Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 25. ÁGtJST 1990. 51 Afmæli Bjöm Eysteinsson Björn Eysteinsson, Hjallabraut 25, Hafnarfirði, verður sjötugur á morgun, 26. ágúst. Bjöm fæddist í Meðalheimi í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Þar og á Hafs- stöðum á Skagaströnd bjó hann fram yfir fermingaraldur. Þá flutti Bjöm að Guðrúnarstöðum í Vatns- dal þar sem hann bjó þar til árið 1941 er hann fluttist til Reyðarijarð- ar. Árið 1977 flutti hann frá Reyðar- flrði til Hafnarfjarðar þar sem hann hefurbúið síðan. Björn var í unglingaskóla hjá séra Þorsteini Gíslasyni í Steinnesi 1936-38 og lauk prófum frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík árið 1940. Björn vann við afgreiðslu- og skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa á Reyðarfirði 1941-46, var aðalbókari og skrifstofustjóri 1947-67 og fulltrúi kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði 1967-76. Hann var. deildarstjóri Reyðarfj arðardeildar KHB og fulltrúi á aðalfundum KHB um árabil. Árin 1977-89 var hann starfsmaður á endurskoðunarskrif- stofu Sambandsins. Björn sat í hreppsnefnd Reyðarf] arðarhrepps 1955-58 og 1963-74. Hann hafði um- sjón með byggingu félagsheimiiis og byggingu barnaskóla. Einnig hafði Björn með höndum framkvæmdir fyrir Byggingafélag verkamanna á Reyðarfirði frá því það var stofnað 1952 og til 1974 og sat í stjórn félags- ins á sama tíma. Hann var bóka- vörður Lestrarfélags Búðareyrar- þorps 1946-76 og sat í stjórn þess félags 1943-76. Björn starfaði í ung- mennahreyfingunni um árabil. Þann 3. mars 1945 kvæntist Björn Sigrúnu Jónsdóttur húsmóður, f. 7. maí 1925. Sigrún er dóttir Jóns Ámasonar sjómanns og konu hans, Ragnheiðar Sölvadóttur húsmóður. Þau bjuggu á Reyðarfirði. Böm Bjöms og Sigrúnar eru þijú. Elst er Ema Guðrún, f. 9. febrúar 1944, kennari, gift Ellerti B. Þor- valdssyni skólastjóra og börn þeirra em Sigrún lyfjafræðingur, sambýl- ismaður hennar er Ágúst Leósson, nemandi í viðskiptafræðideild HÍ; Kristín, nemandi í Fósturskóla ís- lands, sambýhsmaður hennar er Páll Scheving Ingvarsson verslun- areigandi og sonur þeirra er Ehert Scheving; Björn Valur nemi. Sonur Björns og Sigrúnar er Eysteinn, f. 26. febrúar 1954, innkaupastjóri hjá Bóksölu stúdenta, stúdent frá MR, var við nám í HÍ1972-75. Yngsta dóttir Björns og Sigrúnar er Hanna Ragnheiður, f. 25. febrúar 1960, í doktorsnámi í barnasálfræði við The Ohio State University Colum- bus í Bandaríkjunum, sambýhs- maður hennar er Sigurður Bjarna- son, nemi í Tækniskóla íslands. Systkini Bjarna voru sjö, þar af eru tvö látin: Helga, f. 2. júlí 1916, húsmóðir, Hrauni, Ölfusi, gift Ólafi Þorlákssyni bónda og eiga þau sex börn; Brynhildur, f. 4. febrúar 1918, húsmóðir, Hrauni, Ölfusi, gift Karh Þorlákssyni bónda, bróður Ólafs, og eiga þau sex börn; Hómfríður, f. 18. apríl 1919, húsmóðir að Vilmundar- stöðum í Borgarfirði og í Reykjavík, sambýhsmaöur Sigurður Geirsson bóndi og áttu þau sex börn, Hólm- fríður og Sigurður eru bæði látin; Svanhildur, f. 19. nóvember 1921, húsmóðir í Þorlákshöfn, gift Georg Agnarssyni bifreiðastjóra, þau áttu átta börn, Svanhildur og Georg eru bæði látin; Gestur, f. 1. maí 1923, lögfræðingur, Hveragerði, hann á tvö böm; Kári, f. 14. janúar 1925, rannsóknamaður á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, giftur Fjólu Brynjólfsdóttur húsmóður sem er látin, eitt fósturbam; og Ás- dís, f. 13. september 1927, kennari í Reykjavík, gift Ásmundi Kristjáns- Björn Eysteinsson. syni kennara og eiga þau tvö fóstur- börn. Foreldrar Björns voru Eysteinn Björnsson, f. 17. júlí 1895, d. 2.maí 1978, bóndi að Meðalheimi á Ásum, Hafsstað á Skagaströnd og Guðrún- arstöðum í Vatnsdal, og kona hans, Guðrún Gestsdóttir, f. 11. desember 1892, d. 30. ágúst 1970, húsmóöir. Eysteinn og Guðrún bjuggu í Meðal- heimi í A-Húnavatnssýslu og Hafs- staðáSkagaströnd. Til hamingju með afmælið 26. ágúst 80 ára 50 ára KarlottaJ. Isdal, Vif Haðarstíg20,Reykjavík. Hol Vnjpy m>rn*Jiktsrlnttir, dís G. Guðmundsdóttir, teigi42,Reykjavík. Sand'abraut 11, Akranesi. )ára Cnf fia Ragnheiður Ragnarsdóttir, rjavöhum 5, Kirkjubæjar- ostri. ta Gréta Halldórsdóttir, isíðu8D, Akureyri. Irún Guðmundsdóttir, ðargötu 20, Borgarnesi. inn Sigurjónsson, má2, Hveragerði. iveig Guðmundsdóttir, sstöðum, Miðdalahreppi. arKjartansson, mugotu 6, Reykjavík. imundur Kristinn Jóhannes- 9 iðvangi 5, Hafnarfirði. 75 ára £ Guðrún Bjarnadóttir, Gíslastaðageröi, Vahahreppi. Andrés Hallmundsson, ^u Rauðalæk28,Reykjavík. " Þór Högni Sigurðsson, Sve Laufvangi 1, Hafnarilrði. Var Gu< Kol , Æv 60 ara nöi UUl RagnheiðurZophoníasdóttir, son Engjavegi 20, Selfossi. Bre Þuríður Hulda Sveinsdóttir Þuríður Hulda Sveinsdóttir frá Borgamesi, nú til heimihs í Rafstöð 2 við Elhðaár, Suðurlandsbraut, Reykiavík, er sextug í dag. Þuríður Hulda er fædd í Borgar- nesi og lauk gagnfræðaprófi í Gagn- fræðaskóla ísafjarðar 1947. Hún hef- ur auk húsmóðurstarfa unnið hjá TM húsgögnum frá 1980. Þuríður er gift Helga Kristmundi Ormssyni, f. 15. ágúst 1929, fuhtrúa hjá heimtaugaafgreiðslu Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Foreldrar Helga vom Ormur Ormsson rafvirkja- meistari, rafveitustjóri í Borgamesi, og kona hans, Helga Kristmundar- dóttir. Hulda og Helgi eiga fimm börn og níu bamabörn. Börn Huldu og Helga em: Hhmar, f. 1951, stýri- maður, dehdarstjóri hjá Sjómæhng- um íslands, kvæntur Vhhelmínu Ólafsson, Kristján, f. 1952, raf- magnstæknifræðingur, vinnur hjá Hugbúnaði hf. í Kópavogi, kvagntur Sigríði Yngvadóttur; Sigríður Sveina, f. 1955, nemur ferðaþjónustu í Menntaskólanum í Kópavogi, gift Ólafi Péturssyni stýrimanni; Helgi Öm, f. 1960, myndhstarmaður í Sví- þjóð, kvæntur Öldu Pálsdóttur, og Þuríður, f. 1961, gift Sigurði Kristó- ferssyni, stýrimanni í Kópavogi. Systkini Huldu em: Guörún, saumakona í Borgamesi; Áslaug, saumakona í Borgamesi, gift Jóni Þuríður Hulda Sveinsdóttir. Júhussyni, bifreiðarstjóra í Borgai'- nesi; Guðmundur, vömbifreiðar- stjóri í Borgarnesi, kvæntur Vh- borgu Ormsdóttur og Þórey, póstaf- greiðslumaður í Borgarnesi, gift Ólafi Andréssyni verslunarmanni. Foreldrar Huldu vora Sveinn Skarphéðinsson verkamaður, d. 1955, b. á Hvítsstöðum, seinna verkamaður í Borgarnesi, ættaður úr Þingvallasveit, og kona hans, Sig- ríður Kristjánsdóttir, lengi sauma- kona í Borgarnesi. Sigríður var dótt- ir Kristjáns, b. í Grístungu, Krist- jánssonar og konu hans, Þuríðar Helgadóttur. Óskar Guðmundsson Óskar Guðmundsson ritstjóri, Öldugötu 59, Reykjavík, er fertugur ídag. Óskar er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp og á Patreksfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1971 og kenndi í Stómtjarnaskóla í S-Þingeyjarsýslu 1971-72. Óskar nam sagnfræði, stjórnmálafræði og bókmenntir í Háskóla íslands, háskólanum í Bremen í Þýskalandi og í Kaup- mannahöfn. Hann var ritstjóri Stúd- entablaðsins 1978 og ritstjóri viku- blaðsins Norðurlands á Ákureyri 1979. Óskar var blaðamaður, frétta- stjóri og ritstjómarfuhtrúi Þjóðvhj- ans 1981-86 og hann hefur verið rit- stjóri fréttatímaritsins Þjóðlífs frá 1988. Hann skrifaði bókina „Al- þýðubandalagiö - átakasaga" sem kom út hjá Svörtu og hvítu 1987. Sambýliskona Óskars frá 1979 er Kristín Á. Ólafsdóttir, f. 3. janúar 1949 borgarfuhtrúi Nýs vettvangs. Foreldrar Kristínar em Ólafur E. Guðmundsson, fyrrverandi hús- gagnasmiður í Reykjavík, og kona hans, ÞorbjörgÞorvaldsdóttir. Þau era af önfirsku bergi brotin. Dóttir Óskars og Kristínar er Mel- korka, f. 2. júlí 1981, og sonur Krist- ínar er Hrannar Bjöm, f. 16. sept- ember 1967, framkvæmdastjóri. Systkini Öskars eru: Lovísa, f. 6. júni 1946, starfsleiðbeinandi í Reykjavík, hún á þrjú böm; Oddur, f. 16. janúar 1949, verkamaður í Sví- þjóð, hann á sex böm; Guðmundur Hólmar, f. 17. október 1955, fulltrúi í Garðabæ, hann á þrjú börn; Brynj- ar, f. 27. júní 1959, prentari í Svi- þjóð; Ath, f. 11. október 1963, verka- maður í Reykjavík; og Brynhhdur, f. 14. ágúst 1968, nemi í Svíþjóð. Foreldrar Óskars eru Guðmundur Kr. Óskarsson, f. 11. júní 1928, d. 26. maí 1970, verslunarmaður, og kona hans, Hólmfríður Oddsdóttir, f. 27. nóvember 1926, fyrrverandi starfs- stúlka í Sókn. Guðmundur var son- ur Óskars, verkamanns í Sandgerði, Pálssonar, kennara, skálds og versl- unarmanns í Rvík, Kristjánssonar, húsmanns í Bakkabúð, Daníelsson- ar, b. í Bakkabúð, Einarssonar, b. í Brekkubæ við Hellna, bróður Jóns Norðíjörð, langafa Magneu, ömmu Matthísar Johannessen, skálds. Einar var sonur Magnúsar, prests á Kvennabrekku, Einarssonar, bróð- ur Elínar, móður Gríms Thorkelín leyndarskjalavarðar. Móðir Guð- mundar var Lovísa Kristjánsdóttir, húsmanns á Bíldudal, Kristjánsson- ar, b. á Vindási í Eyrarsveit, bróður Stefáns, forföður Sigurðar A. Magn- ússonar rithöfundar. Kristján var sonur Athanasíusar, b. og galdra- manns á Dunk, Hnausa-Bjarnason- ar, b., galdramanns og skálds á Hnausum í Breiðuvík, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Björg Guðna- dóttir, Magnússonar ríka, b. á Kol- beinsá, Bjarnasonar. Móðir Páls var Guðrún, systir Jónasar, langafa Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Guðrún var dóttir Jónas- ar, b. í Bjarnarhöfn, Samsonarsonar og konu hans, Sigríðar Pálsdóttur, systur Steinunnar, langömmu Ól- afs, föður Ólafs landlæknis. Móðir Kristjáns Daníelssonar var Málm- fríður Guðmundsdóttir, b. í Gísla- bæ, Jónssonar, smiðs á Ytribug, Guðmundssonar, lögréttumanns á gróða, Jónssonar. Hólmfríður var dóttir Odds, b. í Laugarnesi í Rvík, Jónssonar, b. í Króki á Kjalarnesi, Jónssonar, b. á Austurvelh, Jónssonar, b. í Stóra- Klofa, Jónssonar, b. í Stóra-Klofa, Jónssonar, b. í Næfurholti, Brands- sonar. Móðir Odds í Laugamesi var Hólmfríður Oddsdóttir, b. í Króki, Þorlákssonar, b. á Hofi, Þorkelsson- ar, b. í Króki, Þorkélssonar, b. á Vallá, Árnasonar, bróður Gests, langafa Þorláks, afa Þorláks John- son kaupmanns. Móðir Odds í Króki var Jarþrúður systur Sigríðar, langömmu Jóns, langafa Þorsteins Pálssonar alþingismanns. Jarþrúð- ur var dóttir Þórólfs, b. í Engey og borgara í Rvík, Þorbjörnssonar, for- föður Engeyjarættarinnar, bróður Óskar Guðmundsson. Guðlaugar, langömmu Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar. Móðir Þorláks í Króki vár Jarþrúð- ur Þorsteinsdóttir, skálds í Vogart- ungu, Báröarsonar „brotinnefs" lögsagnara á Stakkhamn, Þórðar- sonar, lögréttumanns á Ökrum, Finnssonar. Móðir Jarþrúðar var IngibjörgHahdórsdóttir, systir Bjarna, sýslumanns á Þingeyrum, langafa Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar. Móðir Hólmfríðar var Brynhhdur, systir Bjamfreðs, föður Aðalheiðar alþingismanns. Brynhildur var dóttir Ingimundar Ámasonar, sjómanns í Vestmanna- eyjum, sagður sonur Andreasar Augusts von Kohl, sýslumanns í Vestmannaeyjum, herforingjasonar áBorgundarhólmi, af gyðingaætt- um í Bæjaralandi. Móðir Brynhhdar var Sigurveig Vigfúsdóttir, b. og skálds á Sauðhúsnesi, Jónssonar, b. á Söndum í Meðallandi, Brynj- ólfssonar, prests í Langholti, Áma- sonar. Móðir Brynjólfs var Guðrún Eiríksdóttir, systir Jóns konferensr- áðs, Önnu, langömmu Benedikts, föður Einars skálds. Önnur systir Guðrúnar var Þórdís, langamma Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórðar- sonar. Móðir Sigurveigar var Ingi- björg Bjamadóttir, systir Guörúnar, langömmu Sveins Einarssonar, fyrrv. þjóðleikhússtjóra, og Jóns Áðalsteins Jónssonar, fyrrv. orða- bókaritstjóra. Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, sími 670760 Blómaskreytingar við öll tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.