mér á
beijamó. Nú er bara að finna berja-
tínuna og drífa sig af stað í beijamó.
Þessi óvenjulega blábeijasulta er
mjög góð, t.d. á pönnukökur og ís.
14 dl sykur
14 tsk. múskat
14 tsk. kanill
2 tsk. kartöflumjöl
14 tsk. salt
500 g bláber
rifmn börkur af hálfri sitrónu
safi úr 14 sítrónu
1,5 dl vatn.
Blandið vel saman sykri, kryddi,
kartöflumjöli salti og vatni í pott.
Berin eru svo sett saman við og
þau soðin þar til sultan fer að
þykkna. Þá er sítrónuberkinum og
safanum bætt smám saman út í.
Efþurfa þykir má bæta sykri í sult-
una. Það má matreiða þessa sultu
öðruvísi; þá eru aöeins höfð 250 g
af bláberjum og 250 g af smátt söx-
uðum eplum. Þessi sulta er sérlega
góð með allri villibráö og áöur en
hún er borin á borð er hún krydduð
með svörtum pipar.
Þ Æ G I L E
KEÐJA
ulisíanum
jVJeðvor
eðiaradvef
"ineiðnarS. .^aadgiöf-
" Z fléttud keðja ao gjy-
HeogfelSSðin9‘
féerðu sent' Pósf
'A'l^S.-gjaldi.