Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1990, Page 40
52
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1990.
Suimudagur 26. ágúst
SJÓNVARPIÐ
16.00 Úrslitaleikur í bikarkeppni KSÍ.
KR - Valur.
17.40 Sunnudagshugvekja. Flytjandi er
Bjarni E. Guðleifsson ráðunautur.
17.50 Felix og vinir hans (2) (Felix och
hans vánner). Sænskir barnaþætt-
ir. Þýðandi Edda Kristjánsdóttir.
Sögumaður Steinn Ármann
Magnússon (Nordvision
Sænska sjónvarpið).
17.55 Útilegan (To telt tett i tett). Átta
manna fjölskylda fer á reiðhjólum
í útilegu og lendir í ýmsum ævin-
týrum. Þýðandi Eva Hallvarðsdótt-
ir. Lesari Erla B. Skúladóttir (Nord-
vision - Norska sjónvarpið).
18.20 Ungmennafélagið (19). Rok og
rigning. Þáttur ætlaður ungmenn-
um. Eggert og Málfríður bregða
sér í ferðalag frá Þingvöllum um
Kaldadal og í Húsafell. Umsjón
Valgeir Guðjónsson. Stjórn upp-
töku Eggert Gunnarsson.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Vistaskipti (12). Bandarískur
framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi
Ólöf Pétursdóttir.
19.30 Kastljós.
20.30 Hólmavik í hundrað ár. Sjón-
varpsmenn heilsuðu ppp á Hólm-
víkinga í tilefni af hundrað ára af-
mæli bæjarins nú í sumar.
20.55 Á fertugsaldri (11) (Thirtysome-
thing). Bandarísk þáttaröð. Þýð-
andi Veturliði Guðnason.
21.40 Boðiö upp í dans (Why Don't
You Dance?). Bresk stuttmynd frá
árinu 1988. Leikstjóri Curtis Rad-
clyffe. Aðalhlutverk Joan Linder.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
21.50 Hættuleg hrösun. (Sweet As You
Are). Bresk sjónvarpsmynd um
kennara sem kemst að því að hann
hefur smitast af eyðni eftir að hafa
staðiö í ástarsambandi við nem-
anda sinn. Leikstjóri Angela Pope.
Aðalhlutverk Liam Neeson og Mir-
anda Richardson. Þýðandi Ýrr
Bertelsdóttir.
23.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
9.00 í bangsalandi. Falleg og hugljúf
teiknimynd.
9.20 Kærleiksbirnirnir (Care Bears).
Vinaleg teiknimynd.
9.45 Tao Tao. Teiknimynd.
10.10 Krakkasport. Blandaður íþrótta-
þáttur fyrir börn og unglinga í
umsjón Heimis Karlssonar, Jóns
Arnar Guðbjartssonar og Guðrún-
ar Þórðardóttur.
10.25 Þrumukéttirnir (Thundercats).
Spennandi teiknimynd.
10.50 Þrumufuglarnir (Thunderbirds).
Teiknimynd.
11.10 Draugabanar (Ghostbusters).
Teiknimynd um þessar vinsælu
hetjur.
11.35 Lassý (Lassie). Framhaldsmynda-
flokkur um tíkina Lassý og vini
hennar. Þejta er lokaþáttur.
12.00 Popp og kók. Endursýndur þátt-
ur.
12.30 Björtu hlíðarnar. Léttur spjall-
þáttur þar sem litið er jákvætt á
málin.
13.00 Hún á von á barnl (She's having
a baby). Hinn ágæti leikstjóri John
Hughes, sem menn muna sjálfsagt
eftir úr myndum eins og Breakfast
Club og Pretty in Pink, tekur hér
fyrir ung hjón sem eiga von á
barni. Eiginmaðurinn er ekki alls
kostar ánægður meö tilstandið og
tekur til sinna ráða. Aðalhlutverk:
Kevin Bacon og Elizabeth McGo-
vern. Leikstjóri: John Hughes.
- 1988.
15.00 Listamannaskálinn. David Bai-
ley. (Southbank Show). Því hefur
verið haldið fram aö Ijósmyndarinn
David Bailey hafi með myndum
sínum skapað nýja stefnu í tísku-
Ijósmyndun. En þrátt fyrir færni
hans við tískuljósmyndun hafa
andlitsmvndir hans ekki síður vakið
athygli. A síðari árum hefur hann
snúið sér meira að leikstjórn aug-
lýsinga og áætlanagerð fyrir kvik-
myndir. Auk viötala við fólk, sem
Bailey hefur myndað, verður rætt
við hann sjálfan og fylgst með
honum að störfum í einkar athygl-
isveröum þætti.
16.00 íþróttir. Fjölbreyttur íþróttaþáttur
í umsjón Jóns Arnar Guðbjarts-
sonar og Heimis Karlssonar.
19.19 19:19. Fréttir og veöur.
20.00 Horft um öxl (Peter Ustinov's
Voyage Across the 80's). Hinn
góðkunni leikari og þáttagerðar-
maður Peter Ustinov lítur yfir farinn
veg.
20.55 Björtu hliðarnar. Léttur spjall-
þáttur þar sem litið er jákvætt á
málin.
21.25 Tracy. Á jóladag árið 1974 fór
hvirfilbylurinn Tracy yfir borgina
Darwin í Ástralíu. Vindhraði mæld-
ist yfir 200 kílómetrar á klukku-
stund áðuren mælitæki urðu óvirk.
90 hundraðshlutar borgarinnar
lögðust í rúst og 64 týndu lífi. í
þessari áströlsku framhaldsmynd
fylgjumst við með því hvaða áhrif
Tracy hafði á líf þeirra sem eftir
lifðu. Þetta er fyrsti hluti af þremur
en annar hluti verður sýndur annað
kvöld. Aðalhlutverk: Chris Hay-
wood, Tracy Mann og Nicholas
Hammond. Leikstjórar: Donald
Crombie og Kathy Mueller.
23.00 Sveltamaður í stórborg (Coog-
an's Bluff). Spennumynd með
Clint Eastwood í aðalhlutverki.
Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Lee
J. Cobb, Susan Clark og Don
Stroud. Leikstjóri og framleiðandi:
Don Siegal. 1968. Stranglega
bönnuð börnum. Lokasýning.
0.30 Dagskrárlok.
8.00 Fréttlr.
8.07 Morgunandakt. Séra Einar Þór
Þorsteinsson prófastur á Eiðum
flytur ritningarorð og bæn.
8.15 Veðurfregnir.
8.20 Kirkjutónlist.
9.00 Fréttlr.
9.03 Spjallaö um guöspjöll. Vilborg
Guðnadóttir skólahjúkrunarfræð-
ingur ræðir um guðspjall dagsins,
Lúkas 7, 36-50, við Bernharð
Guðmundsson.
9.30 Barrokktónlist.
10.00 Fréttlr.
10.10 Veöurfregnlr.
10.25 Sagt hefur það verið. Umsjón:
Pétur Pétursson.
11.00 Messa.
12.10 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá
sunnudagsins í Útvarpinu.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. Tón-
list.
13.00 Klukkustund í þátíö og nútíð.
Árni Ibsen rifjar upp minnisverða
atburöi með þeim sem þá upp-
lifðu. Að þessu sinni með Róbert
Arnfinnssyni leikara.
14.00 Aldahvörl - brot úr þjóðarsögu.
Þriðji þáttur af fimm: Upphaf
stéttafélaga og stéttastjórnmála.
Handrit og dagskrárgerð: Jón
Gunnar Grjetarsson. Höfundur
texta: Jón Þ. Þór, og Þorleifur Frið-
riksson. Lesarar: Knútur R. Magn-
ússon og Margrét Gestsdóttir.
Leiklestur: Arnar Jónsson, Jakob
Þór Einarsson og Broddi Brodda-
son. (Endurtekinn þáttur frá 25.
október 1989.)
14.50 Stefnumót. Finnur Torfi Stefáns-
son spjallar viö Katrínu Fjeldsted
lækni gm klasslska tónlist.
16.00 Fréttlr.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 í fréttum var þetta helst. Fimmti
þáttur. Umsjón: Ómar Valdimars-
son og Guðjón Arngrímsson.
(Einnig útvarpaö á föstudag kl.
15.03.)
17.00 í tónleikasal. Umsjón: Sigríður
Ásta Árnadóttir.
18.00 Sagan: í föðurleit eftir Jan Terlo-
uw. Árni Blandon les þýðingu sína
og Guðbjargar Þórisdóttur (8.)
18.30 Tónllst. Auglýsingar. Dánarfregn-
ir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar.
19.31 í sviðsljósinu.
21.00 Sinna. Endurtekinn þáttur frá
laugardegi. Umsjón: Sigrún
Proppé.
22.00 Fréttir. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 íslenskir einsöngvarar og kór-
ar.
23.00 Frjálsar hendur. Illugi Jökulsson
sér um þáttinn.
24.00 Fréttlr.
0.07 Um lágnættiö. Bergþóra Jóns-
dóttir kynnir sígilda tónlist.
1.00 Veöurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báöum rásum til
morguns.
9.03 Sunnudagsmorgunn meö Svav-
ari Gests. Sígild dægurlög, fróö-
leiksmolar, spurningaleikur og leit-
að fanga í segulbandasafni Út-
varpsins.
11.00 Helgarútgáfan. Úrval vikunnar og
uppgjör við atburði líðandi stund-
ar. Umsjón: Kolbrún Halldórsdóttir
og Skúli Helgason.
12.20 Hádegisfréttir. Helgarútgáfan -
heldur áfram.
14.00 íþróttarásin - Úrslitaleikur bikar-
keppni KSi, Valur - KR. iþrótta-
fréttamenn lýsa leiknum frá Laug-
ardalsvelli.
16.05 Konungurinn. Magnús Þór Jóns-
son fjallar um Elvis Presley og sögu
hans. Sjöundi þáttur af tíu endur-
tekinn frá liðnum vetri.
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson
tengir saman lög úr ýmsum áttum.
(Frá Akureyri.) (Úrvali útvarpað í
næturútvarpi aðfaranótt sunnu-
dags kl. 5.01.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Zikk Zakk. Umsjón: Sigrún Sig-
urðardóttir og Sigríður Arnardóttir.
20.30 Gullskífan - Mezzoforte 4.
21.00 Leonard Cohen. Annar þáttur af
þremur. Umsjón: Andrea Jóns-
dóttir og Anna Ólafsdóttir Björns-
son. Lesari með umsjónarmönn-
um: Ævar Kjartansson. (Endurtek-
inn þáttur.)
22.07 Landiö og miðin. Sigurður Pétur
Harðarson spjallar við hlustendur
til sjávar og sveita. (Úrvali útvarpað
kl. 5.01 næstu nótt.)
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns. Fréttir kl. 8.00, 9.00.
10.00,12.20,16.00,19.00, 22.00
og 24.00.
NÆTURÚTVARP
1.00 Róbótarokk.
2.00 Fréttir.
2.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason.
(Endurtekinn frá þriöjudagskvöldi
á rás 1.)
3.00 Harmóníkuþáttur. Umsjón: Sig-
urður Alfonsson. (Endurtekinn
þáttur frá miövikudegi á rás 1.)
4.00 Fréttir.
4.03 í dagslns önn. Umsjón: Valgerður
Benediktsdóttir. (Endurtekinn
þáttur frá föstudegi á rás 1.)
4.30 Veöurfregnir.
4.40 Næturtónar.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
5.01 Landiö og miðin. - Sigurður Pét-
ur Harðarson spjallar viö fólk til
sjávar og sveita. (Endurtekið úrval
frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veöri, færð og flugsam-
göngum.
6.-01 Afram ísland. íslenskir tónlistar-
menn flytja dægurlög.
FM#957
10.00 Jóhann Jóhannsson. Hver vaknar
fyrr en hann Jóhann?
14.00 Valgelr Vllhjálmsson. Það helsta
sem er að gerast heyrist á sunnu-
dagssíðdegi.
19.00 Páll Sævar Guðjónsson. Dagur að
kveldi kominn og helgin búin, nú
er rétti tlminn til að láta sér llða vel.
22.00 Ragnar Vllhjálmsson. Helgin búin
og komið að vikubyrjun á FM
95,7.
2.00 Næturdagskrá.
Fuf909
AÐALSTÖÐIN
9.00 Timavélin. Umsjón Kristján Frí-
mann. Sunnudagsmorgunninn er
notalegur með léttklassísku hring-
sóli í tímavélinni með Kristjáni Frí-
manni.
12.00 Hádegi á helgkiegi. Umsjón Rand-
ver Jensson.
13.00 Svona er lífið. Umsjón Inger Anna
Aikman. Sunnudagssíðdegi með
Ijúfum tónum og fróölegu spjalli
eins og Inger er einni lagið.
16.00 Sunnudagur til sælu. Umsjón
Haraldur Kristjánsson. Skemmtileg
sunnudagsstemning á þægilegu
nótunum.
18.00 Sveifla á sunnudegi. Þægileg síð-
degissveifla, djass, blús og stór-
sveitatónlist gömul og ný.
19.00 Léttleikin kvöldverðartónlist í
helgarlok.
21.00 Helgarlok. Umsjón Einar Magnús
Magnússon. Tónlistarflutningur,
sem kemur á óvart með léttu spjalli
um heima og geima.
24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar.
Umsjón Randver Jensson.
10.00 Sigildur sunnudagur. Klassísktón-
list í umsjón Jóns Rúnars Sveins-
sonar.
12.00 íslenskir tónar.Umsjón Garðar
Guðmundsson.
13.00 Elds er þörf.Vinstrisósíalistar.
14.00 Af vettvangi baráttunnar.Umsjón
Ragnar Stefánsson.
16.00 Um Rómönsku Ameríku. Að þessu
sinni verður fjallað um Kúbu.
17.30 Fréttir frá Sovétríkjunum.Umsjón
María Þorsteinsdóttir.
18.00 Gulrót. Umsjón Guðlaugur Harð-
arson.
19.00 Upprót.Umsjón Arnar Sverrisson.
21.00 í eldri kantinum.Sæunn Jónsdóttir
rifjar upp gullaldarárin og fleira vit-
urlegt.
23.00 Jass og blús.
24.00 Náttróbót.
9.00 I bítiö. Róleg og afslappandi tón-
list í tilefni dagsins. Haraldur Gísla-
son kemur ykkur fram úr meö bros
á vör og verður með ýmsar uppá-
komur. Nú á að vakna snemma
og taka sunnudaginn með trompi.
13.00 Hafþór Freyr Sigmundsson í
sunnudagsskapi og nóg að gerast.
Fylgst meö því sem er að gerast í
íþróttaheiminum og hlustendur
teknir tali. Hafþór er laginn við
helgartónlistina og spilar tónlistina
þína. Sláöu á þráðinn, síminn er
611111.
14.00 Mjólkurbikarkeppni KSÍ:KR - Val-
ur á Laugardalsvelli. Valtýr Björn
verður á staðnum og lýsir beint.
Aðstoðarmenn Valtýs verða Guð-
mundur Þorbjörnsson Valsmaður
og Guðjón Hilmarsson KR-ingur.
18.00 Ágúst Héðinsson og sunnudagss-
teikin í ofninum. Spjall við hlust-
endur og góð ráð í eldhúsinu.
22.00 Heimir Karlsson og hin hllöin.
Heimir Karlsson og faðmlögin og
kertaljósin tendruð. Óskalögin þín
spiluð. Átt þú einhverjar minningar
tengdar tónlist? Sláðu á þráðinn
og heyrðu í Heimi.
2.00 Freymóöur T. Sigurösson á nætur-
vaktinni.
FM 102 lO*
10.00 Arnar Albertsson. Það er Addi sem
, vaknar fyrstur á sunnudögum og
leikur Ijúfa tónlist í bland við hressi-
legt popp. Nauðsynlegar upplýs-
ingar í morgunsárið.
14.00 Á hvíta tjaldinu. Þetta er útvarps-
þáttur sem þú mátt ekki missa af
ef þú ætlar þér að fylgjast með.
Kvikmyndaþáttur Stjörnunnar
upplýsir þig um allt það sem er að
gerast í Hollywood, Cannes,
Moskvu, Helsinki, París, London
og Reykjavlk. Umsjón: Ómar Frið-
leifsson og Björn Sigurðsson.
18.00 Darri Olason. Góð tónlist með
kvöldmatnum. Darri sér um að lag-
ið þitt verði leikið. Hann minnir þig
líka á hvað er að gerast í bíó og
gefur nokkra miða.
22.00 Olöf Marin Úlfarsdóttir. Hress
Stjörnutónlist í bland við Ijúfar
ballöður og það er Ólöf Marín sem
sér um blönduna ásamt því sem
þú vilt heyra.
1.00 Björn Sigurösson á næturröltinu.
5.00 The Hour ol Power. Trúarþáttur
6.00 Grinlðjan. Barnaefni.
10.00 The Hour of Power.
11.00 FJölbragðaglima.
12.00 Krikket.
17.00 Famlly Ties. Framhaldsmynda-
flokkur.
17.30 The Secret Vldeo Show.
18.00 21 Jump Street. Framhalds-
myndaflokkur.
19.00 TheTe8tlmonyofTwoMen.Mín-
iseria.
21.00 Star Trek.Vísindasería.
22.00 Frétllr.
22.30 The Blg Valley.
EUROSPORT
★, . ★
5.00 Hour of Power.
6.00 Fun Factory.
8.00 Knattspyrna. Þjálfun unglinga.
8.30 Formula 1, kappakstur.
9.00 Day at the Beach.
10.00 Hnefaleikar.
11.00 Surflng Magazine.
11.30 Eurosport. Kappakstur I Belglu,
vélhjólaakstur I Tékkóslóvakíu,
tennis og Kajakróður.
20.00 Australian Rules Football.
21.00 Vélhjólaakstur i Tékkéslóvaklu.
22.00 Formula 1, kappakstur.
SCREENSPORT
5.00 Powersports Internatlonal.
6.00 Hafnabolti.
8.00 Hnefalelkar.
9.30 Sport en France.
10.00 Motor Sport Nascar.
12.00 Kella.
13.15 Spaln Spaln Sport.
13.30 Outboard Grand Prlx.
14.00 Show jumplng.
16,00 Motor Sport.
17.00 Show jumplng.
18.00 Motor Sport Drag.
19.00 Knattspyrna I Argentinu.
20.00 Weekend Llve.Golf I Ohio.
22.00 Kappróður.
Sýnt verður frá hátíðahöldum á Hólmavík.
Sjónvarp kl. 20.30:
Hólmavík í hundrað ár
í lok júlímánaðar var þess
minnst að eitt hundrað ár
eru nú liðin síðan Hólmavík
varð bær með þeim skyld-
um og réttindum sem því
fylgja. í tilefni af því efndu
bæjarbúar til mikilla há-
tíðahalda í bænum sem
stóðu í heila viku og fengu
til liðs við sig hinn góð-
kunna fjölyrkja frá Akur-
eyri, Örn Inga, myndhstar-
og fjölmiölamann, til að
undirbúa hátíðarhöldin.
Eins og vænta mátti var
bryddað á ýmsum nýjung-
um við þetta tækifæri enda
lét árangurinn ekki á sér
standa. Sveitungar, vinafólk
og brottfluttir Hólmvíking-
ar og jafnvel fleiri íjöl-
menntu þúsundum saman
vestur á Strandir og gerðu
sér glaðan dag í sumarblíð-
unni, nutu myndhstar sem
sköpuð var á staðnum, feng-
u sér veitingar í snyrtileg-
asta vélaverkstæði landsins
og nutu annars lífsins lysti-
semda í góðra vina hópi.
Sjónvarpið var auðvitað
við gufugatið og festi
stemmninguna á filmu og í
kvöld fá sjónvarpsáhorf-
endur að kynnast henni af
eigin raun kl. 20.30 í þættin-
um Hólmavík í hundrað ár.
-GRS
Stöð 2 kl. 21.25:
Tracy
Á jóladag árið 1974 fór tækin urðu óvirk. Þegar
fellibylurinn Tracy yflr Tracy hafði farið yfir borg-
borgina Darwin sem er í ina lágu eftir 64 eínstakling-
norðurhluta,,,.. Ástrahu. Af- ar sem höföu týnt lífinu og
leiðingar fellibylsins voru voruþaðfleirienafvöldum
hörmulegar enda mældist annaiTa náttúruhamfara í
vindhraðinn yfir 200 kíló- Ástrahu. Hundruð slösuð-
metrar áður en mælinga- ust illa og þúsundir misstu
heimili sín.
Ibiiar Darwin urðu því aö
hefja hina eriiðu ujipbygj;
ingu þar sem vonir. (iraum-;
ar og líf margra þeirra hafði
verið eyðilagt. Um þetta
fiallar framhaldsmynd í
þrcm hlutum sem l’HL hef-
ur látið gera. Fjallað er um
afleiðingar þessa harmleiks
og dregin fram ótrúlegur
baráttuandi íbúanna í Dar-
win.
Aðalhlutverk leika Chris
Haywood, Tracy Mann og
Nicholas Hammond. Leik-
Fellibylurinn Tracy lagði líf stjórar eruDonald Crombíe
margra í rúst. og Kathy Mueller. -GRS
Sjónvarp kl. 21.50:
Hættuleg hrösun
Hvernig er hægt að tjá
eiginkonu sinni að maður
hafi smitast af eyðni vegna
ástarsambands og að heill
fiölskyldunnar sé þar með
teflt í tvísýnu? Þetta bíður
Martins Perry í kvikmynd
Williams Nicholsons,
Hættuleg hrösun (Sweet as
You Are), sem Sjónvarpið
sýnir í kvöld kl. 21.50.
Martin og Júlía Perry,
sem bæði eru kennarar, eru
að því er virðist hamingj-
söm hjón, sem lífið brosir
við, og taka bæði virkan
þátt í umönnun og uppeldi
ungrar dóttur sinnar, Kötu.
En fyrr en varir er skugga
kastað á ánægjulegt samlíf
þeirra. Martin hefur hlaup-
ið út undan sér og átt ástar-
samband við nemanda sinn.
Hann vissi ekki að hún var
heróínneytandi, hún vissi
ekki að hún var smituð af
eyðniveirunni. Og nú er
Martin greindur með eyðni-
smit.
Reið og skelfingu lostin
bíður Júlía þess að fá niður-
Skugga er kastað á
ánægjulegt samlíf Martins
og Júlíu.
stöður úr eyðniprófi sínu og
á meöan verður hún aö læra
að mæta þvi áfalli og þeim
sársauka sem ótryggð eigin-
manns hennar veldur henni
og áhrifunum á líf þeirra í
framtíðinni. En öllu öðru
fremur ber hún ugg í brjósti
vegna dóttur sinnar.
-GRS