Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Síða 15
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
15
Símamynd Reuter
Haustar að í veröldinni
Þótt enn sé ágúst eru veðurguð-
irnir ljóslega á þeirri skoðun að á
íslandi sé komið haust. Eftir stutt
en heitt og sólríkt sumar er veður
nú orðið kalt, blautt og hráslaga-
legt upp á hvern dag.
Þeir sem þrá steikjandi sólskinið
svo mjög að þeir vilja borga fyrir
að njóta þess enn um sinn verða
því að leita suður um höfin til sól-
arstranda. Eins og margir gera.
En það haustar reyndar að í
henni veröld í öðrum skilningi.
Heimsbyggðin hefur síðustu miss-
eri fagnað þeirri sól frelsis og lýð-
ræðis sem lýst hefur almenningi í
fyrsta sinn í mörgum löndum Aust-
ur-Evrópu. Kommúnisminn hefur
falhð eins og brotnir hlekkir af al-
þýðu manna sem hefur í fyrsta sinn
á lífsleiðinni getað tekið þátt í
frjálsum kosningum bæði sem
frambjóðendur og kjósendur.
Stjómmálalegt frelsi þjóðanna í
Austur-Evrópu er póhtískt krafta-
verk sem enginn sá fyrir. Þvert á
móti var kommúnistablokkin í
austri tahn afar sterk. Já, eins kon-
ar virki sem væri óvinnandi í fyrir-
sjáanlegri framtíð.
Þetta virki var heldur ekki unniö
utan frá heldur innan. Fólkið sjálft
greip til sinna ráða og fehdi komm-
únismann af stalli.
Miklir erfiðleikar
En eftir fagnaðarlæti sigumætur
rennur upp grár morgunn hvers-
dagsins með óleyst vandamál hins
miöstýrða efnahagskerfis sem hef-
ur dagaö uppi eins og nátttröll.
Afleiðingamar eru lokun fyrir-
tækja í stórum stíl, mikið atvinnu-
leysi, stóraukin verðbólga vegna
afnáms styrkja og niðurgreiðslna,
minnkandi kaupmáttur.
Líklega eru þessi vandamál al-
varlegust í Póhandi og Austur-
Þýskalandi sem er í reynd gjald-
þrota. Austur-Þjóðveijar em þó
heppnari en Pólveijar að því leyti
að stóri bróðir þeirra í vestri mun
taka þátt í því að byggja upp hrun-
ið atvinnuhfiö.
Það breytir þó engu um að daglegt
líf mun verða erfitt fyrir íbúa aust-
urfylkja hins nýja sameinaða Þýska-
lands engu síður en Pólverja. í þeim
efnum finnast engin kraftaverk.
Efnahagslífið verður ekki reist við í
einu vetfangi. Þvert á móti mun það
taka mörg ár að skapa íbúum fyrr-
um kommúnistaríkja í Austur-
Evrópu það sem við á Vesturlöndum
köllum sæmheg lífskjör.
í sama báti
Hmn kommúnismans í Austur-
Evrópu hefur endanlega hmndið
þeirri heimsmynd sem við höfum
búið við frá tímum kalda stríðsins.
Fjandskapur austurs og vesturs,
þar sem ógnaijafnvægið hékk eins
og Damóklesarsverð yfir heims-
byggðinni, hefur vikið fyrir sam-
vinnu og afvopnun. Óttinn við
styijöld mhli Sovétríkjanna og
vesturveldanna er ekki lengur th
staðar. Það má eiginlega segja að
fyrmm fiandmenn séu nú að veru-
legu leyti á sama báti.
Áþreifanlegt dæmi um þessa
breyttu stöðu er sú staðreynd aö
Sovétríkin standa með Bandaríkj-
unum og öörum vesturveldum í
sameiginlegri fordæmingu á innrás
Saddams Hussein í Kúvæt og inn-
limun þess í írak.
Fyrir fáeinum misserum hefði
staðan vafahtið verið allt önnur.
Líklega hefðu Sovétmenn þá for-
dæmt harðlega mikla hernaðar-
uppbyggingu Bandaríkjamanna á
Persaflóa og í Saudí-Arabíu. Það,
að risaveldin eiga í meginatriðum
samleiö í andstöðunni við aðgerðir
Saddams Hussein, dregur úr þeirri
miklu hættu sem þegar hefur skap-
ast á alvarlegum hernaðarátökum.
Bragðarefurinn Saddam getur í það
minnsta ekki sphað á tortryggni
og fiandskap risaveldanna.
Blóði drifinn leiðtogi
Um þessar mundir er Saddam
Hussein örugglega óvinsælasti
þjóðarleiðtogi heimsins. Ummæhn,
sem fahiö hafa um hann síðustu
vikurnar, minna nokkuð á þær ein-
kunnir sem fdí Amin fékk verð-
skuldað á valdatíð sinni í Úganda.
Og sumt eiga þessir tveir menn
reyndar sameiginlegt. Þeir eru til
dæmis báðir harðsvíraðir morð-
ingjar sem náðu völdum með því
að úthella blóði.
Saddam hefur haldið'völdum í
írak um árabil með tíðum, víð-
tækum hreinsunum þar sem jafn-
vel nánir samstarfsmenn hafa ver-
ið skotnir th bana. Stundum hefur
hann neytt samstarfsmenn sína til
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
að beita byssunum við aftökur and-
stæðinga til að gera þá samseka.
Marga hefur hann skotið sjálfur.
Saddam dreymir mikla drauma
um sjáhansig sem leiðtoga stórrík-
is araba sem boðið geti umheimin-
um birginn. Hann fórnaði að því
er tahð er um einni mihjón manna
í tilgangslausu stríði við íran. Síö-
an afsalaði hann sér öllu því sem
hann háði stríðið við íran út af í
einu vetfangi þegar honum varö
ljós einbeitt andstaða umheimsins
við innhmun Kúvæts í írak.
Hryðjuverk hans á Kúrdum eru
alkunn. Og er þá mikið ótalið af
því saklausa blóði sem flekkar
hendur Saddams Husseins.
Heimur íslams
Ríki heims hafa náð víðtækri
samstöðu um aðgerðir gegn Sadd-
am Hussein. Sú samstaöa nær
einnig th Vcddamanna í ríkjum
araba sjálfra. Svar Saddams hefur
verið að leita beint th alþýðu
manna í arabaheiminum. Og sam-
kvæmt fréttum hefur honum orðið
verulega ágengt í því efni.
Þetta þárf ekki að koma á óvart
þvi Saddam leikur lævíslega á
strengi trúarofstækis og þjóðernis-
hyggju.
Það er árangursríkt.
í heimi íslams er trúin nefnilega
annað og meira en innantóm orð.
Boöskapur Kóransins mótar aht
daglegt líf og viðhorf almennings.
Markmiðið er að öðlast sæluvist í
paradís eftir forskrift liinnar helgu
bókar. Ein leiöin til þess er að fórna
sér í hehögu stríði fyrir trúna.
Það auðveldar Saddam að spha á
hatur araba á „villutrúarmönn-
um“ að tugþúsundir bandarískra
hermanna hafa nú aösetur í Saudí-
Arabíu þar sem er að finna helg-
ustu staði íslams. í borginni Mekka
er hinn hehagi svarti steinn í
Kaaba. Þangað verða allir sanntrú-
aðir að fara einu sinni á ævinni sem
pílagrímar. Lygaáróður Saddams
um að þessir helgu staðir séu nú
herteknir af bandarískum „heið-
ingjum“ vekja sterkar tilfinningar
í brjóstum sanntrúaðra.
Þjóóemishyggjan
Saddam nær einnig síauknu fylgi
meðal alþýðu manna í arabaríkj-
unum með því að vísa th niöurlæg-
ingar araba gagnvart vestrænum
ríkjum sem reyndar voru sum hver
um langt skeið nýlenduherrar í
Mið-Austurlöndum.
Slíkur áróöur hljómar sérstak-
lega vel í eyrum Palestínumanna
sem eru enn án fóðurlands og líta
á ísraela sem ofsækjandi her-
námsarm vesturveldanna. Enda
hefur stuöningur við Saddam veriö
einna mestur meðal alþýðu manna
í Jórdaníu þar sem Palestínumenn
eru fiölmennir.
Það er algeng skoðun í ríkjum
araba aö vestrænum ríkjum standi
nákvæmlega á sama um hag þeirra
og sýni þeim líthsvirðingu. Palest-
ínumenn segja th dæmis sem svo:
Það eru margir áratugir síðan ísra-
elsmenn hertóku heimih okkar án
þess að efnt hafi verið til efnahags-
legra refsiaðgerða gegn ísrael. En
örfáum dögum eftir innrás íraka í
Kúvæt er umheimurinn mættur
grár fyrir jámum. Hvaða samræmi
er í þessu?
Á slíkar tilfinningar sphar Sadd-
am Hussein með góðum árangri.
Því lengri tíma sem umheimurinn
gefur honum th þess að æsa upp
lýðinn þeim mun erfiðara verður
að hemja hann. Að því leyti vinnur
tíminn með Saddam.
Hvað næst?
Hvað gerist við Persaflóann?
Tekst að sjá th þess að efnahags-
legu refsiaögerðimar gegn írak
beri árangur? Eöa tekst Saddam
Hussein að þrauka?
Saga efnahagslegra refsiaðgerða
á þessari öld sýnir að þær hafa
aldrei borið tilætlaðan árangur.
Þær hafa með öðrum orðum mis-
tekist. Það á við um aðgerðirnar
gegn Ítalíu á árunum milli heims-
styijaldanna, gegn Ródesíu á sjö-
unda og áttunda áratugnum og
gegn Suður-Afríku.
Víðtæk samstaða er um efna-
hagslega innhokun íraks. En til
þess að ná þeim árangri sem að er
stefnt - sem er að neyða íraka til
að láta herfang sitt af hendi - þarf
aö loka öhum leiðum th og frá Irak
um langa hríð.
Mun það takast án þess að til
vopnaviðskipta komi?
Um það skal engu spáð. En mikið
er í húfi fyrir okkur ekki síður en
aðrar þjóðir heims að Saddam tak-
ist ekki að gera stórveldisdrauma
sína að veruleika.
Elias Snæland Jónsson