Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. 39 Fréttir Nýtt malbik lagt á Keflavíkurflugvöll „Það voru þrjár flugvélar frá hemum að fara í loftið nýlega. Sú fyrsta sem fór á stað spændi upp malbikið á annarri aðalflugsbraut- inni á 5 til 10 metra kafla. Hinar tvær fylgdu í kjölfarið en við höfum ekki haft fregnir af því að flugvél- arnar hafi laskast neitt þrátt fyrir skemmdirnar sem fyrsta flugvélin olli á malbikinu. Þegar farið var að skoða betur slitlagið á brautinni kom í ljós að það var ótryggt á stærra svæði og það því hreinsað burt og nýtt verður lagt í þess stað,“ segir Andrés Andrésson, yfirverk- fræðingur hjá íslenskum aðalverk- tökum. í sumar hefur verið unnið að því að leggja nýtt Slurry-slitlag á aðal- flugbrautir Keflavíkufflugvallar. Það er mjög þunnt lag sem lagt er á brautirnar, einungis íjórir til átta millímetrar á þykkt. Það er þýskt fyrirtæki sem haft hefur verkið með höndum. „Helsti kosturinn við þetta nýja malbik er hversu stuttan tíma tek- ur að leggja það. Það var lagt á aðra aðalbrautina og lokið við að leggja á tvo þriðju á hinni á þremur vikum. Nýja lagið lokar yfirborði brautanna og á að verja þær fyrir áhrifum veðurs auk þess sem það sléttar að htlu leyti misfellur á brautunum. Það er lítil sem engin reynsla komin á þessa tegund mal- biks hér á landi, tíminn mun leiöa í ljós hvort það hentar íslenskum aðstæðum,“ segir Andrés. -J.Mar Menning Spennusaga af fréttamanni Við sem vanist höfum á að grípa með okkur laufléttar kiljur til lesturs í sumarbústaðnum á biðstofunni, hjá tannlækninum eða á öðrum stopulum stundum milh stríða höfum nú úr meira úrvali íslenskra bóka að moða en fyrir áratug eða svo. Flestum útgefendum hefur nú skilist að íslendingar kæra sig ekki um að reiða fram stóran pening fyrir innbundnar þýðingar á afþreyingarbókum þegar hægt er að fá hand- hægari kiljuútgáfur sömu bóka á frummáhnu í næstu bókabúð. Og fyrir snöggtum lægri upp- hæð. Með ýtrustu hagkvæmni geta útgefendur nú boðið flestar íslenskar kiljur á lægra verði en sambærilegar kiljur frá útlöndum, ef marka má óformlega könnun sem ég geröi í reykvískri bókaverslun ekki alls fyrir löngu. Verst er aö hagkvæmnin kemur stundum niður á gæðum þýðinganna, nema þegar búið er að gefa þær út í bandi sem venjulega tryggir að íslenskufræð- ingur hefur yfirfarið textann á einhverju stigi málsins. Bókstaflega þýtt Aht of mikið er um bókmál og bókstaflegar þýðingar í íslenskum khjum, svo ekki sé talið um ambögur. Stundum eru þýðingarnar svo flatneskjulegar að lesandinn fagnar hverju kringilyrði, hverju því sem felur í sér agnarögn af hugarflugi. Oftar en einu sinni hefur flökrað að mér að leggja ætti allar þýðingar, einkum kiljuþýðingar, í dóm málnefndar engu síður en sjónvarpssendingar frá útlöndum. Bókmenntir Aöalsteinn Ingólfsson Urvalsbækur heitir nýr flokkur spennusagna sem tímaritið Úrval hefur nú hafið útgáfu á. Sú fyrsta í röðinni heitir Flugan á veggnum, þriher eftir Tony Hillerman sem notið hefur meiri vin- sælda en títt er um spennusögur. Enda ekki að furða því hér er á ferðinni harðsoðin frásögn með haganlegri fléttu á réttum stað og spennu sem varir allt til loka. Sigilt efni Efniviðurinn er sígildur. Stjórnmálafrétta- maður í einhverju af miðvesturríkjum Banda- ríkjanna trúir félaga sínum fyrir því að hann sé með stórt pólitískt hneykslismál í rannsókn, deyr síðan voveiflega. Grunsemdir vakna hjá félaganum sem ákveður að komast að hinu sanna en lendir þá í margs konar hremmingum, þar á meðal lífshættu. í lokin tekur málið óvænta stefnu, leysist þó farsællega. Persónusköpun er svona frekar á flatlendinu en atburðarásin er hröð og auðsætt að höfundur hefur talsverða þekkingu á blaðamennsku, bandarísku stjórnkerfi og refskák stjórnmál- anna. Þýðing Ragnars Haukssonar er mjög svo læsileg, ekki úr hófi bókstafleg. Samtöl hefði þó mátt færa nær íslensku talmáli. Ég saknaði þess að finna ekki upplýsingar um upprunalegt nafn og útgáfuár bókarinnar á saurblaði, einnig einhverjar upplýsingar um ferh höfundar og aðrar bækur hans. Tony Hillerman - Flugan á veggnum, 250 bls. Útg. Frjáls Fjölmiölun Sumarsalan búin. Haustsalan að hefjast. Vantarallargerðiraf bílum á skrá og á stað- inn vegna mikillar sölu. Ekkert innigjald. Nýja Bílahöllin, Funahöfða 1, sími 672277 (3 línur). 28 FIATUR FERKANTAÐUR SKJÁR, FÍNVPP- LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á..SKJÁ. ÞRÁÐIAUS FJARSTÝRING. BEIN TENGING FYRIR MYND- BANDSTÆKI. TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/ AUKA HÁTALARA. SVEFNROFI. SUMARTILBOÐ KR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. T€C STEREO LITSJÓNVARPSTÆKI 20” MONO M/FJARST. TILB. 35.950 stgr. RÉTTVERÐ 42.750 sigr. 14” MONO M/FJARST. TILB. 23.950 stgr. RÉTT VERÐ 28.800 stgr. 10” 12 VOLT og 220 VOLT í SUMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSIÐ TILBOÐ 33.950 stgr. RÉTT VERÐ 38.000 sigr. 5 ÁRA ÁRBYRGÐ Á MYNDLAMPA S3 Afborgunarskilmálar [Ej VÖNDUÐ VERSLUN 1 HUÖMCO rÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 Meiming Regnboginn: Náttfarar ★★★ Óttinn óritskoðaður Listamaðurinn Clive Barker, Breti að uppruna, hef- ur reynst óvenjulega ijölhæfur. Eftir að hafa slegið í gegn í bókmenntaheiminum með sérstæðum smásög- um og bókum, er allar má kenna viö hrylling, hefur hann snúið sér jafnhhða aö kvikmyndun eigin efnis. Frumraun hans, Hellraiser, tókst með ágætum, þótt sagan þyldi illa að vera blásin upp í fulla lengd. Nýj- asta kvikmynd Barker, Náttfarar, er byggð á hans þriðju skáldsögu, Cabal, og nú fær hann loksins aö sýna hvers hann er megnugur. Náttfararnir eru þjóðflokkur sem heldur sig neðan- jarðar í sveit einni í Kanada. Staður sá heitir Midian og kemur oft fram í hugarórum glataðra sálna er halda aö þar fái þær þau grið sem mannkynið vill ekki veita þeim. Ungur maður að nafni Boone (Schaeffer) hefur átt langa sögu geðtruflana en tekist með hjálp sálfræð- ings síns, Decker (Cronenberg), að læknast að mestu leyti. Eftir eimir þó af draumum þar sem Boone er eltur af hópi hálfmennskra vera. Leiðir Boone og þeirra eiga eftir að hggja saman þegar hann verður að flýja mannheima á vit Midian vegna gruns lögreglu um að hann sé morðingi með 15 líf á samviskunni. Það verður ekki annað sagt en að færni Barker við leikstjórnina aukist til muna með hverri mynd og ef fer sem horflr mun hans verða frekar minnst sem meistara á kvikmyndasviðinu. Sagan í Náttfórum er stórkostleg blanda gotneskrar hrollvekju, nútíma slettuhryllings, þjóðfélagsádeilu, ástarsögu og mann- dómsraunar. Efnistök Barkers eru langt hafin yfir þann gamanhrylling sem tröllríður markaðnum í formi Fredda, Jasona og Hrekkjalóma og vekur hann mann snögglega af sleni sífelldrar ritskoðunar óttans. Náttfararnir eru stórkostlegar og undurfagrar verur, og leggjast þar á eitt frjótt ímyndunarafl Barkers, færni brellumanna og frábær persónusköpun. Fyrir vikið verða hinir umbreyttu Náttfarar mun mennskari en aðrir í myndinni, aðalsöguhetjurnar þar meðtaldar. Auraleysi hefur leitt til þess að slæmt leikararval og lítill tími til að setja upp sögusviðið draga úr heildar- áhrifunum og þaö þarf að horfa framjá nokkrum stór- um göllum til að njóta myndarinnar til fulls. Ástarsag- an, sem er mikilvægur samúðarvaki í myndinni, fer fyrir lítið. Einnig er sálarástand Boone óljóst í upp- Kvikmyndir Gísli Einarsson hafi myndar og hálfósennilegt hvernig líf hans kárnar snögglega. En grunnur myndarinnar er traustur og það er bókmenntasinnuðu hugarfari Barkers að þakka. PS: Þess má til gamans geta að Barker hefur lent illa í klóm Kvikmyndaeftirlits ríkisins. Rawhead Rex, sem hann skrifaði handritið að, er þar á lista ofbeldiskvik- mynda, sömuleiðis Hellraiser, sem fékkst aðeins sýnd eftir ótal khppingar. Náttfarar rétt slapp óskemmd í gegn og er þetta glöggt dæmi um hve eftirlitið er kom- ið út á hálan ís og vekur furðu hversu erfitt þaö á meö að greina milh hryllings og oíbeldis. Nightbreed. Bandarisk 1989. Handrit: Clive Barker (Books/Blood Damnation Game, Weave- world) eftir bók sinni, Cabal. Leikstjórn: Clive Barker (Hellraiser) Tónlist: Danny Elfman (Beetlejuice, Batman, Dick Tracy) Leikarar: Craig Sheffer (Some Kind of Wonderful), Anne Bobby (Born/4th July), David Cronenberg, Charles Haid (Hill Street Blues, Cop), Hugh Quarshie, Hugh Ross, Doug Brad- ley, Catherine Chevalier. Gísli Einarsson Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! Súkkulaði Sælkerans Heildsölubirgðir íslensk Dreifing Sími 91-68 73 74

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.