Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Síða 23
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990. 35 „Fólk orðið mjög hrætt' - segir íslensk kona, nýkomin frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrir nokkrum dögum kom Jófríð- ur Guðmundsdóttir til landsins eftir þriggja mánaða dvöl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún starfaði þar ásamt manni sínum, Bobby, sem er frá Kasmír. Skömmu eftir innrásina í Kúvæt ákvað hún að yfirgefa MiðAusturlönd og halda heim á leið. „Ástandið þama var orðið virki- lega rafmagnað. Fólk var orðið mjög æst. Fyrstu dagana eftir innrásina bámst engar fregnir af því sem gerst hafði en ég starfaði á hóteli sem Reut- er-skeyti bámst til. Þannig fréttum viö þetta strax og höfðum mikið að gera við að segja fólki tíðindin. Það vom ekki síst olíufurstarnir sem vildu fylgjast sem best með. Gert vel við Kúvætana Áður en við yfirgáfum landið var fólk farið að streyma til landsins. Hótelin vom að fyllast. Aðallega var um að ræða Kúvæta. Þeim var hjálp- að eins og frekast var kostur. Þeir fengu frítt fæði og hótel þar sem þeir vildu vera, enda höfðu þeir ekkert með sér. Greiðslukort og annað frá Kúvæt var ekki lengur nothæft. Þá var hverjum og einum Kúvæta af- hent ákveðin peningaupphæð tii eig- in nota.“ Jófríður segir ástandið hafa verið orðið mjög einkennilegt. Hermenn og flóttamenn voru úti um allt og allir í viðbragðsstöðu. Sameinuðu arabísku furstadæmin em ungt ríki og hefur ríkt talsverður órói í landinu. Segir hún ríkið ekki standa á traustum grunni og því þurfi ekki mikið til að það hrynji. Innfæddir vom og famir að hafa miklar áhyggj- ur af þessu. „Ég fann það alveg á fólkinu að það var orðið mjög hrætt en samt vildi enginn trúa því að stríð gæti verið yfirvofandi. Það átti enginn von á þessari innrás í Kúvæt. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru aðeins 800 km frá Kúvæt. Ef ráðist yrði inn í landið yrði það búið að vera á skjót- um tíma. Fólk áttar sig á því að Sadd- am er stríðsmaður. Hann átti í átta ára stríði við írani og ljóst er að hann yrði ekki yflrbugaður á auðveldan hátt. Honum er alveg trúandi til að taka upp efnavopn og þá vita allir hvemig fer. Þarna úti er talað um efnavopn sem vopn fátæka manns- ins. Annars eru uppi skiptar skoðanir um aðgerðir hans. Þar sem ég bjó var mjög mikið um útlendinga. Flestir voru algjörlega á móti Saddam en það voru helst Jórdanir sem studdu hann.“ Jófríður segir að búið hafi verið að kalla alla karlmenn í landinu, 15 ára og eldri, til herþjálfunar. Segir hún það hafa verið ansi skrýtið að tala við unga vini síná' og hugsa til þess að kannski ætti hún aldrei eftir að sjá þá aftur. Enda segir hún það hafa verið mikla og einkennilega reynslu að fylgjast með því uppistandi sem skapast hafði í landinu. Hún talar einnig um trúna og hugs- unarhátt fólksins sem hún kynntist, Jófríður Guðmundsdóttir ásamt manni sínum, Bobby, sem er frá Kasmír. Hún dreif sig heim til íslands frá Samein- uðu arabísku furstadæmunum er ástandið tók að versna við Persaflóann. DV-mynd Brynjar Gauti hvað trúin væri mikilvæg og skipaði fannst mér þetta mjög skrýtið. Einu fer út og leggst framan á „húddið" stórt hlutverk í lífi þess. sinni var ég í leigubíl og eftir dáhtla til að biðja. Svona var allt. Bænin „Það er alltaf verið að biðja. Fyrst stund stöðvar leigubílstjórinn bOinn, gengur fyrir öllu þarna.“ „Þeir eru allir brjálaðir" - rætt við íranska konu sem flúði íran Eins og flestir vita háðu Irakar og íranir stríð í átta ár. Eins og kemur fram hér að ofan að má taka þá stað- reynd til vitnis um að Saddam Hus- sein er til alls vís. Hann hefur gert innrás í Kúvæt og veit enginn hverj- ar málalyktir verða í þetta sinn. En hér á landi býr írönsk kona ásamt kanadískum manni sínum og dóttur. Helgarblaðið sótti þau Rakel Faraz- neh, John Spencer og Mónu heim og innti þau áhts á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það er fyrst og fremst græðgi sem hér ræður ferðinni. Hér er um að ræða efnahagslega hluti. Kúvæt er mjög rík þjóð sem hefur verið án þess styrjaldarástands sem írak og Iran hafa búið við. Þegar írakar réð- ust inn í íran fyrir 10 árum var bara búist við að það myndi verða stutt árás. En annað varð ofan á. Saddam hefur örugglega rétt fyrir sér þegar hann talar um spihinguna sem virð- ist hafa verið ofan á í Kúvæt. Það htur út fyrir að þetta hafi verið meira og minna glæpamenn sem ráðið hafa þar ríkjum." Hætta á skelfilegum atburðum John segist fylgjast mjög grannt með þróun mála við Persaflóann. „Nú hafa yfir tuttugu þjóðir sent aðstoð sína tíl Kúvæt. Ég býst við að fleiri þjóðir eigi eftir að sigla í kjölfar- ið og þannig upplifa hvers þær eru megnugar sameinaðar. En maður á alveg eins von á aö skelfilegir at- burðir eigi eftir að eiga sér stað þarna í næstu framtíð." Þau John og Rakel ræða trúmál, foringjadýrkun og fleira sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Valdniðsla ein- ræðisherranna og kúgun er þeim of- arlega í huga. Rakel tókst að flýja land rétt um það leyti sem Khomeni tók við stjóm í íran. Líkt og í írak em það múhameðstrúarmenn sem ráða ríkjum í íran og fylgir alger meirihlutí fólks þeirri trú. John og Rakel eru bahá’i-trúar. Bahá’i er stærstí minnihlutatrúflokkur í íran. Þau lýsa því hvers konar ofsóknum og kúgun bahá’iar hafa orðið fyrir í þessum ríkjum. „Þessir menn eru brjálaðir," segir Rakel og felst auöheyranlega í orðum hennar að einræðisherrarnir í þess- um löndum séu ahir við sama hey- garðshomið. „Eftir að Khomeini komst tíl valda 1979 hefur orðið gífurlegt afturhvarf til gamaha sjónarmiða. Og kúgunin hefur aldrei verið meiri. í íran hafa börn bahá’ia verið rekin úr almenn- um skólum og fólk hefur misst vinnu sína af sömu ástæðum. Þá hefur klerkastjórnin staðið fyrir því aö fjöldi bahá’ia hefur verið drepinn. Fyrir nokkrum árum voru 15 kennslukonur teknar af lífi vegna þess að þær kenndu börnum bahá’ia sem höfðu verið rekin úr almennum skólum. Helgir staðir bahá’ia hafa verið rústaðir og grafreitir þeirra hafa verið keyrðir niður af jarðýt- um.“ Rakel segir að þótt yfirvöld hafi kúgaö og drepið bahá’ia sýni fólkið í landinu þeim yfirleitt skilning og séu almennileg í þeirra garð. Hér sé einungis um að ræða valdníðslu, kúgun og skipanir að ofan. Eins og segir er bahá’i stærsti minnihlutatrúflokkur í íran og segja þau John og Rakel að sífellt fleiri aöhylhst þá trú. Enda benda þau á að frá því að Khomeni komst tíl valda hafl stór hópur hreinlega gerst frá- hverfur múhameðstrú vegna ofstopa hans. Samkvæmt bahá’i eru trúarbrögð- in eitt og hið sama. Þessi eini og sami guð hafi sent kennimenn tíl mann- kynsins. TUgangurinn sé að sameina mannkynið og koma á friði. Telja þau að dag frá degi séu þessir spádómar að sýna sig og benda á atburðarásina íMiðausturlöndumnú. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.