Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Fréttir Byssumaður við Neðstaleiti: Lögreglan f lúði í skjól „Það kallaði einhver: Maðurinn er með byssu, og þá var lögreglan ekki sein á sér að leita skjóls inni í íbúð- inni hjá mér. Ég stóð hins vegar ein frammi á gangi þegar maðurinn kom veifandi haglabyssu í kringum sig. Hann var eitthvað að hóta mér og endaði svo á því að skjóta einu skoti í gólfið til aö hræða mig. Þegar lögreglan heyrði skotið ríða af kom hún aftur fram á gang og tókst að yfirbuga byssumanninn,“ sagði íbúi í blokk við Neðstaleiti í samtali við DV. Að sögn íbúans var gleðskapur í íbúð hans aðfaranótt laugardags. Meðai gesta var eiginkona byssu- mannsins og kom hann skömmu eft- ir miðnætti til að sækja hana en hjón- in búa í blokkinni sem atburðurinn átti sér stað í. Maðurinn var mjög ölvaður og vildi konan ekki fara meö honum. Hann var beðinn um að yfir- gefa íbúðina og fór eftir nokkurt stímabrak. „Við hringdum á lögregluna þegar maðurinn vildi ekki fara með góðu. Það var eiginlega algjör heppni að lögreglan skyldi vera á staðnum þeg- ar hann kom upp aftur vopnaður haglabyssunni. Lögreglan fór svo með manninn en honum var sleppt aftur síðdegis í gær,“ segir íbúinn. Að sögn rannsóknarlögreglunnar var maðurinn yfirheyrður um at- burðinn og honum sleppt að því loknu. Byssa mannsins og skotfæri voru gerð upptæk og verður málið sent ríkissaksóknara nú eftir helgi. -J.Mar Það var mikið fjör á Laugardalsvellinum á laugardaginn þegar Framarar tryggðu sér islandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með þvi að sigra Valsmenn, 3-2, i æsispennandi leik. Kapparnir á myndinni eru eldheitir stuðnings- menn liðanna og þeir hafa báðir haft ástæðu til að brosa í sumar, Framarar eru íslandsmeistarar og Valsmenn bikarmeistarar. Hemmi Gunn er Valsmaður og Ómar Ragnarsson er Framari og hann hefur örugglega verið ánægður með titilinn í afmælisgjöf en sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn átti fimmtugsafmæli í gær. DV-mynd Brynjar Gauti JarðskjáKtahrína á Reykjanesi og yfír 5 stiga skjálfti í Bárðarbungu Síðdegis á laugardag geröi jarð- skjálftahrinu á Reykjanesi. Fyrsta skjálftans varð vart um fimmleytið og fram eftir kvöldi urðu allmargh' jarðskjálftar. Laust fyrir klukkan sex kom stærsti skjálftinn og mældist hann 4,5 stig á Richterskvarða. Upp- tök skjálftans voru í nágrenni Reykjanesvita en þar er þekkt jarð- skjálftasvæði. Áhrifanna gætti víða á Suöumesjum og fólk í Reykjavík og á Seltjamamesi varð einnig vart við stærsta skjálftann. Næststærsti skjálftinn mældist 3,5 stig á Richt- erskvarða og varð hans vart í Grindavík klukkan 20.40. Aö sögn Barða Þorkelssonar jarð- fræðings era þessir kippir nú vænt- anlega úr sögunni í bih en á þessu svæði em jaröskjálftar tíðir. Ástæða skjálftanna er sú að á þessu svæði eru svokölluð plötuskil þar sem byggist upp spenna og þegar hún leysist úr læðingi verðajarðskjálftar. Á laugardagskvöldið varð einnig jarðskjálfti í Báröarbungu í Vatna- jökli og mældist hann 5-5,2 stig á Richterskvarða. Á því svæði verða stórir skjálftar á nokkurra ára fresti en áhrifa þeirra verður ekki vart hjá almenningi enda er Bárðarbunga flarri alfaraleið. -GRS Harður árekstur á Reykjanesbraut EDiheimiliö Grund: Kviknaði í Eldur kviknaði í rúmdýnu í kjaliaraherbergi á eUiheimihnu Gmnd aðfamótt laugardags. Upptök eldsins eru rakin til raf- magnshitapúða sem ofhitnaöi með þeim afleiðingum aö það kviknaði í dýnunni. Þegar slökkvihðið kom á staðinn haföi starfs- og dvalarfólki tekist að ráða niöurlögum eldsins. Engan sakaði en mikih reykur varð í kjallarahússins. -J.Mar Mjög harður árekstur varð á mót- um Reykjanesbrautar og Njarðar- brautar við Fitjar um klukkan hálf- níu í gærkvöldi. Tveir fólksbílar skuhu harkalega saman viö gatna- mótin. Mildi þótti að enginn skyldi slasast í árekstrinum, að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Bílarnir vom báðir óökufærir á eftir og vom þeir fjarlægðir meö kranabíl. Lögreglan stöðvaöi ökumann bif- hjóls nokkru síðar um kvöldið en hann hafði mælst á 94 kílómetra hraöa á Vesturgötu í Keflavík. Leyfi- legur hámarkshraði þarna er 50 kíló- metrar. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina þar sem hann var sviptur ökuréttindum tíl bráða- birgða. -ÓTT Sveitarfélög á Suðumesjum: Tekjur af ál- veri til allra sveitarfélaga - Vogamenn eru því ósammála „Öll sveitarfélögin á Suöurnesj- um hafa unnið að því að fá álver á Reykjanes. Hvert og eitt þeirra hef- ur fómað ákveðnum framtíðar- hagsmunum sínum til að þrýsta á að fá það á Reykjanesið. Nú bendir allt til þess að það lendi í Vogum og því er rætt um skiptingu tekna, sem af álverinu verða, mUli sveit- arfélaganna," sagði Kristján Páls- son, bæjarstjóri í Njarðvík. Um helgina var haldinn aðal- fundur Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum þar sem sveitarfélög- in sjö á Suðurnesjum áttu öU sína fulltrúa. Á fundinum var mikið rætt um væntanlegt álver á Keihs- nesi og skiptingu tekna sem af því verða. „Ef álver verður reist á íslandi þá verður það reist á Keihsnesi. Við heyrum að minnsta kosti ekki annað frá ráðamönnum. Sveitarfé- lög á Suðurnesjum hafa unnið að því í sameiningu að fá álver á Reykjanes. Nú bendir allt til að þaö lendi í Vogunum. Það virðist verða mikil búbót þó að Byggðastofnun segi þetta verða hvað mesta búbót fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð því margt fólk kæmi þaðan.“ Á aðalfundinum komu meðal annars fram hugmyndir um að fasteignagjöld renni til Voga en önnur gjöld skiptist milli allra sveitarfélaganna. Áður hafði kom- ið fram hugmynd um að stofna byggðasamlag um rekstur álvers sem væri sameiginlega rekið af sveitarfélögunum, en ekki náðist samkomulag um það. Að sögn Kristjáns eru Vogamenn ekki tilbúnir tU að skipta tekjum álversins að neinu leyti, að minnsta kosti ekki á þessu stigi málsins. Benda þeir á það að aðrir hreppar og bæir hafi séraðstöðu, eins og Miðneshreppur sem hefur flug- stöðina. „Það koma til með að verða mjög miklar tekjur af þessu álveri, allt að 100_ milljónir á ári. Við vonum að samkomulag náist en máhnu hefur nú verið vísað til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem það verður væntanlega tekið fyrir á næsta fundi. Það er ljóst að mestur hluti tekna færi aUtaf til Vogamanna en einhver skipting er þó sanngjörn því hvert og eitt sveitarfélag hefur lagt sitt af mörkurn," sagði Kristj- án. Oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps, Jón Gunnarsson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið annað en að það væri til umræðu og yrði leyst á meöal deiluaðila en ekki í fjölmiðlum. -hmó Niðurstööur skoðanakönnunar: Stór hluti lands- manna vill álver á Keilisnes - mest fylgi innan Alþýðuílokks í skoðanakönnun, sem Félagsvís- indastofnun Háskólans hefur gert fyrir iðnaöarráðuneytið, kemur í ljós að meirihluti landsmann vUl aö nýtt álver verði reist á íslandi og flestir vilja það á KeUisnes ef Atlantsál vUl aðeins álver þangað. í úrtakinu voru þúsund manns á aldrinumn 18 til 75 ára spurðir um afstöðu til nýs álvers. Sögðu 68% já við því hvort þeir vildu nýtt ál- ver hérlendis, 18% sögöu nei en 15% aðspurðra voru óákveðnir eða andvígir. Meirihluti kjósenda allra flokka vih álverið á Keilisnes ef Atlantsál setur það sem skUyrði, þó svo að íslensk stjómvöld vUdu greiða fyr- ir byggingu þess í öðrum lands- hluta. Minnst var fylgið meðal kjósenda Kvennalista eða 50% en mest meðal kjósenda Alþýðuflokks, 86,8%, þeg- ar tekið er miö af sömu forsendum. I könnuninni var einnig könnuð afstaða íbúa hvers landshluta fyrir sig til byggingar álvers á KeUis- nesi, að því athuguðu að Atlantsál vilji aðeins byggja álver þar. Sömu fyrirvarar voru um atbeina ís- lenskra stjórnvalda. Um 80% Reykvíkinga vUja álve- rið þangað og 61% landsbyggöar- fólks. Flestir voru fylgjandi á Reykja- nesi eða 84,2% aðspurðra. -hmó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.