Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Qupperneq 28
40
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
Jk
Fákafeni 11 - sími 687244
Vilt þú sjjá
góða mynd?
Við eigum
myndina fyrir
ÞigS
Myndbandaleiga
fjölskyldunnar
ALLIRICH
HVÍTLAUKURINN
SLÆR í GEGN
* Lyktarlaus
* Allícíní auðugur
* Hí-Potency
* Lægra verð
©
ÍSLENSKA
VÖRUSALAN
BORGARTÚNI 28 - 104 REYKJAVÍK
SÍMI: 624522
Útsölustaðir: apótekin, heilsumarkaöir,
stærri matvöruversl.
alens o$
Opió alla
virka daga
kl. 13-20,
alla frídaga
kl. 12-20.
Popp
DV á Donlngtonhátíðinni 1990
Risarokk og Svali
Við íslendingar áttum eiginlega
dálítið í „The Monsters of Rock“-
hátíðinni við Doningtonkastala að
þessu sinni. í áhorfendaskaranum,
72.500 manns, blöktu fánar Bretlands
og írlands auk vígalegs sjóræningja-
fána - og þess íslenska. Dágóður hóp-
ur íslenskra rokkunnenda lagði leið
sína á Doningtonhátíðina í ár eins
og svo oft áður. Og þegar litið var til
jaröar á áhorferidasvæðinu blasti við
Jimmy Page, fyrrum gitarleikari Led Sviðið á Doningtonhátíðinni 1990 hefur aldrei verið jafnstórt og nú og vattatala hljóðkerfisins aldrei verið hærri.
Zeppelin, var óvæntur gestur hátíð-
arinnar.
allskrítin sjón. Jörðin var þakin
Svalafemum hvert sem htiö varð.
Eini óáfengi drykkurinn sem seldur
var á hátíðinni í ár var nefnilega
Svah. Og hann var drukkinn í þús-
unda lítra tah í Austur-Miðlöndun-
um á Englandi laugardaginn 18.
ágúst síðasthðinn.
En það sem skipti mestu máh á
Doningtonhátíðinni - þeirri tíundu í
röðinni - var tónhstin. Fimm hljóm-
sveitir tróöu upp. Whitesnake var
aðalnúmerið og kom þar af leiðandi
fram síðust. Næst á undan var Ae-
rosmith, þá Poison, Quireboys og
Thunder sem fengu að hefja leikinn
skömmu eftir hádegi.
Gottúrval
Það var mál manna aö vel hefði
tekist að fá góð nöfn á Donington í
ár. Fáar breskar rokksveitir em tald-
ar eiga það betur skihð en Thunder
að slá í gegn. Quireboys hafa vakið
mikla athygh síðustu mánuði bæði
fyrir plötu sína A Bit of What You
Fancy, lögin 7 O’Clock, Sex Party og
Hey You og góða frammistöðu á
hljómleikum. Poison er hátt á vin-
sældahstum þessa dagana með lagið
Unskinny Bop og plötuna Flesh And
Blood. Að auki var Poison að leika í
fyrsta sinni í Bretlandi á Donington-
hátíðinni.
Hljómsveitin Aerosmith hefur
aldrei fyrr komið fram á „Monsters
of Rock“ hátíð í Donington. Ýmsum
þótti því tími til kominn að hún léti
sjá sig og heyra. Whitesnake er hins
vegar komin á fastagestalistann.
Hún kom fram árið 1981 og var aðal-
númeriö árið 1983. - Og ekki má
gleyma óvæntum gesti sem birtist á
sviðinu er Aerosmith var í miðjum
khðum að flytja sína dagskrá. Jimmy
Page gekk fram með gítar á maga,
orðinn þreytulegur, grár og dálítið
gugginn en hefur engu gleymt síðan
í gamla daga með Led Zeppehn.
Aðstandendur Doningtonhátíðar-
innar leggja á það áherslu að hún sé
ekki helguð heavy metal tónlist held-
ur því besta í harða rokkinu sem völ
er á hverju sinni. Stundum hefur
ákaflega vel tekist til með val á
hljómsveitum á liðnum árum.
Nokkrum sinnum hefur vahð verið
dáhtið vafasamt - sennilega vegna
þess eins að betri hljómsveitir stóðu
ekki til boða á þeim tíma. Status Quo
var til að mynda tahn eiga lítið er-
indi árið 1982. Árið áður var Blue
Oyster Cult meðal Doningtonsveit-
anna og þótti afskaplega óspennandi.
Nokkrar aðrar sveitir hðinna ára eru
Þrír fjórðu hlutar hljómsveitarinnar Poison í sjónvarpsviðtali. DV-myndir
gleymdar og grafnar, til dæmis Sax-
on sem er orðin harla rislíth. Tíminn
verður svo að leiða í ljós hvað verður
um þær sem skemmtu á „Monsters
ofRock" í ár. Eitt er víst að stemmn-
ingin frá því að fyrsta sveitin steig á
svið upp úr hádegi og þar th sú síð-
asta lauk leik sínum um hálfehefu
um kvöldið bendir til þess að þeir
Urnsjón:
Asgeir Tómasson
rúmlega 70.000 hijómleikagestir sem
viðstaddir voru hafi verið vel þakkl-
átir fyrir þaö sem þeim var boöið upp
á að þessu sinni.
.. .enginnþeirradó
Ekki bar á öðru en ahflest væri í
lagi á Donington í ár. Einhverjir urðu
þó sárir og um nónbh varð hálfgerð
umferðarteppa á sjúkrabílavegi
svæðisins. En alhr sluppu lifandi frá
hátíðinni að þessu sinni. Því miður
var það ekki uppi á teningnum síðast
er rokkað var á Donington. Er
Guns’N Roses fluttu sín lög varð svo
mikih troðningur framan við sviðið
að tveir létust. Vegna þessa atviks
voru allar öryggiskröfur hertar og
bannað aö hleypa jafnmörgum inn á
hljómleikasvæðið og gert var árið
1988. Þá munu hátt í eitt hundrað
þúsund manns hafa komiö til hátíð-
arinnar.
Vegna hertu reglnanna féll hátíðin
niður í fyrra. Aðstandendurnir féllu
einfaldlega á tíma th að halda hana.
En í ár var allt gert til að gera gestum
sem best til hæfis. Enda var allt
skipulag til fyrirmyndar. Breska rík-
isútvarpið sendi út aha dagskrá tón-
leikanna. Það eitt gefur þeim ákveð-
inn gæðastimph. BBC-menn líta
nefnhega ekki við hveiju sem er.
Whitesnakebaraf
Eins og gengur og gerist var fram-
ganga hljómsveitanna fimm misjöfn.
Starfsmenn Whitesnake léku sama
leikinn og ’83 er þeir pössuðu sig með
að láta engan hljóma nema miðlungi
vel þar til kom var að lokahljóm-
sveitinni. Enda bar Whitesnake af á
Donington í ár. Hljómurinn var
prýðhegur og „showið" allt til fyrir-
myndar. Raunar lagði hljómsveitin
töluvert meiri áherslu á melódískari
lögin sín en við hefði mátt búast fyr-
irfram. En rokkið fékk þó að hljóma
óhindrað þess á mhli.
Því miður missti sá er þetta ritar
af Aerosmith. Að sögn þeirra sem til
sáu og heyrðu var hljómsveitin ákaf-
lega góð. Hún var klöppuð upp og
flutti þá tvö af sínum þekktustu lög-
um frá áttunda áratugnum, Dream
On og Walk This Way.
Poison kom á óvart með mikhh
keyrslu og góðu sambandi við áheyr-
endur. Alls ekki var á því sambandi
að heyra að Poison væri að leika á
sínum fyrstu hljómleikum í Bret-
landi.
Quireboys máttu glíma við fremur
slæmt hljóð. Piltunum tókst þó að
búa th hresshega stemmningu og var
vel fagnað er þeir fluttu sín þekkt-
ustu lög. Sama má segja með Thund-
er sem voru óspart látnir gjalda þess
Brad Whitford, annar gítarleikari
Aerosmith, á leið að heilsa upp á
kunningjana.
að þeir voru fyrstir á dagskrá. Þrátt
fyrir það stóðu þeir sig vonum fram
ar.
Sviðið seig
Útihátíðir sem „The Monsters of
Rock“ standa og falla með veðrinu.
Það lék við tónleikagesti að þessu
sinni. Fyrsta hátíðin, sem haldin var
árið 1980, var hins vegar blaut í meira
lagi. Sagan segir að leðjan á hljóm-
leikasvæðinu hafi verið tveggja feta
djúp. Og vegna bleytunnar seig svið-
ið öðrum megin um nokkra sentí-
metra.
Nú var engu slíku til að dreifa.
Allt gekk áfallalaust fyrir sig. Ekki
bar á öðru en að rúmlega sjötíu þús-
und tónleikagestir væru vel ánægðir
með laugardagssíðdegið og kvöldið
er þeir héldu heim á leið að lokinni
glæshegri flugeldasýningu sem batt
endahnútinn á Doningtonhátíðina
1990. Og vonandi fór Svalinn vel í
aha.
-ÁT-