Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Síða 27
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
39
DV LífsstíU
írland er grænt, segja ferðahandbækur, en þar er ýmsa Víða um írland er að finna sögufrægar byggingar. er ®dýrt að fá sér i gogginn.
aðra liti að finna.
írland:
Fögur náttúra og
skemmtilegt mannlíf
Allar ferðabækur, sem fjalla um
írland, halda því á lofti aö eyjan sé
græn. Það er ekki alveg rétt því þar
má víða greina gula, gráa eða hvita
liti í bland við þann græna og þessir
fallegu litir brosa við ferðamannin-
um á leið hans um eyjuna.
Það er landslagið sem stöðugt heill-
ar á írlandi, síbreytilegt frá stað til
staðar. Frá grýttum Araneyjunum í
Atlantshafinu, þar sem birtan líkist
miðjarðarhafsbirtu þegar sóhn skín,
allt til hinnar regnþrungnu stemmn-
ingar í íjöllunum yfir Cliften. Það er
svo allt öðruvísi um að litast á bað-
ströndunum suövestantil á eynni þar
sem hægt er að sitja í skugga pál-
matrjáa og horfa á htfögur blóm.
Gamlar sögur
Gamlar sögur herma að þegar guö
skapaði írland hafi hann einnig búið
til mikið af tíma. Og það likt og
mannlífö endurspegh þessa gömlu
sögn því aö íbúamir eru ekki að flýta
sér um of og hafa gaman af að spjalla
og segja sögur.
Á pöbbunum virðist tíminn gjör-
samlega standa í stað og þangað safn-
ast ungir sem aldnir.
Á hinum fræga pöbb O’Donoghue’s
í Dublin, þar sem Dubhners voru
uppgvötvaðir á sínum tíma, eru seld-
ar 8000 bjórkollur á hverju kvöldi. Á
daginn er staðurinn rólegur og fáir
utan ferðamanna sem hann sækja
en á kvöldin yfirfyllist hann af fólki
og þjóðlagatónhstin, sem enn ómar á
staönum, greinist varla í gegnum
skvaldur gestanna sem standa í röð-
um og bíða eftir að fá bjórkohuna
sína.
Það er hins vegar enginn að flýta
sér, menn standa og spjalla og segja
sögur og ræða þjóðfélagsvandamál.
Atvinnuleysi er eitt helsta vanda-
málið og margir vhja fara úr landi
vegna þess. I Dublin myndast á
hveijum degi langar biðraöir fyrir
utan bandaríska sendiráöið. Fjöl-
mennasti hópurinn í biðröðinni eru
ungir atvinnuleysingjar eða lágt
launaðir fjölskyldufeöur sem halda
að þeir geti haft það betra í Guðs eig-
in landi. Alhr ala sömu von í bijósti;
að fá atvinnu- og dvalarleyfi vestra.
Fæstir eru hins vegar svo heppnir
að hafa fengið loforð um vinnu í
Bandaríkjunum og fá því einungis
venjulega ferðamannaáritun. Það
hindar fólk hins vegar ekki í því að
fara og treysta á guð og lukkuna.
Flestir þekkja einhvern í Ameríku
og þeir vona að sá hinn sami geti
Unga menn dreymir um að komast til Ameríku.
veitt þeim húsaskjól og ef til vih
fundið handa þeim svarta vinnu á
meðan þeir bíða eftir að fá atvinnu-
og dvalarleyfi. Vonin er sú að þeir
geti þénað svo mikla peninga að þeir
geti á endanum snúið aftur til síns
heima, því áð ahir vhja koma heim
aftur þó ekki sé nema til að deyja.
Sagan segir aö alla íra dreymi um
að deyja í föðurlandinu, það er ekki
hægt að finna fegurri stað á jarðríki
th aö deyja á, segja þeir. Þrátt fyrir
atvinnuleysi og mörg önnur þjóð-
félagsvandamál elska írar fööurland
sitt en fæstir þeirra sem halda utan
á annað borð snúa nokkru sinni heim
aftur.
JamesJoyce
Það má finna menjar um hinn
fræga rithöfund, James Joyce, sem
frægastur er fyrir bók sína Ulysses,
í Trinity Cohege í Dublin. Þar er
varðveitt eitt eintak af þessari frægu
bók, áritað af honum sjálfum í París
1925.
í Dun Laoghaire, suður af Dublin,
er Joyce tuminn en þar bjó rithöf-
undurinn í stuttan tíma og þar hefur
nú verið komið upp safni theinkuðu
meistaranum.
Það er einnig önnur bókmennta-
perla sem varðveitt er í Trinity Col-
lege, það er The Book of Kells, rituð
einhvem tímann á áttundu öld.
Það er ýmislegt annað sem er þess
virði að skoða í Dublin. Þar má nefna
vikingasafnið, Dublinarkastala og
ýmislegt fleira.
Ódýrtaðferð-
astumfrland
Það er fremur ódýrt fyrir ferða-
menn að ferðast um írland. Gisting
og morgunverður í heimagistingu
kostar 1500-2000 krónur fyrir tvo og
þokkalegt tveggja manna hótelher-
bergi kostar í kringum 2.500 krónur.
Samloka með skinku og osti kostar
á pöbb um 150 krónur en vín er dýrt,
ódýrasta borðvínið með mat kostar
á bilinu 1200 th 1800 krónur en á
móti kemur aö maturinn er ódýr, góð
steik kostar í kringum 500 krónur
og þriggja rétta máltíð má fá fyrir
1000 th 1200 krónur.
Bjórinn er misdýr, ein koha er frá
80 th 120 krónur, enda segja írar að
ef þeir heföu ekki efni á að kaupa sér
kohu af bjór nokkrum sinnum í viku
mundi skapast uppreisnarástand í
lýðveldinu.