Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. Fréttir Nýtt álver kaupir mikla umframorku frá Blöndu: Blönduvirkjun þó ekki inni í kostnaðarverði orkunnar „Viö höfum ákveönar hugmyndir um hvað það kostar okkur að fram- leiða orkuna en í þeim hugmyndum er ekki alltaf gert ráð fyrir kostnaði af Blönduvirkjun. Við reiknum út tvenns konar kostnaðarverð ork- unnar. Annaö er er meðalkostnaðar- verð út úr þessum virkjunum sem við getum byggt á næstu árum og næstu áratugum. Þar er Blanda með í dæminu. Hitt verðiö er hins vegar flýtingarkostnaðarverð þar sem reiknað er út hvaö þaö kostar að framleiða og afhenda orkuna til þessa tiltekna álvers. Þá er miðaö við að það sé byggt á tilteknum tíma og taki tiltekna orku. í þessu dæmi er Blanda þegar orðin staðreynd. Það breytir engu með hennar kostnað hvort við gerum þessa álsamninga eða ekki og því kemur hún ekki inn í kostnaðarverðiö," sagði Elías Elías- son, forstöðumaður tækniþróunar- deildar Landsvirkjunar,-í samtali við DV. í útreikningum sínum hafa Lands- virkjunarmenn fundið að ef Lands- virkjun á að hagnast af viðskiptum sínum við væntanlegt álver verði orkuverðið að vera 18,3 mills að jafn- aöi á samningstímanum. Þá reikna Landsvirkjunarmenn aö kostnaðar- verð orkunnar til nýs álvers verði 16,3 mills. Menn hafa síðan spurt sig hvort kostnaöur við Blönduvirkjun sé tekinn með i útreikningum á þessu kostnaðarverði en kostnaður við Blönduvirkjun verður um 13 millj- arðar þegar upp er staðið næsta haust. Svo er ekki. „Útkoman á kostnaðarverði reikn- uðu í mills kemur þannig út að reikn- að er með að Blanda sé þegar risin og að orku frá henni kosti ekkert að afhenda." - En á ekki að reikna Blönduvirkj- un inn í heildardæmið þó hún sé þegar langt komin? „Ef við fáum ekkert álver er fullt af orku frá Blöndu sem ekki selst. Ef við getum komið þessari orku í verð nú er liins vegar um hreinan hagnað að ra;ða. Að setja kostnað við Blönduvirkjun inn í kostnaðarverðið er það sama og að reikna það sem telst eðlilegur hagnaður inn í kosn- aðarverðið. Það er hlutur sem hvergi er tíðkaður. Við reiknum út kostnað- arverð og semjum síðan um sölu- verð. Ef mismunurinn þar á milli er nógu stór gerum við viðskipti. Um- framorka frá Blöndu gefur okkur tækifæri til að gera góð.viðskipti og tilurð hennar gerir samkeppnisstöðu okkar mun betri. Blönduvirkjun er staðreynd og við verðum að hagnýta okkur tilveru hennar hvernig sem hún kann að vera til komin.“ -hlh 29 ára maður, ákærður fyrir nauðgun sem átti sér stað i Kópavogi í nóvember á síðasta ári, kom til yfirheyrslna í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn játaði á sig verknaðinn skömmu ettir að nánast óyggjandi sönnunar- gögn lágu fyrir hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann var grímuklæddur og vopnaður hnífi þegar hann neyddi fórnarlambið til samræðis við sig. DV-mynd GVA Könnun DV og lögreglunnar í Reykjavík vegna kærðra atvika: Þjóf naðir úr bílum og búðahnupl hefur stór- aukist frá 1989 - bílstuldum, innbrotum og skemmdarverkum hefur fækkað Kærðir þjofnaðir og búðahnupl hafa aukist verulega í Reykjavík miðað við fyrstu níu mánuðina í ár og 1989. Þjófnaðir úr bílum hafa auk- ist stórlega. Kærðum líkamsárásum hefur einnig fjölgað um 18 prósent. Bílstuldum hefur hins vegar fækkað mjög, um 50 prósent. Innbrotum og skemmdarverkum hefur einnig fækkað nokkuð. Uþplýsingarnar voru unnar af DV og lögreglunni í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar hefur innbrotum í íbúðar- og atvinnuhúsnæði fækkaö. Hins vegar hefur það aukist mjög, sérstaklega að undanfórnu, að brot- ist hafi verið inn í bíla og verðmætum stolið úr þeim. Kærðum þjófnuðum úr bifreiðum, þegar stolið er úr bíl sem skilinn er eftir ólæstur og telst því ekki innbrot, hefur fjölgað veru- lega. Er það skýringin á þeirri 39 prósent aukningu sem hefur orðið á milli áranna hvað þjófnaði snertir. 745 þjófnaðir hafa verið kærðir í ár. Komið hefur fyrir að 5-6 inn- brot/þjófnaðir úr bílum hafa veriö kæröir á dag til lögreglu. Bílstuldum hefur hins vegar fækkað um heil 50 prósent frá í fyrra. Ástæðan er talin vera sú að bíleigendur hafa sýnt meiri aðgát við að læsa bílum sínum. Líkamsmeiöingum fjölgaði um 18 prósent á milli þessara tveggja níu mánaða tímabila. Tekiö skal fram aö hér er aðeins um kærð tilfelli að ræða. Lögreglan telur aö í kjölfar umræðu um ofbeldi í vetur hafi borg- arar frekar kært líkamsmeiðingar en áður var. Er því mjög erfitt að gera sér grein fyrir raunverulegri aukn- ingu eða fækkun á milli ára hvað ofbeldisverk varðar. Lögreglan segir einnig aö íjölgun tilfella þar sem búðarhnupl er kært eigi einnig rætur sínar að rekja til aukinnar umræðu og eftirlits sem gert var í vetur. Búðahnupl var 67 sinnum kært fyrstu 9 mánuðina í fyrra en 115 sinnum í ár. Aukning er 72 prósent á milli ára. í könnuninni kom einnig fram að kærðum rúðubrotum og skemmdar- verkum fækkaði á milli áranna. Lík- ur eru leiddar að því að ástandið í miðborg Reykjavíkur hafi batnað til muna frá í fyrra, því hafi skemmdar- verkum fækkað. Stuldum á reiðhjól- um hefur einnig fækkað eða um 25 prósent síðan í fyrra. -ÓTT Faðirinn vegna forsjármálsins: Fer aftur fram á innsetningargerð Stefán Guðbjartsson óskaði á ný eftir því í fyrradag að borgarfógeti framkvæmdi á ný innsetningargerð vegna dóttur sinnar samkvæmt fyrri úrskurði - það er að segja að barnið yrði tekið frá móður sinni með fóg- eta- og lögregluvaldi. Innsetning átti að fara fram þann 8. september síðastliðinn. Til þess kom þó ekki. Nokkru síðar vísaði Hæstiréttur frá kæru fööurins á hendur fógeta en hann féll frá því að framkvæma innsetninguna - taka barnið - þar sem lögregla veitti hon- um ekki þann atbeina á vettvangi sem hann óskaði eftir. Fógeti upp- lýsti í gær að afstaða hans og lög- reglustjóra væri óbreytt. „Innsetning verður ekki reynd að nýju við þessar aðstæður," segir í skjali fógeta sem hann lagði fram í fyrradag. -ÓTT Líkamsmeiðingar fyrstu 9 mánuði ársins Auðgunarbrot □ 1989 320 1989 1990 og nytjastuldir | 1990 Tölurnar eru byggðar á kærum til lögreglunnar i Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.