Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Page 10
10 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Útlönd DV MALA- SKÓLiNN MÍMIR HEFUR ÁRATUGA REYNSLU í TUNGU- MÁLAKENNSLU Á ÍSLANDI ENSKA ÞÝSKA SPÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA F. ÚTLENDINGA ENSKA FYRIR BÖRN JAPANSKA SÆNSKA O.FL. INNRITUN STENDUR YFIR 10 004 2 16 55 Málaskólinn Mímir STJORNUNARFÉLAG Islands ER EIGANDI MALASKðLANS MlMIS Hundrað þúsund tóku þátt í mótmælagöngu umbótasinna i Moskvu i gær. Simamynd Reuler Moskva: Hundrað þúsund kröfðust afsagnar f orsætisráðherrans Aö minnsta kosti hundrað þúsund umbótasinnar tóku þátt í mótmæla- göngu í Moskvu í gær og voru þetta ein víðtækustu mótmælin í borginni frá því í byltingunni 1917. Göngu- menn kröfðust afsagnar Ryzhkovs forsætisráðherra samstundis og að markaðsbúskap yrði komiö á sem fyrst. Fyrir mótmælunum stóðu ýmsar hreyfingar og flokkar og haföi bæði Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, og Jeltsin Rússlandsforseta verið boðið að halda ræður. Hvorugur þeirra kom og sögðu skipuleggjendur mótmælanna að Jeltsin hefði borið við veikindum. Aðalræðumaður varö í staðinn hinn róttæki borgarstjóri í Moskvu, Gavriil Popov, og sagði hann eina markmið Ryzhkovs forsætisráð- herra vera að halda í gamla kerfið. Orðin væru ný en kerfið hið sama. Popov krafðist þess að Ryzhkov og stjórn hans færu frá og að í stað húverandi stjórnar kæmi sam- steypustjóm. Benti Popov á að nú- verandi stjórn hefði verið skipuð af stjómmálaráðinu og að hún nyti ekki trausts fólksins. Engan tíma mætti missa, fólkið hefði hvorki brauð né sykur. „Reyndar er næstum skortur á öllu,“ sagði borgarstjórinn og var orðum hans ákaft fagnað af viðstödd- um. Aðrir ræðumenn tóku í sama streng og borgarstjórinn. Svo getur farið aö Ryzhkov verði bráðlega við óskum andstæðinga sinna og víki. Á laugardagskvöld sagði hann í sovéska ríkissjónvarp- inu að stjórn sín myndi fara frá ef áætlanir hennar um efnahagslegar umbætur yrðu ekki samþykktar. í síðustu viku lýsti Gorbatsjov því yfir að hann styddi fimm hundruð daga áætlunina svokölluðu sem er miklu róttækari en áætlun Ryzh- kovs. Samkvæmt fimm hundrað daga áætluninni er gert ráð fyrir að fijálst markaðskerfi veröi komið á í Sovétríkjunum innan eins og hálfs árs. Þing Rússlands, stærsta lýðveld- is Sovétríkjanna, hefur samþykkt drög að áætluninni sem kennd er við hagfræðinginn Sjatalín. í dag mun veröa fjallað um áætlun- ina á ný í sovéska þinginu. Umræð- urnar um áætlunina hófust fyrir viku en þeim var frestað í nokkra daga á meðan Gorbatsjov reyndi að koma á málamiðlun milli stuönings- manna Sjatalins annars vegar og Ryzhkovs hins vegar. Gorbatsjov hefur nú viðurkennt að sér hafi mis- tekist. í þingræðu í morgun hvatti Gor- batsjov til þess að þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram um eignarhald manna á landi. Sagði hann málið of mikið ágreiningsefni til þess að stjórn landsins gæti ein tekiö ákvörð- un um það. Reuter og TT Leiðtogi Hizbollah-samtakanna: Bjartsýnn á frelsi breskra gísla Breskir gíslar í Líbanon gætu bráðlega fengið frelsi en Bandaríkja- menn munu verða áfram í haldi, að því er íranska ríkisútvarpið hafði eftir einum leiðtoga Hizbollah-sam- takanna seint í gærkvöldi. Á Vesturlöndum er það álit manna að Hizbollah-samtökin hafi átt aðild að mannránunum en því vísa sam- tökin á bug. Þrír Bretar og 'sex Bandaríkjamenn eru meðal þeirra tólf gísla sem talið er að séu í haldi í hverfi shíta múhameðstrúarmanna í Beirút, höfuðborg Líbanon. íranska útvarpið sagði að leiðtogi Hizbollah-samtcikanna hefði varað viö afleiðingunum ef bandarískir hermenn færu ekki þegar í stað frá heilögu landi múhameðstrúar- manna. Átti leiðtoginn þar við veru bandarískra hermanna á Persaflóa- svæðinu. Fyrr í þessum mánuði var írskum gísl, sem einnig er með breskt vega- bréf, sleppt úr haldi. í ágúst' síðast- liönum var tveimur svissneskum gíslum sleppt en í apríl fengu tveir Bandaríkjamenn að fara fijálsir ferða sinna. Reuter Noregur: Neyðist Syse til að segjaafsér? Jan P. Syse, forsætisráðherra Nor- egs, viðurkennir að hafa veitt sjálf- um sér og mági sínum lán aö upphæð 160 þúsund norskar krónur úr fyrir- tæki sínu, CamiUa Colletts. Þetta brýtur í bága við lög um hlutafélög því á þeim tíma sem lánin voru veitt var halli á rekstri fyrirtækisins og eiginfjárstaða þess var neikvæð. Syse sagði í viðtali viö fréttamenn í gærkvöldi aö sér hefði ekki verið kunnugt um að slíkar lánveitingar brytu í bága við lögin. Eftir öllu að dæma verður Syse aö gera þinginu, stjórninni og flokki sínum grein fyrir lántökunni. Samkvæmt norska blaðinu Dagens Náringsliv getur þetta mál orðið Syse hættulegt. Blaðið kveðst hafa haft samband við mikilvæga menn innan Hægri flokksins. Hefur blaðið það eftir þeim að möguleikar Syse á verða endurkjörinn formaður séu litlir. Sumir eru þeirrar skoðunar að máliö geti leitt til þess aö forsætisráð- herrann verði að segja af sér. NTB Jan P. Syse, forsætisráðherra Nor- egs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.