Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Page 20
20
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
| DV-LISTINN -
1. (1) Road House
2. (-) Parenthood
3. (3) Lock Up
4. (2) Back to the Future II
5. (4) Honey, I Shrunk ihe Kids
6. (-) Worth Winning
7. (5) Dead Poets Society
8. (8) Casualties of War
9. (7) Who Is Harry Crump?
10. (6) Sex, Lies and Videotapes
Road House heldur fyrsta sætinu pessa vikuna en þjótandi inn á listann
kemur gamanmyndin Parenthood meö Steve Martin í aðalhlutverki og
er hann líklegur til að leysa Patrick Swayze af hólmi á toppnum. Nánar
er fjallað um Parenthood og Road House hér á síðunni. Aðeins ein önnur
ný mynd kemur inn á listann og er það önnur gamanmynd, Worth Winn-
ing, þar sem Mark Harmon leikur léttlyndan piparsvein sem er með þrjár
í takinu. Af myndum, sem væntanlegar eru á markaðinn og líklegar til
vinsælda, má nefna Tumer and Hootch með Tom Hanks í aðalhlutverki
sem kemur á markaðinn um mánaðamótin.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
★★★
Bamauppeldi
PARENTHOOD
Útgefandi: Laugarásbíó.
Leikstjóri: Ron Howard.
Aðalhlutverk: Steve Martin, Mary
Steenburgen, Jason Robards, Rick Mor-
anis og Dianne Wiest.
Bandarísk, 1989 - sýningartimi 103 min.
Leyfö öllum aldurshópum.
Leikstjóri Parenthood, Ron How-
ard, er fyrrverandi barnastjarna í
kvikmyndum sem hefur leikstýrt
nokkmm úrvalsmyndum eftir að
hann hætti að leika. Það þarf því
ekki aö koma á óvart að hann velji
sér viðfangsefni þar sem böm em
miðpunktur söguþráðarins.
Parenthood fjallar á gamansam-
an hátt um stóra fjölskyldu og þau
vandræði sem þrjú systkini lenda
í við bamauppeldið. Vandamálin
eru mörg. Einu baminu er ráðlagt
að hætta í venjulegum skóla og fara
í sérskóla vegna erfiðleika í námi.
Unglingsstúlka ögrar móður sinni
heldur betur þegar hún giftir sig
án leyfis, bróðir hennar leggur
tannlæknastofu föður síns í rúst,
en foreldarnir búa ekki saman, og
eitt bamið er alið upp á vísindaleg-
an hátt þannig aö það kann ekki
að leika sér eins og önnur böm.
Fyrir utan vandræðin með bömin
eiga svo systkinin öll við persónu-
leg vandamál að stríða. Og til að
auka á áhyggjumar kemur yngsti
bróðirinn heim með lítið bam með
sér, blankur að vanda og með
glæpamenn á hælum sér.
Parenthood er vel heppnuð gam-
anmynd og handritið vel skrifað
og skemmtilegt. Þá hefur sérstak-
lega vel tekist með val í öll hlut-
verkin. Steve Martin getur vel leik-
ið þegar hann nær sér niður á jörð-
ina, það sannar hann hér. Það em
þó Jason Robards í hlutverki afans
og Dianne Wiest, sem leikur ein-
stæðu móðurina, sem em senuþjóf-
amir. Aíburðaleikur þeirra gefur
myndinni vissa dýpt og gerir Par-
enthood að meira en venjulegri
gamanmynd.
-HK
Hlutabréf í fangelsi
BUY & CELL
Útgefandi: Arnarborg.
Leikstjóri: Robert Boris. Handrit: Ken
Kraus og Merrin Holt. Framleiðandi:
Frank Yablans. Aðalhlutverk: Robert
Carradine og Michael Winslow.
Bandarísk. 1988. Úium leyfð. 92 min.
í fangelsum hittast ólíkir menn
en hér fáum við að fylgjast með því
þegar verðbréfasali lendir í klefa
með óprúttnum þrjóti. Þeir eiga við
illgjaman fangelsisvörð að eiga en
tekst að afla sér vinsælda hjá sam-
fongunum sem leiðir til þess að
þeir hefia verðbréfaviðskipti. Þeim
safnast fé og hyggja á hefndir gegn
þeim sem komu þeim í fangelsið.
Hér era allir mættir sem eiga að
vera í fangelsismyndum: Óþokka-
legur fangelsisstjóri (sem virkar
eins og sá eini sem ætti að vera bak
við lás og slá), klíkuforingi, sem
ræður öllu, heimsku kraftakarl-
armr og góðu gæjamir sem era að
ósekju í fangelsi.
Kokkteillinn er ekki merkilegur
en gengur svo sem upp. Húmorinn
á að vera allsráðandi en lítið er um
bakfóll. Þá er forvitnilegt að velta
fyrir sér fallvaltleika kvikmynda-
hetjanna þegar maður horfir á
Malcolm McDowell í hlutverki
fangelsisstjórans en um leið rifjast
upp fyrir manni að fyrir stuttu
mátti sjá Donald Sutherland í svip-
aðri aðstöðu. Þeir mæta ekki á
óskarsverðlaunahátíðir frámar.
Myndin vekur enga angist en
heldur ekki gleðivímu. Þarf að
segja meira?
-SMJ
Útkastararaunir
ROAD HOUSE
Útgefandi: Steinar.
Leikstjóri: Rowdy Herrington. Framleið-
andi: Joel Silver. Handrit: David Lee
Henry og Hilary Henkin. Aðalhlutverk:
Patrick Swayze, Ben Gazzara, Kelly
Lynch og Sam Elliott.
Bandarisk. 1989.109 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Patrick Swayze virðist vera á
framabraut í Hollywood og af þess-
ari mynd má ráða að honum standa
ýmsir möguleikar opnir. Ekki
treysti ég mér þó til að spá honum
æðstu metorðum. Hér er hann á
vegum Joels Silver sem frægastur
er fyrir að framleiða spennumynd-
ir eins og Lethal Weapon og Die
Hard. Sá stimpill sést greinilega á
þessari mynd sem er keyrð áfram
í trú á kraft hins sterka.
Swayze leikur hér frægan útkast-
ara sem tekur að sér að róa óróleg-
an skemmtistað. Hann lendir fljót-
lega í útistöðum við héraðshöfð-
ingjann þannig að fljótlega dregur
til tíðinda. Auk þess blómstrar ást-
m.
Eins og áður sagði er ekkert út á
átakaatriðin aö setja og handritið
er að öðru leyti lipurlega skrifað í
kringum þau. Myndin er ekkert
meistaraverk og spekin ekki há-
fleyg þó að útkastarinn sé með há-
skólapróf í heimsspeki.
Gazzara hefur haldið sig við sjón-
varpsmyndirnar en hér er ánægju-
legt að sjá þennan B-myndakóng í
þokkalegu hlutverki þó hann sýni
nú engin sérstök tilþrif. Þá er Elli-
ott samur við sig í hlutverki grá-
haerða sjarmörsins.
Útkastarar era í umdeildu starfi
en í sjálfu sér ekkert vitlausara en
hvað annað að gera mynd um þá.
Sérstaklega ekki þegar hún er
þokkalega gerð. -SMJ
hlutverkið og fer vel með það, lát-
laus leikur en óaðfinnanlegur. Hin
aðalhlutverkin eru leikm af Ken-
neth Brannag og Natasha Richard-
son sem í þessari mynd leika sín
fyrstu stóru hlutverk í kvikmynd.
Þau hafa síðan heldur betur látið
vita af sér og er skemmst að geta
þess að Kenneth Brannagh var til-
nefndur til óskarsverðlauna í vor,
bæði sem besti leikari í aðalhlut-
verki og besti leikstjóri fyrir
Shakespearemynd sína, Hinrik 5.
-HK
Bældar tilfinningar
A MONTH IN THE COUNTRY
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Pat O’Connor.
Aöalhlutverk: Colin Firth, Kenneth
Brannagh og Natasha Richardson.
Bresk, 1987 - sýningartími 92 min.
Leyfö öllum aldurshópum.
í raun er ósköp lítiö sem skeður
á yfirborðinu í A Month in the
Country. Myndin gerist á einum
mánuði í litlu sveitarþorpi í Eng-
landi að sumri til. Aöalpersónurn-
ar eru tveir fyrrverandi hermenn
sem báðir hafa orðið fyrir slæmri
reynslu í fyrri heimsstyrjöldinni
og era komnir í sveitina aðallega
til að breyta um umhverfi. Annar
þeirra vinnur að fornleifagreftri,
en hinn vinnur við að hreina
kirkjuvegg þar sem málverk er
undr. Það er í byrjun óskrifað sam-
komulag að minnast ekki á stríðið.
Sú persóna sem mest áhrif á þá
í sveitinni er hin unga og fargra
prestsfrú sem vekur tilfinningar
hjá þeim, sem þó eru verða alltaf
bældar. Mánuðurinn líður, verk-
efninu er lokið og ungu mennirnir
tveir halda í sitt hvora áttina og
eftir eru aðeins ljúfar minningar
um mánuð í sveitinni.
Þrátt fyrir að það sé lítið sem
skeður á yfirborðinu þá eru mörg
smáatriðin sem hafa áhrif á at-
burðarásina og þær duldu tilfinn-
ingar sem bærast með aðalpersón-
unum ásamt vel skrifuðu handriti
gera A Month in the Country að
góðri kvikmynd sem hefur þau
áhrif að viss vellíðan fer um mann
að mynd lokinni.
Helsti galli myndarinnar er
hveru hæg hún er. Leikur er mjög
góður. Colin Firth hefur stærsta
Varasamt að auglýsa
W.B., BLUE AND THE BEAN
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri, handritshöfundur og fram-
leiöandi: Max Kleven. Aðalhlutverk.
David Hasselhoff, Linda Blair, John
Vernon og Tom Rosales.
Bandarisk. 1988. Bönnuð yngri en 12
ára. 100 min.
Svc lengi sem kvikmyndimar lifa
verða gerðar myndir um káta karla
í kúlnahríð. Stundum verða þetta
ágætis myndir en það er oftar sem
þetta fer í tóma vitleysu. Svo er því
miður hér.
Myndin segir frá þrem köppum
sem vinna fyrir hálfgerða leymlög-
regluskrifstofu. Þeir fá það verk-
efni að finna unga stúlku sem er í
höndum mannræningja og til þess
þurfa þeir að leysa ýmsar þrautir,
meðal annars að berjast við kóka-
ínbaróna.
Söguþráðurinn er ákaflega mikið
út og suður og þá sérstaklega vegna
þess að ýmsir kaflar myndarinnar
falla hreint og beint ekki saman.
Er til dæmis fáránlegt að sjá lo-
kakaflann sem líkist lélegri kú-
rekamynd. Leikarar era í stór-
kallaleik og sýna litla hæfileika.
Linda Blair er að verða hálfgerð
B-mynda drottning og fer aftur ef
eitthvað er. Þessi sjónvarpsmynd
er.því miður ekki líkleg til að kæta
marga.
-SMJ
PERSONALS
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Steven H. Stern.
Aðalhlutverk: Stephanie Zimbalist,
Jennifer O'Neill og Robin Thomas.
Bandarisk, 1989 - sýningartimi 91 min.
Bönnuð börnum yngri en 12 ára.
Boðskapur sakamálamyndarinn-
ar Personals fyrir karlmenn ætti
að vera: Farið varlega í sakimar
ef þið hafið hugsað ykkur að aug-
lýsa í einkamáladálki dagblaðs eft-
ir rúmfélaga. Allavega fer ifla fyrir
blaðamanninum Evan Martin sem
er að rannsaka áhrifamátt slíkra
auglýsinga. Hann sleppur ekki lif-
andi úr klómum á fögru morð-
kvendi sem stundar það að bjóða
sig fram eftir shkum auglýsingum
og drepa síðan fómarlömb sín. Þeg-
ar lögreglan getur lítið gert til að
leysa morðgátuna tekur eiginkona
blaðamannsms máhð í sínar hend-
ur og hefur eigm rannsókn..
Personals er hin sæmilegasta af-
þreying, heldur kannski í ódýrari
kantinum en skilar því sem áhorf-
andinn vih fá, sem er spenna.
Spenna sem helst þótt ahtaf sé vitað
hver morðinginn er.
Jennifer O’Neih leikur morð-
kvendið og þótt hún hafi oft gert
betur þá hefur hún svo sannarlega
úthtið með sér og hefði hver heil-
vita maður átt að sjá að shkt glæsi-
kvendi þarf ekki að leita sér að
bólfélága gegnum einkamálaaug-
lýsingar. -HK